Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ' LISTIR Verkefni næsta leikárs hjá Leikfélagi Reykjavíkur Ný íslensk verk í aðalhlutverki flokknum síðastliðinn vetur. Leik- ritið gerist á dvalarheimili aldraðra á íslandi eftir nokkra áratugi og segir Sigurður að það geymi tima- bær skilaboð til samfélagsins. Leik- stjóri er Inga Bjarnason. í tilefni af fimmtíu ára afmæli Línu langsokks eftir Astrid Lind- gren verður verkið sýnt í leikstjóm Asdísar Skúladóttur i vetur. Með hlutverk Línu fer Margrét Vil- hjálmsdóttir sem hefur verið fást- ráðinn leikari við Borgarleikhúsið í eitt ár en er einnig kunn af leik sínum í söngleiknum Hárinu. Frum- sýning Línu verður 10. september. Auk framangetinna verka verða á stóra sviðinu tekin upp tvö verk frá fyrra leikári: Við borgum ekki, við borgum ekki eftir Dario Fo og rokkóperan Jesús Kristur Súperstar eftir Tim Rice og Loyd Webber. Litla sviðið Verkefni á litla sviðinu verða aðallega unnin í samvinnu LR við ýmsa utanaðkomandi leikhópa. Eitt verkanna er þó að fullu í umsjá leikfélagsins en það heitir Hvað dreymdi þig, Valentína? og er eftir Ljúdmílu Razumovskaju, höfund Kæru Jelenu sem sýnt var nýlega við góðar undirtektir í Þjóðleikhús- inu. Þýðandi vérksins er Árni Berg- mann en leikstjóri verður Hlín Agn- arsdóttir. Sigurður Hróarsson segir þetta átakamikið og dramatískt verk um mæðgur sem leiknar eru af Guðrúnu Asmundsdóttur, Sig- Meðal nýjunga sem bryddað verður upp á í Borgarleikhúsinu á næsta leikári er að þar verður starfrækt hádeg- isleikhús í forsal. Þröst- ur Helgason kynnti sér starfsáætlun Leikfélags Reykjavíkur. Á NÆSTA leikári Leikfélags Reykjavíkur mun verða bryddað upp á ýmiskonar nýjungum í starf- semi félagsins. Borgarleikhúsið verður ekki aðeins vettvangur hefð- bundinna leiksýninga. Þar verður starfrækt hádegisleikhús í forsal, í þeim sama sal verður einnig leikin kammertónlist og sýnd myndlist, húsið mun og standa fyrir tónleika- röð og ýmsum verkefnum í sam- starfí við leikskáld. Verkefnaskrá leikhússins mun auk þess einkenn- ast af fjölda nýrra íslenskra verka. Hið ljósa man Morgunblaðið hefur áður greint frá því að frumsýndur verður nýr gamanleikur í byijun október og er hann eftir Ágúst Guðmundsson sem einnig semur tónlist og leik- stýrir. Verkið nefnist Tvískinnungs- óperan. Þar er á ferðinni leikur um kynin og kynhlutverkin, ástina, framhjáhald og ferðalög sálna milli skrokka. Einnig hefur verið sagt frá verki Kjartans Ragnarssonar og Einars Kárasonar, íslensku ma- fíunni, sem byggt er á tveimur síð- ustu skáldsögum Einars, Heimskra manna ráðum og Kvikasilfri. Verk- ið er í leikstjórn Kjartans og verður frumflutt um áramót. Þriðja íslenska leikverkið sem frumflutt verður á stóra sviði Borg- arleikhússins næsta leikár er Hið ljósa man sem er ný leikgerð Bríet- ar Héðinsdóttur eftir íslandsklukku Halldórs Laxness. Sýningar á verk- inu heíjast í mars og segir Sigurður Hróarsson leikhússtjóri að Bríet taki þessa alkunnu sögu óvæntum tökum. „Hér er í brennidepli örlaga- saga Snæfríðar eftir að hún er orð- in fulltíða kona, þ.e. eftir að hún er orðin eiginkona skúrksins Magn- úsar í Bræðratungu og Ámi er aft- ur kominn heim. Þetta er leikrit sem þykir vera afskaplega skemmtilega og vel samansett hjá Bríeti, þetta er stórbrotið drama um eilífa ís- lenska konu.