Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 Borgarstjóri segir forsvarsmenn Vik- urs hf. ekki standa við gerða samninga Verða að rýma húsnæði í eigu borgarinnar INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að fyrirtækið Vik- ur hf. sem leigt hefur húsnæði í eigu borgarinnar í gömlu loðnu- bræðslunni við Klett síðan 1993, hafí ekki staðið í skilum með leigu og fyrirheit forsvarsmanna þess hafi ekki verið efnd. Fyrirtækið eigi því að rýma húsnæðið hið fyrsta. Fyrir skömmu birtist grein eftir framkvæmdastjóra Fínpússningar sf. i Morgunblaðinu þar sem hann bar borgarstjóra þungum sökum vegna máls Vikurs hf., sem skuldi borgarsjóði yfir sjö milljónir króna í húsaleigu. Húsaleigusamningur borgarinnar við Vikur hf. og fram- lag Aflavaka Reykjavíkur til fram- leiðslu fyrirtækisins, sem átti í upp- hafí að vera tilraunaverkefni með þurrkun vikurs, skekki verulega samkeppnisstöðu annarra fyrir- tækja. Vikur hf. hóf að framleiða sandblásturssand eftir að þurrkun vikurs hafði ekki gefið nægilega góða raun, en á því sviði hafði Fín- pússning hf. verið umfangsmikið. Ekki viljað beita hörku „Á seinasta kjörtímabili var sam- ið um að fyrirtækið þyrfti ekki að borga neina leigu í upphafi rekst- ursins, síðan hálfa leigu og loks fulla leigu. Jafnframt ákvað stjóm Aflvaka Reykjavíkur að leggja ein- hveija fjármuni í fyrirtækið. Um seinustu áramót varð ljóst að Vikur hf. gat ekki staðið í skilum með húsaleigu eins og samningurinn gerði ráð fyrir og þá var ákveðið í borgarráði að segja fyrirtækinu upp húsnæðinu,“ segir Ingibjörg Sólrún. Engar raunhæfar áætlanir „Ég ákvað hins vegar eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu rætt við mig að gefa þeim ákveðinn umþóttunartíma til að safna nýju hlutafé eins og þeir sögðust vera að gera, og skila ákveðinni rekstr- aráætlun fyrir fyrirtækið. Ég kynnti borgarráði þennan umþóttunartíma og þar vom menn sammála um þessa niðurstöðu og að ganga ekki hart í að henda fyrirtækinu út úr húsnæðinu. Þessum umþóttunar- tíma lauk í vor og ekki hafa komið fram neinar raunhæfar áætlanir frá fyrirtækinu, þannig að uppsögn húsaleigusamnings mun standa. Við höfum hins vegar ekki lagt í harðar aðgerðir enn sem komið er og það er spurning hvort og hvenær menn ákveða að grípa til aðgerða gagnvart leigjendum sem fara ekki úr húsnæði. Forsvarsmenn fyrir- tækisins vita hins vegar að þeir eiga að fara út, en það er skemmti- legra að leysa það með öðrum hætti en hörku." MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geysileg veiði í Vopnafjarðaránum MIKIL veiði hefur verið í Vopna- fjarðaránum að undanförnu og nýj- ar göngur verið að ganga inn með vaxandi straúmi. Einkum hefur veiðin verið lífleg í Selá, en hinar tvær, Hofsá og Vesturdalsá, hafa einnig verið mjög góðar auk þess sem sjóbleikja hellist nú inn í Vest- urdalsá í meira magni en undanfar- in ár. Sem dæmi um veiðina var þriggja stanga hópur nýverið á efra svæðinu i Selá í fimm daga og var veiðin tæpir 100 laxar. „Geysileg veiði“ VEIÐIMAÐUR glímir við flugulax í Grjótá á efra svæði Hítarár. „Það hefur verið geysileg veiði að undanfömu og það eru að veið- ast