Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 Á KÖLDUM KLAKA Morgunblaðið/Ámi Jónsson Lengsta björgunarflug TF-SIF er hún fór 170 sjómílur norður frá ísafirði í gær Kajakræðara bjargað af ísjaka við Grænland JAN Fasting, 31 árs gömlum Norð- manni, var bjargað í gær af ísjaka 170 sjómílur norður af ísafirði. Fasting reri frá Cap Brewster við Scoresbysund á Grænlandi áleiðis til íslands á mánudag. Eftir 10 tíma róður lenti hann í hafísbelti. Hann hélt ferðinni áfram en eftir tveggja sólarhringa ferðalag var ísinn orðinn svo þéttur að ekki varð lengra kom- ist. Tveir ísbirnir sýndu ræðaranum óþægilega mikinn áhuga og svo kom að hann ákvað að leita hjálpar með því að kveikja á neyðarsendi. Merki frá neyðarsendinum fóru að berast stjómstöð Landhelgisgæsl- unnar um kl. 8 í gærmorgun, að sögn Helga Hallvarðssonar skip- herra. Landhelgisgæslumenn sáu strax að hafís var á þeim slóðum sem staðsetning merkjanna benti til og því ekki skipa von þar. Við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að sennilega væri um að ræða norskan kajakræðara. Ekki var hægt að senda leitarvél frá Grænlandi og barst þaðan ósk um að Landhelgis- gæslan tæki málið að sér. Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór kl. 11.05 frá Reykjavík áleiðis á staðinn. Settir voru aukaeldsneytisgeymar í þyrl- una TF-SIF og flaug hún til Isa- fjarðar klukkan 11.21 þar sem geymamir voru fylltir. Staðsetning neyðarmerkjanna reyndist nákvæm og tókst TF-SYN að miða manninn nákvæmlega út. Jan Fasting sást úr flugvélinni kl. 12.25 þar sem hann stóð hjá kajaknum á ísjakan- um og veifaði. Hann var með tal- stöð og gat talað við áhöfn flugvél- arinnar. Hann kvaðst vera við góða heilsu en hafa tapað hluta af bún- aði sínum og því ekki getað haldið ferðinni áfram. Þá hafði hann orðið fyrir áreitni tveggja ísbjarna en sloppið frá þeim. Gæslumenn buð- ust til að kasta niður búnaði sem var til reiðu um borð í flugvélinni, en Jan afþakkaði það. Lengsta björgTinarflugið Um leið og búið var að koma auga á kajakræðarann hélt TF-SIF af stað frá ísafirði með fjögurra manna áhöfn, tvo flugmenn, sigmann og spilmann. Læknirinn var skilinn eftir á ísafirði til að létta vélina og vegna góðrar heilsu mannsins. Þyrlan var hálfan annan tíma að fljúga út að jakanum og kom á áfangastað kl. 14. Vegalengdin frá ísafírði reyndist 170 sjómílur og mun þetta vera lengsta björgunarflug þyrlunnar. Að sögn Árna Jónssonar, spilmanns á þyrlunni, var skyggni gott á staðnum og 4 stiga hiti. Isinn var þéttur, aðeins vakir á milli. Vegna ótrausts ástands íssins var sigmanninum slakað niður á jakann. Þyrlan var síðan látin hanga í um metrahæð yfír jakanum meðan bún- aður mannsins var tekinn um borð. Ekki var pláss fyrir kajakinn, sem er yfir 5 metra langur. Jan Fasting vippaði sér léttilega um borð og kl. 14.06 var haldið til ísafjarðar þar sem var millilent. TF-SIF lenti í Reykjavík klukkan 17. Eftir örstutta viðdvöl á flugvell- inum fór-Fasting til að gefa lögreglu- skýrslu um atburðinn. X „Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi“ Morgunblaðið/Sverrir HANDTAKIÐ var þétt þegar Jan Fasting þakkaði Sigurði Gísla- syni, sigmanni TF-SIF, fyrir björgunina af ísnum. Sigurður fór niður á jakann til Jans. Norski sendiráðsritarinn Oyvind Stokke (t.h.) tók á móti landa sínum. „MÉR létti mikið þegar ég sá þyrluna," sagði norski kajakræð- arinn, Jan Fasting, sem áhöfn TF-SIF bjargaði af hafísnum við Grænland í gær. „Ég var búinn að vera á varðbergi gagnvart ís- björnunum og gat ekki mikið sof- ið. Björgunarmennimir vora mjög færir og björgunin gekk greiðar en ég átti von á. Það var þoka að koma yfir svæðið þar sem ég var og björgun hefði verið erfiðari einni til tveimur stundum seinna.