Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vetrarstarf Kórs Langholtskirkju UM ÞESSAR mundir er Kór Lang- holtskirkju að hefja vetrarstarfið. Kórinn byijar starfsárið með því að taka þátt í styrktartónleikum Orgel- sjóðs Langholtskirkju í byijun októ- ber. A þeim tónleikum verður slegið á létta strengi, en auk kórsins koma fram fjölmargir flytjendur, m.a. Karlakór Reykjavíkur undir stjóm Frklriks D. Kristinssonar. í nóvember mun kórinn halda tón- leika með svipuðu sniði og sl. ár með heitinu „Tökum lagið með Kór Lang- holtskirkju" en þá gafst áheyrendum kostur að syngja með. Fyrirhugað er að fara út á land með þá efnisskrá. Síðustu helgi fyrir jól verða svo hinir árlegu „Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju", en þeir tónleikar eru þáttur í jólahaldi fjölmargra. I dymbilvikunni verður flutt „Pet- ite Messe solenelle", fyrir kór, ljóra einsöngvara, tvö píanó og harmon- íum, eftir Rossini. Laugardaginn 10. apríl flytur kór- inn Þýska sálumessu eftir Brahms me_ð Sinfóníuhljómsveit íslands. í maí er fyrirhugað að halda út á land með Messuna eftir Rossini. Hægt er að bæta við söngfólki í allar raddir. Góð rödd er aðalatriðið, en þeir sem hafa einhveija tónlistar- menntun ganga að öðru jöfnu fyrir. Gradualekórinn Gradualekór Langholtskirkju starf- ar í tengslum við Kórskóla Langholts- kirkju með úrvalsnemendum hans og bömum og unglingum sem hlotið hafa næga tónlistarþjálfun annars staðar. Síðasta vetur var starf kórsins mjög blómlegt. Út kom geislaplatan „Eg bið að heilsa" sem fékk góðar viðtökur. Kórinn hélt tónleika á Myrk- um músíkdögum ásamt Skólakór Kársness og Kór Oldutúnsskólans þar sem flutt var alíslensk efnisskrá sem gerði miklar kröfur til barnanna. Fyrstu verkefni kórsins verða upp- tökur fyrir sjónvarp og Skálholtsút- gáfuna. Annars mun starfíð á kom- andi vetri einkennast af fyrirhugaðri tónleikaferð kórsins til Færeyja og Danmerkur í júní næsta sumar. Kórinn tekur þátt í jólasöngvum Kórs Langholtskirkju og stefnt er að frekara tónleikahaldi og æfinga- búðum um veturinn. Auk þess syng- ur kórinn við messu sjötta hvern sunnudag í Langholtskirkju. Námskeið í hleðslulist NÁMSKEIÐ verður haldið í hleðslulist og gerð landslagslista- verka í Grindavík næstu vikur eða til 21. september. Þá verður upp- skeruhátíð haldin á jafndægri á hausti og blótað í hofinu. Unnið verður áfram að byggingu hofsins og umhverfi þess. Geta má þess að hofið er helgað einingu jarðar- innar, jarðarbúa og lífsins á jörð- inni. Það er hof Urðar. Nýtt listaverk verður byggt eftir Tryggva Hansen, helgað Ægi kon- ungi hafsins og 1.000 ára lífsbar- áttu Grindvíkinga við hafið, og ber garðurinn heitið Ægisgarður. I tilkynningu um námskeiðið segir: Hvað er hof? Æsir byggðu hof og hörga, segir í Völuspá. Hörgur er talinn hafa upprunalega verið helgistaður undir berum himni, grjóthæðir og helgir lundir, ýmist hringlaga eða óreglulegir. Vera TRYGGVI Hansen má að hofið í Grindavík líkist mjög hörg eins og sakir standa. En það fyrirbæri, sem við nefnum hof í dag, er og verður persónuleg sköpun, byggð á fornum stefum. Og svo hefur alltaf verið. FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 21 PHIIIPS kynnir margar nýjar geröir af ryksugum, hlaðnar nýungum sem auðvelda þér heimilisstörfin enn frekar. Við hjá HEIMILISTÆKJUM vitum að ryksuga frá PHILIPS veitir þér ánægju og stenst aliar kröfur þínar fullkomlega. Þess vegna veitum við þér árs ábyrgð og 30 daga skilafrest sem við köllum ánægjuábyrgð. Þannig er tryggt að þú færð það sem þú sækist eftir. Sterka og kraftmikla ryk- sugu í hæsta gæðaflokki, á góðu verði! i Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. PHILIPS Hekkist ekki betri! \ "Hæ! Veist þú hvar ég verð 29. sept. nk?" Bjóóum minnisstæ.kkaiiiÍK Intel OvendtíiWifi ©Qiiq^&SCsqd GBOSxdSB CyHuQ [fe)©©ga[? DDQQODQ(a]BDÍ Hátækni til framfara Tæknival Þú færð Windows 95. a serstoku kynnmgarverði i Tækmvali eða aðeins ► kr. ^ stgr.m.vsk. Lukkupotturinn Allir sem taka þátt í Windows 95 leik Tæknivals lenda í glæsilegum lukkupotti sem dregið verður úr 15. sept. nk 15 glæsilegir vinningar: Sx NEC 4ra hraða geisladrif, 5x Intel Overdrive örgjörvar og 5x 4 MB minnisstækkanir. Allt sem þú þarft að gera er að koma í verslun okkar og svara einni laufléttri spurningu um leið og þú gerist Windows 95 notandi - f tæka tfð! Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 Umboðsmenn um land allt I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.