Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Handtekinn
með afsagaða
haglabyssu
MAÐUR með afsagaða haglabyssu
í fórum sínum var handtekinn í mið-
borg Reykjavíkur í fyrrinótt. Fyrst
var tilkynnt um ferðir mannsins í
Hafnarfirði þar sem hann kom í hús
en hann fór síðan í bíl ásamt öðrum
manni til Reykjavíkur.
Lögreglunní í Hafnarfirði var til-
kynnt um að maðurinn væri í húsi í
Hafnarfirði og var Rannsóknarlög-
reglan þegar kölluð á vettvang sem
og víkingasveit lögreglunnar.
Við handtökuna fannst haglabyss-
an við framsæti bíls sem mennimir
voru í. Byssan var hlaðin. Annar
mannanna var eftirlýstur vegna
gruns um innbrot og þjófnaði. Einnig
fannst nokkurt magn af amfetamíni
í bílnum og hlutir sem eru taldir þýfi.
Hjá RLR fengust þær upplýsingar
að annar mannanna væri grunaður
um innbrot á Hólmavík. RLR sagði
að ekki væri um eðlilega meðferð á
skotvopni að ræða og ekki mætti
heldur skemma vopn, en haglabyssan
var eins og fyrr segir afsöguð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Samningur ríkisins og sérfræðinga
Hugsanleg fram-
tíðarskipan náist
góður árangur
TILVÍSANAKERFIÐ verður ekki
tekið upp á gildistíma nýs samn-
ings Tryggingastofnunar við sér-
fræðinga eða fram til áramóta, að
sögn Ingibjargar Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra. Ingibjörg sagði að
ef samningurinn skilaði góðum
árangri og hægt yrði að komast
að svipuðum samningi vegna fram-
tíðarskipunar yrði sú leið valin og
tilvísunarkerfið lagt til hliðar.
Ingibjörg lýsti yfír ánægju sinni
með samninjginn þegar talað var
við hana. „Eg hafði samþykkt að
næðust samingar, sem náðust,
myndum við fresta gildistöku til-
vísanakerfisins jafn lengi og samn-
ingurinn gildir eða til áramóta,
enda náum við sama árangri,
kannski betri, með samningnum
en tilvísanakerfinu.
Sparnaðinum er náð með
ákveðnu þaki og með sérstökum
ferli áður en sérfræðingarnir kom-
ast á samning hjá Tryggingastofn-
un. Nefnd innan Trygginga-
stofnunar fjallar um umsóknir sér-
fræðinga áður en þeir komast inn
í stofnunina. Af því leiðir að nýir
sérfræðingar fara ekki sjálfkrafa
á samning hjá Tryggingastofnun,"
sagði Ingibjörg og nefndi að nefnd-
in tæki væntanlega m.a. mið af
þörfinni fyrir sérfræðiaðstoð í
hverri grein.
Ingibjörg sagði að nefnd undir
forsæti Guðmundar G. Þórarins-
sonar héldi áfram vinnu sinni.
„Nefndin heldur áfram að ræða
við sérfræðinga og heilsugæslu-
lækna um framhaldið. Niðurstöður
hénnar eiga að liggja fyrir 15. sept-
ember,“ sagði Ingibjörg og tók
fram að eftir að niðurstöðurnar
lægju fyrir og reynsla væri komin
á samninginn við Tryggingastofn-
un væri hægt að taka ákvörðun
um hvemig farið yrði að í framtíð-
inni.
Reykj avíkurmaraþon
í tólfta sinn
REYKJAVÍKURMARAÞON
verður þreytt í dag í tólfta sinn.
Keppt verður í fjórum vegalengd-
um, þ.e. maraþoni, hálfmaraþoni,
10 km og 3 km skemmtiskokki.
í fyrra tóku rúmlega 3.700 manns
þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.
Hópur erlendra hlaupara hefur
boðað komu sína í hlaupið og er
á meðal þeirra efnilegur hlaupari
frá Kenýa, Jackton Odhiambo. í
gærmorgun skráðu margir sig í
maraþonið í Ráðhúsi Reykjavík-
ur.
Landastöð lokað í Garðabæ
Höfðu orð á snörum
viðbrögðum lögreglu
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lokaði
landastöð í iðnaðarhúsnæði í
Garðabæ í gær en bruggurunum,
sem voru á staðnum þegar lög-
reglu bar að, tókst að hella megn-
inu af gambranum niður.
Búið var að leggja í tvö 1.000
lítra ker en landaframleiðsla var
ekki hafin enda höfðu bruggararn-
ir aðeins haft húsnæðið á leigu í
36 klukkustundir. Þeir náðu því
ekki að koma neinu áfengi á mark-
að. Mennirnir voru tveir, 22-23 ára
gamlir.
Að sögn lögreglunnar í Hafnar-
firði fannst bruggurunum ótrúlega
skammur tími líða frá því þeir
hófu sína iðju þar til lögreglan var
komin á sporið og höfðu orð á því
við handtökuna. Tæki og áhöld
voru gerð upptæk og málið er upp-
lýst.
Þá voru innbrotsþjófar gripnir
við innbrot í bensínstöð Olís við
Hafnarfjarðarveg með kúbein í
höndunum. Bílstjóri sem átti leið
um veginn tilkynnti um innbrotið
í farsíma. Mennirnir voru ölvaðir
á bíl og fannst þýfi og fíkniefni í
bilnum.
