Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ1995 21 FRÉTTIR af banda- rískum kjarnavopnum á Grænlandi og her- æfingum Bandaríkja- hers hér á landi hafa orðið til þess að opin- bera enn einu sinni með sorglegum hætti van- þekkingu og metnaðar- leysi íslenskra fjöl- miðla- og stjórnmála- manna. Það er gömul og ný saga að þegar utanrík- isráðherrar og emb- ættismenn utanríkis- ráðuneytisins hafa opn- að munninn um málefni Keflavíkurstöðvarinnar eða kjarnorkuvígbúnað á Norður- slóðum þá hafa þeir undantekning- arlítið farið með fleipur. Þetta hafa þeir komist upp með vegna þess að blaða- og fréttamenn hafa ekki haft til þess minnsta fag- legan metnað til að setja sig svo inn í þessi mál að þeir geti fjallað um þau af skynsamlegu viti. Loftvarnatæki til kafbátaeftirlits? Fyrir nokkru birti Mbl. opnuviðtal við Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherrra. Þar fullyrti ráðherrann að F-15 orustuþoturnar á Keflavík- urvelli væru nauðsynlegar til að hafa eftirlit með kafbátum og ann- arri umferð í Norður-Atlantshafi! Blaðið sá enga ástæðu til að leið- rétta þetta bull og benda á að þess- ar vélar eru eingöngu ætlaðar til lofthernaðar. Það er siðferðileg skylda hvers blaðamanns að vekja athygli á því þegar svo alvarleg fá- fræði birtist hjá ráðherra sem ábyrgð ber á öryggismálum þjóðarinnar. í sama viðtali segir ráðherrann að von sé á stórauknum fjölda verk- efna á vegum Mannvirkjasjóðs Nató hér á landi; allt vegna þess að verk- takafyrirtæki eitt hafi gert svo hag- stætt tilboð í viðhaldsverkefni á Stokksnesi! Ef minnsta sannleikskorn væri í þessum orðum ráðherrans þá þyrft- um við ekkert að velkjast í vafa um ástæðuna fyrir því hvers vegna Bor- is Yeltsin fékk slag. Þessi yfirlýsing Halldórs þýðir nefnilega hvorki meira né minna en að stórfelld víg- væðing Nató sé í aðsigi á Norður- slóðum. Ruglið um Mannvirkjasjóðinn Þessi svo kallaði sjóður tekur ein- göngu þátt í að kosta gerð hernaðar- mannvirkja (skv. ströngustu skil- greiningu þess orðs). Hann hefur ekkert með viðhaldskostnað að gera og hann hefur reyndar aldrei staðið fyrir útboðum á framkvæmdum, hvorki hér á landi né í öðrum Nató- ríkjum. Skv. reglum sjóðsins annast viðtökulandið útboðið (hér Banda- ríkjaher). Islendingar hafa aldrei samið beint við Mannvirkjasjóð Nató. Allar þær framkvæmdir hér á landi sem Bandaríkjaher hefur fengið Nató til að taka þátt í að kosta hefur hann boðið út, greitt að öllu leyti fyrst og innheimt síðan eftir á hlut ann- arra Natóríkja gegnum þennan sjóð. Ef farið væri eftir gildandi útboðs- reglum um framkvæmdir er sam- þykkt hefur verið að greiða sameig- inlega skv. þessari mannvirkjaáætl- un Nató, þá ætti að bjóða verkið út í öllum aðildarríkjum Mannvirkja- sjóðsins. Þar með væru íslensk fyrir- tæki útilokuð frá þessum fram- kvæmdum því að ísland er ekki að- ili að sjóðnum. Samningsaðili íslenskra aðila um hernaðarframkvæmdir er því Banda- ríkjaher; hann er líka verkgreiðand- inn, ekki Mannvirkjasjóður Nató. í stað þess að Mbl. vekti athygli á því að framsóknarráðherrann þekkti ekki muninn á Nató og Bandaríkjaher þá birti blaðið sér- staka frétt um Mannvirkjasjóðinn. Þar var því fagnað að Mannvirkjasjóðurinn ætlaði að stórauka út- boð hér á næstunni því að hann hefði komist að því að nú væri hægt að komast að svo