Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Evrópulönd / • i eina sæng Aþjóðhátíð- ARDAGINN sagði forsætisráð- Gárur yrðu öryggismálin, ef mál þróist eins og allt bendi nú til herra skoðun sína á e/ 'tir Eltnu Pálmadóttur með RÚSSland. Þá - •! '1___ _______i'5 J -Pr. V,; mikilvægu framtíð- armáli fyrir íslendinga, Evrópu- sambandinu. Og fékk skömm í hattinn. Hvað var maður í æðstu stöðu svo sem að segja framan í þjóðina hvaða viðhorf hann hefur, þegar hann veit mæta vel að ekki eru allir hon- um sammála, meira að segja fólk á öndverðum meiði í hans flokki? Ja, allur er varinn góð- ur! Kannski erum við bara orðin því svo vön að stjórnendur hiki við að segja sína skoðun fyrr en skoðanakannanir hafa sýnt hvar er mest fylgi að hafa. Eitt- hvað hefi ég misskilíð lýðræðið ef maður vill ekki einmitt fá að heyra hvað kjörn- ir leiðtogar eru að hugsa, þótt ekki væri til annars en að geta sett þá af í næstu kosningum ef maður er ekki sammála, sem Gáruhöfundur var þarna. Guðsfeg- inn að við erum loks búin að fá leiðtoga, sem þorir að leiða. Samband Evrópu- landa er gamall draumur um sam- vinnu á sem víðtæk- ustu sviði, ef forðast megi ill- indi. Með Evrópusambandinu er hann kominn býsna langt í að rætast í Vestur Evrópu, en þjóðir auðvitað ekki enn komnar niður á það hve langt samein- ingin skuli ganga. Að bíða og sjá hvernig útfærslan verður virðist því fyrir litla þjóð býsna klókt fyrst það dugar henni. Um 15 árum eftir síðustu krossferðina 1291, er kristnir voru sendir heim til Evrópu, gerðist það að franskur ábóti í tilteknu klaustri skrifaði bækl- ing um hvemig ætti að ná aftur Landinu helga. Þar leggur hann á ráðin. „Að allir prinsar Evr- ópulanda sameinist í Evrópu- sambandi." Þar var kominn draumurinn um að í Evrópu- sambandi gætu löndin saman náð því fram sem þau annars réðu ekki við. Próf. Johan Galt- ung kunni þennan gamla texta. Svo bætti hann við skelmskur á svip, að seinna hafi líka fræg- ur danskur Norðmaður átt samskonar drauma, sem hann lýsti:,, Minn draumur er sam- band Evrópu á stjórnamála- sviði, efnahagssviði og í pen- ingamálum, þar sem Þýskaland yrði leiðandi og Noregur hefði mikilvægt hlutverk..." Sá hét Vidkun Quisling! Sem betur fer hafði hann nú ekki svo marga áhangendur. Johan kvaðst einu sinni hafa sagt þetta í hálfkær- ingi í fyrirlestri heima í Nor- egi. Stjórnmálamenn ruku upp. Kunnu ekkert að meta slík rök. Og úr því tal okkar yfir kaffi- bolla hafði borist að Evrópu- sambandinu, var svo fróður maður og klókur í öllum al- þjóðastraumum og málum spurður hvað hann héldi um framtíðarþátttöku Norður- Iandaþjóðanna. Mundu Svíar og Finnar t.d. endast í Evrópusam- bandinu? Hann spáir því að Svíar muni draga sig út aftur. Ekki Finnar, sem réttilega séu of hræddir við nágrannana Rússa. Ekki kvað hann það vera vegna mynt- eða efna- hagsmála að Svíar mundu ekki treysta sér til að vera með. Það fari öryggismál að verða viðkvæm. Stjómmálaleið- togar hafi fyrst og fremst áhuga á Evrópusambandinu af efnahagsástæðum, en hætti til að ýta til