Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. í DAG kemur á markað víða um heim ný útgáfa af stýrikerfinu Windows sem hlotið hefur nafnið Windows 95. Einmenn- ingstölvunotendur um heim allan bíða með önd- ina í hálsinum eftir að ATVINNULEYFI FYRIR ÚTLEND- INGA komast yfir forritið og hugbúnaðar- og vélbún- aðarframleiðendur kæt- ast. Arni Matthíasson kynnti sér kosti og galla Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, hefur tekið þá afstöðu að fara sér hægt í veitingu atvinnuleyfa til útlendinga og rökstyður hana með því, að á meðan nokkur þúsund íslendingar gangi atvinnulausir sé eðlilegt, að þeir gangi fyrir um vinnu í eigin landi. í fréttaskýringu, sem birtist í Úr verinu, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál hinn 9. ágúst sl. var haft eftir Gylfa Kristinssyni, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu, að eftirlit vegna útgáfu nýrra atvinnuleyfa,hafi verið stórhert eftir ríkisstjórnarskiptin og fá leyfi verið géfin út frá því í apríl. Síðan segir deildarstjórinn:„Við höfum fyrir okkur tölur um at- vinnuleysi í landinu. Þær segja okkut', að hér sé 5% atvinnu- leysi, sem þýðir að nærri 70Q0 manns eru án vinnu. Við bendum atvinnurekendum á þessa einstaklinga, þeir eru á skrá hjá vinnu- miðlun . . . Við teljum, að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá séu - reiðubúnir að taka hvað sem er.“ í fyrrnefndri fréttaskýringu kemur fram, að þótt mörg þúsund manns séu á atvinnuleysisskrá sé ótrúlega erfitt fyrir fiskvinnslu- fyrirtæki á landsbyggðinni að fá fólk í vinnu. Nú hefur félags- málaráðuneytið auglýst eftir fólki til vinnu í fiskvinnslu og verð- ur fróðlegt að sjá, hver árangurinn verður. Við fyrstu sýn gæti virzt, sem afstaða hins nýja félagsmálaráð- herra væri eðlileg en þegar betur er að gáð kemur í ljós, að afleiðingar af ákvörðun hans og afstöðu eru margvíslegar og ekki allar geðfelldar. Það eru ekki einungis fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni, sem hafa átt erfitt með að ráða fólk til vinnu eftir að afstaða félagsmálaráðuneytis til útgáfu atvinnuleyfa breyttist. Hið sama á Við um fyrirtæki í hótel- og veitingarekstri og ýmsum öðrum rekstri. Þessi fyrirtæki hafa ráðið töluvert af útlendingum í vinnu en nú er þeim vísað á vinnumiðlanir. Reynsla sumra þeirra a.m.k. er sú, að eftir viðtöl við allstóran hóp atvinnulausra séu nokkrir þeirra ráðnir en þeir hætti eftir nokkrar vikur. Líkleg skýring er sú, að mismunur á atvinnuleysisbótum og þeim launi^m, sem greidd eru sumum þessara starfshópa sé svo lítill, að það dragi úr vilja til þess að vinna fyrir sér. Verra er þó, að dæmi eru um að útlendingar, sem hingað eru komnir en fá ekki atvinnuleyfi séu ráðnir til starfa án þess, að þeir hafi fengið slíkt leyfi. Sagt er, að beðið sé eftir atvinnuleyfi en á meðan er fólki haldið á launakjörum, jafnvel mánuðum saman, sem eru í engu samræmi við kjarasamninga þeirra laun- þegafélaga, sem hlut eiga að máli. M.ö.o. eru dæmi um, að ein- staka atvinnurekendur notfæri sér þetta ástand og aðstöðu út- lendinganna, til þess að fá til starfa afar ódýrt vinnuafl, svo að ekki sé meira sagt. Þetta gerist í raun og veru í skjóli þeirrar afstöðu félagsmálaráðuneytis, sem að framan er lýst. Þess eru einnig dæmi í atvinnulífinu hér, að útlendingar, sem ekki fá atvinnuleyfi séu ráðnir til vinnu „á svörtu“ eins og það er kallað, þ.e. ekkert gefið upp, og starfi við hlið íslenzkra starfs- manna en á allt öðrum og margfalt verri launakjörum. Dæmi er um íslending sem lengi var búsettur í öðru landi en fluttist hingað heim ásamt erlendum maka. Hinn er-lendi