Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 10
ÞAÐ ER með því ótrúlegra, að Berlín nútímans skuli hafa risið upp úr þessum rústum. Ljósmynd: Georgij Petrussow, mai 1945. ÞAR SEM áður var múrinn ríkir nú ömurleikinn með drasli og óhijálegum byggingum líkt og í nágrenni Potsdamer Platz. Og enn ríkir í austri afbrotið og í miðborginni svindlið... Berlín er borgin, sem fæstum datt í hug að yrði nokkurn tímann höfuðborg Þýska- lands segir Bragi Asgeirsson, og er að auki reist á sandi „í austri ríkir afbrotið, í miðborgmni svindlið, í norðri neyðin, í vestri siðleysið og í öllum áttum býr glötunin." (Erich Kástner) Hin sígilda Iýsing á ástandinu eft- ir fyrri heimstyijöldina, úr skáldsög- unni Fabian, leitaði stundum á hug- ann í borginni við Spree en ég vitn- aði tii hennar í niðurlagi seinni grein- ar minnar um Berlín í janúar 1987. Og þó hún eigi ekki að öllu leyti við, er falinn broddur í henni eins og víða er umhorfs eftir sameininguna. Berlín heilsaði mér kuldalega er mig bar að garði í í lok marsmánað- ar, og borgin var eins og grátt stein- lík, svo vitnað sé í George Grosz. Lestarfeijan Gedser-Wamemúnde hafði öslað gegn stórhríð á leiðinni, og er ég brá mér úr svefnvagn- inum um nóttina var hvarvetna kuldalegt um að litast og toll- fijálsa búðin galtóm. Snjór var á götum borgarinnar og flug- vellirnir lokaðir, en til þess þarf þó nokkuð í tækniheimi nútím- ans. Þegar ég var í Berlín 1987 var það í tilefni 750 ára afmæli borgarinnar og risastórrar sýningar í húsi Martins Gropiusar. Var nær tvéim árum áður en múrinn féll og fátt benti til hinna miklu umskipta. Mundi ljósiega, að ég var sárþjáður í baki af einhveijum andskota sem hafði hlaupið á milli hryggjariiða í Kaupmannahöfn, sem hvarf svo að mestu í París og ekki hefur látið á aér.; kraelavnsíðan, og - nú sjö' árum seinna er mig bar að garði aftur var ég rifbrotinn eftir mjög óvænta byltu í hálkunni á heimaslóðum. En þegar um mikilsverðar stórsýningar er að ræða, skiptir mestu að komast á staðinn áður en þeim lýkur, og til- hlökkunin var jafn mikil að sækja heim sýningu á æviverki George Grosz og risasýninguna Berlín/Berlín forðum. Mikið var aðkoman önnur að þessu sinni, því nú var farið með lest og vegna uppstokkunar og breyt- inga var endastöðin ekki hin fræga og alræmda Berlín Zoo í hjarta borgarinnar, heldur Lichtenberg í gamla austurhlutanum sem telst við jaðar miðhrings Stórberlínar. Þó maður telji sig hafa fylgst grannt með þróuninni af heimsfréttunum undanfarin ár, var manni alls ókunn- ugt um þessa hlið málsins. Fyrir vik- ið fékk ég nasasjón af stærð borgar- innar vegna þess að ég taldi einfaldast að taka leigubfl á hótelið, sem varla væri í mik- illi fjarlægð. Reyndin var önn- ur, því að í morgunumferðinni tók það leigubílinn nær 40 mín- útur að silast á áfangastað og sennilega hefur vegalengdin verið ámóta og langleiðin tii Hveragerðis! Enn einu sinni á ferðalagi varð ég gáfaðri eftirá, þvi einfaldast er að taka bæjarlestina frá brautarstöð- inni, sem rennur beint inn í Berlín Zoo. Mig vantaði þannig fáein mörk upp á óvæntan aksturskostnað er á hótelið kom og lenti svo á morgun- vondri taugatrekktri hótelfreyju, sem féllst þó fljótlega á að setja bílinn á reikning minn. Eg sá hana svo endur- Fyiri grein LISTSÖGUFRÆÐINGURINN nafnkenndi Julius Meier Graefe var einn af áköfustu aðdáendum Edvards Munchs í Þýskalandi, og lifandi dæmi um náið samband norrænnar og germanskrar menn- ingar á tímunum. RITVÉLAR, sem menn hömruðu á forðum daga gefa lítið eftir hugmyndaríkum rýmisskúlptúrum nú um stundir. tekið beita gesti þessu viðmóti, og svo reyndist valkyijan yfir á gestam- óttökunni! Berlín er borgin, sem fæstum datt í hug að yrði nokkurn tímann höfuð- borg Þýskalands og er að auki reist á sandi. Og eins og Prússland reis upp úr hryllingi þijátíu ára stríðsins er Berlin einnig afkvæmi þess. Þýskaland hefur verið á floti í landa- fræðilegum skilningi og má endur- tekið minnast þess, að ekkert land hefur átt jafn margar höfuðborgir; Aachen, Goslar, Núrnberg, Prag, Vín, Frankfurt, Berlín (1871-1945), Bonn og svo aftur Berlín. Borgin virðist ódrepandi, því engin borg hefur verið rústuð jafn oft; en ávallt HIN 43 sentimetra háa marmarastytta af skurðgoði frá Kykladen, frá því 2400- 2100 fyrir Krists burð stað- festir svo ekki verður um villst hve margt og mikið fremstu rýmislistarmenn aldarinnar hafa sótt til fortíðarinnar. Antíksafnið, Pergamon. risið upp á ný hálfu sterkari og öflug- ari en áður. Og skyldi það ekki enn verða raunin, því viljinn virðist ótak- markaður, og byggingarhegrana ber við himininn í austurhlutanum, sums staðar líkast sæg sjónvarpsloftneta. Og nú eru engar hindranir, því neð- anjarðarlestirnar krossa um fyrrum landamæri, en mikið er ömurlegt að fara um stöðina Friedrichstrasse, sem áður var aðal samgönguleiðin og varðstöðin milli borgarhlutanna og menn þar gráir fyrir járnum. Þar blasa við rústir einar og gapandi sár eftir múrinn og sjálf brautarstöðin hin óhijálegasta, og má sú nafn- kennda gata muna sinn fífil fegri. Allstaðar er verið að byggja og rífa, því að flest reyndist úr sér gengið og ónýtt í austurhlutanum og þarf að endumýja allt holræsakerfið, raí'- og símakerfið o.s.fi-v., söfn sem kirkj- ur í niðurníðslu. Á laugardagsmorgni tók ég mér neðanjarðarlest að Potsdamer Platz og labbaði síðan í rólegheitum i átt að Gendarmenmarkt, sem telst miðja borgarinnar, Stadtmitte. Erindið var að skoða Húgenottasafnið, en ég hef lengi verið forvitinn um þann merki- lega þjóðflokk, en safnið er til húsa í Þýsk/Frönsku 'dómkirkjunni ög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.