“ Ekki hefur enn verið gengið frá vali leikara í einstök hlutverk en leikendur verða sextán. Kvásarvalsinn og Lína langsokkur í lok mars verður frumfluttur nýr gamanleikur eftir Jónas Árnason, Kvásarvalsinn, sem er endurgerð verks sem flutt var af Skagaleik- FRÁ æfingu á Tvískinnungsóperunni. Felix Bergsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og Magnús Jónsson. rúnu Eddu Björnsdóttur og Ástu Arnardóttúr. „Verkið tekur á sígild- um yrkisefnum eins og ástinni, hamingjunni, draumunum og árekstrum þeirra við veruleikann." Sýningar hefjast um miðjan sept- ember. Önnur verk á litla sviðinu verða samstarfsverkefni. I janúar- lok verður frumsýnt nýtt íslenskt leikrit eftir Hlín Agnarsdóttur, Kon- ur skelfa, en það gerist á kvenna- klósetti skemmtistaðar. í samstarfi við leikhópinn Bandamenn verður sett upp verk í mars sem byggt er á frásögnum af Amlóða í íslenskum fombókmenntum. Næsta vor verð- ur sett upp brúðusýning í samstarfi við barnaleikhús Ásu Hlínar Svav- arsdóttur og Helgu Arnalds. Leikrit Samuels Becketts, Beðið eftir God- ot, verður einnig sett upp næsta vor á litla sviðinu. í vetur verður sett upp nýtt verk í samvinnu við Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og leikhóp hennar. Sigríður er höfundur leikritsins sem gengur undir vinnuheitinu Kvenna- athvarfið og fjallar um ofbeldi gegn konum; er ætlunin að safna saman leikhúslistafólki með ólíkan bak- grunn, leikumm, dönsumm og tón- listarfólki til að flytja verkið. Einnig verður sýnd ferðasýning í samvinnu við Benedikt Erlingsson leikara sem hyggst semja og flytja einleik byggðan á Gunnlaugssögu ormstungu. Sumarsýning ’96 Næsta sumar verður sett upp nýtt leikrit eftir Jim Cartwright sem er höfundur verkanna Stræti, Bar- Par og Taktu lagið Lóa, sem öll hafa verið sýnd hér á landi. Nýja verkið, Stone Free, verður fmmsýnt í West End í London í lok þessa árs. Verkið fjallar um hippaárin og er rokktónlist sjöunda áratugarins leikin í sýningunni. Leikstjóri verð- ur Magnús Geir Þórðarson. I I I ) > y > \ Islensk-spænsk lista- kona í Galleríi Kaffi 17 MARIBEL Gonzalez Siguijons, ung íslensk-spænsk listakona, heldur sýningu á verkum sínum í Galleríi Kaffi 17, Laugavegi 91, 28. júlí til 11. ágúst. Hún sýnir einþiykks- myndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Listakonan stundaði nám við San Eloy-listaskólann í heimaborg sinni Salamanca 1981-92 og lauk prófi í fagurlistum frá háskólanum í Salamanca. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í far- andsýningum víða á Spáni frá 1986 og hlaut verðlaun San Eloy-lista- skólans í Salamanca 1987. Hún hefur að auki fengið ýmsar viður- kenningar fyrir teikningar, grafík, málverk og höggmyndir. Maribel Gonzalez Siguijons hefur dvalist hér á landi í sumar. Sýning hennar verður opnuð í dag kl. 17. Perlman Yo-Yo Ma Seiji Ozawa heiðraður BOSTON-sinfónían hélt í vikunni afmælistónleika fyrir stjórnand- ann Seiji Ozawa, fíðluleikarann Ytzhak Perlman og sellóleikarann Yo-Yo Ma. Ozawa verður sextugur 1. september, Perlman fímmtugur 31. ágúst og Ma fertugur 7. októ- ber. MARIBEL Gonzalez Sigurjons Morgunblaðið/Golli Tvær sýningar 1 Hveragerði ÞORBJÖRG Pálsdóttir og Hannes I.