Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mathieu Morverand vill kaupa skútuna og að Samskip hf. beri kostnaðinn Fer ekki héð- an án skút- unnar minnar Morgunblaðið/Lárus Páll VARÐSKIPSMENN á leið um borð í Söru eftir að þeir fundu skútuna 69 sjómílur suður af Selvogi í fyrradag- Á innfelldu myndinni sést þegar Mathieu Morverand var færður til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Morgunblaðið/Sverrir MATHIEU Morverand, sem varð- skipið Ægir færði til hafnar í gær- morgun ásamt félaga hans eftir að þeir höfðu tekið skútuna Söru úr Reykjavíkurhöfn aðfaranótt mánu- dagsins, segir að hann muni fara þess á leit við forstjóra Samskips hf. í dag að fyrirtækið standi straum af kostnaði við að kaupa skútuna af núverandi eigendum, en þeir hafa lýst sig reiðubúna ti! að selja hana náist samningar um verð. Þá hafa þeir ákveðið að falla frá kröfum um ákæru á hendur Mathieu fyrir að hafa stolið skútunni. Mathieu Morverand sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði undir höndum pappíra frá Skipadeild Sambandsins, dagsetta 21. nóvember 1990, þar sem kæmi fram að hann væri skuldlaus við fyrirtækið vegna flutnings skútunnar hingað til lands frá Englandi, og því fengi hann ekki skilið að hún hafi verið seld hér á nauðungaruppboði á sínum tíma. Hann sagðist hafa hug á að kaupa skútuna af núverandi eigendum hennar, en Samskip hf. yrðu að greiða kostnaðinn og flytja skútuna honum að kostnaðarlausu til Eng- lands á ný þaðan sem þeir fluttu hana hingað til lands honum -að kostnaðarlausu í árslok 1990. Vill komast að samkomulagi „Ég get ekki ímyndað mér fram- tíð mína án þess að fara með skút- una héðan með mér sem mína eign og héðan fer ég ekki án skútunnar minnar. Ég vil að Samskip eða Toll- stjóraembættið greiði fyrir bátinn, því þessir aðilar höfðu heimilisfangið mitt og hefðu getað látið mig vita um málavöxtu áður en skútan fór á uppboð vegna ógreiddra tolla, en það gerðu þeir hins vegar aldrei. Ég er tilbúinn til að kaupa skútuna en ég vil í góðu komast að samkomulagi við forstjóra Samskipa hf. um að þeir greiði það verð fyrir hana sem þarf,“ sagði Mathieu. Sagðist hann vera í sambandi við lögmannsstofu hér á landi sem byði fyrirmæla hans um að hefja málssókn á hendur Sam- skipum og Tollstjóraembættinu ef samningar tækjust ekki í málinu. Morgunblaðið náði ekki tali af Ólafi Olafssyni, forstjóra Samskipa, í gær. Engar upplýsingar að fá Mathieu Morverand sagðist vissu- lega vera glaður yfir því að Gunnar Borg hefði ákveðið að falla frá kæru á hendur honum vegna þjófnaðar á skútunni úr Reykjavíkurhöfn, en hann sagðist hins vegar aldrei ná gleði sinni að fullu fyrr en hann hefði fengið skútuna í sínar hendur á nýjan leik. „Ég hef upplifað ýmislegt í þess- ari skútu. Þetta er ekkert sérstaklega stór eða glæsilega skúta og í Reykja- víkurhöfn má sjá margar miklu fal- legri og betur búnar, en þetta er skútan mín og það er óhugsandi fyr- ir mig að sjá fyrir mér framtíðina án hennar. Þegar ég kom með skútuna til Islands á sínum tíma þá var hún í eigu föður míns, og á hverju ári í fimm undanfarin ár hef ég sagt hon- um að kvíða engu þar sem ég myndi finna lausn á þessu máli og skila honum skútunni. Ég hef reynt allt sem ég hef getað til að fá upplýs- ingar um málið frá íslenskum stjórn- völdum allan þennan tíma en ætíð án árangurs," sagði hann. Mathieu sagðist leiður yfir því að hafa tekið bátinn frá Gunnari Borg og meðeigendum hans og að hafa ekki rætt við hann áður. Honum hefði hins vegar_aldrei verið kunnugt um hverjir hefðu keypt skútuna á nauðungaruppboðinu, en ef hann hefði vitað nöfn þeirra hefði hann vafalaust haft samband við þá til að fínna lausn á málinu. Mathieu