Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Orkla ákveður að selja Hansa Ósló. Reuter. NORSKA fyrirtækið Orkla AS greindi frá því í gær að það hefði ákveðið í samráði við Volvo í Svíþjóð að selja brugghúsið Hansa vegna gagnrýni Evrópusambandsins. Orkla sagði að salan á Hansa myndi ekki hafa nein áhrif á áformin um sam- runa brugghúsana Ringnes, sem er í eigu Orkla og Pripps, sem er í eigu Volvo. Framkvæmdastjóm ESB hafði harðlega gagnrýnt áform fyrirtækj- anna um samruna með þeim rökum að hið nýja fyrirtæki fengi yfirburða- stöðu á norska markaðnum og því væri samruninn óleyfilegur sam- kvæmt reglum EES-samningsins um hringamyndun. Krafðist fram- kvæmdastjórnin þess að Hansa, sem er í eigu Pripps, yrði selt. Hefur nú verið ákveðið að Hansa, sem hefur höfuðstöðvar í Bergen, verði selt á næsta ári. Samruni Ringnes og Pripps var liður í víðtækara samkomulagi Orkla og Volvo frá byijun apríl um að Orkla keypti matvæladeild Volvo, Procordia Foods. Talsmenn Orkla sögðu sölu Hansa hafa hverfandi áhrif fyrir fyrirtækið þar sem að velta þess næmi einung- is 6-7% af heildarveltu hins nýja drykkjarvörurisa. Með þessu væri hins vegar tryggt að framkvæmda- stjórnin myndi leyfa samruna fyrir- tækjanna. Að öllu óbreyttu hefðu Ringnes og Pripps haft 90% markaðshlut- deild á norska bjórmarkaðnum. Búist er við að framkvæmdastjóm- in taki formlega afstöðu til samruna Pripps og Ringnes í september. fórSvenfö QOMT naringsJivct^^*^-.?. ■n _ »’ TConvergcnskrav racker inte' Z^rige rtáeto Sgp) ÞRÁTT fyrir mikla umræðu um myntbandalag Evrópu og önnur Evrópumál eru hafa Svíar miklar efasemdir um ágæti samstarfsins. Nýju ESB-borg- ararnir eru efa- semdarmenn Brussel. Reuter. ÍBÚAR nýjustu aðildarríkja ESB, Svíþjóðar, Austurríkis og Finnlands, eru þeir sem mestar efasemdir hafa um framtíð sambandsins. Kemur þetta fram í nýrri skoðanakönnun, sem framkvæmdastjórn ESB gerði opmbera í gær. íbúar þessara ríkja hafa minnstan hug á frekari samruna Evrópusam- bandsríkjanna og hafa minnstar áhyggjur af því að ESB kunni að leysast upp, segir í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Tæplega helmingur þeirra sem svöruðu í könnuninni sögðu það vera „gott“ að vera aðilar að ESB og almennt sýndu menn þróun sam- bandsins mun minni áhuga en í öðr- um aðildarríkjum. Eiga íbúar nýju aðildarríkjanna mesta samleið með Bretum og Dön- um hvað varðar afstöðuna til Evr- ópusambandsins að mati fram- kvæmdastjórnarinnar. Einungis 39% Svía, 40% Austur- ríkismanna og 47% Finna sögðu aðild vera jákvæðan hlut. í „gömlu“ ESB-ríkjunum var hlutfaliið hins vegar allt að 57%. Þá er meirihluti Svía, Finna og Austurríkismanna andvígur því að tekinn verði upp sameiginlegur gjaldmiðill fyrir ESB-ríkin líkt og gert er ráð fyrir í Maastricht-sátt- málanum. Könnunin leiddi einnig í ljós að einungis 40% íbúa ESB vissu að Finnland væri orðið að aðildarríki en rúmlega helmingur hafði áttað sig á aðild Svíþjóðar og Austurríkis. Það voru fyrst og fremst Bretar, Portúgalar, Spánveijar og Hollend- ingar sem áttu í erfiðleikum með að nefna nýju aðildarríkin. 