Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir sálfræðitryllinn Dolores Claibome sem byggir á sam- nefndri skáldsögu eftir Stephen King. Með aðalhlutverk í myndinni fara Kathy Bates, Jennifer Jason Leigh, ChristopherPlummer og David Straithairn. Sek eða saklaus? DOLORES Claiborne er vafa- laust sú manneskja sem hvað mesta athygli vekur í hinu litla samfélagi á eyjunni Little Tall Island. Hún stendur nefni- lega frammi fyrir því að verða í annað sinn sökuð um morð af yfirlögðu ráði, en margt þykir benda til þess að hún hafi ráðið af dögum vinnuveitanda sinn til rúmlega 20 ára, hina öldruðu og farlama Veru Donovan. Rannsóknarlögreglumaðurinn John Mackey fer með rannsókn málsins, en hann hafði einmitt annast rannsókn á dularfullum dauðdaga hins drykkfellda og ofbeldisfulla eiginmanns Dolores 20 árum áður. Þá var hann sann- færður um að hún væri völd að dauða eiginmannsins en tókst ekki að færa sönnur á það. í þetta skiptið ætlar hann sér hins vegar að komast að hinu sanna um Dolores í eitt skipti fyrir öll. Dóttir hennar, sem er blaða- maður í New York og nýtur mikillar velgengni, kemur til eyjarinnar eftir langa fjar- veru til að aðstoða móður sína þegar hún er grun- uð um morð í annað sinn, en svo fer að sjálf verður hún skyndilega og á óvæginn hátt að horfast í augu við eigin fortíð. Það er Kathy Bates sem fer með hlutverk Dolores Claiborne, en Jennifer Jason Leigh leikur dóttur hennar Selenu. Hún heit- ir réttu nafni Jennifer Morrow og er dóttir leikarans Vic Morrow, sem lést í þyrluslysi við gerð myndarinnar Twilight Zone-The Movie árið 1982. Jennifer er fædd í Los Angeles 1958 og hætti hún framhalds- skólanámi til þess að læra leik- list hjá Lee Strasberg Institute og reyna fyrir sér sem sjón- varps- og kvikmyndaleikkona, en fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í myndinni Eyes of a Stranger 1981. Hún þykir ákaflega fjölhæf og hefur farið með hin ólíklegustu aðalhlut- verk, en sérstaklega hefur henni þótt LÖGREGLUMAÐURINN John Mackey (Christopher Plummer) ætlar sér að komast að hinu sanna um Dolores Claiborne (Kat- hy Bates) í eitt skipti fyrir öll. DAVID Strathairn leikur hinn inmann Dolores. Dularfullur Dolores er í annað JENNIFER Jason Leigh leikur dótturina sem verður skyndilega að horfast I augu við grimmilega atburði úr fortíðinni þegar móðir . hennar er grunuð um morð. '-íSíS drykkfellda og ofbeldisfulla eig- dauðdagi hans rifjast upp þegar sinn grunuð um morð. takast vel upp að túlka utangarðs- konur af ýmsu tagi og hefur hún unnið til marg- víslegra verð- launa. Meðal mynda sem hún hefur leikið í eru Under Cover, Sister Sister, Last Exit to Brooklyn, Miami Blues, Crooked Hearts, Single White Female, Short Cuts, The Hudsucker * A kunnuglegum slóðum MEÐ túlkun sinni á Dolores Claiborne bætir hin 47 ára gamla Kathy Bates enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn, en í myndinni kemur hún af miklu öryggi og ástríðu til skila hinni dularfullu persónu sem býr yfir margvíslegum leyndar- málum. Segja má að Kathy Bates sé þarna á kunnuglegum slóðum því hún túlkaði ekki ósvipaða persónu í myndinni Misery, sem einnig var gerð eftir sögu eftir Stephen King, en fyrir það hlutverk hlaut hún óskarsveðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. Kathy Bates er fædd 28. júní 1948 í Memphis, Tennessee, dóttir verkfræðings í málm- steypusmiðju og heimavinnandi húsmóður. Hún fluttist að loknu háskólanámi snemma á áttunda áratugnum til New York til að leggja stund á leik- listarnám, en jafnframtþví gegndi hún ýmsum störfum og var meðal annars syngjandi gengilbeina. Fyrsta kvik- myndahlutverk hennar var í mynd Milosar Forman, Taking Off, sem gerð var árið 1971, og fyrsta hlutvek hennar á leik- sviði off-Broadway var árið 1976. Hún vakti síðan fyrst verulega athygli sem sviðsleik- kona árið 1983 þegar