hag- kvæmum kjörum við íslensk verktakafyrir- tæki! Er til of mikils ætlast að biðja Morgunblaðið um faglegri vinnu- brögð? Halldór Ásgrímsson er ekki eini maðurinn úr utanríkisráðuneytinu sem ruglar saman Nató og Bandaríkjaher. Þar á bæ virðist mönnum fyrirmunað að læra þennan mun. Það breytir engu þótt Albert Jónsson hefði á sínum tíma _ skrifað sérstaka „kennslubók" (ísland, Atlantshafs- Vigfús Geirdal telur, að Halldór Ásgrímsson sé ekki eini maðurinn úr utanríkisráðuneytinu, sem rugli saman NATO og Bandaríkjaher. bandalagið og Keflavíkurstöðin) til að leiða þá í sannleika um þennan mun. Heræfingin Norðurvíkingur var á dögunum kynnt í íslenskum fjölmiðl- um sem heræfing Norður-Átlants- hafsbandalagsins. Heimildarmaður fyrir þessari frétt var Arnór Sigur- jónsson, hernaðarsérfræðingur varnarmálaskrifstofunnar. í fréttatilkynningu frá Banda- ríkjaher sem dreift var erlendis seg- ir hins vegar að æfingin sé á vegum herstjórnar Bandaríkjanna, eins og hún hefur reyndar alla tíð verið. Grænland og ísland Þegar ríkissjónvarpið greindi frá kjarnorkuhneyksli Bandaríkjahers og danskra stjórnvalda á Grænlandi þá kom sú eðlilega spurning upp í huga Árna Snævarrs fréttamanns hvort vera kynni að Bandaríkjaher hefði einnig brotið gegn yfirlýstu kjarnorkuvopnabanni íslendinga. Ekki kom honum þó til hugar að rifja upp fyrri umræður um þessi mál og benda m.a. á að Orion-kaf- bátaleitarvélunum á Keflavíkurvelli væri ætlað að bera kjarnorkudjúp- sprengjur. Þess í stað greindi hann frá því AÐ FRUMKVÆÐI Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs Kópavogs, hefur farið fram umræða í fjölmiðlum um gjaldtöku Vatns- veitu Reykjavíkur vegna vatnssölu til Kópavogs. Hefur formaður bæjarráðs Kópavogs látið hafa eftir sér að Kópavogur væri hart leikinn í þessum viðskiptum sínum við Reykjavík, og réttast væri að Vatnsveita Reykjavíkur lækkaði vatnsverðið til Kópavogs fremur en að hækka það. Nú er það svo, að ákvörðun um gjaldtöku vegna vatnssölu milli sveitarfélaga bygg- ist ekki á huglægu mati, heldur lögum um vatnsveitur sveitarfé- að það væri nánast útilokað að hing- að hefðu komið kjamavopn því sam- kvæmt bestu heimildum hefðu B-52 sprengiþotur aldrei lent hér á landi. Nokkrum dögum seinna skýrði Árni Snævarr frá því að William nokkur Arkin hefði haldið því fram á sínum tíma að kjarnavopn hefðu verið flutt hingað til lands um borð í kafbátum! Svona fréttamennska er ekki að- eins til skammar fyrir fjölmiðil sem rekinn er á kostnað íslenskra skatt- borgara. Veslings fréttamaðurinn dregur sjálfan sig í svaðið með svona vinnubrögðum. Fréttamat ríkisútvarpsins Svo er það hinn ríkisfjölmiðillinn. Þau sögulegu tíðindi gerðust á dög- unum að langdrægar sprengiþotur, B-52 og B-IB, lentu á Keflavíkur- velli í fyrsta skipti. Önnur þessara véla ber 24 kjarna- vopn (B-52) og hin rúmlega 60 (B-IB). Ein B-IB sprengiþota hefur nægan sprengimátt til að þurrka út heilu ríkin. Þessar vélar eru einhver helstu tákn kjarnorkuvígbúnaðar Bandaríkjanna. Það hefði mátt ætla að heimsókn þessara véla þættu tíðindi á frétta- stofu ríkisútvarpsins. Það hefði mátt búast við því að fréttamenn spyrðu hvaða skilaboð væri verið að senda með heimsókn þessara stóriðjuvera dauða og tortímingar. Það var öðru nær. Þess í stað var Steingrímur J. Sigfússon grafinn upp. Greint