sigldi einn síns liðs á kajak yfrr Atlantshafið í fyrra fyrstur manna og sagði hann fjölmiðla í Frakklandi nú fylgjast náið með framvindu máls hans hér á landi. Þegar hann kom með skútuna hingað til lands 1990 voru tveir keppniskaj- akar um borð horfnir, og ságðist hann engar upplýsingar hafa fengið hjá Tollastjóraembættinu um hvað hefði getað orðið af þeim. „Þetta er mjög alvarlegt mál því annar kajakinn var keppniskajak sem ég vann meistaramót Frakklands árið 1989. Ég er því mjög leiður yfir því að finna ekki kajakinn og það er vægast sagt furðulegt að tollayfir- völd geti ekki gert mér grein fyrir hvað orðið hefur um hann,“ sagði Mathieu. Ætla að falla frá kröfum Gunnar Borg, einn þriggja eigenda Söru, sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann myndi falla frá öllum k'ærum á hendur Mathieu Morverand fyrir að hafa stolið skútunni, en þar sem Rannsóknarlögregla ríkisins hefði sent ákæruvaldinu málið vissi hann ekki hver framvinda þess yrði. Gunnar sagði að hann hefði hitt Mathieu í gær, sem falast hefði eftir því að kaupa skútuna. „Við höfum ekkert á móti því að selja honum bátinn og þetta verða kannski ekkert erfiðir samningar. Við erum ekkert að okra á þessu, en ég vil ekki nefna neinar tölur í þessu sambandi. Ég fell frá öllum kærum því mér finnst þær óréttlát- ar. Það er ekkert að bátnum og hann hefur ekki unnið neinn skaða á hon- um, og hann hefur ekki snert við neinum eigum okkar um borð. Það væri kannski það eina að hann greiddi leigu fyrir bátinn í tvo sólar- hringa. En við erum til viðræðu um sölu skútunnai^ því þetta er ekkert heilagt fyrir okkur, og sérstaklega vegna þess að þetta virðist vera mik- ið kappsmál hjá honum," sagði Gunn- ar. Farið eftir tollalögum BJÖRN Hermannsson tollstjóri sagði að í þessu máli hefði verið farið í einu og öllu eftir þeim regi- um sem giltu um vöruinnflutning til landsins, og í þessu tilfelli hefði verið um slíkan flutning að ræða. Venjulega liði um ár frá því inn- flutt vara kæmi til landsins og ki-afist væri uppboðs á henni væru ekki gi-eidd af henni tilskilin gjöld, en slíkum kröfum er beint að flutn- ingsaðila vörunnar til landsins. Hann sagði að umrædd skúta hefði komið hingað til Iands með skipi Sambandsins í nóvember 1990 og hún svo verið seld á nauð- ungaruppboði í mars 1992 eftir að Samskip hefðu árangurslaust verið krafin um greiðslu gjald- anna. Hefði í þessu máli verið far- ið í einu og öllu eftir ákvæðum tollalaga. Framkvæmdir við nýja byggð í Súðavík standa sem hæst Sökklar að fyrsta húsinu steyptir í gær SÖKKLAR að fyrsta húsinu í nýrri Súðavík voru steypt- ir í gær. Framkvæmdir við byggðina eru nú að komast í fullan gang og verða grunnar að 12 húsum steyptir á næstu dögum. Fyrri áfanga gatnaframkvæmda er lokið og seinni áfanganum verður lokið í næsta mán- uði. Almenn bjartsýni ríkir í Súðavík, en íbúar þar hafa beðið í allt sumar eftir að fá að hefja framkvæmdir. Það er Garðar Sigúrgeirsson tré- smíðameistari sem reisir fyrsta hús- ið í nýrri Súðavík. Garðar stóð að byggingu fjögurra húsa í Súðavík á síðasta ári og var bygging þeirra langt komin þegar snjóflóð féll á Súðavík 16. janúar í fyrravetur. Framkvæmdir við húsin voru þá stöðvaðar enda þótti sýnt að þau væru á hættusvæði. Þessi hús verða nú flutt í nýju byggðina. Garðar sagði að það væri dálítið sérstök tilfinning að byggja hús og þurfa síðan að taka ákvörðun um að fiytja þau áður en byggingu þeirra væri lokið. Hann sagðist telja að það yrði ekki neitt mál að flytja húsin. Þau yrðu tekin í sundur og flutt í tveimur hlutum. Stefnt er að því að flytja húsin eftir 3-4 vikur. Framkvæmdir í Súðavík ganga hratt fyrir sig þessa