hún var tilnefnd til Tony verðlauna og ári síðar vann hún til verðlauna fyrir hlutverk sitt í leikritinu Frankie and Johnny in the Cla- ir de Lune. Samhliða leikhússtarfinu fór Kathy með aukahlutverk í ýms- um kvikmyndum, t.d. Men Don’t Leave, Dick Tracy og White Palace, eða allt þar til leiksljórinn Rob Reiner valdi hana í aðalhlutverkið í Misery sem gerð var 1990. Glæsileg frammistaða hennar varð til þess að henni bauðst hvert hlut- verkið á fætur öðru og síðan hefur hún leikið í myndunum At Play in the Fields of the Lord, Fried Green Tomatoes, en fyrir það var hún tilnenfd til Golden Globe verðlauna, Shadows and Fog, Prelude to a Kiss, Used People, Home of Our Own, Curse of the Starving Class og North. Þessa dagana fer Kathy með aðalhlutverk í myndinni Diabolique, en í henni leikur hún á móti Sharon Stone og Isabelle Adjani., Proxy og Mrs Parker and the Vicious Circle, en fyrir það hlut- verk útnefndu samtök kvik- myndagagnrýnenda í Bandaríkj- unum hana bestu leikkonu ársins 1994. David Strathairn leikur Joe St. George, eiginmann Dolores og föður Selenu. Hann vakti fyrst verulega athygli þegar hann lék bróður Tom Cruise í The Firm, og leiddi það til þess að hann fékk hlutverk á móti Meryl Streep í The River Wild og Jessicu Lange í Losing Isa- iah. Áður hafði hann leikið í sex myndum leikstjórans John Say- les, m.a. Passion Fish, City of Hope og Eight Men Out. Meðal annarra mynda sem hann hefur leikið í eru Lost in Yonkers, Sneakers, Bob Roberts, A Le- ague of Their Own, Memphis Belle og Silkwood. Það ætti að vera óþarfi að kynna hinn kanadíska Christop- her Plummer sem leikur rann- sóknarlögreglumanninn John Mackey. Hann á nú að baki ríf- lega 50 kvikmyndir, en hann hlaut fyrst alþjóðlega frægð fyr- ir hlutverk sitt í The Sound of Music 1965. Hann var hins veg- ar aðeins rétt liðlega tvítugur þegar hann var kallaður Sha- kespeareleikari í fremstu röð í grein í The New York Times, en hann hefur leikið á sviði beggja vegna Atlantshafsins allt til þessa dags og hlotið margvís- leg verðlaun og viðurkenningar fyrir. Leikstjóri Dolores Claiborne er Taylor Hackford, en hann er fæddur 3. desember 1944 í Santa Barbara í Kaliforníu. Eft- ir að hafa lokið háskólaprófi í alþjóðasamskiptum gerðist hann sjálfboðaliði í Friðarsveitunum (Peace Corps) í Bólivíu, en þar dvaldist hann í tvö ár. Þegar hann kom svo heim á nýjan leik hóf hann að starfa hjá sjónvarps- stöð í Los Angeles þar sem hann starfaði meðal annars á frétta- stofu, en hann vann til tveggja Emmy-verðlauna fyrir frétta- verkefni sem hann vann að. Hackford sneri sér síðan að kvikmyndagerð og árið 1979 hlaut hann óskarsverðlaun fyrir fyrstu leiknu myndina sem hann leikstýrði, en það var stuttmynd- in Teenage Father. Strax ári seinna leikstýrði hann svo fyrstu myndinni í fullri lengd, The Idolmaker, og sannaði sig þar með sem leikstjóra. Þetta stað- festi hann svo rækilega með næstu mynd sinni An Offieier and a Gentleman (1982) með Richard Gere og Debra Winger í aðalhlutverkum, en myndin sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fimm óskarsverðlauna og hlaut Lois Gossett jr. verðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki og einnig hlaut myndin verð- launin fyrir besta lagið. Hackford sneri sér síðan í rík- ara mæli að framleiðslu kvik- mynda og stofnaði hann fyrir- tækið New Visions m.a. í þeim tilgangi að koma verkum ann- arra á framfæri, en hann var oft á tíðum bæði í sporum leik- stjóra og framleiðanda. Meðal mynda sem hann stóð að voru Against AIl Odds (1984), White Nights (1985) og La Bamba (1987). Arið 1993 ákvað Hack- ford svo að tími væri kominn til að snúa sér einvörðungu að leik- stjórn og sagði hann skilið við New Visions, en það ár leik- stýrði hann stórmyndinni Blood In Blood Out (Bound By Honor).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.