Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HAmjina BtA'tlMU IM yjVAIMH œ SÚNAHH8 ÍB.NMNN mBM i V ■ <0 3 {- iMM UVN\lh\H ; wiNKiNiý' JUN'AIAl* 1* {jÚMlHR I wuí-W/riK töftK V ffii «*»■ — MW íslandsmeistarar Akurnesinga 1995 FREMSTA röð frá vinstri: Haraldur Ingólfsson, Sturlaugur Haraldsson, Bjami Guðjóns- son, Kári Steinn Reynlsson, Ámi Gautur Arason, Ólafur Þórðarson fyrirliði, Jóhannes Harðarson, Pálmi Haraldsson, Arnar Gunnlaugsson og Sigursteinn Gíslason. 2. röð frá vinstri: Logi Ólafsson þjálfari, Bjarki Gunnlaugsson, Alexander Högnason, Dejan Stojic, Bjarki Pétursson, Ólafur Adolfsson, Sigurður Jónsson, Zoran Miljkovic, Gunn- laugur Jónsson, Stefán Þórðarson, Guðjón Guðmundsson læknir og Gunnar Sigurðs- son formaður Knattspyrnufélags IA. í 3. f.v. em stjórnarmennirnir Karl Alfreðsson, Gylfi Þórðarson, Ásgeir Ásgeirsson, Pétur Óðinsson, Skúli Garðarsson, Birgir Elin- bergsson og KHstfnn Reimarsson framkvæmdastjóri ÍA. Akurnesingartóku í gær við íslandsbikarnum í knattspyrnu fjórða árið í röð Vinningshlut- fall liðsins er 82,5% undan- farin fjögur ár AKURNESINGAR fengu íslandsbikarinn íknattspyrnu afhent- an á Skipaskaga í gær eftir leikjnn við ÍBV. Þar með lauk 50. keppnistímabili Akurnesinga í íslandsmótinu, en þeirtóku fyrst þátt í því árið 1946. Á þessum árum hafa þeir 14 sinn- um orðið meistarar og jafnoft 12. sæti. Framundan er svo leikur í Evrópukeppninni nk. þriðjudag gegn Raith Rovers á Akranesvelli kl. 16. Ef úrslit verða hagstæð komast Skaga- menn í 2. umferð keppninnar. /^V Leikmc l 1 |j) (slandsmót \Nj 1 V 1992-95 N—X Leikir Mörk mnirnir L a n d s I e i k i r A- U-21 U-18 U-16 Leikir Leikir Leikir Leikir Evr.keppni 1970-95 Leikir Mörk Alls Leikir Mörk Haraldur Ingólfsson 70 28 16 14 11 15 17 1 308 82 Alexander Högnason 69 8 2 4 4 10 14 1 282 43 Ólafur Adolfsson 68 9 7 - - - 10 0 185 14 Sigursteinn Gíslason 66 5 12 - - - 14 1 257 34 Sigurður Jónsson 55 6 37 2 8 12 14 2 165 29 Ólafur Þórðarson 48 15 61 15 9 4 19 3 262 46 Sturlaugur Haraldsson 41 0 - 14 17 10 10 0 136 1 Theódór Hervarsson 40 2 - - - - 5 0 132 8 Kristján Finnbogason 36 0 6 5 - 7 4 0 117 0 Luka Lúkas Kostic 36 1 - - - - 4 0 108 11 Mijhalo Bibercik 36 27 - - - - 8 0 54 42 Þórður Guðjónsson 36 25 3 9 15 10 3 2 115 91 Pálmi Haraldsson 35 2 - 9 24 23 7 0 100 9 Þórður Þórðarson 33 0 - - - - 7 0 97 0 Zoran Miljkovic 32 0 - - . - - 7 0 54 0 Kári Steinn Reynisson 29 3 - 9 9 - 3 2 79 18 Bjarki Pétursson 26 4 - 1 3 - 9 2 125 45 Arnar Gunnlaúgsson 24 27 16 6 13 7 3 1 112 79 Bjarki Gunnlaugsson 23 7 13 4 10 8 4 1 97 30 Haraldur Hinriksson 23 3 - 1 - 5 3 0 149 24 Stefán Þórðarson 19 4 - - - 2 3 0 51 15 Brandur Sigurjónsson 15 0 - 4 - - 0 0 109 2 Dejan Stojic 11 4 - - - - 1 0 21 13 Heimir Guðmundsson 11 0 3 - - 1 10 0 222 17 Sigurður Sigursteinsson 10 0 - - 10 6 0 0 73 3 Árni Gautur Arason 4 0 - 5 3 10 0 0 22 0 Gunnlaugur Jónsson 3 0 - - 5 13 0 0 29 1 Jóhannes Harðarson 3 0 - - 12 5 0 0 18 0 Karl Þórðarson 3 0 16 - 1 - 19 4 366 54 Bjarni Guðjónsson 2 0 - - - 8 0 0 2 0 Sjálfsmörk 2 - - - - 1 35 Samtals 182 192 102 154 156 21 746 Árangur liðsins 1992-95 M ö r k Leiktíð Leikir U J T Skoruð Fengin Stig Árangur 1992 18 12 4 2 40 19 40 74,1% 1993 18 16 1 1 62 16 49 90,8% 1994 18 12 3 3 35 11 39 72,2% 1995 17 15 1 1 45 15 46 90,2% Samtals 71 55 9 7 182 61 174 82,5% etta er fjórða árið í röð sem Akurnesingar verða ís- landsmeistarar í knattspyrnu á á þessi sigurganga á sér enga hlið- stæðu hér á landi. Þegar litið er um öxl og gengi undanfarinna ára skoðað kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós um liðið og leikmenn þess. Vinningshlutfall- ið síðustu fjögur árin er glæsi- legt, 82,5% og árið 1993 fór það í 90,8%. Liðið hefur unnið 71 leik en tapað aðeins 7. Þetta tímabil er rifjað hér upp í nokkr- um orðum og með fylgja töluleg- ar upplýsingar. 