Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukin eft- irspurn eftir vinnuafli Kaupskrárnefnd hefur m.a. úr- skurðað um laun rafiðnaðarmanna hjá varnarliðinu, en starfsmanna- haldið á Keflavíkurflugvelli neitaði að fara eftir nýjasta úrskurði nefndarinnar sem þótti starfs- mönnum heldur í hag. Taldi starfs- mannahaldið að um vanhæfí nefndarinnar væri að ræða þar sem tveir þriggja nefndarmanna væru fyrrverandi forystumenn hagsmunasamtaka rafiðnaðar- manna. Þessari niðurstöðu undi Rafiðnaðarsambandið ekki og hef- ur það lýst því yfir að kæra verði lögð fram á hendur utanríkisráð- herra vegna málsins, en málefni vamarliðsins og Kaupskrárnefnd heyra undir hann. Lagaleg staða óljós Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Varnar- málaskrifstofa utanríkisráðu- Silfurtún stefnir á markaði í Asíu Opnar söluskrif- stofu í Kóreu EFTIRSPURN eftir starfs- fólki á vinnumarkaði hefur verið vaxandi undanfarið, að sögn Benjamíns A. Árnason- ar hjá ráðningarstofunni Ábendi hf. Hann segir að bæði sé um árstíðabundna eftirspurn að ræða, en einnig hafi framboð á vinnu aukist miðað við í fyrra og hjá Ábendi væri t.d. um 40% aukningu að ræða miðað við árið í heild. „Annasamasti tíminn er yfirleitt á haustin og byrjar þetta um miðjan ágúst og stendur fram í lok september. Sumarið, sem er alla jafna tiltölulega rólegt í framtíðar- störfum, hefur þó verið mun líflegra hjá okkur heldur en í fyrra og hittifyrra. Það er t.d. nokkuð af störf- um úti á landi, sem ekki hef- ur verið hægt að manna. Maður á því kannski svolítið erfítt með að sætta sig við það þegar ráðherra kemur fram og lýsir yfir einhveiju 3-4% atvinnuleysi," sagði Benjamín. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli ósátt víð niðurstöðu Kaupskrárnefndar Oskað eftir áliti um vanhæfi V ARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins hefur ósk- að eftir áliti embættis ríkislög- manns vegna ásakana starfs- mannahalds varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um meint van- hæfi Kaupskrárnefndar, en nefndin úrskurðar um launakjör íslenskra starfsmanna varnarliðs- ins og tekur hún mið af viðmiðun- arhópum á almennum vinnumark- aði. neytisins í framhaldi af þessii óskað eftir umsögn embættis rík- islögmanns m.a. um hæfi nefnd- arinnar, lagalegar hliðar málsins og skilgreiningu á kaupskrár- nefnd, en lagaleg staða hennai þykir óljós. Munu aðilar málsins hafa samþykkt að bíða með aó grípa til hugsanlegra aðgerða þai til niðurstaða embættis ríkislög- manns liggur fyrir. Handtekinn fyrir að ógna manni með hnífi Selfossi. Morgunblaðið. MAÐUR var handtekinn á Selfossi í gær fyrir að hóta öðrum manni með hnífi. Sá sem fyrir hótuninni varð hafði auga með húsi nágranna síns sem er á ferðalagi og varð var við mann reyna að kom- ast inn um útidyrnar. Hann fór til hans og spurði hvaða erindi hann ætti í húsið. Þá dró ofbeldismaðurinn upp hníf og skipaði honum að hypja sig í burtu hvað hann gerði. Hótuninni fylgdi of- beldismaðurinn eftir með því að veifa hnífnum við bílrúð- una og hóta að skera á dekk bílsins. Lögreglunni var gert við- vart og handtók hún manninn skömmu síðar í hverfínu og stakk honum í fangageymslu. Maðurinn, sem hafði aðsetur á gististað á Selfossi, er kunnur fyrir að hverfa á brott af þeim án þess að borga og þekktur hjá lögreglunni fyrir afbrot sín. ir króna og stefni í um 400 milljón- ir á þessu ári. Áætlanir fyrirtækis- ins geri hins vegar ráð fyrir því að sú tala geti allt að tvöfaldast á næsta ári ef vel tekst til. - Hann segir íjarlægðina á þenn- an markað ekki standa þessum útflutningi fyrir þrifum. „Þetta eru tiltölulega dýrar einingar sem við erum að flytja út og því er flutn- ingskostnaðurinn lágt hlutfall. Stærsti gallinn er hins vegar lang- ur afgreiðslutími, en það tekur okkur u.þ.b. 6-8 vikur að koma nýrri vél til kaupanda. Hins vegar vonumst við til að stytta allan þjónustutíma til muna með því að starfrækja þessa skrifstofu þarna úti.