Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓMFRÚRSIGLING Á KARÍBAHAFI STÓRSKIPIÐ Imagination öslar út úr höfninni á Miami og plægir blágrænt Karíba- hafið með stefni sínu. Það er ólýsan- leg tilfinning að standa á þilfari svona glæsiskips, í upphafi ferðar á vit hins óþekkta, og horfa á stór- borgina fjarlægjast í mistri og hita- svækju. Fiðringur tekur sér bófestu í maganum, blandinn tilhlökkun og spennu og fersk hafgolan leikur við kinn. Frá aðalþilfarinu berast tónar úr hljóðfærum blámanna, sem leika kalypsó- og raggietónlist af fingr- um fram, eins og þeim einum er lagið. Upp í hugann kemur stef úr velþekktu íslensku sjómannalagi: „Stolt siglir fleyið mitt...“, og má það vissulega til sanns vegar færa því ekkert skip hef ég séð sigla með meiri glæsibrag en einmitt þetta. Fljólandi lúxufhótel Imagination er nýjasta skipið í flota Camival Cruise skipafélags- ins, sem sjálft státar af því að vera besta og vinsælasta skipafélag í Bandaríkjunum. Undirritaður er ekki í aðstöðu til að leggja dóm á það, enda er Imagination fyrsta og eina skemmtiferðaskipið sem hann hefur siglt með. Hitt er víst að það er fátt skilið eftir fyrir ímyndunar- aflið þegar stigið er á skipsfjöl á Imagination. í rauninni er það fljót- andi lúxushótel, með öllu sem því tilheyrir. Þessi sjóferð var sérstök að því leyti að hér var um jómfrúrsiglingu Imagination að ræða, sérstök kynn- isferð fyrir starfsfólk ferðaskrif- stofa og blaðamenn víða að úr heim- inum. Upphófst því mikill gleðskap- ur um leið og stigið var á skips- fjöl, sem hélst alla sjóferðina, uns aftur var lagst við festar í höfninni í Miami nokkrum dögum síðar. Hin eiginlega jómfrúrferð, með fyrstu ferðamannahópanna, verður svo farin í byijun september næstkom- andi og hefur Heimsklúbbur Ingólfs skipulagt hópferð í þá siglingu, en klúbburinn var brautryðjandi í sigl- ingum Islendinga á skemmtiferða- skipum um Karíbahaf á vegum Carnival Cruise. Endalaus könnunarleióangur Eg ætlaði varla að trúa mínum eig- in augum þegar ég steig fyrst á skipsfjöl, slíkur var íburðurinn. Þar sem komið er inn, miðskips, er hátt til lofts og vítt til veggja og má sjá upp um allar hæðir með glerþaki yfir.' Þar er gylltur hringstigi og Það er fátt skilið eftir fyr- ir ímyndunaraflið þegar stigið er á skipsfjöl á glæsiskipinu Imagination. í rauninni er það fljótandi lúxushótel, með öllu sem því tilheyrir, segir Sveinn Gudjónsson, sem kynnti sér aðstæður um borð í jómfrúrsiglingu þessa nýj- asta skemmtiferðaskips Carnival Cruise á Karíbahafi. Q Öryggió ofar öllu. Allir f arþegar voru skilckaóir á björgunaræfingu. Slappaó af á pianó- barnum. Nuddpottarnir á þilfarinu voru vin- sælir sem og vatns- rennibrautin i sund- lauginnl. Q Klefarnir eru rúm- v góóir og þægilegir. o o EM HIMINN F MJETAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.