Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 19 LISTIR Lof borið á Sigurð Flosason PLATA Kvintetts Guys Barkers, Into the Blue, var á þriðjudag til- nefnd til Mercury-tónlistarverðlaun- anna, en meðal meðlima er saxófón- leikarinn Sigurður Flosason. Mercury-verðlaunin eru ein helstu tónlistarverðlaun Bretlands og sjald- gæft er að jassplötur séu tilnefndar. Platan, sem heitir Into the Blue, og Verve jassútgáfan sögufræga gefur út um heim allan, er í hópi tíu platna sem tilnefndar eru. Sigurður segir að platan hafi ver- ið tekin upp í desember í Bretlandi, en hann hefur farið nokkrar stuttar tónleikaferðir um Bretland með Bar- ker frá því á síðasta ári og segir að ýmislegt sé á döfinni í framtíðinni. Hann segir að mannaskipan sé í föstum skorðum, „þetta er nokkuð alþjóðlegt, píanóleikarinn, Bernardo Sassetti, er portúgalskur, kontrabas- saleikarinn, Alex Dankworth, er einn fremsti ungi bassaleikari Breta í dag, sonur Cleo Lane og Johns Dankworths, og trommuleikarinn, Ralph Salmins, er mikill hljóðvers- maður, og leikur meðal annars á Fjórar sýn- ingar í Ný- listasafninu Á MORGUN kl. 20 verða opnaðar fjórar sýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýnendur í aðalsölum eru Frederike Feldman, Frank Reitenspiess og Markus Stri- eder frá Þýskalandi og Gunilla Ban- dolin frá Svíþjóð. Harpa Árnadóttir er gestur safnsins í setustofu að þessu sinni. Frederike Feldman frá Þýska- landi sýnir málverk í forsal safnsins undir yfírskriftinni Persnesk teppi. Frank Reitenspiess og Markus Strieder eru með samvinnuverk sem ber heitið Sól úti og sól inni og er það annars vegar staðsett í Nýlista- safninu og hins vegar í borgarrým- It’s Oh Quiet með Björk Guðmunds- dóttur." „Þetta skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli fyrir sölu á plötunni og alla kynningu á kvintettnum," segir Sigurður, en platan hefur líka feng- ið góða dóma. Þannig fær hún mik- ið lof í breska blaðinu Guardian, meðal annars er hún valin plata vik- unnar og blaðið segir að eini ungi trompetleikarinn sem stenst sam- jöfnuð við Barker sé Wynton Marsal- is, en Sigurðar er getið sem stórkost- legs saxófónleikara. ínu, nánar tiltekið undir þremur vegabrúm í Reykjavík. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 13. ágúst. -----» ♦ ♦----- Glugginn Akureyri AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir sýnir í Glugganum á Ákureyri. Glugginn er sýningarrými á veg- um Listasumars ’95 í verslunar- glugga vöruhúss KEA í Hafnar- stræti. Þar sýna nú í sumar tíu lista- menn og er skipt einu sinni í viku, á föstudögum. Aðalheiður útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri, málaradeild, vorið 1993. Hún hefur síðan verið starfandi myndlistar- maður á Akureyri. Aðalheiður hefur haldið þijár einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Veröld útilegumanna og vætta Borgarfjörður. Morgunblaðið. HUGVIT, fijór hugsunarháttur, glöggt skynbragð á list og verks- vit er það sem liggur til grundvall- ar því listasafni sem Páll á Húsa- felli hefur valið sér. Það kemur fram í hinni fjölbreyttu sköpunar- aðferðum sem hann notar við list- sköpun. Hann notar á hefðbundinn hátt léreft og steina, gerir högg- myndir í steina, stóra sem smáa, hvort sem er harðasta blágrýti eða mjúka sandsteina. Hann notar höggmyndir til að gera steinþrykk á pappír. í raun og veru er allt sem er í umhverfi Páls efniviður til listsköpunar. Það er einungis að koma auga á það og framkvæma. Það má segja að óbilandi áhugi reki Pál svo hart áfram að hann hefur varla tíma til að líta upp úr hugðarverkefnum sínum. Árangurinn mælist í mörg- um listsýningum sem hann hefur haldið víða um heim. 1994 vann Páll þijú verk í Jul- ianehaab á Grænlandi. Þar hjó Páll Eirík rauða út í 10 tonna grjót ásamt fjallkonunni og Snorra presti og draugunum þrettán. Höggmyndasýningin sem Páll á Húsafelli opnar á morgun, 29. júlí, er í ishellinum í Surtshelli. Sýning- in hefst kl. 15 og mun Sverrir Guðjónsson kontratenór syngja við opnunina. Segja má að umhverfið sé hluti af listinni. Sýning Páls fjallar að þessu sinni uni veröld útilegumanna og vætta. í Hellismannasögu er greint frá 18 skólapiltum frá Hólum sem lögðust út eftir að hafa drepið kerlingu eina á staðnum. Tvær vinnukonur frá Kalmanns- tungu fengu þeir til liðs við sig og áttu börn með þeim en drekktu jafnóðum og þau fæddust. Lifðu þeir á sauðaþjófnaði og ránum. Mörg örnefni eru til af nöfnum þessara manna þar sem þeir voru PÁLL með eitt verka sinna. vegnir, eins og Þorvaldur sem drepinn var á Þorvaldshálsi, Atli við Atlalæk, Vilmundur við Vil- mundarstein, Krákur við Krákslá og svo má lengi telja. Valnastakk- ur var sá sem mestar vonir voru bundnar við í bardaga við heima- menn vegna þess að stakk hafði hann gert sér úr sauðavölum sem engin vopn unnu á. Þó er þeirra frægastur Eiríkur sem flýði upp á Eiríksnípu á handa- hlaupum eftir að bændur höfðu hoggið af honum annan fótinn um ökkla og þar mun hann hafa kveð- ið: Hjartað mitt er hlaðið kurt, hvergi náir að skeika; með fótinn annan fór ég burt, fáir munu’ eftir leika. HRAUNKARLINN í Hallmundarhrauni sem náttúran hefur sjálf skapað. Höggmyndasýning í upprunalegu umhverfi BORGARKRINGLAN OPIÐ VIRKA DAGA 10-1830 LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 Sjónvarpsveisla i Borgarkringiunni um helgina Allir sem versla fyrir kr. 1.500,- eöa meira eiga möguleika á Salora litasjónvarpi. Dregi6 verbur um 3 sjónvarpstæki þessa helgi Bobib verbur upp á FRÍA skóburstun og blöbrur fyrir börnin 8 bolla pressukanna krJ&0,-NÚ kr.2.990,' Súkkulaðihúðaðar mintubaunir tiJS&rNú kr. J90,ýÆ Stál expressókanna, sykurkar, rjómakanna, bakki kam-Núkr.5.995,- Grænt te, ný sending. 99 tegundir af könnum. Verð frá kr. 340.- BORGARKRINGLUNNI sími 568-1223 SUMARTILBOÐj^ tRoijaC CkippcndaCe 24 stlf téassi 18/10 stáC kr. 27.520,- u k?. 19.990,- Mikið úrv.al af pottum, borðbúnaði ofl. frá WiMf 24 stk fassarfrá kj. 10.995.- Borgarkringlunni, sími 553-6622 Verslunin Barnakot TfSkOVERSlONlN FLIP BOBGARgRlNGlONNl, 2. HA®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.