hliðar mikilvægi ör- yggismálanna. Þegar þeir í nefndum séu að móta utanríkis- stefnu Evrópusambandsins hlusti þeir ekki á Svía sem segi: Við verðum hlutlausir! Og Finnar segi: Við erum hlutlaus- ir! Verði því fróðlegt að sjá hvað úr verði. Finnar muni reyna að hafa áhrif á skoðana- myndunina, en verða víkjandi eins þeir hafa raunar þurft að sætta sig við löngum árum. Þeir hafi af nauðsyn þróað með sér stórkostlega hæfileika til sveigjanleika. Einhvers konar danska eiginleika. Vel á minnst, hvað þá með Dani og hæfíleika þeirra til að vera með? „Maður verður að skilja Dani. Þeir eru ólíkir hin- um Norðurlandaþjóðunum. Þeir eru svo sveigjanlegir. Danir eiga auðvelt með að sitja tvo hesta í einu. Sumir kynnu að kalla það tvöfeldni, en þetta er jákvæður hæfíleiki til að lifa við tvennan sannleika. Danir eru eina þjóðin, sem hertekin var af Þjóðveijum, sem tókst að vinna með þeim á skrifstofu- tíma, en drepa þá eftir vin- nutíma. Það gætu Norðmenn aldrei gert. Þeir mundu annað- hvort vinna alfarið með þeim eða drepa þá jafnt á morgnana. Og Johan skýtur inn einni af sínum dæmigerðu sögum. Á stúd- entsárunum hlaut hann þá ein- töku reynslu að hitta Niels Bohr og spurði hann hvort gæti verið samband milli þess að eðlisfræð- ingurinn kæmi úr menninga- rumhverfí sem annars vegar framleiði hann og hann svo sín- ar hugmyndir og hins vegar þessarar tvöfeldni og Bohr svar- aði: „Svo sannarlega! Þetta má fínna gegn um alla sögu Dana. Því spái ég því að Danmörk verði í einu bæði innan og utan Evrópusambandsins. Sama per- sónan getur meira að segja ver- ið bæði með og á móti. Það gæti verið ástæðan fyrir því að Uffe Elleman Jensen lifði ekki af sem utanríkisráðherra í Dan- mörku. Hann er of einhliða. Það gerir miklu frekar Nils Helveg Pedersen. Hann hefur meira af þessum danska tvískinnungi." Þessi mismunur á eiginleikum Norðurlandanna þóttí mér skemmtileg kenning, þótt Jo- han væri auðheyrilega hálft í hvoru að spauga, alls ekki að lasta. En sem betur fer vorum við ekki komin að íslendingum þegar kaffíbollar voru tæmdir, enda hefði ég varia þorað að hafa það eftir fyrir svo húmor- lausa þjóð fyrir sjálfri sér. MANNLÍFSSTRAUMAR í STÍL við náttúruna IVIATHRUStT/Erupylsa, kók og ís þjóbaréttur Islendinga áþjóbveginum f Utilegugott Mundirðu eftir snakkinu? Keyptirðu ekki örugglega 5 lítra af gosi? Fórstu ekki örugglega í lakkrísgerðina? Séu þessi skilyrði uppfyllt eru þau fyrir marga lykillinn að vel heppnaðri útilegu, matarlega séð. Síðan er náttúr- lega alveg ómissandi þáttur ferðalagsins að stoppa a.m.k. í annarri hverri sjoppu og fá sér pylsu og kók. Neýsla slíkra skyndibita er svo sem í lagi sé kjammeiri fæða höfð meðferðis. NÚ STARFA ég á sumrin oft sem leiðsögumaður ferða- manna og þá aðallega ítala og þeir hugsa nú heldur betur vel um sinn maga og meltingu. Iðulega hefi ég lent í því inni í söluskálum úti á landsbyggðinni sem á Stór- Reykjavíkursvæð- inu að ferðamenn- ina hefur langað til að fá sér eitt- eftir Alfheiði Hönnu hvað létt og frísk- Friðriksdóttur an(jj fyrjr