Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Lögmannsstofa skrifstofumaður ritari Lögmannsstofa óskar að ráða ritara á tíma- bilinu frá og með 15. ágúst til og með 1. september nk. Starfssvið er almenn skrifstofustörf, bréfa- skriftir, innheimtumál, færsla bókhalds o.þ.h. Æskilegt er að umsækjandinn hafi góða al- menna menntun og/eða reynslu af störfum á lögmannsstofu, þekkingu á innheimtukerfi lögmanna (IL), bókhaldskerfi (TOK) svo og almennri tölvuvinnslu. Umsóknum skal skila í pósthólf 5093 póst- húsinu við Rauðarárstíg 27, 125 Reykjavík. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. OPIN KERFI HF HP - Opin Kerfi hf er eitt af leiðandi fyrirtækjum hérlendis á sviði tölvu- og tæknibúnaóar. Fyrirtækið er 10 ára gamalt og er umboðsaðili fyrir Hewlett-Packard hér á IslandL Velta siðasta árs var 500 milljónir og eiginfjárstaða fyrirtækisins er mjög traust. Starfsfólk Opinna Kerfa hf. myndar mjög samhenta heild þar sem starfsgleði og þjónustulund gagnvart viðskiptavinum er sett í öndvegu SÖLUSTJÓRI ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA sölustjóra heildsölu HP - Opinna Kerfa hf. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu. SÖLUSTJÓRI mun annast rekstur heildsölu og hafa umsjón með sölu til endursöluaðila. Sjá um kostnaðareftirht og áætlanagerð ásamt því að sinna tengslum við viðskiptavini hérlendis sem og erlendis. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði viðskipta-, verkfræði- og/eða sambærilegu, með marktæka reynslu af sölu- og markaðsmálum Kostur er að hafa þekkingu og reynslu af kostnaðar- og birgðastjóm (logistics). ítarleg þekking á sviði einmenningstölva og hugbúnaðar nauðsynleg ásamt tungumála- kunnáttu. LEITAÐ ER AÐ vel skipulögðum aðila, sem hefiir hæfiii til að bregðast fljótt við krefjandi verkefiium og getur leitt aðra að sameiginlega settum markmiðum Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varóandi ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum hf. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. júlí. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kI.10-16, en viðtalstímar eru frá kl. 10-13. U 51 Starfsráðningar hf Suðurtandsbraut 30 ■ 5. hæi ■ 108 Reykjavik Sími: 588 3031 Fax: 588 3010 RA GuÓný Harbardótlir Frá Fræðsluskrifstofu Austurlandsumdæmis Kennarar Umsóknarfrestur um áður auglýstar kenna- rastöður framlengist til 31. júlf 1995. Grunnskólinn á Bakkafirði: Almenn kennsla. Meðal kennslugreina íþrótt- ir, mynd- og handmennt. Grunnskóli Borgarfjarðar: Almenn kennsla og sérkennsla. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: íþróttakennsla. Grunnskólinn á Stöðvarfirði: Meðal kennslugreina íslenska, danska og enska. Grunnskólinn í Breiðdalshreppi: Almenn kennsla. Upplýsingar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. Fræðslustjóri Austurlandsumdæmis. ffl Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leik- skóla: Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 557 8230. Funaborg v/Funafold, s. 587 9160 Grandaborg v/Boðagranda, s. 562 1855. Hlíðarborg v/Eskihlíð, s. 552 0096. Lækjarborg v/Leirulæk, s. 568 6351. Nóaborg v/Stangarholt, s. 562 9595. í 50% starf e.h.: Funaborg v/Funafold, s. 587 9160,. Einnig vantar aðstoðarmanneskju í eldhús í leikskólann Laugaborg v/Leirulæk, s. 553 1325. Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. Kögun hf. er ungt og ört vaxandi fyrirtæki sem annast rekstur og viðhald á vél- og hugbúnaði íslenska loftvarnakerfisins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða umfangsmikið tölvu- og fjar- skiptakerfi byggt á margs konar vélbúnaði. Hugbúnaðarhluti kerfisins er skrifaður fyrir dreifða rauntímavinnslu og vinnur úr flug- gögnum sem kerfinu berast frá ratsjám og öðrum sams konar kerfum í öðrum löndum. Kerfið samanstendur af u.þ.b. 650.000 for- ritslínum í forritunarmálinu Ada. Við smíði og viðhald kerfisins er unnið eftir bandarísk- um gæða- og hönnunarstöðlum og mikil áhersla lögð á formleg vinnubrögð og að- ferðafræði. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Gæðastjóri Starfið felst í skipulagningu og framkvæmd gæðamála fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða áframhald á uppbyggingu innra gæðakerfis fyrirtækisins ásamt sam- starfi við erlenda og innlenda eftirlitsaðila gæðamála. Við leitum að aðila sem getur starfað sjálfstætt og hefur reynslu í uppbygg- ingu gæðakerfa í hátæknifyrirtæki. Góð enskukunnátta er skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. október nk. Kerfisstjóri Starfið felst í umsjón og daglegum rekstri tölvukerfa á Keflavíkurflugvelli. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt í öguðu vinnu- umhverfi, hafa haldgóða reynslu í umsjón VAX og UNIX tölvukerfa, ásamt grunnþekk- ingu á hugbúnaðargerð og forritun. Góð enskukunnátta er skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Gagnavörður Starfið felst í umsjón, skráningu og viðhaldi skjala og gagna tengdum hug- og vélbúnað- arviðhaldi fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli, umsjón með bókasafni ásamt almennum skrifstofustörfum. Við leitum að aðila með staðgóða menntun sem hefur mikla skipu- lagshæfileika, getur unnið sjálfstætt og hefur reynslu af notkun tölva í starfi. Góð ensku- kunnátta er skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. desember nk. Umsóknum er tilgreini menntun og fyrri störf skal skilað á ensku og íslensku á skrifstofu fyrirtækisins í Vegmúla 2, 108 Reykjavík, eigi síðar en 11. ágúst nk. Upplýsingar verða ekki veittar í síma. Öllum umsóknum verður svarað. Kögun hf. GENIS] Lífefnafræðingur Genís hf. óskar að ráða lífefnafræðing eða líffræðing með doktorspróf eða sambærilega menntun og víðtæka reynslu af prótein- hreinsunum. Verksvið viðkomandi starfsmanns verður yfirumsjón með framleiðslu lífefna, einkum próteina, þróun framleiðsluférla og gæða- eftirlit. Starfið býður upp á fjölbreytt samstarf við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir á sviði líftækni, og almenna þátttöku í uppbyggingu íslensks líf- tækniiðnaðar. Um er að ræða ótímabundna ráðningu, sem styrkt verður til allt að þriggja ára af Rann- sóknaráði Islands. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, berist skrifstofu Genís, Efna- og líf- tæknihúsi, Keldnaholti 112, Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Deildarstjóri tölvu- og tæknideild Óskum eftir að ráða deildarstjóra til starfa hjá stóru innflutnings- og þjónustufyrirtæki ' í Reykjavík. Deildin selur ma. tölvur, tölvubúnað og fjöl- breyttan tækjabúnað. í deildinni starfa 12-13 starfsmenn. Starfssvið: Dagleg stjórnun, innkaup, til- boðsgerð, áætlanagerð, markaðssetning og sölustjórnun. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af mark- aðs- og stjórnunarstörfum, frumkvæði og skipulagshæfileika. Okkur bráðvantar drífandi og atorkusaman stjórnanda og markaðsmann. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðars- son. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Deildarstjóri 215“ fyrir 29. júlí nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.