Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tekjur íslandsbanka drógust saman á fyrri hluta ársins en á móti komu minni afskriftarframlög Hagnaður nam um 113 milljónum króna HAGNAÐUR íslandsbanka hf. á fyrri helming ársins 1995 nam 113 milljónum króna. Tap varð af rekstrinum í upphafi árs vegna erfiðra rekstrarskilyrða en að sögn Vals Valssonar, Bankastjóra Is- landsbanka, hafa þau batnað veru- lega eftir því sem liðið hefur á árið. Hagnaður af rekstri bankans fyrstu sex mánuðina í fyrra nam 105 milljónir króna en hagnaður ársins var 185 milljónir króna. Minna framlag á afskriftareikning Valur segir þetta vera ásættan- lega afkomu í ljósi aðstæðna. „Mið- að við erfið rekstrarskilyrði fyrstu mánuði ársins þá hefur okkur tek- ist að bæta afkomuna verulega að undanförnu og ljósi þess er þessi afkoma vel viðunandi." Rétt er að hafa fyrirvara á sam- anburði á milli ára þar sem íslands- banki hefur hingað til birt uppgjör eftir fjóra og átta mánuði og eru tölurnar fyrir 1994 því áætlaðar. Framlag bankans á afskrifta- reikning útlána hefur minnkað töluvert á milli ára. Alls voru 295 milljónir króna lagðar á afskrifta- reikning á fyrstu sex mánuðum ársins, en til samanburðar nam framlagið 561 milljón króna á sama tíma í fyrra. Valur segir það hafa verið markmið bankans að lækka þessi framlög og sé það ánægjulegt að sjá árangurinn nú. Þá hefur vaxtamunur bankans lækkað nokkuð og var hann nú 4,25% af heildarfjármagni til sam- anburðar við 4,7% árið 1994. Valur segir helstu ástæður þessarar lækkunar vera hækkun innláns- vaxta bankans umfram útlánsvexti á fyrri hluta ársins vegna vaxandi samkeppni auk þess sem vaxta- hækkun á verðbréfamarkaði hafi leitt til gengislækkunar á markaðs- verðbréfum í eigu bankans. Þá hafi Seðlabankinn þrengt mjög við- skipti sín við bankana sem hafi leitt til þess að íslandsbanki hafi aukið mjög útgáfu bankavíxla á sama tíma og vextir þeirra hafi farið hækkandi á markaði. Samkvæmt uppgjörinu hafa rekstrartekjur bankans dregist saman sem nemur ríflega 300 milljónum króna eða um 15% mið- að við fyrstu sex mánuði ársins 1994. Þar af nam samdráttur í þjónustutekjum bankans um 125 milljónum króna og munar þar mestu um aukna sjálfvirkni og aukna samkeppni, þá sérstaklega í gjaldeyrisviðskiptum. Auk þess hafa tekjur vegna innistæðulausra tékka dregist saman um tæplega þriðjung frá því sem var á sama tíma í fyrra og segir Valur að til- koma debetkorta hafi leitt til auk- innar skilvísi viðskiptavina. Rekstrarkostnaður lækkaði á sama tíma um 23 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall 10,6% Niðurstöðutölur efnhagsreikn- ings lækka um tæpa 5 milljarða króna frá árslokum 1994 og er sú lækkun að mestu tilkomin vegna tilflutnings veðdeildar af efnahags- reikningi bankans á efnahags- reikning Verslunarlánasjóðs. Eigið Milliuppgjör y7_ íslandsbanka Rekstrareikningur (m ,kr.) 1. jan.- 30. júní 1995 jan.-júní jan.-júní Breyting jan.-des. 1995 1994 1994-1995 1994 Vaxtamunur fyrir framlag í afskriftareikning útlána 1.103 1.307 -204 2.637 Þjónustutekjur 755 876 -121 1.811 1.858 2.183 -325 4.448 Rekstrarkostnaður (1.516) (1.539) -23 (3.025) Dóttur- og hlutdeildarfélög 66 22 +44 103 Rekstrarafgangur fyrir framlag í afskriftareikning utlána 408 666 -258 1.526 Framlag í afskriftareikning útlána (295) (561) -266 (1.341) HAGNAÐUR 113 105 +8 185 Efnahagsreikningur 30. júní 1995 Eignir: m. kr. Skuldir: m. kr. Sjóður, innistæður og verðbréf 7.392 Innlán og bankabréf 39.083 Útlán 39.070 Aðrar skuldir 7.961 Ýmsar eignir 3.123 Víkjandi skuldir 700 Varanlegir rekstrarfjármunir 2.782 Eigið fé 4.623 SAMTALS 52.367 SAMTALS 52.367 fébankansvar4,6milljarðarkróna óbreyttar frá árslokum 1994. í lok júní og nam eiginfjárhlutfall Innra virði hlutafjár er nú um 10,6% og eru þessar tölur nánast 1,19. Fyrsta tap Boeingí25 ár 54 pantanir frá einum aðila í nýja kynslóð Boeing 737 Seattle. Reuter. Hlutabréf hækka enn íverði TÖLUVERT líf var á hlutabréfa- markaði Verðbréfaþings í gær og urðu viðskipti með hlutabréf í 13 félögum. Fjárhæðir voru þó í allflest- um tilvikum lágar því heildarvið- skiptin námu aðeins um 8,5 millj- ónum og munar þar mest um við- skipti með bréf í Eimskip fyrir rúm- ar 2 milljónir. Verð bréfa hélt áfram að hækka o g má þar nefna að bréf í Flugleiðum hækkuðu úr 2,11 í 2,15. Þá hækk- uðu hlutabréf í íslandsbanka í kjöl- far þess að birtar voru tölur um hagnað bankans á fyrri helmingi