Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 17 ERLENT Yestur-Evrópa for- dæmir Bandaríkjaþing London, Washington. Reuter. STJÓRNIR Vestur-Evrópu for- dæmdu niðurstöðu atkvæða- greiðslu öldungadeildar Banda- ríkjaþings um að aflétta vopnasölu- banninu á Bosníu einróma í gær. Charles Millon, varnarmálaráð- herra Frakka, sagði að öldunga- deildin hefði gert „alvarleg mistök“ með því að greiða atkvæði með því að banninu verði aflétt. „Afleiðing- arnar fyrir okkur eru ljósar. Verði banninu aflétt munu friðargæslu- sveitirnar fara,“ sagði Millon. Rússar kváðust harma þessa nið- urstöðu, en kváðust þó ekki hafa í hyggju að aflétta viðskipta- þvingunum, sem settar hafa verið á Serbíu. Willy Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, tók dýpra í árinni og kvað afnám bannsins geta leitt til allsheijar stríðs á Balkanskaga. „Það skapar ekki forsendur friðar að útdeila fleiri vopnurn," sagði Claes á blaða- mannafundi. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Breta, sagði í blaðagrein í gærmorgun að það væri „undarlegt að við skulum bregðast við þján- ingu fólksins í Bosníu með því að taka frá því þá aðstoð, sem við getum veitt því, og leyfa átökunum að aukast". „Atkvæðagreiðsla öldungadeild- arinnar er nýjasta dæmið um klofn- ing Vesturlanda vegna Bosníu," sagði Niels Helveg Pedersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur. „Ef Frakkar og Bretar hverfa á braut munu aðrar þjóðir fylgja í kjölfarið og þá er til lítils að hafa norræna friðargæsluliða i Bosníu." Bosníustjórn fagnar Haris Silajdic, forsætisráðherra Bosníu, fagnaði hins vegar lyktum atkvæðagreiðslunnar og sagði að hún væri sigur réttlætisins. Tyrkir, sem fyrir nokkrum dögum lýstu yfir því að þeir hefðu gert frambúðarsamning við Bosníustjóm um. hernaðarlegt samstarf og voru aðiljar að yfirlýsingu fundar mús- limskra ríkja í Genf um að lýsa vopnasölubannið „ógilt", sögðu einnig að niðurstaða þingsins væri lofsverð. Sams konar yfírlýsing barst frá Egyptum og í Malasíu var lýst yfír því að stofnaður hefði ver- ið sérstakur sjóður til vopnakaupa handa múslimum í Bosníu. Öldungadeildin samþykkti með 69 atkvæðum gegn 29 að aflétta banninu. Fréttaskýrandi Reuter- fréttastofunnar, Nicholas Doughty, sagði að þessi niðurstaði gæti orðið upphafið að hinni „raunverulegu martröð á Balkanskaga“. Hann tekur fram að Rússar hafi gagnrýnt afstöðu Vesturlanda og þeir gætu brugðist við með því að selja Serbum vopn ef aðrir taka upp á því að vígvæða bosníska herinn. Hefur hann því næst eftir ónefndum stjórnarerindreka að þá gæti komið upp sú staða að biturt stríð verði háð í hjarta Evrópu þar sem Rússa og Bandaríkjamenn verði í andstöðu hveijir við aðra. Forseti Tævans fordæmir eldflaugatilraunir Kínveija Lofar aukínni víg-- va'ðingxi í Tævan Taipei. Reuter. LEE Teng-hui, forseti Tævans, sagði í gær að Tævanir myndu ekki láta undan þrýstingi Kínveija og lofaði aukinni vígvæð- ingu til að fæla þá frá árás- um á eyjuna. Verð hlutabréfa hækk- aði um 5,55% eftir að Kín- veijar hættu eldflaugatil- raunum sínum sem höfðu valdið verðfalli á íjármálamörkuðum Tævans. Spennan milli Tævans og Kína hefur aldrei verið jafn mikil frá því þýða hófst í samskiptum ríkj- anna snemma á síðasta áratug. Þessi spenna setti mark sitt á stefnuræðu Lees á tævanska þing- inu, þar sem hann fordæmdi