Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. MEG RYAN KEVIN KLINE JACK & SARAH Perez fjölskyldan CHRIS FARLEY DAVID SPADE Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.10. muRiei Væntanlegar myndir í bíóið næstu vikur: CONGO, CASPER, INNOCENT LIES, WATERWORLD OG CARRINGTON. 3ja mánaða tilboð í líkamsraekt á aðeins 8.990,- Tilboðið gildir til 31. ágúst. Skráning er hafin á 8 vikna fitubrennslunámskeið, í síma 565 221 2 LJKAMSRÆKT OG LJOS BÆJARHRAUNI 4 / VIÐ KEFLAVlKURVEGINN/SÍMI 565 2212 -kjarni málsins! 3tt»r$snit»I«bib >5r MARGAR vínylplötur Bítlanna eru oröar verömætar. Gamlar plötur kunna að vera mikils virði SÁ SEM ætlar að henda gömlu vínyl- plötunurn sínum til að rýma fyrir geisladiskum og segulböndum ætti að hugsa sig tvisvar um. Hann gæti, ef hann er heppinn, verið moldríkur. Tæplega tvær milljónir fengust fyrir sex gamlar Bítlaplötur, sem fyrirtækið VeeJay gaf út í Bandaríkj- unum áður en Bítlarnir slógu í gegn og þeir gerðu samning við Capitol Records. Sjaldgæf plata með rúmenska fiðluléikaran- um George Enesco frá 1951 seldist í búð í New York fyrir eina og hálfa milljón króna. Plata Dylans frá sjö- unda áratugnum, „Fre- ewheelin’ Bob Dylan“ sem innihélt Ijögur lög sem seinna voru tekin af henni, seldist á 630 þúsund krónur. Að auki borga safn- arar reglulega stórar fjárhæðir fyrir sjald- gæfar og illfáanlegar plötur frægra lista- manna svo sem Elvisar Presleys. Það er aldurinn, torgætið og sú staðreynd að tónlistin er aðeins til á vínyl,“ segir Brian Dornbach, for- stjóri vínilplötubúðar í Princeton, New Jersey. „Mörgum finnst hljómur geisladiska ekki eins mjúkur og vina- legur og vínilplatna,“ segir hann einnig. Þar af íeiðandi borga plötu- safnarar oft 1.200 krónum meira fyrir upprunalegar útgáfur gamalla vínylplatna en endurútgáfu á geisla- diski. „Upprunalegar útgáfur eru mjög mikilvægar," segir Albert ten Brink eigandi A Classical Record, búðar þeirrar sem seldi fyrrnefnda plötu Enescos. „Umbúðirnar þurfa að vera upprunalegar, „glænýjar“ og einnig píöturnar sjálfar. Hljómurinn verður að vera hreinn, engar rispur eða smellir. Sá sem eyðir þvílíkri fjárhæð í plötu hefur rétt á að krefjast þess,“ segir hann. En áður en mann fer að dreyma um svimandi hátt verð fyrir plötu í eigu manns verður maður að athuga hvort eftirspurnin er fyrir hendi. „Þetta er einfaldlega spurning um framboð og eftirspum,“ segir David Norbaeck, meðeigandi verslunar í New York sem sérhæfir sig í diskum þeim sem komu á undan vínil- plötunum. „Sumar sjaldgæfar plötur selj- ast á slikk, svo sem plötur með vinsælum lögum fyrri heimstyrj- aldar.“ Jafnvel elsta eintak hljóðritunar El- visar Presleys á vínyl var nýlega tekið af upp- boði þegar byrjunartil- boð náði ekki 630.000 krónum. Þegar maður leitar í plötusafninu sínu að verðmætri plötu á mað- ur að gæta að því að um fyrstu út- gáfu sé að ræða. Venjulega kemur það þó ekki fram á umslaginu, en stíllinn á hönnuninni ætti að gefa nokkra vísbendingu þar að lútandi. Á umslagi upphaflegrar útgáfu piötunnar „Yesterday and Today“ með Bítlunum voru þeir í slátrara- búningum með dúkkur í fanginu. Umslagið olli mikilli hneykslan og það var tekið úr sölu mjög fljótlega. Nú fást yfir 20.000 krónur fyrir hvert slíkt eintak. Geisladiskar hafa ekki náð þeim aldri að vera eftirsóttir og uppboðs- hæfir. Þó fæst tífalt upphaflegt verð fyrir geisladisk með rapparanum Ice-T sem inniheldur lagið umdeilda „Cop Killer" sem seinna var tekið af disknum. SJALDGÆF út- gáfa af plötunni „Freewheelin’ Bob Dylan“ er 630.000 króna virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.