Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JlhnqQissdblto^iib' VIKAN 17/9 - 23/9 ►KÖNNUN Bifreiðaskoð- unar íslands hf. hefur leitt í ljós að 372 börn eru skráð- ir eigendur bifreiða. Þar af eru 33 börn 4ra ára og yngri. Af heildarfjölda bif- reiða eru gjöld af 67 í van- skilum. Umboðsmaður barna telur að um hugsan- lega misnotkun geti verið að ræða þegar börn eru skráð fyrir bifreiðum. ►RIÐUVEIKI hefur fund- ist í kind frá bænum Ási-f Vatnsdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Á bænum eru 623 kindur og fylgja þeim á ellefta hundrað lamba. Nýlega fannst einnig riðu- veiki í kind frá stærsta fjár- búi í héraðinu, Stóru-Giljá, þar voru yfir 900 fjár. ►BORGARSTJÓRN sam- þykkti á fimmtudag með 8 atkvæðum gegn 7 hækkun á fargjöldum SVR þrátt fyrir mótmæli. Borgar- stjóri fékk í vikunni undir- skriftalista, þar sem 11.335 íbúar í borginni mótmæltu hækkuninni. ►SAMKVÆMT frumvarpi til nauðasamninga vegna skulda Sambands íslenskra samvinnufélaga nemur upp- greiðsla skulda 14 miljjörð- um. Áður en nauðasamning- ar voru gerðir var búið að greiða upp 96-98% af skuld- um SÍ S og náðu samning- arnir því til um 3% skuld- anna. Samkvæmt nauða- samningnum voru greidd 25% af þáverandi skuldum eða um 91 millj. af 364 miHj- ónum. Samningarnir miðuðust við skuldastöðu Sambandsins í maí 1994. Húsin verði keypt HREPPSNEFND Súðavíkur hefur ákveðið að óska eftir því við Ofanflóða- sjóð og Almannavarnir ríkisins að hús- eignir í núverandi byggð á Súðavík verði keyptar í stað þess að byggð verði vamarmannvirki á sama stað.‘ Áætlað- ur kostnaður við vamimar er frá 694 milljónum til 751 milljón en kostnaður vegna uppkaupa húsa er áætlaður 700 milljónir. Rúmar 2,2 millj. fyrir innflutning á kjöti LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hef- ur úthlutað toilkvóta á unnum kjötvör- um samkvæmt tillögum ráðgjafar- nefndar um inn- og útflutning landbún- aðarvara. Úthlutað var 26 tonnum til sjö fyrirtækja og greiða þau samtals rúmar 2,2 millj. fyrir að fá að flytja kjötið inn á lágmarkstollum. Kuml frá víkingatíma EITT ríkasta kuml frá víkingatíma hefur fundist á Skriðdal á Héraði. Við uppgröft kom í ljós beinagrind af karl- manni, hesti og hundi auk vopna, tveggja brýna og lítt skemmdrar grýtu 'úr klébergi, en það er í fyrsta sinn sem heil grýta fínnst í gröf hér á landi. Skattur af 40 þús. krónunum FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt að leggja fram frumvarp þess efnis að greiddur verði skattur af 40 þúsund króna kostnaðargreiðsl- um sem alþingismenn fá. Forseti Al- þingis telur ekki að þingmenn hafí gert mistök með því að samþykkja frumvarp sem fól í sér skattfrjálsar kostnaðargreiðslur. Þungavopn Serba á brott ► Alþj óða vinnumálastof n - unin, ILO, segir að kreppa ríki í félagslega kerfinu í Evrópu, fjármögnun þess verði æ erfiðari. Stofnunin segir að endurskilgreina þurfi hlutverk rikisvaldsins. ►FÉLÖG útgerðarmanna og sjómanna í Færeyjum hótuðu á þriðjudag að leggja öllum flotanum ef kvótakerfið yrði ekki af- numið innan sex vikna. FULLTRÚAR Sameinuðu þjóðanna og ►TITRINGUR er nú víða í Atlantshafsbandalagsins, NATO, ríkjum Evrópusambandins ákváðu á miðvikudagskvöld að ekki vegna þeirra ummæla fjár- yrði nauðsynlegt „að svo stöddu“ að málaráðherra Þýskalands, hefja á ný loftárásir á stöðvar Bosníu- Theos Waigels, á fimmtu- Serba þar sem þeir hefðu staðið við dag að ítalir og fleiri að- samninga um brottflutning þunga- ildarþjóðir muni eigá erfitt vopna frá Sarajevo. Vesturveldin taka með að uppfylla skilyrði þó skýrt fram að hefji Serbar aftur væntanlegs myntbandalags árásir á griðasvæði SÞ verði þeim svar- sambandsins. að með loftárásum. Vígstaðan í Bosníu hefur gerbreyst ►LÝÐRÆÐISSINNAR á innan við tveim vikum því að múslim- sigruðu um síðustu helgi í ar og Króatar hafa notað tækifærið siðustu þingkosningum í til að taka stór svæði af Serbum og Hong Kong sem haldnar ráða nú samanlagt helmingi Bosníu. verða áður en Kina fær á Tugþúsundir Serba hafa flúið undan ný æðstu völd í borginni eft- sókn múslima og Króata sem fyrir til- ir 150 ára nýlendusljóm mæli Vesturveldanna bundu enda á Breta. Em úrslitin talin áfall aðgerðimar á fimmtudag. Stórveldin fyrir stjómvöld í Peking óttuðust að flóttamannavandinn yrði sem höfðu vonað að flokkur óviðráðanlegur og sóknin gæti komið hliðhollur þeim sigraði. í veg fyrir að samningar næðust um vopnahlé í landinu öllu. Alija Izet- ►FORSETI Úsbekístans vill begovic Bosníuforseti sagði að stjóm- að dustað verði rykið af arherinn myndi ekki reyna að taka eitt gömlum hugmyndum frá helsta vígi Serba í norðurhéruðunum, Sovétskeiðinu um að breyta Banja Luka. farvegi stórfljóta í Síberíu Framkvæmdastjóri SÞ vill að herlið og snúa rennslinu til suðurs. NATO taki við friðargæslunni af SÞ. Kom þetta fram á ráðstefnu Bandaríkin eru reiðubúin að senda allt um Aralvatn sem er að að 25.000 manna herlið til friðargæslu þorna upp vegna minnkandi í Bosníu ef friðarsamningar verða und- aðrennslis. Hugmyndinni irritaðir. var illa tekið á ráðstefnunni. FRÉTTIR Námsmenn vilja lækka endurgreiðslubyrði námslána Ráðherra bíður end- urskoðunar laga NÁMSMENN vilja að endur- greiðslubyrði námslána verði lækk- uð til að auka möguleika þeirra á að festa kaup á húsnæði, að sögn Guðmundar Steingrímssonar, for- manns Stúdentaráðs HÍ. Hámarksendurgreiðslubyrðin var 3,75% á milli 1982 og 1992 og liðu þá þijú ár frá námslokum til upp- hafs endurgreiðslna. 1992 voru sett ný lög sem kváðu á um að tveimur árum eftir námslok skyldu endur- greiðslur hefjast, vera 5% af tekjum fyrstu 5 árin en 7% eftir það. Menntamálaráðherra segir ástæðu til að bíða endurskoðunar á lögum um LÍN áður en afstaða verði tekin til þessarar kröfu. „Þessi hækkun var ískyggileg á sínum tíma og bentu námsmenn strax á að hún gerði námsmönnum ókleift að festa kaup á húsnæði eftir nám. Þá var brugðist við með því að taka ekki mið af námslána- skuldum í greiðslumati Húsnæðis- stofnunar, en það breyttist um sein- ustu áramót. Það væri algjört glap- ræði að víkja frá þeirri stefnu að nýju og taka ekki 5-7% endur- greiðslubyrði inn í greiðslumat stofnunarinnar, því þá væri einfald- lega verið að ljúga að fólki og segja því að það geti greitt lánin án þess að svo sé,“ segir Guðmundur. Samræming í húsnæðis- og skattkerfi Guðmundur segist ekki vilja nefna neinar tölur um æskilega lækkun greiðslubyrði námsjána, en hann telji svigrúm innan LÍN til að framkvæma slíka lækkun. Nú starf- ar nefnd, skipuð af menntamálaráð- herra, að