víg- væðingu Kínveija og árétt- aði þann ásetning stjórnar- innar í Taipei að rjúfa ein- .angrun Tævans á alþjóða- vettvangi. Forsetinn sagði að Tæv- anir myndu ekki láta und- an þrýstingi Kínveija og vísaði til sex eldflauga sem Lee Teng-hiu Kínveijar skutu í tilrauna- skyni á svæði sem er aðeins 140 km norðan við eyjuna. „Nokkur ríki á Asíu-Kyrrahafssvæðinu hyggjast stækka heri sína. Á með- al þeirra eru Kínveijar vígreifastir. Þetta skapar ekki aðeins alvarlega ógnun, heldur veldur þetta óstöð- ugleika í nálægum löndum." „Forgangsverkefni okkar í varn- armálum er að byggja upp varnar- mátt sem getur hrætt þá og stöðv- að og gert Kínveijum ljóst að beiti þeir hervaldi gegn Tævan geti það kostað þá fórnir,“ hélt Lee áfram. Sakaður um pólitíska skynvillu Kínveijar líta á Tævan sem hér- að í Kína á valdi uppreisnarmanna og hafa hótað að beita hervaldi ef Tævanir lýsa yfir sjálfstæði. Ráða- menn í Taipei og Peking eru sam- mála um að Tævan sé hluti af Kína og eigi að sameinast megin- landinu, en kínversk stjórnvöld sökuðu Lee um að vera að und- irbúa sjálfstæðisyfirlýsingu á laun. Þeir sökuðu tævanska forsetann meðal annars um að vita ekki „hvað Kína er“ og nota „pólitísk skynvillulyf". Auknar kröfur til undirsáta páfa SÚ REGLA hefur löngum átt við í Páfagarði að allir starfsmenn páfa skuli vera rómversk-kat- ólskrar trúar og honum eilíflega trúir, hvort sem þeir starfa í frí- höfn staðarins, eða gegna varð- mennsku. í október er ætlunin að ganga skrefi lengra og krefjast þess að starfsmenn undirriti „siðferðisyf- irlýsingu“ og skuldbindi sig til að virða siðaboð katólsku kirkj- unnar jafnt í einkalífi sem utan. Þessar reglur hafa í för með sér að starfsmenn Páfagarðs mega að 2.300 leikmönnum með- töldum hvorki skilja, fá fóstur- eyðingu, né nota getnaðarvarnir. Þeim verður einnig bannað að leggja lag sitt við samtök með „markmið, sem eru ósamrýman- leg kenningum og agaboðum kirkjunnar" og vera með „óspektir á almannafæri, eða efna til óspekta". Þessar ráðagerðir hafa vakið mikla athygli á Italíu með til- heyrandi fyrirsögnum í dagblöð- um. „Engin vinna fyrir fráskilda í Páfagarði," sagði í einni og „Páfagarður: tökum aðeins um- sóknir ofur-katólikka,“ sagði á öðrum stað. Leikmennirnir ósáttir Ólíklegt er að yfirvöld í Páfa- garði komist að því hvort starfs- menn noti getnaðarvarnir eða fari í fóstureyðingu. Hins vegar finnst talsmanni samtaka leik- manna, sem vinna í Páfagarði, hart að láta starfsmenn undirrita eigið uppsagnarbréf. Starfsmenn Páfagarðs hafa ávallt notið ýmissa forréttinda. Þeir hafa haft aðgang að apóteki þess og fríhöfn og fengið ódýrt eldsneyti. Þessum forréttindum hafa hins vegar fylgt skyldur. Til langs tíma var sú óskráða regla að konur í störfum hjá Banka Páfagarðs og stofnun um starf kirkjunnar skyldu ekki ganga í hjónaband. Röksemdin var sú að fjölskyldan fengi fyrr eða síðar forgang hjá giftum konum. Það ríki er vandfundið á Vesturlönd- um, sem léti slíka röksemda- færslu viðgangast á vinnumark- aðnum. Byggt á International Herald Tribune. Vinnu vantar fyrir 200 millj. manns Peking. Reuter. KÍNVERJAR horfa fram á stórfelld félagsleg og pólitísk vandamál ef ekki tekst að finna störf fyrir um 200 millj- ónir bænda sem talið er að kunni að verða ofaukið árið 2000, að sögn varaforseta landsins, Wu Bangguo. Varaforsetinn sagði í