Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Melkorka GEYSILEGUR fjöldi safnaóisf saman fyrir framan stóra svið- ið, og það var enginn hægðarleikur að troóa sér i fremstw röð. Ef það tðkst var engin leið að snúa til baka. FJÓRIR dagar eru fljótir að líða á Hróarskelduhátíð, en engu að síður nær sú tilfinning tökum á manni að heimurinn hafi aldrei verið öðruvísi. Lífið gengur sinn vanagang á þessu rammgirta tónleikasvæði í gróðursælum sveit- um Danmerkur og allar áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Jafn- vel útgáfa af Aftenposten sem dreift er á svæðinu greinir aðeins frá fréttum af Hróarskeldu. Allt annað er ijarlægt og óraunverulegt. Spjarirnar fengu að f júka Það fór ekki hjá því að mörgum íslendingnum brygði í brún þegar hann steig út úr flugvélinni í kraum- andi hitabylgjuna sem hélst alla daga hátíðarinnar. Hlý gola er fátíð á Islandi og því leið ekki á löngu uns spjarimar fengu að fjúka. Þeg- ar til Hróarskeldu kom á fímmtu- deginum var stór hluti tónleika- gesta, eða um 60 þúsund manns, þegar búinn að koma sér fyrir. Alls voru seldir um 90 þúsund miðar á hátíðina og var uppselt þremur mánuðum áður en til hennar kom. Þó gátu sumir útvegað sér miða á svörtum, en hann kostaði þá á bil- inu 20-30 þúsund krónur. Hróarskelduhátíðin hefur lengi verið vel sótt af íslendingum og árið í ár var engin undantekning. Rúmlega 180 íslendingar fóru með íslenskum ferðaskrifstofum á hátíð- ina, en auk þess fóru fjölmargir á eigin vegum. Ekki fór lítið fyrir íslendingum frekar en fyrri daginn og voru tveir íslenskir fánar í um- ferð sem hajdið var hátt á lofti á hátíðinni. Áttu Sverrir Dungal ásamt unnustu sinni Huldu Kristínu Kjartansdóttur og félag:sskapurinn Barflugur frá Siglufirði heiðurinn af því. Litlir kassar úr dingalingaling Á stórhátíðum sem þessari ber vitaskuld margt skemmtilegt fyrir sjónir. Á einu tjaldstæði var safarí- sviðsmynd í felulitum fyrir upptök- ur á sjónvarpsviðtölum, sem stóðu yfir alla helgina. Mannréttinda- hreyfíng og baráttusamtök gegn kynþáttahatri höfðu sérstök hús þar sem gestir voru leiddir um rang- hala pólitískra ofsókna, kynþátta- haturs og annars misréttis. Þá hafði heilu röðunum af litlum kössum af öllum stærðum og gerðum verið komið upp, þar sem kaupa mátti allt dingalingaling milli himins og jarðar, frá frímerkjum til húðflúra. Auk þess getur að líta mörg stór- stirni á hátíð sem þessari. Blaða- Hróarskelduhátíóarinn- ar var mikió um dýróir. Þar tróóu margar af vinsælustu hljómsveitum heims upp fyrir um 90 þúsund manns. Pétur Blöndal var einn af mörgum Islendingum á hátíð sem rúmar allt lit- róf mannlífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.