árusson sýna í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði frá 30. júlí til september. Á þessari sýningu Þor- bjargar eru tíu verk sem spanna um 25 ára tímabil i listsköpun hennar og er hér að finna flest af dæmigerðum viðfangsefnum hennar. Fáein verkanna hafa ekki verið sýnd opinberlega fyrr og önnur ekki í yfir tuttugu ár. Á þessari sýningu Hannesar eru verk gerð á tíu ára tímabili þar sem um er að ræða sum af dæmi- gerðum viðfangsefnum hans. Mest áhersla er hér lögð á verk unnin úr tré. Sum eldri verkanna hafa ÞORBJORG Pálsdóttir: „Stebbi og Kata með bolta“ 1983. verið lagfærð og endurbætt, einn- ig eru á sýningunni nokkur verk sem ekki hafa verið sýnd fyrr. Fólkið er orðið háð menningunni VOPNAFJARÐAR- DAGAR er heitið á menningarhátíð á Vopnafírði sem nú er haldin í annað skipti á jafnmörgum árum. Dagskráin verður fjöl- breytt sem fyrr og koma þar við sögu jafnt heimamenn sem og þjóðkunnir skemmti- kraftar. Meðal dag- skráratriða verða gönguferðir, hestaferð- ir og sigling auk þess sem sýnd verða gömul vinnubrögð til sveita að Bustarfelli og farin verður kaupstaðarferð á hestum að gömlum sið frá Sæ- mundarseli auk þess sem lands- kunnar hljómsveitir leika fyrir dansi um Verslunarmannahelgina. Sigríð- ur Sverrisdóttir er formaður menn- ingarmálanefndarinnar sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar. Sagnameistarakvöld Hátíðin hefst í dag, laugardag, með opnun sýningar á málverkum Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og myndlistarmanns sem verður 75 ára í ár. Að sögn Sigríðar kom Sigfús, sem er ættaður af staðnum, til Vopnafjarðar í fyrra og gerði skissur. Hann hefur notað síðastlið- ið ár til að vinna málverk eftir þeim og afraksturinn verður til sýnis í safnaðarheimilinu til 6. ágúst. í kvöld hefst svo Sagnameistara- kvöld í Miklagarði þar sem þekkt fólk segir skemmtisögur af sér og öðrum. Sigríður sagðist hafa fengið hugmyndina að láni frá Kaffíleik- húsinu í Hlaðvarpanum í Reykjavík en þangað fór hún á svipað sagna- kvöld síðastliðinn vetur og skemmti sér vel. „Ég hef fengið til liðs við mig þekkta sagnamenn hér úr ná- grenninu ásamt leikur- unum Brynju Bene- diktsdóttur _ og Erling Gíslasyni. Ég lagði á það áherslu þegar ég valdi sagnamenn að þeir gætu hæðst að sjálfum sér og öðrum á góðlátlegan hátt,“ sagði Sigríður. Með íslenskuna að vopni Hagyrðingakvöld með undirtitilinn „Með íslenskuna að vopni“ er einn hápunkta hátíðarinnar og von- ast Sigríður eftir að allt að 500 manns mæti á það kvöld enda munu þar margir landskunnir hagyrðingar láta gamminn geysa. Ómar Ragn- arsson skemmtikraftur og sjón- varpsmaður sér um stjóm kvöldsins. „Með því að nefna kvöldið þessu nafni vil ég minna á mikilvægi þess að við varðveitum tungumálið okkar og látum það verða okkur að vopni, því við eigum undir högg að sækja fyrir enskunni sem er alltaf að verða ríkari þáttur í umhverfi okkar.“ Hún segir að fólk út í sal geti lagt fram fyrriparta og tekið virkan þátt í kvöldinu og hefur heyrt af mörgum hagyrðingum sem ætla að mæta, tilbúnir í slaginn. Vopnafjarðarhátíðin tókst af- bragðs vel í fyrra og Sigríður á von á að svo verði einnig núna enda eru Vopnfirðingar að verða háðir menn- ingunni, eins og hún orðaði það. Menningarviðburðir eru margir og fíölbreyttir allt árið um kring og aðsókn að þeim er til fyrirmyndar. „Ég er stolt af Vopnfirðingum,“ sagði Sigríður að lokum'. SIGRÍÐUR Dóra Sverrisdóttir » ; > í í I I r i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.