var frá þeim tíðindum að þingmaðurinn mótmælti því að Landhelgisgæslan tæki þátt í heræf- ingum; heimild til þess hefði aldrei verið borin undir Alþingi (skítt með sprengiþoturnar). Hvers konar fréttamat er þetta? Geir Hallgrímsson greindi frá því um miðjan síðasta áratug (m.a. í skýrslu til Alþingis) að Landhelgis- gæslunni væri ætlað hlutverk í vörn- um landsins. Ekkert fór fyrir mót- mælum þessa þingmanns þá. Mannorðsþjófnaður og fúsk Umfjöllunin um þá spurningu hvort Bandaríkin hafi brotið kjarn- orkuvopnabann íslendinga er kapít- uli út af fyrir sig og efni í aðra grein. Það hvernig fjölmiðlar hafa síend- urtekið leyft sér að rangfæra og afskræma upplýsingar bandaríska vígbúnaðarsérfræðingsins, Williams Arkins, er eitthvert grátlegasta dæmi um lágkúru og fúsk íslenskrar blaðamennsku sem sést hefur. Höfundur er fyrrverandi áhuga- maður um varnar- og vígbúnaðar- mál. Erþað sanngjarnt, spyr Alfreð Þorsteinsson, að skattgreiðendur í Reykjavík greiði niður vatnskostnað nágranna sinna? laga. Samkvæmt þeim er gert. ráð fyrir að kaupandi, í þessu tilviki Kópavogur, greiði verð í samræmi við notkun sína miðað við rekstrar- kostnað og 5% af bundnu fé. Kjamavopn, varnar- Uð og fjölmiðlafúsk Vigfús Geirdal Er Kópavogur hart leikinn af Reykjavík? Mánudagspress- an fyrr og nú ÉG FRÉTTI þegar ég kom heim úr ferða- lagi á dögunum að nokkru áður hefði blað- ið Mánudags/Helg- arpósturinn ráðist með upplognum dylgjum að vini mínum og sam- starfsmanni í rúman árutug, Árna Einars- syni framkvæmda- stjóra hjá Máli og menningu. Og það voru ekkert venjulegar sví- virðingar sem á hann voru bornar, heldur var sagt fullum fetum að hann hefði verið hrak- inn úr starfi fyrir að misnota stöðu sína, og inní það var blandað vanga- veltum um persónuleg málefni hans. Ritstjóra blaðsins er fullkunnugt um að fréttin var uppspuni frá rót- um, en samt hefur hann hvorki birt við hana leiðréttingu né beðist vel- virðingar. Nú er það að vísu sérgrein og tilgangur áðurnefnds blaðs að ausa fólk óþverraskap, og því kemur fátt á óvart úr þeirri átt. Tilefnið endurvakti hinsvegar undrun manns yfir því að ýmist ágætisfólk hefur til skamms tíma Nú er það að vísu sér- grein og tilgangur Mánudags/Helgar- póstsins að ausa fólk óþverraskap, segir Einar Kárason, og því kemur fátt á óvart úr þeirri átt. verið að reyna að telja sjálfu sér og öðru trú um það að tilvera þessa blaðs sé einhverskonar þjóðþrifa- mál; sjálf Prentsmiðjan Óddi var með í að koma því á stað, svonefnd- ir þungaviktarmenn í samfélaginu hafa lagt því til greinar, og maður hefur jafnvel heyrt góðviljaða hug- sjónamenn tala um blaðið sem mik- ilvægt mótvægi gegn veldi borgara- pressunnar. Fyrr á árinu var sýnd hér sjón- varpsmynd um rithöfundinn Krist- mann Guðmundsson. Þar var miklu púðri eytt í meintar ofsóknir komm- únista í garð Kristmanns, og þeim til sönnunar birtar glefsur úr ýmsu því sem skrifað var um rithöfundinn og verk hans. Þótt það sé útúrdúr þá vakti það athygli mína að margt af því sem þar var tínt til mundi núna bara flokkast undir venju- lega bókmenntagagn- rýni, og síst rætnari en það sem okkar tíma höfundar eiga að venj- ast. En ein tilvitnunin skar sig þó algerlega úr, og þar komum við aftur að umijöllun um blöð sem sérhæfa sig í óþverraskap, en þar var birt slúður um að sést