Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ sssssas? Morgunblaðið/Guðni L. WILLIAM McNutt, Jr. er forstjóri Collin Street Bakery í Corsicana í Texas. Fyrirtækið selur jólakökur um allan heim og á fjölda viðskiptavina á Islandi. VIÐFORUL KAKA ÚR COLLINSTRÆTI eftir Guðna Einarsson SMÁBORGIN Corsicana er um 80 km sunnan við Dall- as í Texas. Bærinn átti sitt blómaskeið í kringum aldamótin þegar olíuævintýrið hófst í Texas. Þarna var boruð fyrsta olíuholan í Bandaríkjunum utan Oklahomaríkis og á skömmum tíma urðu lindirnar margar í Corsicana. íbúafjöldinn margfaldaðist og varð yfir 50 þúsund manns þegar best lét. Nú býr helmingi færra fólk í borginni. Stærsta fyrirtækið í borginni Þegar maður kemur að Corsicana eftir þjóðvegi 45, sem liggur á milli Dallas í norðri og Houston í suðri, blasir við stórt skilti sem býður vegfarendum að fá sér kökur og kaffi í Collinstræti fyrir 10 sent eða um krónur sex og fimmtíu íslensk- ar. Á leiðinni inn í borgina sjást víða merki þess að olíuævintýrinu er lokið. Innan um bensínstöðvar sem gera vegfarendum tæ landi gylliboð, standa nið- urnídd hús. Járnbrautar- teinar skera aðalgöt- una með skömmu millibili og á milli teinanna rísa himin- háar korngeymslur. Eftir rúmlega tveggja kílómetra gj akstur frá hrað- brautinni kemur maður að Collin Stre- et-bakaríinu, sem fyrir löngu er flutt úr Collin- stræti og stendur nú við Sjöunda breiðstræti. VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ► L. William McNutt, Jr. er forstjóri Collin Street Bakery í Corsicana í Texas. Bakaríið er stærsta fyrirtækið í borginni og hefur allt að 650 starfsmenn. Það á stór dótturfyrirtæki í matvælaiðn og tölvuvinnslu. McNutt tók við rekstrinum af föður sínum sem keypti bakaríið ásamt fleirum 1946. Aðal- framleiðsla bakarísins er ávaxtakaka sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga og er send um allan heim fyrir jólin. Að sögn McNutt á fyrirtækið yfir 500 viðskiptavini á Islandi og er það líklega heimsmet - miðað við mannfjölda að sjálfsögðu. Myndir og áritanir Bakaríið lætur lítið yfir sér, þótt það sé stærsta fyrirtækið í Corsicana. Út að götunni snýr tveggja hæða múrsteins- bygging og er brauðbúð á neðri hæðinni. Fyrir utan blaktir bandaríski fáninn. Þegar inn er kom- ið blasa við myndir úr sögu fyrirtækisins og á einum veggnum er gler- ;; kassi sem geymir frímerki af bréfum viðskiptavina hvað- anæva að úr heiminum. Einnig má sjá þar bréf frá þekktu fólki, meðal annars Elísabetu Englands- drottningu. Frank Sinatra og fleir- um sem hafa sent myndir af sér JÓLAKAKAN hefur verið nær óbreytt allt frá upphafi, smávægilegar breytingar voru gerðar 1947 og síðan ekki söguna meir. og eiginhandaráritanir til staðfest- ingar á hamingju sinni yfir að hafa smakkað heimsins þekktustu ávax- taköku frá Collin Street Bakery. Bakaríið státar auk þess af fjölda viðurkenninga bæði fyrir kökuna og góðan árangur í viðskiptum, meðal annars frá Monde Selection í Belgíu, sælkerafélaginu The New York Gourmet Society, Texasríki og viðskiptaráðuneyti Bandaríkj- anna. Hin árlega jólakökuvertíð Undirritaður hafði mælt sér mót við John Crawford, framkvæmda- stjóra sölusviðs Collin Street Ba- kery. Crawford tók á móti blaða- manni í anddyrinu og bauð hann hjartanlega velkominn á klingjandi texönsku. Crawford sagði að þegar forstjórinn, L. William McNutt, Jr., frétti að blaðamaður væri væntan- legur frá Islandi hafi hann eindreg- ið óskað eftir því að fá að veita honum viðtal. McNutt er af annarri kynslóð núverandi eigenda fyrir- tækisins. Hann bytjaði á að útskýra reksturinn og rekja sögu bakarísins: „Við erum fyrst og fremst í jóla- gjafaframleiðslu. Ávaxtakakan, De Luxe Fruitcake, eða jólakakan, er eiginlega okkar eina framleiðsla og aðeins seld eftir pöntunum og send í pósti. Fyrirtæki og einstaklingar panta kökur og láta senda þær vin- um og velunnurum í jólagjöf, einnig pantar fólk kökur til eigin neyslu. Aðalannatíminn stendur í 11 til 12 vikur fyrir jól, þá vinna hérna 650 mannsi Við erum auk þess með litla brauðgerð og verslun, svona til að bakararnir hafi eitthvað að gera á milli jólakökuvertíða. Þar éru bak- aðar ýmsar sortir af kökum og brauði. Lungann úr árinu vinna ekki nema um 85 starfsmenn hjá okkur.