64% aðspurðra töldu hins vegar fjölgun aðildarríkja eiga eftir að hafa jákvæð áhrif. Meirihluti vill ESB-stjórn Brussel. Reuter. MEIRIHLUTI íbúa Evrópusam- bandsins er hlynntur því að komið verði á sameiginlegri ESB-stjórn, samkvæmt skoðanakönnun á vegum framkvæmdastjórnarinnar. Alls sögðust 55% íbúa aðildaríkj- anna vera hlynntir slíkri stjórn. Meirihluti var fyrir hugmyndinni í átta ríkjum en könnunin var fram- kvæmd í desember er aðildarríkin töldu ennþá tólf. Niðurstöður henn- ar voru þó ekki kynntar fyrr en í gær. Mestur var stuðningurinn í Belgíu' (63%) en minnstur í Bret- landi (38%). Ef þeir sem ekki vildu taka af- stöðu til málsins eru taldir frá er einungis meirihluti andvígur hug- myndinni í Danmörku. 63% Dana sögðust ekki vilja neina ESB-stjórn. Reuter Konan sem heillaði Washington EKKJA kínverska hershöfðingj- ans og forsetans Chiang Kai- sheks er í sex vikna heimsókn í Bandaríkjunum i tilefni þess að 2. september verður hálf öld lið- in frá því stríðinu gegn Japan lauk. Ekkjan kom á miðvikudag í þinghúsið í Washington og minntist ræðna sem hún flutti árið 1943 á Bandaríkjaþingi, fyrst óbreyttra borgara, þar sem hún lýsti hetjulegri baráttu Kínverja og hvatti Bandaríkja- menn til að styðja þá í stríðinu. Ræðurnar þóttu afar áhrifa- rikar og eitt dagblaðanna sagði hana hafa „tekið borgina með töfrum en ekki áhlaupi". A myndinni er ekkjan m.a. með Caspar Weinberger, fyrrver- andi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (efst t.h.), en á veggjum móttökusalarins voru myndir af ekkjunni með Dwight Eisenhower, Winston Churchill, Franklin Roosevelt og Harry Truman og fleiri leiðtogum sem eru löngu fallnir frá. írakar vilja samskipti við Kúveit og Saudi- Arabíu Rabat. Reuter. ÍRAKAR eru reiðubúnir að taka á ný upp samskipti við erkióvini sína úr Persaflóastríðinu, Saudi-Araba og Kúveita, eftir fimm ára hlé. Þetta er haft eftir utanríkisráð- herra íraks, Mohammad Saeed al- Sahaf, í marokkósku dagblaði í gær. Yfirvöld í írak hafa ekki haft nein bein tengsl við þessi tvö lönd síðan íraskar hersveitir réðust inn í Kúveit í ágúst 1990. Bandarískar hersveitir, sem voru í fararbroddi alþjóðaliðsins sem hrakti íraka á brott, fengu að hafa aðsetur í Saudi- Arabíu í febrúar 1991. Marokkóska blaðið birti viðtal við al-Sahaf sem var á ferð þar í landi. Sagði hann að írakar ættu sam- skipti við Quatar, Oman og Bahra- in. Vonir stæðu til að samskipti við Sameinuðu arabísku furstadæmin kæmust á innan tíðar. „Við höfum lýst áhuga okkar á samböndum við hvaða ríki sem er [við Persaflóa], þar með talið Saudi-Arabíu og Kú- veit,“ sagði al-Sahaf. Hann var spurður hvort hann teldi líklegt að sættir næðust innan tíðar við löndin við Persaflóa. „Það mun taka nokkurn tíma,“ svaraði hann. Viðskiptabanni verði aflétt Al-Sahaf var á ferð í Marokkó til þess að flytja Hassan konungi skilaboð frá Saddam Hússein, for- seta Iraks, varðandi viðskiptabann sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) settu á landið í kjölfar innrásarinnar í Kúveit. „írakar hafa orðið við öllum kröf- um þjóða heims og SÞ. Það er kom- inn tími til að Oryggisráðið létti banninu á landið," sagði al-Sahaf. Faðir Hendrix hreppir auðinn Washington. The Daily Telegraph. SÁTT hefur náðst í langvinnum málaferlum föður Jimi Hendrix og hann fær allar eignir gítarsnillings- ins, sem metnar eru á jafnvirði 