dagana. Grunn- Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson ÁGÚST Kr. Björnsson og Jón Gauti Jónsson fylgdust með framkvæmdum í nýrri Súðavík í gær. Ágúst hefur yfirumsjón með framkvæmdum og Jón Gauti er sveitarstjóri. framkvæmdir hæfust hefðu hins vegar tekið á íbúana. Jón Gauti sagðist ekki gera ráð fyrir að neinn komi til með að búa í gömlu Súðavík í vetur. Óhugur væri í fólki vegna atburðanna sem urðu í fyrravetur og fólk legði áherslu á að búa sér heimili á örugg- um stað. Það er ljóst að það mun taka meira en eitt ár að flytja byggðina. Nokkrir íbúar ætla sér að flytja í bústaðina þegar fer að snjóa í vetur og flytja til baka í gömlu húsin aftur í vor. Þetta á t.d. við Jónatan Ás- geirsson skipstjóra og fjölskyldu hans. Einbýlishús þeirra verður ekki flutt frá þeim stað þar sem það er í dag. Jónatan hefur hins vegar feng- ið lóð í nýrri Súðavík, en fram- kvæmdir á henni munu ekki hefjast fyrr en á næsta ári. ur að fyrsta húsinu var tekinn sl. laugardag. By-ijað var að slá upp fyrir sökklum á mánudaginn og þeir steyptir í gær. Sökklar að næsta húsi verða steyptir á morgun. Sökkl- ar að fjórum húsum með samtals átta íbúðum í, sem Loftorka hf. reis- ir, verða lagðir nk. mánudag. Húsin eiga að afhendast tilbúin undir tré- verk 26. október. Fimm gömul hús verða flutt í haust frá Súðavík í nýju byggðina og fleiri eru að und- irbúa framkvæmdir. 25-30 ný hús Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagðist reikna með að 25-30 nýjar íbúðir yrðu tilbúnar í nýrri Súðavík fyrir veturinn og 18 bústaðir. Hann sagði að íbúar væru bjartsýnir nú þegar byggðin væri að rísa á nýjum stað. Biðin eftir að Frambjóðendur til formanns Alþýðu- bandalagsins funda á ísafirði Ahersla lögð á valddreifingu MARGRÉT Frímannsdóttir sagði á fyrsta fundi frambjóðenda til for- manns í Alþýðubandalaginu á ísafirði í gær, að flokkurinn væri ekki trúverðugur málssvari verka- lýðshreyfingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon sagði vinstrimenn þurfa að endurskoða markmið sín. Steingrímur sagði mikla þörf fyrir vinstri stefnu, hægri stefnan ætti engin svör við stærsta vanda Vestur- landa, atvinnuleysinu. Nauðsynlegt væri að endurskoða velferðarkerfið og svara því hvernig vinstrimenn ætluðu að nýta markaðinn til að ná efnahagslegum markmiðum sínum. Steingrímur sagðist vera fylgjandi því að vinstrimenn á íslandi samein- uðu krafta sína, en eina leiðin til þess væri að skapa málefnagrunn. Jafnframt væri mikilvægt að Al- þýðubandalagið yrði sterkt afl í slíkri sameiningu og að sameinaður flokk- ur yrði alvöru vinstriflokkur en ekki miðjuflokkur. Margrét varði mestum tíma ræðu sinnar til að ræða innra starf Al- þýðubandalagsins. Þegar hún hefði verið að byrja starf innan Alþýðu- bandalagsins hefði flokkurinn verið trúverðugur málssvari verkalýðsbar- áttunnar, en væri það ekki lengur- Þetta ætti mikinn þátt í að Alþýðu- bandalagið hefði misst tiltrú stórs hluta kjósenda. Flokkurinn forðast umræðu Margrét sagði að of lítil umræða væri innan Alþýðubandalagsins og of mikið um að þingmenn mótuðu stefnuna án þess að almennir flokks- menn kæmu þar nærri. Hún sagði einnig dæmi um að Alþýðubandalag- ið forðaðist umræðu og nefndi að flokkurinn hefði leyft sér að ganga til kosninga án skýrrar stefnu í sjávr. arútvegsmálum. Margrét lagði mikla áherslu á valddreifingu og á að virkja almenna flokksmenn. Hún ræddi lítið um saTneiningu vinstrimanna, en sagði að Alþýðubandalagið þyrfti að laða til sín vinstrisinnað fólk. Það hefð* því miður verið að missa frá sér fól^- Allir félagsmenn í Alþýðubanda- laginu éiga rétt á að kjósa formanm Kosningin fer fram 29. september til 13. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.