nýgengnir laxar á öllum svæð- um. Það hefur verið vaxandi straumur og greinilegt að nokkuð sterkar göngur fylgja straumnum. í Selá hafa menn iðulega verið að taka kvótann dag eftir dag, en það eru 12 laxar á stöng,“ sagði Garðar H. Svavarsson á Vakursstöðum í Vesturárdal í gærdag, en þá voru komnir milli 850 og 870 laxar á land úr Selá. „Þetta er þegar orðið miklu betur en menn þorðu að vona og er ekki búið enn. Það má segja um allar árnar í Vopnafirðinum og eru menn auðvitað hæst ánægðir með það,“ bætti Garðar við. Athygl- isvert er, að í Hofsá og Selá er veiðin að lang stærstum hluta 4-6 punda hængar. Mjög lítið af stór- laxi. í Vesturdalsá segir Garðar hins vegar ívið meira af hrygnum saman við. Mikið magn smáhænga veit gjarnan á stórar göngur af 10 til 14 punda hrygnum árið eftir og hefur slíkt gengið eftir oftar en ekki. Hofsá og Vesturdalsá einnig líflegar Hópur sem lauk veiðum nýverið í Vesturdalsá og veiddi með 3 stöng- um í 3 daga náði 25 löxum og voru þó allir ókunnugir staðháttum. Hóp- urinn fékk auk þess hátt í 200 bleikjur. Sagði Garðar H. Svavars- son að þar með væru um 300 laxar komnir á land og mikið magn af bleikju. „Það hefur verið lax að ganga stöðugt og nú bætist bleikjan við. Hún er greinilega að ná sér á strik. Það er mikið af bleikju að ganga í ána þessa dagana,“ sagði Garðar. Garðar bætti við, að úr Hofsá væru komnir um 740 laxar og þar hefur einnig verið ágæt veiði að undanförnu. Hítará á fjórða hundrað ... Úr Hítará á Mýrum voru á há- degi mánudagsins komnir á land alls 322 laxar, 297 á neðra svæðinu og 25 laxar á því efra og höfðu þeir flestir veiðst allra síðustu daga. Að sögn Steinars Friðgeirssonar, sem var á neðra svæðinu fyrir skömmu, er nokkuð af nýjum fiski í umferð og 7-9 punda laxar hafi verið algengir í aflanum. Synjað um inngöngu í MR Málinu vísað til um- boðsmanns Alþingis ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri og Olga Regasens skrifstofu- stjóri hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni innsigla þátttöku íslend- inga í hæðarmælingaverkefninu. Flugmálastj órn með í fjölþjóðlegum hæðarmælingum TVÆR mæður sem lögðu fram stjórnsýslukæru vegna synjunar á umsókn sona þeirra um að hefja nám við Menntaskólann í Reykja- vík hafa vísað málinu til umboðs- manns Alþingis. Menntamálaráðuneytið felldi þann úrskurð að ekki væri ástæða til að taka hinar kærðu ákvarðan- ir rektors Menntaskólans til endur- skoðunar eins og kærendur gerðu kröfu um. Margrét Helgadóttir, annar kærenda, kveðst sjá ýmislegt at- hugavert við úrskurð Mennta- málaráðuneytisins. „Úrskurðurinn sýnir mikið skilningsleysi og við teljum okkur hafa eitthvað fyrir okkur í þessu máli. Um er að ræða brot á 11. grein stjórnsýslu- laga í tvennum skilningi," sagði Margrét. Margrét sagði að kærendur hefðu aldrei dregið ábyrgð skóla- meistara í efa en hann vísi um- sóknum drengjanna frá vegna þess að þeir búi í Garðabæ. „Það teljum við brot á jafnræðisreglu. Þeir sækja ekki um skólavist í skólan- um á jöfnum grundvelli við aðra umsækjendur,“ sagði Margrét. Dæmdir til að vera í FG „Eins og staðan er þá eru þeir dæmdir til að vera