4,4 milljarða króna. A1 Hendrix, sem er 76 ára fyrrverandi skrúðgarð- yrkjumaður, vann loks sigur eftir áralöng málaferli til að greiða úr fjárhagslegum vandræðum sem gítar- leikarinn var I þegar hann lést fyrir 25 árum, 27 ára að aldri, eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefnlyfjum í íbúð vinkonu sinnar í Lundúnum. Aðstoðarmenn Hendrix og umboðsmenn höfðu tekið stóran hluta tekna hans og hann neyddist nokkrum sinnum til að fara í hljómleikaferðir um Bandaríkin og Bretland til að afstýra gjaldþroti. Samkvæmt sáttinni fær faðirinn allar eignir Jimi Hendrix, með- al annars útgáfuréttinn og frumeintök af upptökum hans, en haldið er eftir miklum fjárhæðum til að lúka gömlum skuldum. Hendrix var alltaf vinsælli í Bretlandi en Banda- ríkjunum og eina lag hans sem seldist verulega vest- an hafs var útgáfa hans af lagi Bobs Dylans, „All Along the Watchtower“, sem náði 20. sæti á vinsæld- arlistum. Tekjurnar af útgáfuréttinum vegna platna hans í öllum heiminum nema þó enn sem svarar tæpum 200 milljónum króna á ári. Kínveijar skýra frá afdrifum andófsmanns Segja Wu viðurkenna fals- anir í heimildarmynd Peking. Reutcr. ANDÓFSMAÐURINN Harry Wu, sem handtekinn var í Kína fyrir skömmu, hefur játað að staðreyndir í sjónvarpsmynd sem tekin var með leynd í kínverskum vinnufangabúð- um séu falsaðar, að sögn kínversku ríkisfréttastofunnar Xhinhua í gær. Wu er 58 ára gamall, fæddur í Kína og var sjálfur í 19 ár í vinnubúðum en fékk bandarískan ríkisborgara- rétt 1985. Wu hefur verið atkvæðamikill í baráttu sinni gegn mannréttinda- brotum kínverskra stjórnvalda á opinberum vettvangi í Bandaríkjun- um síðustu árin. Handtaka hans 19. júní sl. hefur valdið miklum kryt í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, ekki síst vegna þess að ekkert var látið uppi um afdrif hans af hálfu Kínverja þar til nú. Á myndbandi, sem Xhinhua birti og virtist vera tekið án vitundar Wu, er hann sýndur við yfirheyrslur virðist hann mjög þreytulegur og svo lágróma að vart verður greint hvað hann segir. Myndbandið er nefnt „Sjáið hvernig Wu Hongda lýgur". Kínverjar sögðu í fyrstu að Wu hefði gerst sekur um njósnir. Hann laumaðist inn í Kína nokkrum sinn- um á árinu, stundum í dularklæðum, til að afla sér upplýsinga um mann- réttindabrot á föngum. Kínverska fréttastofan sagði að hann hefði áður hlotið dóma fyrir þjófnað. HBChvikar hvergi Stjórnvöld í Peking segja að Wu hafi gengist við því að tvær heimild- armyndir breska ríkissjónvarpsins BBC, sem gerðar voru með aðstoð hans, væru falsanir. Þar er m.a. sagt að vörur, sem fangar fram- leiði, séu seldar til Vesturlanda, auk þess séu nýru úr föngum seld nýrna- þegum í Kína. „Ég skeytti þeim ekki saman,“ segir Wu á myndbandi Kínveija. „Þetta er rangt. . . Ég myndi ekki gera þetta svona.“ Hann minnist á samtöl við lækna í Chengdu um nýrnaþegana. „Enginn af læknunum sagði að nýrun væru úr föngum. Þeir sögðu allir að þau væru úr sjúkl- ingum með heiladauða." Starfsmenn BBC segja að engin brögð hafí verið í tafli, satt og rétt sé sagt frá í myndunum. Þar er full- yrt að þriðjungur af öllum vörum í verslunum héraðsins Xinjiang sé framleiddur í vinnubúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.