endurskoðun laga um LÍN og tekur hún meðal annars endur- greiðsluhlutfallið til skoðunar. „Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji lækka endur- greiðsluhlutfallið og mér finnst rangt að nefna einhveija tölu sem okkar kröfu, á meðan þessi vinna er í gangi. Þetta snýr ekki eingöngu að lánasjóðskerfinu, og vel getur verið að einnig þurfi að gera eitt- hvað til samræmingar í húsnæðis- kerfínu og skattkerfinu,“ segir Guð- mundur og minnir á ábendingar Sambands ungra sjálfstæðismanna í sama anda um sérstök húsnæðis- kaupaskattkort eða fjárfestinga- skattkort fyrir ungt fólk. Guðmundur segir ekki ljóst hversu hátt hlutfall námsmanna ráðist í húsnæðiskaup 2-3 árum eftir nám, en hann telji þá vera talsvert marga. Námslánakerfið hvetji ekki til sparnaðar og því eigi fólk ekki höfuðstól til að ráðstöfun- ar að námi loknu, sem leiði til að það lendi í vandræðum við hús- næðiskaup. Eftir síðustu áramót fái þessir einstaklingar þó tæpast lán hjá Húsnæðisstofnun. Unnið að endurskoðun á lögum um LÍN Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra segist ekki vilja taka afstöðu til kröfu námsmanna um lækkað endurgreiðsluhlutfall að sinni. „í fyrsta lagi er starfandi nefnd í samræmi við stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnar sem er að endurskoða lög um LÍN, og hvað kemur út úr því starfi vil ég ekkert fullyrða um. Námsmenn eiga þar fulltrúa og við skulum bíða eftir því hvað kemur úr J)ví starfi. I öðm lagi er þarna verið að fjalla um húsnæðislánakerfíð og spurning- in er sú, hvemig á að tengja saman það markmið LÍN að styðja alla námsmenn til náms og hins vegar varðandi húsbyggingar. Það er mál sem heyrir ekki að öllu leyti undir menntamálaráðuneytið." Morgunblaðið/Þorkell Yfirbyggð göngugata við Garðatorg BYGGT hefur verið 1.200 fer- metra glerhýsi yfir göngugötuna við Garðatorg í miðbæ Garða- bæjar. Þeir sem fjármagna bygg- inguna eru eigendur verslana við Garðatorg auk Garðabæjar sem á 26% hlut í byggingunni. STOFNAÐUR hefur verið minning- arsjóður um Vivan Hrefnu Óttars- dóttur sem myrt var í Sviss fyrir skömmu. Sjóðurinn er til styrktar unglings- dóttur Vivan, Urði Úu Guðnadóttur, Flutt verða inn 2Vi metra há tré frá Bandarílqunum og settir verða upp bekkir. Hátt í 30 fyrirtæki eru í hús- inu. Gleryfirbyggingin kostaði nálægt 45 milljónum króna. sem morðinginn réðst einnig á áður en hann flúði af vettvangi glæpsins. Þeim, sem vilja minnast Vivan, er bent á söfnunarreikning nr. 137- 05-18734 í Landsbanka íslands fyrir Urði Úu. 762 þúsund farþegar með Flugleiðum FYRSTU átta mánuðu ársins fluttu Flugleiðir 761.996 farþega í innanlands- og millilandaflugi sem jafngildir 7% fjölgun frá sein- asta ári. Mest er fjölgunin í milli- landaflugi, eða um 7,8% og að mestu yfir vetrarmánuðina. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hefur sætanýting batn- að milli ára, sem segi í raun meira um þróun rekstrarins en fjöldi far- þega. Vöruflutningar Flugleiða fyrstu átta mánuði ársins jukust um rúm- lega 8% og voru 9.225 tonn flutt. Aukningin er að mestu leyti í út- flutningi, fyrst og fremst á fersk- um fiski. Fraktflutningar innan- lands stóðu í stað. Minmngarsjóður um Vivan Hrefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.