Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 B 15 ATVINNUAUGl YSINGAR Sjóntækjafræðingur Sjóntækjafræðingur óskast. Æskilegt að umsækjendur hafi þekkingu á kontaktlinsum. Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 588 8500 - Fax: 568 6270 Forstöðumaður mötuneytis Laus er staða forstöðumanns mötuneytis við dvalar- og hjúkrunarheimilið Seljahlíð, Hjall- aseli 55. Umsækjendur þurfa að hafa lokið sveinsprófi í matreiðslu. Starfsreynsla nauð- synleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 29. júlí og skal skrifleg- um umsóknum skilað til forstöðumanns Seljahlíðar, Hjallaseli 55, sem einnig veitir nánari upplýsingar milli kl. 11 og 12 næstu daga í síma 557 3633. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Seljahlíðar og á skrifstofu Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur, Síðumúla 39. Meðferðarfulltrúi - framtíðarstarf Meðferðarfulltrúa vantar til starfa á nýtt fjöl- skyldumeðferðarheimili. Æskilegt er að við- komandi hafi háskólamenntun á uppeldis-, sálfræði- eða félagssviði, auk reynslu. Um er að ræða vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Helga Þórðardóttir, forstöðumaður, í síma 552 5881, milli kl. 10 og 12 næstu daga. Umsóknum skal skila fyrir 31. júlí nk. til for- stöðumanns eða starfsmannastjóra Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Félagsmálastofnunar, Síðumúla 39. Frá Háskóla Islands Laust er til umsóknar hálft starf skrifstofu- stjóra við guðfræðideild Háskóla íslands. Starfið felst m.a. í að framvæma ákvarðanir deildarfunda og deildarforseta; svara erind- um í nafni deildarinnar; hafa umsjón með skjalavörslu deildarinnar; leiðbeina nemend- um um nám og hafa eftirlit með ýmsum þáttum er varða próf og stundarskrárgerð; aðstoða við gerð fjárhagsáætlunar, ganga frá efni deildarinnar í kennsluskrá og annast samskipti við ýmis innlend og erlend félaga- samtök. Gert er ráð fyrir að ráða í starfið frá 1. september 1995. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið há- skólaprófi, búi yfir góðri kunnáttu í norður- landamáli og ensku auk þess að hafa reynslu af skrifstofu- eða stjórnunarstörfum. Nánari upplýsingar veitir forseti guðfræðideildar, Jón Sveinbjörnsson, í símum 525 4345 og 553 3493. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 1995 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Skólastjóra- og kennarastaða Stöður skólastjóra og kennara við Barna- skóla Staðarhrepps í Hrútafirði eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 1995. Skólinn okkar er fámennur skóli, staðsettur við Reykjaskóla (skólabúðirnar), miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nemendur eru að jafnaði 15-20 á aldrinum frá 6-12 ára. Kennsluaðstaða er einkar góð og skólinn vel í sveit settur. Byggingar (skólahús og skóla- stjórabústaður) eru nýlegar og allar lóðir frágengnar og grónar. Gott samstarf er með skólunum í sýslunni. Árlega eru haldnir sameiginlegir íþrótta- og leikjadagar á þeirra vegum og nýlokið er við gerð sýslunámsskrár (þróunarverkefnið Samverk). Við erum að leita að áhugasömu fagfólki, sem vill vinna með og fyrir íbúa sveitarinnar og héraðsins. Nánari upplýsingar veita Aðalheiður Böðvarsdóttir, formaður skólanefndar, í síma 451 0015 og Kristinn Breiðfj., skólastjóri, í símum 451 0025 eða 451 0030. