Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 48
varða w^mmmm víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGVNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * > Formaður úthafsveiðinefndar LIU segir mikla eftirspurn eftir túnfiski Liggur beint við að kanna möguleika á túnfiskveiðum JÓHANN A. Jónsson, formaður úthafsveiði- nefndar Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir liggja beint við að kanna möguleika á tún- fiskveiðum, en eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær urðu skipverjar á Barða NK varir við vaðandi túnfisk djúpt út af Reykjanesi í sum- ar. „Það liggur alveg á borðinu að við eigum bæði skip og mannskap væntanlega hæf í þetta og við eigum allt að vinna í málinu eins og allri viðbót sem við getum bætt við,“ sagði Jóhann. „Við höfum auðvitað enga þekkingu á þessum hlutum, en þetta er kannski fyrsta vísbendingin um það að menn hafi séð eitthvað á þessu svæði. Þetta japanska skip sem á að vera hér ein- hvers staðar suður af okkur óskaði eftir að komast hér inn í landhelgina til að prófa, og það er kannski það fyrsta sem við urðum varir við að það gæti verið einhver túnfiskur hér. Þetta gæti auðvitað verið stórmál ef eitthvað svona væri á ferðinni og það er þá spurning hvernig við öflum okkur þekkingar á því,“ sagði Jóhann. Getum lært af öðrum Mikil eftirspurn er eftir túnfiski í Japan og fást þar tæplega 2.000 krónur fyrir kílóið. Jó- hann sagði að helst væri talið að Japanir not- uðu svera línu við veiðarnar, en rannsaka þyrfti nánar hvernig þeir stæðu að þeim og æskilegt hefði verið að fá að fylgjast með japanska skip- inu við veiðar. Þá sagði hann að mikið hefði verið talað um smokkfisk á þessu svæði, hann væri fluttur inn hér í talsverðum mæli til að nota í beitu. „Við reynum að fylgjast með öllu sem kemur upp hvað þetta varðar og meta síðan hvað hægt er að gera. Við gerum hins vegar mjög lítið á meðan við höfum ekki einu sinni neina veiðar- færaþekkingu. Þótt við íslendingar teljum okkur framarlega í veiðum almennt þá getum við samt lært af öðrum eins og í þessu dæmi,“ sagði hann. Osta- o g smjörsalan meðal fyrirtækja sem fá tollkvóta á neysluostum Flytur inn tvær gerðir geitaosta AF þeim 19 tonna tollkvóta á ostum sem landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað eru 8,9 tonn ostategundir sem ekki hafa verið til sölu í versl- unum hér á landi. Meðal annars hyggst Osta- og smjörsalan flytja inn tvær tegundir geitaosta, að sögn Ólafs Friðrikssonar, ritara ráðgjafanefndar um inn- og útflutn- ing landbúnaðarvara. Meðal þeirra sem fengu úthlutað tollkvótum fyrir neysluosta eru Osta- og smjörsalan, sem bæði fékk úthlutað tollkvótum fyrir neysluosta og ostaefni til iðnaðar, Ostahúsið í Hafnarfirði og Kísill hf. Meðal þeirra neysluosta sem Osta- og smjörsalan hyggst flytja Mnn eru, að sögn Ólafs, tvær teg- undir geitaosta. Kísill hf. flytur inn ost af gerðinni Provolone, og Osta- húsið hyggst fljdja inn frá Sviss svokallaða reykosta, Raklett, sem er bræðsluostur, og Emmenteller og ítalskan Propolone, sem bæði er hægt að nota á brauð og í pítsu- og pastarétti. Þórarinn Þórhallsson, einn eig- enda Ostahússins, sem fékk úthlut- að 1,6 tonna tollkvóta, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sótt hefði verið um áðurnefndar ostategundir til að geta staðið jafnfætis ostabúð- um og ostakaupmönnum erlendis. Hann sagði að ætlunin væri hins vegar ekki að flytja inn ostateg- undir í beinni samkeppni við ís- lenska framleiðslu. „Þetta er hugsað sem skemmti- leg viðbót inn í versiunina. Þó að íslenskir ostar séu mjög fjölbreytt- ir þá sjá menn hvað er til erlendis í búðum, og maður er að myndast við að fólk geti fengið þessa heims- þekktu osta hér í stað þess að þurfa að bera þetta með sér þegar það kemur heim frá útlandinu. Það væri mjög óeðlilegt ef við reyndum ekki að berjast eitthvað í þessu, ekki síst vegna þess að við byggj- um alfarið okkar afkomu á þessu,“ sagði hann. 300 kíló til reynslu Frank Cassata, eigandi Kísils hf., sem fékk úthlutað 2,6 tonna tollkvóta, sagði að þar væri um að ræða þrjár ostategundir. Tvær þeirra, Pecoronio og Parmesan, væru fyrst og fremst ætlaðar fyrir veitingahús til matvælafram- leiðslu, en einnig væri um að ræða um 300 kíló af neysluosti af gerð- inni Provolone, sem hann hygðist flytja inn til reynslu. Tegundir flokkaðar mjög stíft Þeir neysluostar sem tollkvótum hefur verið úthlutað fyrir eru ein- göngu af tegundum sem ekki eru framleiddar hér á landi, en að sögn Ólafs Friðrikssonar hefur ráð- gjafanefndin um inn- og útflutning landbúnaðarvara flokkað tegund- irnar mjög stíft vegna þess fjölda umsókna sem barst um tollkvóta. T.d. hefði Hagkaup sótt um að flytja inn svokailaðan Bláan kast- ala, en því verið hafnað þar sem Hvítur kastali væri framleiddur hér á landi, og því verið miðað við yfir- flokkinn. Þá hefðu umsóknir verið lagðar til hliðar ef ekki hefðu ver- ið til staðar nægilegar upplýsingar um tegundirnar sem sótt var um innflutning á, og þannig ekki ljóst hvort um nýja ostategund væri að ræða eða ekki. Morgunblaðið/RAX Kýrá krossgötum ÞESSI fríði flokkur mjólkurkúa í Biskupstungunum virðist í ein- hverjum vafa um það hvert beri að halda, enda liggja vegir til allra átta. Líklegast er þó að kusurnar hafi ekki haldið langt út í heim, heldur verið sóttar til kvöldmjaltanna og rölt sína venjulegu götu heim að fjósi. Ámi Sæberg. Kveðju- stund við Ingólfsgarð VARÐSKIPIÐ Óðinn hélt í gærmorgun í um tveggja mánaða leiðangur í Smug- una. Þar eru nú 37 íslensk skip að veiðum og hátt í eitt þúsund sjómenn, sem varð- skipið mun aðstoða á þessu tímabili. Aðstandendur skip- veija á Óðni og fjölmargir aðrir kvöddu þá við Ingólfs- garð í gær og óskuðu þeim góðrar ferðar. Á myndinni kveðjast Einar Valsson yfir- stýrimaður og Magdalena Ólafsdóttir eiginkona hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.