“ Jan Fasting er fæddur í Þránd- heimi en býr í Arendal í Noregi. Hann starfar sem leiðbeinandi í útivist, leiðsögumaður í fjallaferð- um, heldur kajaknámskeið og fyr- irlestra. Jan hefur stundað kajak- róður frá unga aldri, aðallega straumvatnssiglingar og hefur róið um fossa og flúðir. Hann segir ekkert vandamál að fara í langferðir á hafinu á sjókajak. Þegar hann þarf að sofa skríður hann einfaldlega niður í bátinn og tjaldar yfir. Danska pólmið- stöðin, sem hefur umsjón með ferðum af þessu tagi á Græn- landi, lagði blessun sína yfir ferðalag Jans eftir að hafa kann- að búnað hans og gengið úr skugga um að hann væri tryggður gagnvart því að til leitar og björg- unar kæmi. Ætlaði til Noregs „Ég lagði af stað yfir Scoresby- sund á laugardag og reri 38 kíló- metra yfir til Cap Brewster og var einn mins liðs,“ sagði Jan í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Ég ætlaði beina leið til íslands og þaðan áfram til Noregs um Færeyjar og Hjaltland. En það verður víst ekki af því í þetta sinn. Mig vantar kajakinn." Jan kleif fja.ll við Cap Brewster á laugardag og sunnudag til að skyggnast yfir hafið í gegnum sjónauka. Á laugardag sá hann mikinn ís en útlitið var betra á sunnudag. Minni hafís og betra skyggni. Hann ákvað því að leggja af stað til íslands á mánu- dagsmorgun og tók stefnu til suðurs. „Eftir um 10 tíma róður kom ég í ísbelti. Ég tók stefnu til aust- urs, út á hafið, og hélt áfram í um 6 tíma til að freista þess að komast úr ísnum. ísinn minnkaði ekki neitt svo ég sneri aftur á fyrri stefnu suður til íslands. Eft- ir tveggja sólarhringa ferð var orðið mjög erfitt að komast um ísinn. Ég þurfti að draga kajakinn hvað eftir annað yflr jakana. Stundum var mjög erfitt að kom- ast áfram því jakabrúnirnar voru svo háar að það var erfitt að kom- ast upp á jakana. Þetta voru tóm- ir smájakar. Þegar þyrlan kom að bjarga mér gat hún ekki lent ájakanum sem ég var á'enda var hann ekki nema um 100 fermetrar og þó sá stærsti sem ég sá á svæð- inu.“ ísbirnir ógna Aðfaranótt miðvikudags ógn- uðu tveir ísbirnir Jan. „Þeir komu allt í einu syndandi fyrir horn á jaka um það bil 15 metra fyrir framan mig og ætluðu upp á jak- ann. Þegar ég fór fram hjá björa- unum voru þeir komnir upp á ís- inn en stukku aftur í vökina og eltu mig. Þegar ég var búinn að róa um 200 metra varð ég að fara upp á ísinn og draga kajakinn yfir jaka. Birnirnir fylgdu fast á eftir. Þegar ég reri tipluðu þeir á ská við mig á jökunum. Ég hafði forskot upp á eina 2-300 metra og ég sá þá í einn og hálfan tíma áður en ég komst undan þeim. Þá kom ég í 5-600 metra breiða vök og tókst að róa frá þeim.“ Jan sá fjóra rostunga sem lágu á ísnum. Þeir gerðust ekki nær- göngulir og létu sig hverfa þegar hann barði árinni í kajakinn. En varð honum svefnsamt, vitandi af isbjörnum í nágrenninu? „Nei, alls ekki,“ segir Jan og hlær. „Ég held að ég sé búinn að sofa 12 tíma frá því á mánudag." En hvenær ákvað hann að kveikja á neyðarsendinum? ís til allra átta „Það var ekkert útlit fyrir að ég kæmist á opið haf. Skýin voru hvít vegna endurkasts frá ísnum. Yfir opnu hafi verða þau bláleit. Það var ís til allra átta svo langt sem augað eygði. Ég mældi fjar- lægðina til lands og hún var 150 kílómetrar. Ferðalagið hefði tek- ið mig marga daga, ef það hefði þá tekist. Björgun með þyrlu var háð því að veðrið væri gott. Ef hefði verið þoka og illviðri hefði björgun reynst erfíðari. Ég tók því ákvörðun um að kalla á lijálp." Jan var vel útbúinn og telur sig hafa getað lifað lengi á ísn- um. Hann hefði getað skotið sel sér til matar og á ísnum er vatn auk þess sem hann var með bún- að til að sía vatn úr sjó. En hvaða hugrenningar fóru um hugann þegar hann ákvað að gefast upp? „Þetta er viss ósigur. Að gefast upp við eitthvað sem maður hefur áætlað og dreymt um að gera. Það er ekki góð tilfinning. Það er leiðinlegt að þurfa að ljúka svona ferð með því að kalla til björgunarlið. En um leið er ég þakklátur fyrir að vera heill heilsu og á Iífi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.