Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKAFTÁRHLAUP Morgunblaðið/Ámi Sæberg HÉR sést jökulbeljandinn þar sem hann er að í óða önn að grafa burt jarðveginn á vestri bakka árinnar móts við Skaftárdal. Undir venjulegum kringumstæðum er steinboginn fallegi langt frá árfarveginum. í baksýn sjást bæjartún Skaftárdals. Eitt stærsta hlaup frá upphafi Morgunblaðið/Ámi Sæberg VEGURINN í Skaftárdal er í sundur á um 200 metra kafla. Elztu menn minnast þess ekki að hafa séð Skaftá í öðrum eins ham. | i..' Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hér tekur Halldór Blöndal samgönguráðherra á móti ferðamönn- um, sem þótti vissara að kanna vaðið fótgangandi þar sem flætt hafði yfir veginn á leið þeirra suður Skaftártungu. HLAUPIÐ í Skaftá náði há- marki í gær, en það telst vera eitt hið stærsta frá upphafi. Rennslið í ánni mældist um 1.400 rúmmetrar á sekúndu þegar mest var, sem er um 10 sinnum meira en meðalrennsli. „Ég hef ekki séð það stærra," sagði Gísli Vigfússon frá Skálmabæ, þegar hann leit á Skaftána upp við Skaftártungu í gær, en Gísli hefur fylgst með flestum Skaftárhlaupum á þess- ari öld. Hlaupið nú kom úr eystri sig- katli Skaftárjökuls, en hlaupið í fyrra kom úr vestri katlinum og var mun minna. Heimamenn í Skaftártungu prísa sig sæla fyrir að hlaupið skuli skiptast á nokkra farvegi. Verulegur hluti vatnsmagnsins í Skaftánni sjálfri fer um farveg Eldvatns, sem sameinast Tungufyóti, auk þess sannaðist það í þessu hlaupi, að hlaup úr Skaftátjökli leita líka í Hverfisfljót, sem fór einnig mikinn í gær. í gærkvöldi var hlaupið í rén- un, rennslið í Skaftá mældist þá komið niður í um 1.200 rúm- metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að áin komist aftur í eðli- legt hoif eftir 3-4 daga. Hlaupið ber með sér ógnar- magn af aur og leðju, sem situr eftir út um hraun og móa þegar það er um garð gengið. Eyði- leggingin sem hlaupið leiðir af sér felst í fyrsta lagi í rofinu á jarðvegi, sem beljandinn ber burt, og hins vegar verður allur framburðurinn sem eftir situr seinna efni í sandfok sem spill- ir gróðri í kring. Margir hekt- arar lands spilltust á þennan hátt i hlaupinu nú. Vegasamband rofið við Skaftárdal í stórum hlaupum sem þessu verða vegamannvirki óhjá- kvæmilega fyrir skemmdum. Verst varð vegurinn í Skaftár- dal úti, en hann var á um 200 m breiðum kafla algerlega borinn burt af jökulbeljandan- um. Óttast var, að Fjallabaksleið nyrðri hlyti svipuð örlög, en skemmdimar á henni munu vera minniháttar, svo ekki reyndist nauðsynlegt að loka veginum. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra lagði leið sína að Skaftá í gær og barði eyðilegg- ingarmátt náttúrunnar augum. Það stafaði köldum blæ og hverafnyk af jökulbeljandan- um, sem Iét jörðina titra undir ráðherranum sem og öðrum forvitnum gestum þessa sjónar- spils náttúrunnar. FRÉTTIR Hræringar við Hengil Búist við kippum áfram RAGNAR Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur Veðurstofu íslands, segir að búast megi við áframhaldandi jarðhrær- ingum við sunnanverðan Hengilinn á næstu dögum með nokkrum fjölda smá- skjálfta sem náð geti svipuð- um styrkleika og í hrinunni síðustu daga. Þannig sé ekki ólíklegt að næstu daga verði vart ein- stakra jarðskjálftakippa af styrkleika um það bil 3 á Richter. í fyrrinótt var lítið um jarð- hræringar á svæðinu en frá 7-10 í gærmorgun varð vart við nokkra tugi smærri kippa, undir 2,5 á Richter. Eftir há- degi mældust hins vegar að- eins 1-2 kippir á klukkustund. Ekki afgerandi áhrif Ragnar sagði aðspurður að þær jarðhræringar, sem nú væru á þessu svæði, væru ekki taldar hafa afgerandi þýðingu varðandi spár um Suðurlandsskjálfta. Áhrif þeirra séu ekki það afgerandi að þær auki eða dragi úr hættu á hræringum annars staðar. Húsnæðisstofnun Skulda- bréfa athugun í ATHUGUN er að Húsnæðis- stofnun taki aftur upp beina sölu skuldabréfa í haust til að fjármagna byggingarsjóð- ina, en stofnunin hætti í fyrra að bjóða út húsnæðisbréf þar sem þau seldust ekki á sömu vöxtum og boðnir voru á ríkis- skuldabréfum. Ríkissjóður hefur fjár- magnað Húsnæðisstofnun frá síðasta hausti og nemur sú fyrirgreiðsla alls 3,25 millj- örðum króna. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir að verið sé að ræða við þá aðila sem málið varðar, hvort ekki sé hugsanlegt að stofnunin taki aftur upp beina sölu skulda- bréfa. „Þá verðum við hugs- anlega að sætta okkur við önnur vaxtakjör en hjá ríkinu þegar það býður út sín skulda- bréf,“ sagði Friðrik. Tekjur ÁTVR minnka HAGNAÐUR Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er nokkru lægri, það sem af er árinu, en áætlað var. Stafar það einkum af því að bjórsala hefur aukist á kostnað sterkari drykkja, en gjald til ríkisins fer eftir áfengislítrum. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir að þessar neyslubreytingar virðist vera varanlegar og fjármálaráðu- neytið þurfi greinilega að end- urmeta áætlanir sínar og sætta sig við minni tekjur af áfengissölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.