ega eftjr fjallgönguna, jafnvel til að taka með sér sem nesti. Þeir koma þá oft að, ja ég segi nú ekki tómum en svona ansi fátæklegum kofan- um. Valið stendur oftar en ekki á milli pylsu, íss, samloku (reyndar stundum með nokkuð frískandi áleggi), randalínuterta, og alls kyns þungmetis s.s. hamborgara og fran- skra kartaflna. Þá snúa þeir sér til mín með spyijandi augnarráði og spyija: Hvar eru gúrkurnar og tóm- atarnir, ferskleiki landsins, gras- laukurinn, steinseljan, rúgbrauðið og kæfan? Ég fer síðan og kaupi það sem á undan er talið og smyr ofan í liðið. Ég held að við öll, a.m.k. flest, hvort sem við erum viðriðin ferða- þjónustu eða ekki, ættum að endur- skoða nestistöskuna okkar. Ég held að það sé alltof algengt að fólk hlaði sig með einhverri tormeltan- legri og næringarsnauðri skyndi- orku sem einungis verður að steini í maga og veldur vanlíðan og orku- leysi. „Old habits are hard to bre- ak“, en það er áreiðanlega í okkar hag í þessu tilfelli að breyta matar- venjum okkar til hins betra. Hér koma tvær hugmyndir að bragðgóð- um og hollum skyndibitum. Graslaukssmurningur með agúrkum Uppskrift miðuð við 4 brauðsneiðar 4 brauðsneiðar (t.d. malt- eða normalbrauð), 3 msk smjör eða hreinn ijómaostur, 3 msk hakkaður graslaukur eða dill, 1/2 agúrka, 1/2 tsk salt, nokkrir steinseljukvistir 1. Fínsaxið graslaukinn. 2. Setjið smjör í skál og blandið graslauknum vel saman við. 3. Smyijið brauðið með graslauks- smjörinu og setjið 3-4 agúrku- sneiðar ofan á brauðsneiðina ásamt litlu steinseljuknippi. • Panaché-bagetta 1 stórt egg, 2 1/2 msk ólífuolía, 1 msk hvítvíns- eða rauðvínsvineg- ar, 1 tsk Dijonsinnep, 85 g jöklasalat eða annað salat (best eitthvað létt), 1 langloka (skorin í tvennt), Nokkrir steinseljukvistir, salt og pipar 1. Sjóðið eggið í 2 mín. 2. Hrærið saman í skál ólífuolíu, vinegar og sinnepi. Hrærið því næst egginu saman við. 3. Bætið salatinu í sósuna og snúið því vel til að sósan dreifist jafnt á það. 4. Skerið brauðið í tvennt (eftir endilöngu) og smyijið það létt með ólífuolíu. Léttpiprið. Setjið þar næst salatið á annan brauðhelminginn og svo steinseljuna og leggið hitt brauðið við og bítið í þessa ljúf- fengu samloku. Ég mæli með ís- lensku bergvatni eða ísköldu rósa- víni (ef þannig ber undir) með. Góða útilegu! ÞIÓÐLÍFSÞANKAR/V gódviðri vandamál? Þaðerengiti þörfað kvarta ÞAÐ ER ekki alltaf augljóst hvers biðja ber í þessum heimi. Um daginn var hér íjarskalega gott veður og ég var að koma úr sundlaugunum. Með mér var góður vinur minn. Við lögðum leið okkar í bakarí til þess að kaupa okkur eitthvert nýtt brauðmeti og vorum í harla góðu skapi. Það sama varð ekki sagt um stúlkuna sem afgreiddi okkur. Hún tók ekki undir þegar við buðum góðan dag heldur var með stóra skeifu og horfði á okkur með slíkan harm í augum meðan við tvístigum fyrir fram- an afgreiðsluborðið að ég missti næstum matarlystina og skammaðist mín fyrir að vera í svona góðu skapi þegar aðrir ættu svona bágt. Þegar við höfðum fest kaup á sundurskornu þúsund korna brauði fórum