blaða- viðtali að af 450 milljónum manna sem vinna við landbún- að, sé ekkert fyrir um 120 milljónir að hafa og að talið væri að fjöldinn myndi nema um 200 milljónum árið 2000. „Ef við nýtum ekki þessa of- gnótt vinnuafls á annan hátt mun það leiða til geysilegra félagslegra og pólitískra erfið- leika,“ sagði Wu. Talið er að af 120 milljónun- um hafi um 60 milljónir nú þegar flust til borga og bæja víðs vegar um Kína. Hafa þess- ir fólksflutningar dregið mjög úr skorti á vinnuafli í stórborg- um og ýtt undir hagvöxt. Skamper Ferðahús Reuter Vönduð - veí búín. Lœgsta verðíð á marhaðnum frá Hr. 585.000 með öllum aukahlutum. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Nýr bíll! Renault Safrane 2.2 VI ’94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. Honda Civic GTi '89, steingrár, 5 g., ek. 104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. „Nýr bfll“ Suzuki Sidekick JXi 16v '95, steingrár, 5 g., óekinn. V. 1.950 þús. Toyota 4Runner SR5 EFI '85, sjálfsk., ek. 25 þ.km. 35" dekk, sóllúga, 5:71 hlutföll Verð 990 þús. Nissan Patrol GR Diesel Turbo '94, 5 g., ek. 23 þ.km. 33" dekk, álfegur. Toppein- tak. V. 3,7 millj. Daihatsu Charade TX ’91, 3 dyra, rauð- ur, 5 g., ek. 52 þ.km. V. 620 þús. Toyota Carina II '91, dökkblár, 5 g., ek. 40 þ.km. Rafmagn í rúðum o.fl. V. 1.030 þús. Toyota Corolla XL Sedan ’88, ek. 149 þ.km. V. tilboð 349 þús. Honda Civic GL ’85, 3 dyra, toppeintak, 5 g., ek. 124 þ.km. V. 250 þús. Mercedes Benz 280 SE ’84, sjálfsk., ek. aðeins 95 þ.km. Toppeintak. V. 1.550 þús. Daihatsu Feroza ’89 EL-II, 5 g., ek. 121 þ.km. V. 790 þús. Toyota Celica Supra 2,8i, '84, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 490 þús. MMC Lancer GLX ’89, 5g., ek. 88 þ.km. Rafm. í rúðum, central læsing o.fl. V. 650 þús. Lada Sport ’95, 5 g., ek. 17 þ.km. Létti stýri. V. 850 þús. sk. ód. Toyota Corolla DX '86, hvítur, 3 dyra, sjálfsk., ek. 92 þ.km. V. 330 þús. Mercedes Benz 230 E ’82, sjálfsk., ek. 220 þ.km., álfelgur sumar- og vetrardekk á felgum. Ný hedd pakkning og nýr knast ási. V. 585 þús. Sk. ód. Suzuki Swift GL '89, 3 dyra, 5 g., ek aðeins 63 þ.km. V. 430 þús. Takið eftir! Cadilac Braugham Limosien (langur) '88, einn með öllu t.d. sjónvarp, vídeó o.fl. V. 3.9 millj. MMC L-300 Minibus '90, grár, 5 g., 8 manna, ek. 101 þ. km. V. 1.280 þús. Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, rauður, sjálfsk., ek. 140 þ. km. (langkeyrsla), gott ástand. V. 1.390 þús. Honda Civic DX ’89, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 580 þ. Toyota Corolla XL Sedan '91, sjálfsk., ek. 71 þ. km. V. 750 þús. Grand Cherokee Laredo 4.0 I ’95, sjálfsk. ek. 8 þ. km., V. 3,8 millj. Range Rover 4ra dyra '87, grásans, 5 g. ek. 130 þ. km. Gott eintak. Tilboðsverð kr. 1.400 þús. M. Benz 230E ’91, svarblár, sjálfsk., ek aðeins 41 þ. km., ABS-bremstur, fjarst læsingar og þjófav., sóllúga, geislasp. o.fl V. 3,3 millj. Sk. ód. Volvo 740 GL '87, grænn, sjálfsk., ek. 103 þ. km. Rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Skógareldar á Spáni SLÖKKVILIÐSMENN beijast við skógarelda norður af Madrid á Spáni en þúsundir hektarar lands hafa orðið eldi að bráð að undan- förnu. Miklir hitar og þurrkar í kjölfarið hafa gert slökkviliðsmönn- um erfitt fyrir með að hefta útbreiðslu skógareldanna. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.