Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 11 Gufunes Ábur&árverksmibja Sundahöfn Gufupeshöfði > \ Hamrar Gelgjutangi Heimar Ártún«H<»f5i Höf&ar lfstoðin Ártúnsholt : Árbæjarsafn/ Arbær Fossvogsdalur Vatnsenda- hvarf Elliða \ vatn ingin þar farið fram á mörgum árum, en aldrei hafi verið gripið inn í atburðarásina í þágu Elliða- ánna þrátt fyrir ótal og þrotlausar ábendingar. Útkoman sé skelfileg, því mis- skilningur sé ef menn haldi það, að Elliðaánum ljúki fyrir neðan breiðuna neðan gömlu brúarinnar. Hver á hefur sitt ósasvæði og eru þau yfir höfuð ekki síður viðkvæm en árnar sjálfar. Það hefur vita- skuld átt við um Elliðaárnar er ósasvæði þeirra var og hét. En það er ekki til lengur, að minnsta kosti ekki í sinni upprunalegu mynd. Til að mynda eru þeir ef til vill ekki margir sem vita, að leiran í botni vogsins er ekki það sem sýn- ist. Nei, borgaryfirvöld notuðu vog- inn sem losunarstað fyrir jarðveg sem kom upp úr húsagrunnum í borginni. Uppfyllingartanginn sem gjarnan gengur undir nafninu Geirsnef er að grunni til „sorp- haugur“ eins og Garðar kallar það og bætir við að sumt af því sem þar er urðað geti ekki talist æski- legt í námunda við viðkvæma nátt- úruperlu á borð við Elliðaárnar. Nefndi hann sem dæmi bílhræ og rafgeyma. Ekki er öll sagan sögð, austur- kvísl árinnar, sem sagt laxveiðiáin, rennur nú í stokki meðfram Árt- únshöfða, fram hjá fyrirtækjum á borð við'sorpmóttöku, malbikunar- stöð, rörasteypu, birgðastöð fyrir sement og athafnasvæði þar sem sjávarmöl er skoluð, - með vatni úr ánum. Vestan megin við ósinn er fjöldi vélaverkstæða af ýmsum toga og margs konar starfsemi önnur, hvert og eitt fyrirtæki með sitt frárennsli og uppi á Ártúnshöfða er sem kunnugt er mjög blómleg miðstöð hvers kyns framleiðslu- og iðnfyrirtækja. Garðar hefur skoðað þetta og segir: „Meðal þess sem þarna er að finna er snyrtilegt svínasláturhús, en það er ekkert snyrtilegt við úrganginn og eru sérstaklega tvö mjög slæm dæmi um opnar skolp- leiðslur, önnur bókstaflega inni í ósnum, en hin aðeins utar. Ekki er mér alveg Ijóst hvernig aðal- æðar frárennslis liggja frá þessu svæði, en á sláturtíma bólgnar upp gorelgur utan við árrennuna milli Sorpu og athafnasvæðis Sements- verksmiðju ríkisins, það er klárt mál. Og það er hægt að nefna svo margt, fyrirhugaða brúargerð yfir ósasvæðið, hugmyndir um zink- verksmiðju og fleiri iðnfyrirtæki á nýju svæði í Grafarvogi, og smá- bátahöfnina í Grafarvogi, en bát- um mun ávallt fylgja olía,“ segir Garðar. Ofar með ánum Til þessa hefur að mestu verið reifuð heljarslóð laxins um ósa- svæðið. Ef það væri það eina. Ef skoðaðar eru gamlar myndir frá Elliðaánum, t.d. af Sjávarfossi, má glöggt sjá, að t.d. fyrr á þessari öld og fram eftir henni var vatns- magn Elliðaánna mun meira heldur en nú er. Munar þar miklu. Á myndum af fossinum sýnist áin vera a.m.k. tvöföld miðað við daginn í dag og ekki má gleyma að talsvert vatn var í vestari kvíslinni og var þar einnig laxveiði. Nú er þetta ekki svipur hjá sjón og vestari kvíslin nánast liðin undir lok. Hvað segir Garðar um vatnsleysið? En svo hefur verið að sjá að vatnið hafi farið minnkandi frá ári til árs. „Þetta er að minnsta kosti að hluta til náttúrulegt fyrirbæri, lítil ofankoma veldur lækkandi jarð- vatnsstuðli. Ef litið er aðeins aftur til síðasta árs, þá var lítil rigning í fyrra haust og einnig síðast liðið vor. Á sama tíma hefur vatnsnotk- un höfuðborgarsvæðisins vaxið stig af stigi með vaxandi álagi á Gvendarbrunnasvæðinu. Ég hefði haldið að hver maður gæti séð að slíkt hlyti að hafa „ Morgunblaðið/Þorkell ÞÓ'ÍT ótrúlegt kunni að þykja þá er þessi mynd tekin á ósa- svæði perlu Reykjavíkur. því að ná fullorðnum laxi úr ánum í þremur til fjórum áföngum áður en ný vertíð gengur í garð næsta vor. Síðasta atlagan verður að hoplaxi á vordögum og síðan á að skoða vandlega nýgenginn lax sem veiddur er í kistu er hann kemur í ána. Trúlega verður teljarakistan notuð til þess arna þótt auðvitað væri betra að ná grunsamlegum löxum burt úr ánni neðar. Gísli Jónsson fisksjúkdómafræðingur og Friðrik Þ. Stefánsson formaður SVFR hafa báðir lýst yfir ánægju með aðgerðirnar í samtölum við Morgunblaðið, þeir telja að til lengri tíma litið sé þetta góð stefna. Engan hljómgrunn fékk sú hug- mynd að setja eitur í vatnakerfið og eyða öllu lífi. Tilkoma kýlaveikinnar var mik- ið áfall, en hugsanlega var það einmitt það sem þurfti til þess að vekja menn til