í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og okkur fínnst óréttlátt að Garðbæingar hafí ekkert val og verði að sækja framhaldsskólanám í FG,“ sagði Margrét. FLUGMÁLASTJÓRN hefur undirrit- að fjölþjóðasamning um þátttöku ís- lands í hæðarmælingaverkefni vegna flugvéla sem fljúga yfir N-Atlants- haf. Auk íslands eiga fimm ríki aðild að samningnum: Bandaríkin, Kanada, England, Danmörk og Port- úgal, en hann er gerður á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sem annast eftirlit með samningnum. Áætlaður kostnaður við mælingaverkefnið er um 80 miilj- ónir króna eða um 12 milljónir bandaríkjadala. Kostnaður íslands verður 70-80 milljónir króna og mun verða endurgreiddur af flugrekend- um í formi notendagjalda. Hæðarmælingarnar eru undirbún- ingur að því að minnka hæðar- aðskilnað flugvéla í 29.000 til 41.000 feta hæð yfír N-Atlantshafí. Þetta er hagkvæmasta loftiýmið fyrir far- þegaþotur og því algengustu flug- hæðirnar fyrir þessar flugvélar. 2. janúar 1997 er áætlað að minnka hæðarmun milli flugvéla á þessari fjölförnu flugleið í 1.000 fet (um 300 m) en aðskilnaður er nú 2.000 fet (um 600 m). Fastar farflugshæðir á milli 29.000 og 41.000 fet eru nú sjö talsins en þeim mun fjölga í þrett- án eða um 86%. Þriðjungur af flug- umferðinni yfír N-Atlantshaf fer um íslenska flugstjómarsvæðið, tæplega 70 þúsund flugvélar á síðasta ári. Mælingaverkefnið mun hefjast á næstu mánuðum. Á íslandi verða sett upp GPS-mælitæki og auk þess verður safnað upplýsingum um flug- umferðina úr ratsjárkerfí Flugmála- stjómar. Þá verður sérsmíðaður tækjabúnaður settur upp í Kanada og á Englandi og er hann sá eini sinnar tegundar í heiminum. Bensínstyrkur staðgreiðslu- skyldur LÍFEYRISÞEGAR sem fá greiddan bensínstyrk frá Tryggingastofnun munu, frá 1. september, þurfa að greiða staðgreiðsluskatt af styrknum hafí þeir ekki nægilega hátt hlutfall skattkorts frá Tryggingastofnun. í fréttatilkynningu frá Trygginga- stofnun segir að bensínstyrkurinn hafí áður verið utan staðgreiðslu en þá kom fyrir að lífeyrisþegar þyrftu að greiða af honum skatta eftir á. Flestar aðrar greiðslur Trygginga- stofnunar til lífeyrisþega eru stað- greiðsluskyldar. Nýr yfirlæknir Sjúkrahúss Skagfirðinga ■ ÓLAFUR R. Ingimarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir við Sjúkra- hús Skagfirðinga á Sauðárkróki frá 1. júlí sl. Ólafur er fæddur á Sauðárkróki 30. janúar 1950, sonur hjónanna Engil- ráðar Sigurðar- dóttur og Ingi- mars Bogasonar. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA árið 1970, læknis- námi frá Háskóla íslands 1976 en stundaði sérfræðinám í Svíþjóð í al- mennum skurðlækningum frá 1979 og hlaut sérfræðiréttindi 1984. Hann hefur starfað við Sjúkrahús Skag- firðinga frá 1987. Ólafur tók við stöðu yfírlæknis af ! Ólafí Sveinssyni sem gegndi henni í I um 35 ár. i Ólafur er kvæntur Veroniku Jó- hannsdóttur og eiga þau þijú börn. Seinustu dagar rýmingarsölunnar föstudag og laugardag Mjög mikill afsláttur af húsgögnum, efnum og lömpum. Bútar af gluggatjaldaefnum, gjafverð. I 15% afsláttur af flestum öðrum vörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.