ársins. Lokaverð bréfanna var 1,13 og hækkaði það úr 1,08. Þingvísitala hlutabréfa var skráð 1.116,3 stig við lokun viðskipta og hafði hækkað um 0,82% yfir daginn. BOEING-flugvélaverksmiðjumar hafa skýrt frá fyrsta tapi sínu í rúman aldarfjórðung vegna greiðslu upp á 600 milljónir dollara til starfsfólks, sem þáði boð um að fara á eftirlaun, en sérfræðing- ar segja að rekstrarhagnaður fyrir- tækisins sé meiri en búizt hafi verið við. Boeing tilkynnti einnig að fjár- mögnunarleigan Intemational Le- ase Finance Corp. hefði pantað 54 þotur af næstu kynslóð gerðarinn- ar 737 að andvirði 2.25 milljarðar dollara. Nettótap Boeing á þremur mán- uðum til júníloka nam 231 milljón dollara, eða 68 sentum á hluta- bréf, samanborið við hagnað upp á 222 milljónir dollara, eða 65 sent á hlutabréf, á sama tíma í fyrra. Þetta var fyrsta tap mesta flug- vélaframleiðanda heims síðan á fjórða ársfjórðungi 1969. Sala Boeing jókst í 5.6 milljarða dollara úr 5.4 milljörðum dollara. Án ellilífeyrisgreiðslunnar segir Boeing að nettótekjur hefðu numið 254 milljónum dollara, eða 74 sent- um á hlutabréf, en sérfræðingar höfðu búizt við 45-60 senta hagn- aði. Hlutabréf í Boeing hækkuðu um 2,75 dollara í 66,75 dollara í kaup- höllinni í New York. Tilboð International Lease Fin- ance, sem lengi hefur verið búizt við, er talið bera vott um að sjá megi fyrir endann á langri niður- sveiflu í flugvélaiðnaðinum. Sérfræðingar telja líklegt að leigufyrirtækið reyni að gera góð kaup þegar iðnaðurinn sé í lægð og geymi flugvélar fram á næsta áratug þegar talið er að eftirspurn muni aukast. Intemational Lease Finance vill fá Boeing-þotur sínar afhentar frá nóvember 1997 til síðari hluta árs 2004. Þær eru flestar af minnstu gerð Boeing, 737-600, sem taka um 100 manns í sæti. ILF áskilur sér hins vegar til að breyta mörg- um pöntunum sínum og fá í stað- inn stærri þotur af gerðunum 737-700 eða 737-800, sem tekur 185 farþega. ILF pantaði í fyrra margar þot- ur frá öðrum stærsta framleið- andanum, Airbus í Evrópu, an at- hygli vekur að fyrirtækið hefur ekki sýnt áhuga á vélum frá 3. helzta framleiðandanum, McDonn- ell Douglas. Fái McDonnell Dou- glas ekki pantanir frá ILF er talið að það muni auka efasemdir um hvort fyrirtækið muni halda velli. Þotur með afslætti Á síðustu mánuðum hefur Bo- eing slegið af verði flugvéla sinna til að örva pantanir. Síhækkað verð flugvéla hefur dregið úr sölu og nýuppgerðar gamlar vélar hafa orðið eftirsóknarverðari en nýjar þotur að sögn Wall Street Journal. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1984-1.fl. 01.08.95-01.02.96 kr. 70.935,70 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. júlí 1995 S SEÐLABANKIISLANDS Canadian Airlines í rekstrarerfiðleikum Samið við flugmenn um launalækkun Calgary, Alberta. Reuter. FLUGFELAGIÐ Canadian Airlines hefur komizt að samkomulagi við 1200 flugmenn félagsins um sparnað upp á 41 milljón Kanadadali (30.3 milljónir Bandaríkjadala). Samningurinn mun „draga úr flugmannakostnaði um 24%“ sam- kvæmt tilkynningu frá báðum aðil- um. Félagið á eftir að semja við fjög- ur önnur verkalýðsfélög. Starfsmenn Canadian Airlines í Calgary eru um 17.000 og það er annað stærsta flugfélag Kanada, næst á eftir Air Canada í Montreal. AMR, móðurfyrirtæki American Airlines, stærsta flugfélags Banda- ríkjanna, á 33% hlut í því. Síðan í maí hefur Canadian átt í erfiðum viðræðum við verkalýðsfélög um að draga úr rekstrarkostnaði um 125 millj. Kanadadollara á ári. í fyrra var gerð endurskipulagning á fyrir- tækinu, eins sú víðtækasta sem um getur í Kanada. Að sögn Kevins Graystons varaforstjóta hafa viðræð- urnar við flugmennina snúizt um breytingar á vinnureglum og „niður- færslu launa.“ Formaður félags flug- manna Canadian segir að samning- urinn muni auðvelda félaginu að gera rekstur þess ábatasaman á ný og jafnframt verja „grundvallarhags- muni“ flugmanna þess. Flugfélagið var rekið með tapi upp á 37.8 milljónir Kanadadali 1994 og hefur ekki skilað árshagnaði síðan 1988. Hlutabréfín seljast á um 5 Kanadadali í Toronto og hafa lækkað úr 13,25 dölum síðan í september. Sérfræðingar spá því að Canadian muni halda velli, þar sem ólíklegt sé að Kanadstjórn muni sætta sig við einokun í flugmálum landsins. Á öðrum ársfjórðungi 1995 mun Canadian hafa verið rekið með tapi upp á 20 milljónir Kanadadala sam- anborið við 1.5 milljóna dala hagnað á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.