umhugsunar um framtíð Elliðaánna. Að minnsta kosti er okkar viðmælandi Garðar Þórhallsson þeirrar skoðunar. Hann telur að kýlaveikin muni reynast Elliðaánum bjargvættur. Hann hefur látið sig málefni ánna varða í 40 ár, þar af hefur hann verið formaður ámefndar SVFR fyrir Elliðaárnar síðustu 25 árin. „Milli mín og Elliðaánna er ástarsamband," segir Garðar. „Þess vegna hefur verið erfitt að horfa upp á hnignun ánna í gegn um árin. Raunar er með ólíkindum hvað laxinn hefur haldið velli eins og að honum hefur verið kreppt. ■Þess vegna er dapurlegt að játa það og ömurlegt að segja það, en ég held að það hafi verið gott fyr- ir árnar að fá þessa kýlapest, því áfallið er þess eðlis að það er ekki lengur hægt að sitja í makindum og tala um perlu Reykjavíkur. Nú hlýtur öllum að vera ljóst að allt er á síðasta snúningi og verkin verði að tala,“ bætir hann við. Og hvað ber þá að gera? „Fyrst og fremst á að nota þetta tækifæri til að breyta hugarfarinu gagnvart ánum. Allt of margir líta á það sem sjálfsagðan hlut að Ell- iðaárnar og umhverfi þeirra sé hreint og ósnortið. Umgengnin ber vott um það hugarfar og því þarf að breyta. Til þessa hafa borgar- yfirvöld ekkert gert, en nú hefur verið tilkynnt að gera skuli líffræði- lega úttekt á ánum og er það auð- vitað gott skref og mikilsvert, en það má ekki láta þar staðar numið. Ég tel að nú ætti skilyrðislaust að skipa alvöru nefnd sem heyrði undir þorgina. Nefnd þessi ætti að grafa allt það upp sem gæti hugsanlega skaðað árnar og gera síðan tillögur um framkvæmdir og reglugerðir. Það er nefnilega svo, að þó það sé dýrt að hreinsa til í kring um árnar og gera allar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru, þá er það einnig dýrt að missa Elliðaárnar. Það yrði ekki metið til ijár. Já, ég hugsa að líklega bjargi kýlapestin Elliðaánum," eru lokaorð Garðars Þórhallssonar í þessu spjalli. Ekki er olveg Ijóst hvernig aóalæóar frárennslis liggja f rá þessu svæði, en á sláturtíma bólgn- ar upp gorelgur utan við árrennuna milli Sorpu og at- hafnasvsðis Se- mentsverksmiðju ríkisins. áhrif, en þegar ég nefndi þetta atriði við vatnsveitustjórann fyrir skömmu var ekki að heyra að hann teldi stóraukið vatnsbruðl á svæð- inu koma þessum vanda á nokkurn hátt við. Hann talaði um einhveijar neðanjarðarstíflur frammi á heið- um, en ég áttaði mig ekki á því hvað hann var að fara.“ Það er deginum ljósara, að því minna sem vatnið er í ánni, þeim mun hærra hitastigi nær árvatnið í hlýindum á sumrin og það er ein- mitt það sem getur verið kveikjan að því að kýlaveikismit blómstri í sýktum fiski. Það er sem sagt illt við þetta að eiga. Vinir Elliðaánna hafa auk þess horn í síðu gömlu rafstöðvarinnar sem enn er starf- rækt og telja að hún raski á stund- um óþarflega mikið eðlilegu rennsli ánna. Garðar segir starfrækslu stöðv- arinnar stafa af því hversu hag- kvæm hún er miðað við gangverð á rafmagni frá Landsvirkjun. „Sú hugmynd hefur komið upp að gera gömlu rafstöðina að safnhúsi, enda hefur hún gegnt hlutverki sínu með sóma í rúm 70 ár. Mér líst vel á þá hugmynd enda fellur hún vel að markmiðum bargarinn- ar að vernda umhverfi Elliðaánna og efla Árbæjarsafn,“ skýtur Garðar inn í. Fleira mætti tína til, Rafveitan vaktar hesthúsin í Víðidal með reglulegum sýnatökum og þar er allt með kyrrum kjörum. Það er annað en forðum er hestamenn og veiðimenn deildu. Nú er það liðin tíð. En viðmælandi okkar Garðar Þórhallsson segir enn fremur ástæðu til að óttast fjölmargar rotþrær ofarlega við ána, t.d. í nýjum íbúðarhverfum á Vatnsenda og við fjölmarga sumarbústaði við Elliðavatn ög Helluvatn, rotþrær geti verið „tímasprengjur“ eins og Garðar kemst að orði. Kýlaveikin bjargvættur? Nú er ef til vill kominn nægilega langur listi yfir hugsanlega, meinta og örugga mengunarvalda og kom- inn tími til að spyija hvað sé til ráða. Og þá er aftur komið að kýlaveikinni. Fyrir skömmu komu menn sér saman um til hvaða ráða skyldi gripið til að reyna að upp- ræta pestina. Flestir virðast sam- mála um að kýlaveikin sé stað- reynd sem búa verði við, og menn verði að vona að laxastofnar þeir sem verða fyrir barðinu á henni komi sér upp ónæmi sem felur í sér að þótt sýkin sé í stofninum veikist aðeins fáir fiskar, svona rétt eins og ástatt er með kýlaveiki- bróður sem verið hefur landlægur um árabil en lítið ber á. Aðgerðirnar eru m.a. fólgnar í GARÐAR Þórhallsson og Elliðaárnar. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.