Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ *? Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaðiö sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu frá til Q Esso-skálinn, Hvalfirði □ Laufið, Hallormsstað □ Ferstikla, Hvaifirði □ Söluskálar, Egilsstöðum □ Sölustaðir í Borgamesi □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Baula, Stafholtst., Borgarf. □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Munaöarnes, Borgarfirði □ Hlíðarlaug, Úthiíð, Biskupst. □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. □ Laugarás, Biskupstungum □ Þjónustumiðstöbin Húsafelli □ Bjarnabúð, Brautarhóli □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Verslun/tjaldmiðstöö, Laugarv. □ Sumarhóteliö Bifröst □ Verslunin Grund, Flúðum □ Hreðavatnsskáli □ Gósen, Brautarholti □ Brú í Hrútafirði □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Stabarskáli, Hrútafirði □ Syðri-Brú, Grímsnesi □ Illugastaðir □ Þrastarlundur □ Hrísey □ Ölfusborgir □ Grímsey □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Grenivík □ Annað □ Reykjahlíö, Mývatn NAFN_________________________________________________ KENNITALA__________________I_________________________ HEIMILI______________________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________ Utanáskriftin er: Morgunblaðiö, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Gömlu þjóðlegu vinnubrögðin sýnd gestum í Laufási Starfsdag- ur í gamla bænum STARFSDAGUR verður haldinn í gamla bænum í Laufási næst- komandi sunnudag. Sams konar dagur var haldinn i fyrra og komu þá yfir 1.000 manns í heim- sókn og fylgdust með fólki vinna hin gömlu sveitastörf, bæði innan dyra í bænum og úti á hlaði. Þeir sem sýna gömlu þjóðlegu vinnubrögðin eru eldri borgarar víða að úr Eyjafirði og mun fólk- ið klæðast á svipaðan hátt og var fyrr á öldinni. í hlóðaeldhúsinu verður kveikt upp og bakaðar lummur, í búri verður unnið úr mjólkinni, bæði skilið og strokkað og einnig gert skyr. Baðstofustemmning verður í baðstofu, lesinn húslestur, spunnið, ofið og reipi fléttuð, jafnvel kveðnar rímur og sungið. I dúnhúsi getur fólk þreifað á óhreinsuðum dún og gestir fá að smakka á hangikjöti. Úti fyrir bænum verður heyjað Morgunblaðið/Rúnar Þór GESTUM Laufáss gefst kostur á að fylgjast með fólki vinna gömlu sveitastörfin á starfsdegi á sunnudag. að gömlum sið, slegið með orfi og ljá og konur ganga í flekkinn og rifja þar og raka, síðan verð- ur heyið bundið og látið á hest. Harmóníkuleikarar þenja nikkurnar og danshópur frá Dal- vík dansar á hlaðinu. I sumar hefur verið keppst við að endurbyggja skemmuna, syðsta bæjarhúsið í Laufási en á starfsdeginum er ætlunin að taka þann hluta bæjarins í notkun. Þar verður hægt að kaupa hress- ingu. Starfsdagurinn er undirbúinn af starfsfólki Laufásbæjarins í samvinnu við Minjasafnið á Ak- ureyri. Hann byrjar kl. 14 og áætlað að honum ljúki um kl. 17. Aðgangseyrir er 200 krónur fyr- ir 12 ára og eldri. Hafliði Hallgríms- son sýnir grafíkverk SÝNING á grafíkverkum eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld verður ópnuð í vestursal Lista- safnsins á Akureyri á laugardag, 29. júlí kl. 16. - Sellóleikarinn og tónskáldið Hafliði Hallgrímsson fæddist á Akureyri árið 1941. Hann útskrif- aðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1962 en stundaði síðan nám í Róm og Lundúnum. Hann hefur leikið í hljómsveitum í Eng- landi og Skotlandi og komið fram sem sellóleikari í 45 löndum, ýmist með hljómsveitum, í kammer- hljómsveitum eða sem einleikari. Tónverk hans hafa víða verið flutt og unnið til verðlauna, m.a. Viotti verðlaunin, Wieniawski verðlaunin og Tónskáldaverðlaun Norður- landaráðs. Mörg tónverk hans hafa verið gefin út af Ricordi og Chest- er Music í Lundúnum. Hafliði hefur jafnan stundað myndlist meðfram starfi sínu sem tónlistarmaður og notið leiðsagnar á því sviði við The Arts Guild of London, Hammersmith School of Art og St. Martins School of Art. K Hlynur og Ásmundur sýna í Deiglunni Hlynur Hallsson og Ásmundur Ásmundsson opna sýningu í Deigl- unni á morgun, laugárdaginn 29. júlí kl. 14. Sýningin er einn liður í Listasumri sem nú stendur yfir. Þeir félagar eru Akureyringar og stunduðu nám í Myndlistarskól- anum á Akureyri og í ij'öltækni við Myndlistar- og handíðaskóla íslands en þaðan útskrifuðust þeir árið 1993. Hlynur stundar nú framhaldsnám í Þýskalandi en Ásmundur í Bandaríkjunum. Báðir hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum og staðið fyrir gjörningum heima og Hlynur einn- ig í Noregi, Hollandi og Þýska- landi. Ásmundur hefur haldið einkasýningu í Reykjavík og Hlyn- ur í Þýskalandi og á Akureyri. Hlynur sýnir að þessu sinni götumyndir frá Akureyri og texta en Ásmundur ljósmyndir, skúlp- túra og málverk. Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin virka daga frá kl. 11 til 18 og um helgar frá 14.til 18. Hljómsveitin SAGA-KLASS leikur fyrir dansi Berglindi Björk og Reyni Guðmundssyni. íKóteC WEJZ sími 462 2200. IIT........ irí iÓHBIOÖ SH 000 fla0« 10000081 AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir sýnir í Glugganum, sýningarrými á vegum Listasumars í verslunar- glugga vöruhúss KEA í Hafnar- stræti í eina viku frá og með degin- um í dag. í Glugganum sýna í sumar tíu listamenn og er skipt einu sinni í viku, á föstudögum. Aðalheiður útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri, málaradeild, vorið 1993 og hefur síðan verið starfandi myndlistar- maður á Akuryeri. Hún hefur hald- ið þrjár einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Verk Aðalheiðar verður í Glugg- anum til 3. ágúst næstkomandi. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Hann sýndi á Akureyri árið 1967, í Norræna húsinu 1970 og 1977, í Skálholti 1993 og í fyrra sýndi hann verk sín í Colshester Arts Festival og í Hallgrímskirkju. Tónlist eftir Hafliða verður flutt í Listasafninu á sýningartímanum. Göngngata opn- uð bílaumferð Bæjarráð , frestar afgreiðslu BÆJARRÁÐ frestaði á fundi sínum í gær afgreiðslu erind- is frá verslunareigendum og hagsmunaaðilum við göngu- götuna í Hafnarstræti og nágrenni hennar, en þeir höfðu farið fram á að bæjar- yfirvöld að gatan yrði opnuð fyrir akstur bifreiða í til- raunaskyni. Jafnframt að komið verði upp lokunarbún- aði þannig að hægt verði að loka götunni og stýra umferð um hana við viss tilefni. > i i l i ! I i I I I » I I I i t i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.