Morgunblaðið - 20.08.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.08.1995, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t HELGI VALDIMARSSON, - / Skólavegi 2, Keflavík, lést þann 5. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Esther Valdimarsdóttir. t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BETTY ARINBJARNAR, Álftamýri 32, Reykjavik, verður jarðsungin mánudagínn 21. ágúst í Fossvogskirkju kl. 13.30. Reynir Arinbjarnar, Sofffa Arinbjarnar, Kristján Stefánsson, Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Afiagranda 40, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 18. ágúst sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Kjartansson, Eyrún Gunnarsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Nína Sigurðardóttir, Inga Sigurðardóttir. t Minningarathöfn um eiginmann minn, BJÖRN I. GUNNLAUGSSON skipstjóra, sem andaðist 17. október 1994 í Ft. Lauderdale, Florida, Bandaríkjunum, verður haldin miðvikudaginn 23. ágúst í Dómkirkjunni kl. 15.00. Ása M. Gunnlaugsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ODDSDÓTTIR, Stigahlfð 64, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Birgir Rafn Gunnarsson, Auður H. Finnbogadóttir, Guðrún K. G. Gunnarsdóttir, Erlendur Erlendsson, Sigurður Gunnarsson, Elfn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÓMAR VÍÐIR JÓNSSON + Ómar Víðir Jónsson bifvéla- virki fæddist í Hagavík í Grafningi 10. júlí 1944. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 10. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Jón Anton Ingibergsson jámsmiður, f. 5. nóv. 1913 í Reykja- vík, d. 26. apríl 1991, og Þómnn Þorvarðardóttir, f. 25. apríl 1910 á Þiljuvöllum á Beru- fjarðarströnd. Hann var yngst- ur fjögurra systkina. Hin em: Unnar, f. 1938, kvæntur Auð- björgu Jónsdóttur, Kristín, f. 1939, gift Ulrich Schmidhaus- er, og Aslaug, f. 1941, gift Ósk- ari Ingimarssyni. ÞAÐ er síminn til mín - símtal frá íslandi. Ég var nýbúin að tala heim, svo að ég fann strax á mér að eitt- hvað hefði komið fyrir. Þetta var Unnar bróðir minn að tilkynna iát Omars, bróður okkar. Ómar hafði átt við vanheilsu að stríða um árabil, en engum datt í hug að kallið kæmi svo óvænt. Ömar var fæddur í Hagavík í Grafningi við Þmgvallavatn, í fal- legri baðstofu á íslenskum sveitabæ. Þessi bær er nú löngu horfinn, en þaðan á ég mínar fegurstu bernsku- minningar. Mér finnst ég muna eða skynja aðfaranótt 10. júlí 1944. Sú nótt var ekki eins og aðrar, því að um morguninn hafði lítill bróðir bæst í systkinahópinn. Þarna undum við okkur vel við leik og störf. Ómar tók ekki þátt í leikjum okkar, en honum þótti afar vænt um fæð- ingarstað sinn. Þetta voru kreppuár. Við fluttum úr sveitinni á mölina, og þegar Ómar var sex ára settust foreldrar okkar að í Kópavogi, gerðust þar frumbyggjar. Það kom í minn hlut að gæta Omars það sumar og vera ráðskona meðan móðir okkar vann úti til að afla heimilinu aukatekna. Ómar var fallegur drengur, blíður og þægur. Það var auðvelt að kom- ast af við hann. Að loknu skyldunámi lærði Ómar bifvélavirkjun hjá Strætisvögnum Kópavogs og vann öll hin síðari ár við bifreiðaskoðun. Ég man vel þegar Ómar kom heim með unnustu sína. Þau voru fallegt par og bæði kornung þegar þau gengu í hjónaband og fóru að takast á við lífíð. Þau byrjuðu bú- skap sinn á loftinu hjá foreldrum okkar, en fluttu síðar í eigin íbúð. Skömmu eftir að þau Ómar slitu samvistir greindist hann með krabbamein. Hann gekkst undir aðgerð og náði fullum bata, en þetta var honum mikil lífsreynsla. Fyrri kona Ómars var Guðrún Hjördís Ólafsdóttir. Þau áttu tvo syni: 1) Ivar Örn, f. 9. febr. 1964, sambýliskona hans er Aldís Guðlaugs- dóttir. SynirJjeirra eru Anton Örn, f. 1990, og Hlynur yiðar, f. 1995. 