Skráning vinnumiðlunar og útreikningur atvinnuleysisbóta
Samtenging tölvukerfa í
gagnið um næstu áramót
VONAST er til þess að samtenging tölvukerfis
fyrir útreikning atvinnuleysisbóta og vinnumiðl-
unarkerfis á vegum félagsmálaráðuneytisins og
sveitarfélaganna verði komin í gagnið um næstu
áramót, að sögn Margrétar Tómasdóttur, for-
stöðumanns Atvinnuleysistryggingasjóðs.
Hún segir að þessu muni fylgja.mikill vinnu-
sparnaður þar sem tvíverknaður varðandi skrán-
ingu upplýsinga í dag verði þá úr sögunni og
einnig muni ailt eftirlit verða auðveldara.
Dreifingu Iokið fyrir mánaðamót
Margrét sagði í samtali við Morgunblaðið að
dreifingu á bótaútreikningskerfinu til þeirra sem
annast umsýslu fyrir hverja sameinaða úthlutun-
arnefnd atvinnuleysisbóta yrði væntanlega lokið
fyrir næstu mánaðamót, en liðlega 30 aðilar fá
kerfið og er það mjög víða komið í notkun. Sam-
kvæmt reglugerð sem tók gildi 1. apríl fækkaði
atvinnuleysisnefndum á landinu úr 115 í 29, en
með reglugerðarbreytingu síðar í þeim mánuði
fjölgaði þeim í 35.
Að sögn Margrétar var í bytjun talsverð
óánægja með fækkunina, verkalýðsfélög, aðal-
lega úti á landi, streittust gegn því að sameina
atvinnuleysisnefndir. Hún sagðist þó vonast til
að af því yrði fyrr en seinna, sérstaklega í ljósi
þess að nefndirnar eiga nú að fara að halda
utan um skattkort þeirra sem fá bætur og standa
skil á skilagreinum til skattayfirvalda, en mun
þægilegra væri að gera það í tölvukerfi sem
gerði ráð fyrir slíku.
Þá sagði Margrét að einnig væru nokkur sveit-
arfélög ekki búin að taka upp vinnumiðlunarkerf-
ið, en þegar það væri komið almennt í notkun
yrði hægt að not-a milliforrit sem verið er að
prófa þessa dagana til að senda skráningar úr
vinnumiðlunarkerfinu í véltæku formi til hverrar
úthlutunarnefndar. Með því myndi tvíverknaður,
sem átt hefur sér stað hvað varðar skráningu
upplýsinga, hverfa.
„Við horfum allavega vonaraugum á að þetta
verði mikill vinnusparnaður og hagræðing og
muni síðan auðvelda allt eftirlit og annað þegar
þetta eru orðnir svona fáir aðilar sem koma að
þessu, heldur en að halda utan um framkvæmd-
ina hjá 115 aðilutn," sagði Margrét.
Ekki háður þátttöku í
stjórnmálum
►Geir Haarde, formaður Utanrík-
ismálanefndar Alþingis, ræðir um
störf nefndarinnar, viðfangefnin í
utanríkismálum og á þingi. /10
Stjórnmál eiturs og
myrkraafla
► Skálmöld ríkir í Kólumbíu og
forseti landsins er vændur um að
hafa þegið stórfé frá eiturlyfjasöl-
um. /12
Syngjandi sveitar-
stjóri
►Þegar Ingunn St. Svavarsdóttir
tók við starfi sveitarstjórar fyrir
sjö árum var útlitið ekki bjart og
atvinnumálin stefndu í kalda kol.
Nú er öldin önnur eftir að tekist
hefur að rétta úr kútnum sem sam-
stilltu átaki heimamanna. /16
Samhent íeinu og öllu
►Lífinu eru hreint ekki lokið þótt
starfslok séu framundan. Gott
dæmi um þetta eru hjónin Jón
Skaftason, fyrrum sýslumaður, og
Hólmfríður Gestsdóttir sem skelltu
sér í nám til Bandaríkjann, hann
í alþjóðastjómmál en hún! bók-
menntir. /18
IMíu síður á mínútu
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Ólaf Jo-
hnsson, skólastjóra Hraðlestrar-
skólans, sem aðstoðað hefur marg-
an stjórnandann að hafa auga með
flóðbylgju upplýsinganna með
auknum leshraða. /20
B
► 1-28
Slær túnin í eldinn
►Björn yngri Björnsson, bóndi á
Ytri-Löngumýri, ætlaði að fara að
kaupa framleiðslurétt til að vega
á móti minnkuðum kvóta í fjárbúi
sínu, þegar upp kom riða og þurfti
að skera sexhundruð fjár. Hann
þarf nú að heyja sín stóru tún til
að brenna heyjunum. /1
Fjölsnærður furðufugl
►Þó kanadíski tónlistarmaðurinn
Neil Young verði fimmtugur síðar
á árinu hefur hann sjaldan verið
afkastameiri. /7
í faðmi fjalla
►Þeir sem smitast af íjallabakter-
íunni læknast ekki svo glatt. Þegar
vorar vaknar seiðandi löngun til
að komast á fjöll. Menn verða við-
þolslausir nema þeir gegni kalli
óbyggðanna. /12
C BÍLAR___________________
► 1-4
Hraðskreiðast sport-
bfll heims
► McLaren F1 nær 375 km hraða
og er 3,5 sekúndur í 100 km hraða
./2
Reynsluakstur
►Vinnuhesturinn Opel Vectra
með dísilvél. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak ídag 36
Leiðari 24 Fólk í fréttum 38
Helgispjall 24 Bíó/dans 40
Reykjavíkurbréf 24 íþróttir 44
Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 45
Myndasögur 34 Dagbók/veður 47
Bréf til blaðsins 34 Mannlífsstr. "Bb
Brids 34 Kvikmyndir lOb
Stjörnuspá 34 Dægurtónlist 6b
Skák 34
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4-6