Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 13 LAIMDIÐ Skeggjastaðakirkja 150 ára Bakkafirði - 30. júlí nk. verður haldið upp á 150 ára afmæli Skeggjastaðakirkju, hún er elsta timburkirkja á Austurlandi, byggð af Hósíasi Árnasyni árið 1845. Skeggjastaðaprestakail er númer eitt í Skál- holtsstifti og er talið frá henni réttsælis suður á land yfir í Hólastift alla leið til Þórshafnar. í tilefni afmælisins sagði Þóra Þórarinsdótt- ir upplýsingafulltrúi Skeggjastaðakirku að farið hefði verið í gagngerðar lagfæringar á kirkjugarðinum. Hlaðinn gijótveggur um garðinn að neðan og til hliða en trégirðing að ofan, lagðar hellur í göngustíga og tröppur og kom allt gijót sem notað var héðan af staðn- um, löguð leiði og garðurinn allur fegraður, flölgað bflastæðum til mikilla muna og er nú allt að verða fínt eins og sæmir 150 ára kirkju. Hún er elsta timbur- kirkja á Austurlandi Þessar lagfæringar voru endurskipulagð- ar af skipulagsnefnd kirkjugarða, fram- kvæmdastjóri nefndarinnar er Guðmundur Rafn Sigurðsson og sá sem tók þetta mikla verk að sér er Ari Óskar Jóhannsson ásamt starfsmönnum sínum, þeim Unnsteini Elías- syni og Steinunni Aradóttur ásamt heima- mönnum. Búið er að setja saman dagskrá fyrir af- mælið. Boðið verður upp á kaffi að hætti fyrri tíma. Hópur fólks í íslenskum búningum kemur ríðandi til kirkju og aðrir gangandi, enda var þetta tvennt ferðamáti þess tíma. Séra Sigmar Torfason verður með erindi um kirkjuna og staðinn. Teymt verður undir böm- um og farið í leiki. Dansað verður á hlaðinu á Skeggjastöðum með harmóníkuundirleik eftir kaffíð og fram eftir kvöldi. Dagskráin hefst á Skeggjastöðum kl. 10 með morguntíð- um. Kl. 11-13.30 koma hestamenn og gang- andi fólk til kirkju. Kl. 14 hátíðarmessa, sem Ríkisútvarpið ætlar að taka upp, ki. 16 af- mæliskaffi, kl. 17. erindi séra Sigmars Torfa- sonar. Kl. 17.30 leikir, kl. 17.30-22 harmon- ikuball og kl. 22 kvöldtíðir. Að sögn Þóru Þórarinsdóttur. hefur undir- búningur að þessu afmæli staðið lengi yfir og boðið hefur verið biskupum, þingmönnum og prestum Austurlands og vænst er að sem flestir láti sjá sig, sagði Þóra að lokum. Morgunblaðið/Páll Stefánsson. SKEGGJASTAÐAKIRKJA. Morgunblaðið/Siguijón GUÐFINNUR Kjartansson, Einar S. Einarsson og Þor- steinn Jóhannesson bæjarfull- trúi grafa fyrir plöntu. Gróðursett í nýjum vinalundi FÉLAGAR í ísfirðingafélaginu í Reykjavík, sem komu til ísafjarðar í tilefni af 50 ára afmælishátíð fé- lagsins, efndu til lautarferðar inn í Tunguskóg á sunnudag. Þar gróð- ursettu þeir fimmtíu plöntur í nýjum vinalundi Isfírðingafélagsins, en til hans var stofnað eftir snjóflóðið mikla sem féll á Seljalandsdal og Tungudal í apríl á síðasta ári. -----» ♦ ♦--- Hand- verkshúsið * í Arnesi Eystra-Geldingaholti - Hand- verkshúsið Árnesi, sem þær Krist- jana Gestsdóttir, Hraunhólum, og Hjördís Hannesdóttir, Bugðugerði, hafa rekið í sumar í félagsheimilinu Árnesi í Gnúpveijahreppi, efnir á morgun til kvöldsamveru í annað sinn. Handverkshúsið stóð fyrir kvöldsamveru með stuðningi KÁ og forráðamanna sveitarfélagsins og félagsheimilisins 22. júlí sl. Þar var sýnt ýmislegt það sem hand- verkshúsið hefur á boðstólum. Þá kom fram sönghópurinn Lopi og band, kvartett heimafólks er söng m.a. nokkur íslensk ættjarðarlög. Einnig komu fram Jónas Þórir píanóleikari, Þórir Dagbjartsson fiðluleikari og Örn Árnason leikari. Er röðin komin að þér? Nú er hann þrefaldur! - ALLTAFÁ LAUCARDÖCUM SÖLUKERFID LOKAR KL. 20.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.