2) Ólaf Hjört, f. 20. júlí 1971, sambýlis- kona Katrín Björns- dóttir. Seinni kona Ómars var Ragna Valgerður Eggerts- dóttir. Dóttir þeirra er Fjóla Ýr, f. 5.júní 1980. Útför Ómars fer fram frá Ás- kirkju mánudaginn 21. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ómar minntist með hlýhug ferða- laga sem hann fór með seinni konu sinni og góðra stunda sem þau áttu með okkur á erlendri grund. Draum- ur hans var að fara aftur í Evrópu- ferð, og í eldhúsumræðum við frænku sína nú í sumar bollalögðu þau slíka ferð. Hún verður þó ekki farin, hann hefur lagt upp í aðra lengri. Samband Ómars við móður sína var alla tíð mjög náið, og ekki síst eftir að þau voru bæði orðin ein. Það leið varla sá dagur að hann liti ekki inn til hennar. Um helgar brugðu þau sér oft á myndlistarsýn- ingar eða fóru í ökuferð og komu þá við hjá ættingjum og vinum. Júlímánuð var móðir okkar í sum- arfríi hjá okkur hér í Sviss. Við nutum þess að spóka okkur, þrátt fyrir mikinn hita. Ég fann þó oft að hugur hennar var hjá Ómari og þótti henni helst til langt á milli þeirra. Það urðu því fagnaðarfundir þegar hann tók á móti henni í Kefla- vík 4. ágúst sl. Ómar var greiðvikinn, tryggur og dagfarsgóður, en dulur. Hann átti sínar erfiðu stundir sem við fengum ekki að deila með honum. Fyrir um tveimur árum var ég svo lánsöm að fara í ferð austur á land með Ómari, ásamt Fjólu dóttur hans og móður okkar. I þessari ferð sá ég hve fallegt og náið samband var á milli þeirra feðgina. Þau máttu varla hvoti af öðru sjá, hver stund var þeim sem heilög, hvert augna- blik dýrmætt. Elsku Fjóla, Ólafur og ívar, ég bið ykkur og fjölskyldum ykkar guðs blessunar á þessari stundu og að allar góðar minningar um föður ykkar megi styrkja ykkur og hjálpa til að komast yfir sorg ykkar. Aldr- aðri móður okkar, sem nú sér á eftir yngsta barni sínu, og öllum öðrum ættingjum og vinum sendi MARÍA MA GNÚSDÓTTIR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞORVÁLDUR KJARTANSSON hárskeri, Akraseli 26, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnst hans, er bent á Minningarsjóð Ásgeirs H. Einarssonar, í umsjón Guðmundar Heiðars Guðmundssonar, í síma 557-3507. Hulda S. Long, Sigurbjörg Eyrún Þorvaldsdóttir, Kjartan Þór Þorvaldsson, Hildur Ása Sævarsdóttir. + María Magnús- dóttir fæddist í Bitru í Kræklinga- hlíð hinn 4. desem- ber 1896. Hún lést á Kristnesspítala 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Krisljánsdóttir frá Hólsgerði í Saur- bæjarhreppi og Magnús Tryggva- son frá Vöglum í Hrafnagilshreppi. Varð þeim níu barna auðið sem nú eru öll látin. María giftist Karli Krisljáns- syni frá Litla-Hvammi í Hrafnagilshreppi hinn 10. nóvember 1928. Eignuðust þau tvö börn, Svönu sem búsett er á Akureyri, og Magnús Sigurð sem lést 12. febr- úar 1987. Jarðarförin hef- ur farið fram. ELSKU amma mín er látin eftir langa ævi- daga. Var hvíldin henni kærkomin eftir margra ára lasleika og síðustu árin var hún bundin