við út og ég hafði orð á því að afgreiðslustúlkan hefði verið undarlega döpur í þessu stór- góða veðri. „Það er ekkert gott fyrir íslend- inga að fá gott veður, þeir þola það einfaldlega ekki,“ svaraði vin- ur minn. „Hvað meinarðu?" sagði ég. „Hugsaðu mál- n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ið, þetta ágætt efni fyrir þig í Þjóð- lífsþanka," sagði hann og ók af stað, enda komið grænt ljós. Nú eru liðnir nokkrir dagar síðan ég fór í bakaríið til döpru stúlkunn- ar og ég er komin að þeirri niður- stöðu að það sé þó nokkuð til í orð- um vinar míns. Ef það kemur veru- lega gott veður á íslandi veldur það slíkri ringulreið í hugum hinna lang- þreyttu íbúa landsins að umhugsun- arvert er. Þeir eru svo lengi búnir að búa við gráma og rigningu að þeir næstum ruglast í ríminu þegar sólin skín og hitinn er kominn yfír 20 stig. Á þessum örfáu góðviðris- dögum sem koma í bland við alla hina gráu sumardaga, reyna menn nefnilega að bæta sér alla þá síðar- nefndu upp. Það veldur slíkri streitu að fólk er oft á tíðum dauðfegið þegar gráu dagarnir koma aftur og hversdagslífið tekur völdin af þeirri uppspenntu hátíðastemmningu sem góðviðrið skapar hér. Á verulega heitum degi reyna menn nefnilega að gera allt sem venjulegt fólk í útlöndum gerir allt sumarið. Þá á allt í senn að liggja í sólbaði og verða brúnn, fara í sund, fara út úr bænum, fara á útikaffihús, hóa saman vinum og kunningum í garðveislu, grilla og sumir gera miklu meira en þetta. Til að koma þessu öllu heim og saman þarf mikla fólksflutninga svo umferðin verður að öllum jafnaði bæði mörkuð hraða og óþolinmæði. Allt þetta, jafnframt því sem líkam- inn er óvanur hitanum og sálin óvön slíkum hamförum hugmynda- flugsins, skapar umrædda ringul- reið. Geti fólk hins vegar ekki verið úti í góða veðrinu þá verður það svo dapurt að engu tali tekur og þannig var eimnitt ástatt fyrir bak- aríisstúlkunni títtnefndu. Það má því til sanns vegar færa að gott veður á íslandi skapi alls konar vandamál. Ef á hinn bóginn veðrið er alltaf slæmt og aldrei kemur sólarglæta ríkir hér dagfarslegt vonleysi, sem lýsir sér í þunglamalegu viðmóti fólks og jafnvel geðvonsku. Ég veit svei mér ekki hvort er betra þegar upp er staðið, en það þarf heldur ekkert að velta vöngum yfir því. Veðrið er á sérsamningum í tilver- unni og ekki á mannlegu valdi að hafa hönd í bagga með duttlungum þess. Það eina sem við mannfólkið getum gert er að reyna að láta það ekki ná ofurtökum á okkur. Jafnað- argeðið er það sem stefna þarf að í landi þar sem veðurfar einkennist af sífelldum veðursýnishornum. Með æðruleysi ættum við að mæta jafnt rigningu sem sólskini og láta það ekki hagga okkur þótt þrumur og eldingar ríði yfir eða ótrúlegt góðviðri með yfir 20 stiga hita bresti á. Þetta gera auðvitað ýmsir, en fleiri gætu tileinkað sér þetta sjónarmið. Þannig verður lífið kannski auðveldara hér á norður- slóðum. - En var það ekki annars Stefán frá Hvítadal sem kvað eitt- hvað á þessa leið: „Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.