“ Laumufarþegi í lestinni Mc Nutt segir að það hafi verið ótrúleg slembilukka örlaganna sem olli því að þetta þjóðþrifafyrirtæki var stofnað í Corsicana árið 1896. „Fyrir aldamótin streymdi fólk til Bandaríkjanna,_ ekki hvað síst frá Þýskalandi og írlandi. Hér í Suður- Texas settist að fjöldi Þjóðveija.og búa margir af þýsku bergi brotnir á þessum slóðum. August, eða Gus Weidmann, var ungur bakari sem kom frá Wiesbaden í Þýskalandi til að leita gæfunnar í Bandaríkjunum árið 1894. Hann ætlaði sér að fara til Suður-Texas og hitta vini sína þar. Hann átti enga peninga en gat lætt sér um borð í járnbrautalest, þótt hann væri farmiðalaus. Það komst upp um kauða skömmu eftir að lestin fór frá Dallas og honum var hent út á fýrsta viðkomustað, sem var hér í Corsicana. Þá var hér mikið um að vera. Olíuævintýrið á fullu og margt fólk í bænum.“ Laumufarþeginn Weidmann fékk vinnu á kaffihúsinu í bænum og ekki leið á löngu uns hann hafði sannað snilli sína á sviði kökugerð- arlistar. Eftirréttirnir og sæta- brauðið sem hann gerði vakti mikla lukku og aðsóknin að kaffihúsinu jókst til muna. Einn fastagestanna var írskur innflytjandi að nafni Tom McElwee. Hann hafði hagnast á bómullarrækt og átti auk þess fjöl- leikahús. Einhvern tímann yfir kaffibolla og kökusneið spurði Tom McElwee vin sinn Weidmann bak- ara hvers vegna hann opnaði ekki eigið bakarí. Weidmann sagði að ekki skorti sig áhugann, en hann hefði bara ekki efni á því. Það varð úr að þeir stofnuðu saman brauð- gerðarhús árið 1896. McElwee lagði til fjármagnið en Gus Weidmann þekkinguna. Fyrsta bakaríið var í Collinstræti og þannig er nafnið Collin Street Bakery til komið. Reksturinn gekk að óskum og áratug seinna reistu þeir félagar nýtt brauðgerðarhús í næstu götu og innréttuðu sjö gistiherbergi á efri hæðinni. Þar var ekkert til spar- að og stílað upp á að laða að efn- aða gesti. Þar hvíldu lúin bein menn á borð við stórsöngvarann Enrico Caruso, Will Rogers, heiðursmaður- inn Jim Corbett og John Ringling, eigandi samnefnds sirkuss. Þegar Ringling-sirkusinn kom í bæinn gistu sirkusstjórarnir ævinlega uppi á lofti í Collin Street-bakaríinu. Allir gestirnir fengu að smakka á ávaxtrkökunni góðu sem var fast- ur liður í framleiðslu bakarísins. Árið 1913 óskuðu sirkusforstjór- arnir eftir því að bakaríið sendi nokkrum útvöldum vinum og vel- unnurum sirkuss Ringling-bræðra þessa frábæru köku í jólagjöf. Það var upphafið að kökusendingunum frá Collinstræti. Mikil aukning í póstsölu Þar kom að þeir félagar Gus Weidmann og Tom McElwee lögðu niður störf. Árið 1946 keypti faðir L. Willam McNutt og félagar hans bakaríið af ekkju Toms McElwee. Seinni heimsstyijöldinni var nýlokið og sóknarhugur í mönnum. Nýju eigendurnir ákváðu að leggja aukna áherslu á póstsöluna. „Hún hefur vaxið ár frá ári síðan,“ segir McNutt yngri. „Fyrsta árið seldu þeir 58 þúsund pund af kökum (rúmlega 26 tonn). I fyrra sendum við frá okkur yfir fjögur milljón pund af kökum (rúmlega 1.800 tonn), eða meira en eina og hálfa milljón kök- ur. Við fengum yfir 400 þúsupd pantanir í fyrra, þar af 530 frá ís- landi. Það er ekki svo lítið, því þið eruð ekki mörg sem búið þar. 1 kringum 80% viðskiptavina okkar panta ár eftir ár.“ Dótturfyrirtæki Uppistaðan í ávaxtakökunni er pecan-hnetur, eða 27% af þyngd- inni. Þessi hneta er ræktuð í suð- austurhluta Bandaríkjanna og það- an koma 97% heimsframleiðslunn- ar. Collin Street-bakaríið notar yfir 700 tonn af hnetum á ári. Bakaríið I I I I \ ) i i l i i I i i i i \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.