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Suðurlandi auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður á Meðferðarheimilinu Búhamri í Vestmanna- eyjum. Annars vegar er um að ræða stöðu forstöðumanns, sem er afleysingastarf til eins árs, og hins vegar stöðu þroskaþjálfa eða leikskólakennara. Á Búhamri eru fötluð börn og unglingar á aldrinum 2-14 ára í dagvistun alla virka daga og í skammtímavistun 1 helgi í mánuði. Starf forstöðumanns gerir kröfur um: - Fjölbreytileg samskipti. - Sveigjanleika. - Ákveðni. - Fagleg vinnubrögð. Æskilegt er að umsækjandi hafi þroskaþjálfa- menntun eða aðra sambærilega uppeldis- menntun og hafi góða þekkingu á málefnum fatlaðra. Ráðningartími forstöðumanns er frá og með 15. sept., en ráðningartími þroskaþjálfa eða leikskólakennara frá og með 1. sept. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 481 2127, til 21. júlí, eða í síma 482 1839. Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í föst störf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða er í nýlegu hús- næði. A sjúkrahúsinu er rekin handlækninga- og lyflækningadeild, svo og sjúkraþjálfun. Á sjúkradeild og fæðingardeild eru samtals 32 rúm og að auki er rekin 11 rúma þjónustu- deild í tengslum við sjúkrahúsið. Stöðugildi eru 63 og að jafnaði eru 85 starfsmenn í vinnu. Þjónustusvæði sjúkrahússins er Mið- austurland og árlega eru innlagnir um 740 og legudagar 14000. Ódýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við flutning á búslóð. í Neskaupstað er leikskóli, grunnskóli, fram- halds- og verkmenntaskóli og tónskóli. Fjöl- breyttir möguleikar til tómstundaiðkana eru fyrir hendi. Áhugasamir hafi samband við hjúkrunarfor- stjóra í síma 477 1403 eða framkvæmda- stjóra í síma 477 1402, en þeir veita allar nánari upplýsingar. Framkvæmdastjóri. Kvensjúkdóma- læknir Óskum að ráða kvensjúkdómalækni á Sjúkra- hús. Vestmannaeyja sem fyrst. Um er að ræða 75% stöðugildi. Nánari upplýsingar gefur Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri, í síma 481 1955. Umsóknir sendist stjórn Sjúkrahúss Vestmannaeyja, Þósthólf 400, 902 Vestmannaeyjum. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Æskulýðsfulltrúi Blönduósbær óskar eftir að ráða æskulýðs- fulltrúa. Starfið felst í að annast alla starfsemi félags- miðstöðvarinnar Skjólsins og vinna að fé- lagsmálastarfi í grunnskólanum og stuðningi við nemendur. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskóla- menntun og/eða reynslu af störfum með unglingum. í boði er skemmtilegt og fjöl- breytt starf við krefjandi verkefni. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. september nk. Á Blönduósi búa yfir 1.000 manns og er einsetinn grunnskóli með um 200 börn. Lögð hefur verið áhersla á að hafa í boði næga afþreyingu fyrir börn og ungl- inga á sviði íþrótta og æskulýðsmála. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Blönduósbæjar í síma 452 4181 og af um- hverfis- og íþróttafulltrúa, Ágústi Þór Braga- syni, í heimasíma 452 4611. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk. Hugbúnaðarþróun Kerfisfræðingur /forritari EIMSKIÞ leitar að áhugasömum starfsmanni til starfa við hugbúnaðarþróun í upplýsinga- vinnslu fyrirtækisins. Upplýsingakerfi EIMSKIÞS eru notuð bæði á íslandi og erlendis. Tölvuumhverfið er byggt upp af nettengdum einkatölvum ásamt IBM AS/400 tölvum, sem hafa samskipti milli landa um X-25 gagnaflutningsnetið. Útstöðvar eru yfir 400 talsins og staðsettar í 10 löndum. Við sækjumst eftir: • Menntun á tölvusviði og/eða reynslu í kerfishönnun og forritun. • Þekkingu á IBM AS/400 umhverfinu. • Þekkingu á NT Server netstýrikerfi, ásamt Windows. • Reynslu í hlutbundinni forritun. • Áhugasömu fólki, sem er reiðubúið til að leggja sig fram við krefjandi verkefni. Þeir, sem hafa áhuga á að starfa með okkur, leggi vinsamlegast inn umsóknir i Starfsþróunardeild Eimskips, Pósthússtræti 2, fyrir 1. ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.