Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 9 FRETTIR Útivist unga fólksins styttist UNGLINGUM, sem safnast saman fram á nótt í miðbæ Reykjavíkur, hefur fjölgað undanfarið, líkt og gerist á hveiju hausti áður en skólar byija. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að búast megi við að kvöldferðum ungl- inganna fækki eftir 1. september, en þá tekur við „vetrartími" í útivist barna og ungmenna. 12 ára börn og yngri mega þá vera á ferli til kl. 20, en 13-16 ára unglingar til kl. 22. í sumar var útivistartíminn tveimur klukkustundum lengri. Lögreglan hefur oft afskipti af börnum og ungmennum utan leyfi- legs útivistartíma. í byijun vikunnar var lögregla tii dæmis kölluð að fjöl- býlishúsi í Breiðholti, þar sem ungl- ingspiltur olli ónæði með því að hringja á dyrabjöllum íbúða. Þá var klukkan 4 að nóttu. Ákvæði til verndar Ómar Smári segir að kveðið sé á um útivistartíma í lögum um vernd barna og ungmenna. „Frá 1 maí til 1. september mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22 og 13-16 ára unglingar til miðnættis, en þessi tími styttist um tvær klukkustundir yfir haust- og vetrarmánuðina. Þetta gildir alla daga vikunnar, en á að- eins við ef ungmennin_ eru ekki í fylgd með fuilorðnum. Ég hvet alla til að sameinast um að þessi ákvæði laganna séu virt. Fólk ætti að hafa hugfast að þessi ákvæði eru sett unga fólkinu tii verndar." Ingólfur valdi sam- göngurnar EIN af ástæðum þess að Ingólfur Arnarson kaus að setja bú sitt niður í Reykjavík árið 874 var sú, að sam- göngur þaðan eru mjög góðar. Þetta kemur fram í kynningu Reykjavíkur- borgar á alnetinu. Ef marka má kynninguna hreifst fyrsti landnámsmaðurinn af því, að innan hálftíma aksturs frá höfuð- borginni er alþjóðlegur flugvöllur og þaðan eru daglegar ferðir til stærstu borga Vestur-Evrópu og austur- strandar Bandaríkjanna. Þá er Reykjavíkurflugvöllur kynntur til sögunnar og Reykjavíkurhöfn, sem sögð er önnur stærsta gámahöfn á Norðurlöndum. „Reykjavík er sam- göngumiðstöð landsins," segir á al- netinu. ------»•••♦ ♦- Ný lækningastofa Hef opnað læknastofu á 2. hæð í Síðumúla 27. Einar Guðmundsson, læknir Sérgrein: Geðlækningar Einstaklingsmeðferð, fjölskyldu/hjónavandamál, sálgreining í hóp, greining á hópferlum/vandamálum hópa. Tímapantanir í síma 565 9299 milli kl. 11—12 virka daga. NÝI ÖKUSKÓLINN Viltu nýta þér helgarnar? Meirapróf (vöru-, hóp- og leigubifreið) Námskeið hefst 15. sept. nk. og stendur yfir næstu 4 helgar. Allar nánari upplýsingar í síma 588-4500. Nettou ASKO :¥==$• Qíum ©turbo nilfisk emide HOFUM OPNAÐ NYJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA. mmmmmmmmmmmmi mmmmsimmmimmmmmmmmstmmmk Nú bjóöum við allt sem þig vantar INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI I eldhúsiö, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. Vönduð vara á afar hagstæðu verði. Ókeypis teikningar og tilboðsgerð. Góður magn- og staðgr. afsláttur. /rDniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 EMIDE NILFISK Oturbo Qmm asko Nettom Nýi ökuskólinn,Klettagörðum 11 (í EJ.húsinu gegntViðeyjarferjunni). kjarni málsins! TTT’C’ /' 'í A U I I^jljL-LijlV ... og enn bætist við / L Tv V Stórayriöntur Allar hærri en 1 meter ' LaSerútsala Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Hilmari Ó. Sigurðs- syni, fyrrverandi deildarstjóra Flug- félags íslands hf.: „I Morgunblaðinu 22. ágúst 1995 er grein um flugvélina TF-ISP (Ka- talínuflugbátinn sem kallaður hefur verið „Pétur gamli“) og sagt frá væntanlegum hátíðarhöldum á Kast- rup fiugvelli í Kaupmannahöfn vegna þess að 50 ár eru liðin síðan þessi flugvél braut blað í íslenskri flugsögu með sinni fyrstu ferð milli landa með farþega og íslenska áhöfn. í þessari grein er sagt frá því að flugvélin hafi verið innréttuð af Stál- smiðjunni hf. Þetta er rangt. Flug- vélin var innréttuð að öllu leyti af fyrirtækinu Stálhúsgögn hf. Gera verður kröfu til þeirra sem skrifa söguna að þeir vandi til heim- ilda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.