“ Þrír starfsmenn munu starfa á skrifstofunni. Rúnar Már Sverris- son mun stýra henni og hefur einn kóreanskur starfskraftur verið ráðinn honum til aðstoðar. Þá mun Vigdís Bóasson stýra markaðs- setningu í Kína þaðan. Auk söluskrifstofunnar í Kóreu hefur Silfurtún' gert samning við aðila í Bandaríkjunum og mun hann sjá um kynningu og sölu á vélum fyrirtækisins á markaðs- svæði NÁFTA ríkjanna. Nú þegar hefur ein vél verið seld út og verð- ur hún notuð til framleiðslu en einnig sem sýningarvél þar ytra. ■ Lána með hugvit/B4 Túnfiskveið- ar 600 mílur suður af ís- landi JAPANSKI túnfisktogarinn Shin- ei Maru Nr. 85 kom til hafnar í Reykjavík í gær. Skipið kom til landsins til að taka olíu og vistir. Að sögn Tetsuo Kubo skip- stjóra voru þeir að veiðum um 600 mílur suður af landinu en vanalega séu þeir að túnfiskveið- um suður af Nýfundnalandi og í Miðjarðarhafinu. Þeir væru hins- vegar að reyna fyrir sér norðar núna. Hann vildi ekki segja hvort mikill túnfiskur væri á þessum slóðum, né heldur hve mikið af túnfiski þeir væru með í lestum skipsins. 1 Um tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og segir Tetsuo að þeir sigli til Japans á um það bil eins og hálfs til tveggja ára fresti til að fara með skipið í slipp og hitta fjölskyldur sínar. Shinei Maru heldur aftur til túnfiskveiða í dag. SILFURTÚN hf. áformar að opna sölu- og markaðsskrifstofu í Kóreu í byijun næsta mánaðar. Til- gangurinn er að bæta þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins á þessu markaðssvæði jafnframt því sem skrifstofan verður notuð til auk- innar markaðssetningar í Austur- og Suðaustur-Asíu. Iðnþróunar- sjóður hefur veitt fyrirtækinu um 20 milljóna króna lán til að standa straum af stofnkostnaði skrifstof- unnar og rekstri hennar fyrsta árið. Silfurtún hf. hefur um nokkurra ára skeið framleitt og flutt út vél- ar til framleiðslu á eggjabökkum úr endurunnum pappír. Megin- áherslan á Kóreumarkaði hefur hins vegar verið önnur þar sem vélarnar eru einkum nótaðar til að framleiða hlífðarumbúðir utan um ýmsan tækjabúnað svo sem tölvur, útvörp o.fl. Fyrirtækið hef- ur þegar selt sjö vélar til Kóreu. Selt fyrir 400 milljónir Morgunblaðið/Kristinn | höfn. Á innfelldu myndinni er Tetsuo Kubt sWpstjóril^1" JAPANSKI túnfisktogarinn Shinei Maru Nr. VATNSLISTAVERKIÐ Fyssa var formlega afhent í Grasagarð- inum í Laugardal í gær. Verkið er eftir listakonuna Rúrí, en hún hlaut á síðasta ári fyrstu verð- Fyssa Morgunblaðið/Jón Svavarsson laun í samkeppni Vatnsveitunnar um gerð vatnslistaverks sem staðsett yrði í Laugardalnum. ■ VatnsIistaverkið/20 Skúli Sigurðsson, fjármálastjóri Silfurtúns hf., segir opnun skrif- stofunnar skapa fyrirtækinu aukin tækifæri á mörkuðum í þessum heimshluta jafnframt því sem hægt verði að stytta afgreiðslutíma á varahlutum. Hann segir þennan markað geta skilað fyrirtækinu talsverðri söluaukningu. Sala á síð- asta ári hafí verið um 240 milljón- Yfirheyrð um ör- yggismál - brotist inn skömmu síðar BROTIST var inn á heimili konu í Reykjavík um síðustu helgi og stol- ið m.a. sjónvarpi og myndbands- tæki. Nokkrum dögum áður hafði maður hringt í konuna, kynnt sig sem starfsmann öryggisþjón- ustunnar Vara og spurt hana í þaula um öryggismál heimilisins. Þegar konan leitaði til Vara kom í ljós að maðurinn hafði villt á sér heimildir og þykir líklegt að inn- brotsþjófurinn hafí undirbúið verkið með þessum hætti. Viðar Ágústs- son, framkvæmdastjóri Vara, segir að fólk verði að gæta þess vel að veita ekki ókunnugum upplýsingar um öryggismál. Konan hringdi til Vara eftir að brotist var inn hjá henni og spurði eftir manni, sem hefði hringt í hana, kynnt sig með nafni og sagst vera starfsmaður fyrirtækisins. Enginn maður með því nafni starf- ar hjá Vara. Konan skýrði frá því að í síðustu viku hefði maðurinn hringt í hana og m.a. spurt hvort hún væri með búnað til að veijast innbrotum. Hún hefði neitað og hann boðist til að selja henni slíkan búnað. Ekkert hefði orðið af frek- ari viðræðum um kaup. Ekki veita ókunnugum upplýsingar „Ég vara fólk við símasölu- mönnum, sem spyija um öryggis- mál undir því yfirskyni að þeir séu að selja öryggisbúnað," sagði Við- ar Ágústsson. „Enginn ætti að veita ókunnugum upplýsingar um öryggisbúnað, fy'ölda heimilisfólks, aldur þeirra og kyn, eða verðmæti á heimilinu. Fólk á að óska eftir símanúmeri sölumannsins, svo hægt sé að hringja til hans og sannreyna hver hann er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.