hefði til Krist- manns að næturlagi í kirkjugarðin- um, grafandi upp lík til að svala fýsnum sínum á. Þess láðist að geta að klausan var úr skítablaði af því tagi er þá tíðkuðust og voru algerlega utan- og handanvið alla aðra umræðu í samfélaginu; blaði sem hataðist við flest sem lífsanda dró og þá ekki síst vinstrimenn af öllu tagi, og því afar villandi að vitna til þess sem raddar í fordæmingarkór kommún- ista í garð Kristmanns. En samt er vert að rifja upp tilveru þessara blaða, sem menn héldu að tilheyrðu liðnum áratugum, en virðast þó vera að eignast furðu skýra hlið- stæðu á okkar tíma. í þá daga var það algengara að blöð og allskyns ritlingar væru einkamálgögn manna, þar sem þeir viðruðu fordóma sína og jafnvel almenna geðillsku. Menn geta reynt að gera sér í hugarlund hvernig líf þeirra manna hefur verið sem áttu sér þá lífshugsjón að níða niður samferðafólk sitt; um einn mann sem reglulega gaf út hugleiðingar sínar um bæjarlífið í bæklingum prentuðum á eigin kostnað var sagt að hann hefndi þess í skrifum sínum sem hallaðist á börunum. En allt um það, í þá daga hefði svona rit heitið Mánudagsblaðið, nú heitir það Mánudagspósturinn, að öðru leyti skeikar litlu. Nema helst því að í þá daga tók enginn mark á þessum blöðum, ekkert fyrirtæki með sjálfsvirðingu hefði látið bendla sig við það, enginn heilvita maður hefði talið það nokkurs virði. Og vonandi er það sama að gerast með hliðstæðuna úr nútímanum, - mönnum er á endanum að skiljast að svona rit hafa ekkert gildi um- fram það að vera heimild um gæfu- leysið sem fellur að síðum ritstjór- anna, hvar sem þeir fara, á nóttu sem degi. Höfundur er rithöfundur. Einar Kárason Samkvæmt útreikn- ingum Vatnsveitu Reykjavikur ætti hlut- ur Kópavogs að vera rúmar 11 krónur á rúmmetra og er þá ekki tekið tillit til af- skrifta, en við það myndi verðið hækka í 15 krónur. Skoðum síðan hina harkalegu meðferð Reykvíkinga á Kópa- vogi í vatnssölumálum. Undanfarið hefur Kópavogur greitt 6 krónur fyrir rúmmetr- ann, en í samningum hefur verið fallist á að verðið hækk- aði upp í 7 krónur vegna ársins 1995 og síðan í rúmar 8 krónur frá næstu áramótum til loka ársins 1998. Þrátt fyrir þessa hækkun, sem er 33%, er Vatnsveita Reykjavíkur að selja Kópavogsbúum vatnið langt undir kostnaðarverði. Hækkun hefði a.m.k. átt að verða 80%. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort það sé sanngjarnt að skatt- greiðendur í Reykjavík séu að greiða niöur kostnað vegna vatns- notkunar nágranna sinna. Kjósi Kópavogs- bær að stofna sína eig- in vatnsveitu er það auðvitað ákvörðun sem bæjarstjórn Kópavogs tekur með tilliti til hag- kvæmni og kostnaðar. Fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur skiptir vatnssala til Kópavogs ekki sköpum. Hún var aðeins 2,6% af tekjum hennar árið 1994, þrátt fyrir að heildar- notkun Kópavogs í kerfi Vatnsveitu Reykjavíkur væri 12%. Samkvæmt framangreindu má sjá að það eru hreinar fírrur að Kópa- vogsbúar hafi verið hart leiknir í viðskiptum sínum við Reykjavík vegna kaupa á vatni. Nær væri að formaður bæjarráðs Kópavogs upp- lýsti hversu miklar tekjur Kópa- vogskaupstaður hefur af endursölu vatns frá Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi og formnður stjórnar veitustofnana í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.