Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 15 ÚRVERINU Versnandi afkoma Útgerðarfélags Akureyringa á fyrri hluta ársins Stefnir í 100 milljónatap TAP varð á rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. á fyrri hluta árs- ins. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er útlit fyrir að heildartap árs- ins verði á annað hundrað milljón- ir kr. ef ekki tekst að bæta rekst- urinn en að því hafa stjórnendur félagsins unnið. Lakari afkoma en á síðasta ári er meðal annars rak- in til verkfalls sjómanna og lækk- unar á gengi Bandaríkjadals. Stjórn ÚA hefur fengið til um- íjöllunar bráðabirgðatölur um af- komu félagsins fyrstu sex mánuði ársins en endanlegar tölur hafa ekki verið kynntar. Samkvæmt þeim er útlit fyrir verulegt tap á rekstrinum. Á síðasta ári var 155 milljóna kr. hagnaður af rekstri fyrirtækisins. Verkfall og lækkun dollars Lakari afkoma en í fyrra er að stórum hluta rakin til tekjutaps í verkfalls sjómanna í vor. Þá selur ÚA stærri hluta framleiðslu sinnar í Bandaríkjadölum en mörg önnur frystihús þar sem það framleiðir mikið fyrir Bandaríkjamarkað. Tekjur félagsins hafa því lækkað af þeim sökum. Loks hefur mikill samdráttur í grálúðuafla haft slæm áhrif á reksturinn. Kostnaður minnkaður Stjórn félagsins og starfsmenn hafa gripið til ákveðinna ráðstaf- ana til að minnka tapið. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur verið reynt að minnka yfirvinnu og spara í veiðarfærum togaranna en ekki hefur komið til uppsagna. Þá hefur verið áframhaldandi vinna við að bæta framleiðsluna til að auka verðmæti hennar. Góð- ur karfaafli ísfisktogaranna að undanförnu hefur einnig haft já- kvæð áhrif á reksturinn í júlí og dregið eitthvað úr taprekstrinum, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Ekki náðist í Gunnar Ragnars framkvæmdastjóra eða Jón Þórðarson stjórnarformann í gær. Nýtt frystiskip bætist í flotann Sindri VE 500, sem er 1.040 brúttólesta frystiskip í eigu Meitils- ins hf. í Þorlákshöfn og Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyj- um, kom til landsins síðstliðinn fimmtudag. Skipið, sem er keypt frá Frakklandi, er nú í sinni fyrstu veiðiferð. Á Sindra verður 25 mann áhöfn sem aðallega verður frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Skipstjóri er Helgi Ágústsson frá Vestmannaeyj- um, 1. stýrimaður er Hilmar Stef- ánsson og 1. vélstjóri er Ólafur Kristjánsson. Helgi Ágústsson skip- stjóri sagði að sér litist mjög vel á skipið, það hefði reynst vel á heim- leiðinni. Þótt ekki hefði reynt á sjó- hæfnina sökum góðs veðurs væri hann viss um að Sindri væri gott sjóskip. Darri Gunnarsson útgerð- arstjóri sagði að ekki væri fyrir- fram ákveðið hvar skipað yrði upp úr skipinu heldur réðist það af því hvar það væri hagkvæmast hveiju sinni. Hann sagði að Sindri væri 11 ára en hann hefði verið gerður upp og sett í hann ný vinnslulína. Fyrirtækin tvö í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum eiga jafnan hlut í skipinu en auk þess á Olíufélagið hf. 4%. Morgunblaðið/Silli Málað þegar kvótinn er búinn SAMDRÁTTUR í anaheimildum undanfarinna ára kemur bæði við útgerðarmenn lítilla fiski- skipa og stórra. Smám saman er að herða að hjá mönnum enda aðeins liðlega mánuður eftir af kvótaárinu. „Það er ekki skemmtilegt að vera að mála í þessari blíðu, þótt þess þurfi auðvitað með. En kílóin eru búin og júlí ekki búinn,“ sagði hinn þekkti trillukarl á Húsavík, Þórður Ásgeirsson, í samtali við fréttaritara niður við höfn. Þórður gerir út aflamarksbát og er búinn að veiða þann kvóta sem í hans hlut kom á árinu. Hagkaupsútsalan heldur áfram . . . Enn meiri verðlækkanir Herrapólóbolur Dömupeysa Stærðir: S-XL Stærðir: M-L Áður kr. 1.495,- nú kr. 569. Áður kr. 3.995,- nú kr.1,499 Stúlkna- leggingsbuxur Stærðir: 128-170 Áður kr. 1.795,- nú kr.669,- Dömu- ökklaskór Stærðir: 36-41 Áður kr. 2.995,- nú kr. 1.195, Strátaska Áður kr. 1.295,- nú kr. 499.- Ungbarna- dress Stærðir: 62-86 Áður kr. 1.495,- nú kr.969.' Þetta eru aðeins örfá dæmi um frábær verð á útsölunni HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.