við hjólastól. Nú er hún komin á fund feðra sinna og nú eru þau afi sam- ég og fjölskylda mín einlægar sam- úðarkveðjur. Kristin Schmidhauser Jónsdóttir. Fólk bregst misjafnlega við frétt- um af láti vinar eða vandamanns. Til þess geta legið ýmsar ástæður. Óvænt dauðsfall í fjölskyldunni hlýt- ur þó alltaf að snerta mann djúpt. Og mér varð undarlega innanbrjósts þegar mér var sagt að Ómar, mág- ur minn, væri látinn. Hann hafði aðeins nokkrum dögum áður sótt aldraða móður sína suður á Kefla- víkurflugvöll, en hún var að koma úr heimsókn til dóttur sinnar í Sviss. Mér finnst táknrænt að þetta skyldi verða eitt af síðustu verkum hans, því sterk tengsl höfðu verið milli þeirra mæðgina eftir að faðir Óm- ars lést fyrir fjórum árum. Þess vegna verður mér sérstaklega hugs- að til tengdamóður minnar á þess- ari stundu. Hún hefur misst mikið. Tæpur aldarfjórðungur er liðinn frá því ég kynntist Ómari þegar ég giftist yngri systur hans. Þau kynni urðu því betri því lengra sem leið. Hann hafði ýmsa þá kosti til að bera sem ég kunni vel að meta, ekki síst andúð á hvers konar hræsni og yfírdrepsskap. Hann hafði erft góða eiginleika frá báðum foreldr- um; verkkunnáttu föður síns og hlýju móður sinnar. Flestir sem komast til fullorðins- ára verða fyrir meira eða minna mótlæti á lífsleiðinni, og Ómar fór ekki varhluta af því. En hann var vinur vina sinna og lét sér annt um börn sín. Einnig var gott að leita til hans ef gera þurfti við bilað öku- tæki eða nýta hjálp hans á annan hátt. Hann var léttur og skemmti- legur í fjölskylduboðum og ófeiminn við að segja skoðun sína á mönnum og málefnum. Enda þótt orð verði næsta fátæk- leg þegar úrskurður almættisins er annars vegar, langar mig að þakka Ómari samfylgdina og biðja honum blessunar í nýjum heimkynnum. Óskar Ingimarsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast vinnufélaga okkar Ómars V. Jónssonar sem varð bráðkvaddur langt um aldur fram. í hugum okk- ar munum við minnast Ómars sem trausts og góðs vinnufélaga. Hann bjó yfir mikilli reynslu sem fagmað- ur enda var mikið leitað eftir ráðum hans og var það ávallt velkomið. Hann var þægilegur í umgengni, hægur, en þó ávallt stutt í kímnina. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, þótt oft hafi verið ásfæða til. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Ómari og notið þeirrar reynslu og þekkingar sem hann hafði yfir að búa. Ættingjum hans og vinum viljum við votta okkar innilegustu samúð. I dag er hlíðin hélugrá og rauð því haustið kom I nótt, ég sá það koma vestan vatn í gegnum svefninn. Vatnið er hemað þar sem slóð þess lá. (Snorri Hjartarson) Vinnufélagar hjá Bifreiða- skoðun íslands hf. an á ný og margir sem voru henni svo kærir. Ég vil þakka ömmu fyrir öll árin sem ég bjó hjá henni og allt sem hún gerði fyrir mig. Amma var hreinskilin og sagði alltaf meiningu sína, góða skapið, þolin- mæðina og góðvildina gerði hún að leiðarljósi í öllu lífi sínu. Elsku amma, far þú í friði, frið- ur guðs þig blessi. Þakka þér allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Mig langar að koma þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks á Kristnesspítala fyrir góða umönn- un. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég mun næðis njóta. (Davíðssálmur) Þín nafna, María G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.