maki fær ekki atvinnuleyfi fyrr en hann hefur fengið vinnu en hann fær ekki vinnu fyrr en hann hefur atvinnuleyfi í höndunum! Það er þekkt fyrirbæri í sumum Evrópulöndum a.m.k. að fólk, sem ekki fær atvinnuleyfi vinni „á svörtu" en þá fyrir verri launa- kjör en kjarasamningar í viðkomandi löndum kveða á um. Þetta hefur ekki þekkzt hér nema að mjög takmörkuðu leyti. En þessi ósómi er nú að skjóta upp kollinum í auknum mæli í skjóli fyrr- greindrar afstöðu félagsmálaráðherra. Ætla mætti, að verkalýðsfélögin teldu nokkru skipta að stöðva þessa þróun. Þau kunna að líta svo á, að útlendingar séu sam- keppnisaðilar á vinnumarkaði við þeirra félagsmenn og líti því með velþóknun til afstöðu félagsmálaráðherra. En ef erlendir ríkisborgarar, sem hingað eru komnir, neyðast til að taka að sér vinnu á launakjörum, sem eru langt fyrir neðan þau lágmarks- kjör, sem verkalýðsfélögin hafa samið um, hljóta íorystumenn verkalýðsfélaganna að sjá að slík afstaða af þeirra hálfu væri skammsýni og félagsmönnum þeirra ekki í hag. Þar fyrir utan er auðvitað eðlilegt, að atvinnufyrirtæki hafi frelsi til þess að ráða það fólk í vinnu, sem þau telja hagkvæmt fyrir sig. ÖIl höft bjóða heim spillingu og misnotkun eins og ofangreind dæmi sýna. Þótt erfitt sé um vinnu nú og hafi verið um skeið er augljóst, að vinnufærir Islendingar hafa mikið for- skot á útlendinga í samkeppni um stöður á vinnumarkaðnum. Það er misjafnlega erfitt fyrir útlendinga að aðlaga sig okkar háttum en það er erfitt fyrir þá alla. Við Islendingar hljótum að horfast í augu við þann veruleika, að veröldin er að verða eitt vinnusvæði. Við ætlumst til, að okk- ar fólk geti fengið vinnu í öðrum löndum en þá getum við ekki meinað útlendingum um hið sama hér. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því, að fólki, sem á rætur í öðrum löndum, fjölgar hér. Við getum ekki verið þekktir fyrir að umgangast þetta fólk, sem annars flokks borgara. Windows 95 og komst að því meðal annars að tölvusalar gera ráð fyrir því að sala á forritinu nemi á annað hundrað milljónum hér á landi. ÆÐIÐ í kringum Windows 95 er erfitt fyrir þá að skilja sem ekki hafa reynslu af Windows og DOS á einmennings- tölvu. Af ýmsum orsökum, sem rakt- ar verða síðar, hefur ríkt eins konar vopnaður friður á milli tölvunotenda sem nota Windows og tölvunnar; þ.e. notandinn getur ekki treyst því fullkomlega að tölvan eigi ekki eftir að fijósa á óheppilegu augnabliki. Windows hefur þó fleygt gríðarlega fram síðan það kom á markað fyrir fimmtán árum og langflestir hafa ekkert upp á það að klaga. Þrátt fyrir það er koma Windows 95 á markað meiri háttar bylting fyrir einmenningstölvunotendur og á eftir að hafa gríðarleg áhrif á forrita- og vélbúnaðarþróun næstu árin. 60 milljón notendur Talið er að 60 milljónir manns noti Windows 3.1 eða 3.11 daglega, en forráðamenn Microsoft telja víst að þeir eigi eftir að selja 20 milljón- ir eintaka af Windows 95 fyrir ára- mót og alls 60 milljónir eintaka á næstu tólf mánuðum. Erfitt er að reikna út hver heildaiweltan af þeirri sölu verður, þar sem oftast verður um að ræða að stýrikerfið fylgi tölvú og verðið ekki tilgreint sérstaklega. í Bandaríkjunum kostar uppfærsla úr Windows 3.1/3.11 um 90 dali, um 6.000 krónur, og sér hver í hendi sér að hagnaðarvon fyrirtækisins er gríðarleg. Að sögn Reynis Jónssonar, sölu- stjóra hjá EJS, umboðsaðila Micro- soft á íslandi, sem ásamt Computer 2000 annast dreifingu á Windows 95 hér á landi, hafa allir framleið- endur tölva sem fást hér á landi samið við Microsoft um að_ setja Windows 95 á vélar sínar. Árlega seljast hér á landi um 15.000 ein- menningstölvur og undanfarna tólf mánuði eða svo háfa flestar tölvur verið þannig útbúnar að setja má inn á þær Windows 95. Að mati Reynis má því búast við að innan árs verði að minnsta kosti 20-25 þúsund vél- ar á markaði hér með Windows 95. Frá DOS til Windows 95 Uppfærsla í Windows 95 kostar mismikið eftir því hver býður og einnig er mismikil þjónusta innifalin í verði. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hver heildarveltan verður hér á landi, ekki síður en ytra, en meðalverð hér er líklega um það bil 10.000 kr. og því mikil velta sam- fara skiptunum, um það bil 150 milljónir króna að mati Reynis, ekki síst ef viðbótarpakkinn Windows 95 Plus, er tekinn með í reikninginn, en í honum er sitthvað aukalegt sem léttir notendum lífið, Alnetsforrit o.fl. Einnig gera búnaðarsalar ráð fyrir mikilli söluaukningu, því ali- margir muni endurbæta tölvur sínar Gluggi i I framtíi og jafnvel skipta um til að fá sem mest út úr stýrikerfinu nýja. DOS-stýrikerfið lagði grunninn að einmenningstölvubyltingunni og veldi Microsoft, framleiðanda þess, þegar það kom fram snemma á níunda áratugnum. í upphafi þótti mönnum sem 64 kílóbæti af minni væri gríðarlega mikið og DOS, sem er einfaldlega skammstöfun á Disk Operating System, diskstýrikerfi, var aldrei hugsað fyrir tölvur síð- ustu ára, þar sem innra minni er talið í milljónum bæta og diskrými í milljörðum bæta. Fljótlega þurftu menn því að finna ýmsar Ijallabaks- leiðir til að geta nýtt tæknina, því DOS varð þegar það útbreitt að ekki þótti fært að leggja því fyrir róða og hanna frá grunni nýtt stýri- kerfi. Fyrsta útgáfa af Windows kom 1985 og átti að gera DOS-tölvur samkeppnisfærar við Macintosh- tölvur í notagildi og þægindum, enda DOS-umhverfið alræmt fyrir flóknar og torskildar skipanir. Fyrstu útgáfur af Windows þóttu afleitar og náðu lítill útbreiðslu, en Windows 3.0 gerbreytti einmenn- ingstölvuheiminum þegar það kom á markað 1990. Síðan hafa komið tvær útgáfur af Windows, 3.1 og 3.11, með ýmsum endurbótum en alltaf með sama gallanum, þ.e. með DOS undir skelinni. Þannig hefur Windows fram að þessu ekki verið fullkomið stýrikerfi, heldur not- endaskil, þ.e. forrit sem kemur á milli notandans og stýrikerfis tölv- unnar, og því verið háð sömu ann- mörkum og DOS. Windows 95 hefur verið þrjú ár í smíðum og hafa 500 manns starf- að við smíði hugbúnaðarins þann tíma, en talsmenn fyrirtækisins segja að þijár milljónir vinnustunda hafi farið í það innanhúss. Þessi þijú ár hafa 50.000 fyrirtæki ólíkr- ar gerðar og stærðar einnig reynt forritið og að sögn Microsoft-manna fóru um 33 milljónir vinnustunda í það. Lokaátakið var svo í lok síð- asta árs þegar 400 þúsund svokall- aðar „beta“-útgáfur voru sendar út til valinna notenda, sem alls eyddu SALA á DOS-stýrikerfinu frá Mii fyrirtækisins, Bill Gates, að ríka hefur ástæðu til að brosa, því öru eftir að gera hai 40 milljónum vinnustunda í að prófa það. 60 milljón notendur nota Windows-notendaskil í dag og óhætt er að spá því að flestir þeirra eigi eftir að skipta í Windows 95, ef þeir hafa á annað borð tæknibún- aðinn til þess. Helsta vandamál sem þeir eiga eftir að glíma við er ein- mitt það sem hefur gert PC- staðal- inn ráðandi; tölvuframleiðendur og framleiðendur jaðarbúnaðar skipta hundruðum og sametningarnar óteljandi. Það þýðir að uppsetning Windows 95 getur verið afskaplega frábrugðin á milli tölva, sérstaídega ef jaðartæki eru mörg. Kostir og gallar Ógerningur er að gera svo viða- miklu forriti sem Windows 95 full- nægjandi skil í stuttu máli, en tína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.