Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 29. sem tengdadóttir þín til margra ára og varð engin breyting þar á þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þú elskaðir lífíð og þér leið hvað best á ferðalögum og innan um fólk. Veislurnar þínar líða okkur seint úr minni, því svo rausnarlegar voru þær. í gegnum veikindi þín hefur hvað best komið í ljós hvernig manneskja þú varst. Þú barðist svo hetjulega við sjúkdóminn, en að lokum eftir tæp þijú ár sofnaðir þú frá þessu lífí. En sterk varstu og jákvæð, þó þú hafír gert þér grein fyrir hvert stefndi, ferðaðist út í heim á milli þess sem þú þurftir að vera í lyfja- meðferð. Mig grunar að þú hafír meðal annars verið að kveðja ailt fólkið sem þú þekktir erlendis. Ég man það svo vel hvað þú hafð- ir gaman af að leiða mig um ævin- týraborgina Hong Kong þegar við fórum þangað tvær fyrir nokkrum árum og skemmtum okkur svo vel saman. Elsku Kristinn, íris, Haraldur og fjölskyldur sem og allir sem þóttu vænt um Ingibjörgu, það er erfitt framundan en lifum áfram í anda Ingibjargar, jákvæð og lífsglöð. Ég kveð þig elsku Ingibjörg, far þú í friði. Þegar maður hefír tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlut- ir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn, það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. (Bókin um veginn.) Áslaug K. Pálsdóttir. Þá er komið að kveðjustundinni og alltaf er hún jafn sár þó að ég gerði mér grein fyrir því að Ingi- björg vinkona mín væri á förum. Á stundu sem þessari rifjast upp end- urminningar og ég staldra við. Fyrir 50 árum var ég að taka á móti föður mínum úr túr frá Eng- landi. Um borð er ung móðir með lítið barn sitt og faðir minn kynnir okkur. Við tókumst í hendur og urð- um vinir frá þeirri stundu. Við leigð- um okkur herbergi hlið við hlið og studdum hvor aðra. Ógleymanleg er ferð okkar til stranda Frakklands í tvær vikur, þá giftar með börn í blóma lífsins og lífsgleðin eftir því. Mörgum árum seinna vika í París fyrir utan að við hittumst oft í New York, hún sem flugfreyja og ég í innkaupaferð fyrir búðina mína. Mikill samgangyr var á milli heim- ilanna og við töluðum saman dag- lega. Ef erfíðleikar komu upp sóttum við ávallt ráðleggingar og kjark hjá hvor annarri. Ingibjörg alltaf sama tryggðatröllið, alltaf tilbúin að að- stoða mig. Og núna mitt í veikindum hennar komu upp veikindi í fjöl- skyldu minni. Ég varð hrædd og hringdi strax í vinkonu mína og spurði hana ráða eins og svo oft áður. Hún svaraði mér veikri röddu sinni en þegar hún heyrði erindi mitt var eins og einhver óskiljanleg- ur kraftur kæmi til og hún ráðlagði mér styrkri röddu hvað væri best að gera. Röddin breyttist öll, hugsun eðlileg, hún skildi mig og hug- hreysti, alltaf sami vinurinn, traust og sterk kona. Aldrei kvartaði hún í veikindum, hún bar sig vel, var regluleg hetja fram í það síðasta. Elsku vinkona mín, þakka þér samfylgdina og tryggð þína við mig og mína í gegn um árin. Mínar innilegustu samúðarkveðju sendi ég Kristni vini mínum, sem stóð eins og klettur við hliðina á Ingibjörgu alla tíð, svo og börnum og barnabörnum. Hittumst heilar, Bára Sigurjónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Dóttir okkar, SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR, andaðist á Skálatúnsheimilinu fimmtudaginn 26. júlí. Sigríður Ingimarsdóttir, Vilhjálmur Árnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINNSVEINSSON vélsmíðameistari, Engihlfð 14, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 26. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólína Danfelsdóttir, Þórunn Héðinsdóttir, Örn Hólmjárn, Ólína Ágústsdóttir, Charles Pogozelski, Margrét Ágústsdóttir, Símon Gissurarson, Vilborg Hólmjárn, Héðinn Hólmjárn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN Á. EDVARDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, andaðist í Borgarspítalanum 26. júlí. Jóhanna M. Guðnadóttir, Þorgeir P. Runólfsson, Edvard G. Guðnason, Kristfn G. Guðmundsdóttir, Sigurlaug Þ. Guðnadóttir, Óskar Hrafnkelsson. + Ástkær faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÁSGEIR ERLENDSSON, fyrrv. bóndi og vitavörður frá Hvallátrum, verður jarðsunginn frá Breiðavíkurkirkju laugardaginn 29. júlí kl. 14.00. Stella Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson, Margrét Ingvadóttir og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐNASON, Bárðarási 14, Hellissandi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 21. júlí, verður jarðsunginn frá Ingjaldshóls- kirkju laugardaginn 29. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn R. Kristjánsdóttír. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR K. SIGURÐARDÓTTUR, Hjallabrekku 43, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við stjórn og starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Guð blessi ykkur öll. Kristján B. Jósefsson, Ása Benediktsdóttir, Stefán JónatanSson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurður B. Stefánsson, Svanhvít Stefánsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar ÓSKARS ÓSBERGS, Strandgötu 11, Akureyri. Aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Keldulandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laug- ardaginn 29. júlí kl. 13.30. Hörður Jóhannsson, Sigmar Jóhannesson, Agnes Karlsdóttir, Sævar Larsen, Þórarinn Grímsson, Arni Jóhannesson, Valgerður Jóhannesdóttir, Jóhanna Sóley Jóhannesdóttir, Guðjón Skúlason, Anna Sólrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, ÖNNU JÓNÍNU SVEINSDÓTTUR frá Viðfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðbjartur Guðmúndsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDÍNU LILJU ÞORKELSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum; Reykjahlíð 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir alla þá alúð og umönnun sem það sýndi henni. Stefán Þórðarson, Þóra Maria Stefánsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson, Oktavía Þóra Ólafsdóttir, Jón Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndú okkur samúð og hlýhug við andlát og.útför AGNARS HALL ÁRMANNSSONAR, Tindum, Neskaupstað. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Örn Agnarsson, Bryndís Magnúsdóttir, Rut Agnarsdóttir, Stefán Sigurvaldason, Ármann Hallur Agnarsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Óla Steina Agnarsdóttir, Hilmar Ægir Agnarsson, barnabörn og Erla Ármannsdóttir, Kolbrún Ármannsdóttir, Randver Ármannsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLS SIGURBJÖRNSSONAR, Hamraborg 26, Kópavogi. Pálína Andrésdóttir, Hjörtur Pálsson, Ragnhildur Hermannsdóttir, Bryndis Garðarsdóttir, Sigurður Johansen, Davið Garðarsson, Gerd Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Búiasaumsefni 1.000 nýjar gerðir frá helstu framleiðendum voru að koma. Ávallt 400 bókatitlar á staðnum. Sími 568-7477 &VIRKA Mörkin 3 ‘y V.ý við Suðurlandsbraut. ■>Pið ^ 10^ÍQÖSt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.