8. september .1990 Örlagadagur liðsins var 8. september 1990. Þetta sumar hafði allt gengð á aftur- fótunum hjá liðinu, en miklar vonir höfðu verið bundnar við það fyrir mótið. Þó flestir hafi verið búnir að afskrifa sæti liðsins í deildinni í miðju móti trúðu menn á kraftaverk, en allt kom fyrir ekki. Fall í 2. deild var hlutskiptið eftir tapleik á heimavelli gegn KR þennan dag. Ekkert þýðir að gráta orðin hlut, heldur safna liði. Þegar litið er um öxl og horft til baka þessi ár sést hve miklu hefur verið áorkað. Uppbyggingarstarfið hófst strax og það voru engin vettlingatök sem dugðu. Sem betur fer höfðu forráðamenn liðs- ins háleit markmið fyrir framtíð- ina og metnað til að vinna að þeim. Akranesliðið skyldi í fremstu röð að nýju á eins skömmum tíma og unnt væri með öllum tiltækum ráðum. Guðjón kallaður heim Guðjón Þórðarson var kallaður heim frá Akureyri til að taka við þjálfun liðsins. Allir leikmenn liðsins héldu áfram og til viðbót- ar voru fengnir nýir leikmenn sem síðar áttu eftir að láta mikið að sér kveða. Þetta voru þeir Þórður Guðjónsson, Ólafur Adólfsson, Luka Lukas Kostic og markvörðurinn Kristján Finn- bogason. Sumarið 1991 er upphafið af þessari einstöku sigur- göngu Akranesliðsins sem ekkert bendir til að verði stöðvuð á auð- veldan hátt. Yfirburðasigur í 2. deild og ágætur árangur í Mjólk- urbikarkeppninni staðfestu að búast mætti við liðinu sterku strax á árinu 1992. Tónninn gefinn Það var bjartsýni í herbúðum Skagamanna sumarið 1992. Flestir bjuggust við góðu þó fáir hafi reiknað með liðinu sem meisturum þetta sumar. Byrjun mótsins lofaði góðu. Sigurður Jónsson var komin heim úr at- vinnumennsku og munaði um minna, þótt hann léki ekki mikið með vegna meiðsla. Eftir því sem leið á keppnina kom í ljós að liðið hafði burði til að sigra sem í lokin var í reynd auðvelt. Frá þessum tíma má segja að liðið hafi ekki tekið feil- spor. Eftir sigurinn 1992 hurfu á brott bestu skoknarmenn liðs- ins, bærðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir til að freista gæfunnar í atvinnumennsku hjá Feyenorrd í Hollandi. Frábært tímabil 1993 Það kom strax í ljós í upphafi leiktímabilsins 1993 að Akurnes- ingar höfðu á að skipa yfirburða- liði í íslenskri knattspyrnu. Ólaf- ur Þórðarson var þá komin í sitt gamla félag eftir fimm ár í Nor- egi og einnig kom til liðsins Mij- halo Bibercik og þessir leikmenn áttu eftir að falla vel inn í leik- mannahópinn. Liðið sýndi fá- heyrða yfirburði í íslandsmótinu, hafði níu stiga forystu á næsta lið í lokin, sigraði örugglega í Mjólkurbikarkeppninni og náðu góðum árangri í Evrópukeppni meistaraliða með sigri á meistur- um Albaníu og sigri í heimaleik á hollenska stórliðinu Feyenoord. Eftir tímabilið urðu nokkrar hræringar hjá liðinu. Guðjón Þórðarson þjálfari hélt á nýjar slóðir og sömuleiðis hættu þrír lykilleikmenn þeir Þórður Guð- jónsson, Luka Lukas Kostic og Kristján Finnbogason. En ungir leikmenn voru að koma fram á sjónarsviðið og áttu eftir að láta finna fyrir sér á næstu árum. Líkt og árið áður Ekkert lát var á sigur- göngunni sumarið 1994. Tónninn var gefin strax í Meistarakeppni KSÍ með sigri á Keflavík. ís- landsmótið þróaðist líkt og árin á undan og um tíma hafði liðið allt að níu stiga forystu en missti hana niður í þrjú stig í lokin. Samt var sigur i mótinu sann- gjarn. Liðið var óheppið með meiðsli lykilmanna. Hörður Helgason þjálfaði liðið og nýjir leikmenn þetta árið voru m.a. serbinn Zor- an Miljkovic og fékk hann mjög vel inn í leik liðsins. IA komst í aðra umferð Evrópukeppni fé- lagsliða og féll þar út fyrir þýska liðinu Kaiserslautern. Tólf stiga forysta Nú er komið árið 1995 og enn er gerð atlaga að meistaratitlin- um. Nýr þjálfari og sá þriðji á þremur árum Logi Ólafsson er tekin við stjórn liðsins. Tímabilið byrjaði feykivel. Stórsigur í Meistarakeppni KSÍ, 5-0 gegn erkióvininum KR sem spáð var að yrðu þeirra helstu mótherjar gaf tónin og tólf fyrstu leikir deildarinnar unnust. Liðið var nær óbreytt frá fyrra ári, aðeins Mijhalo Bibercik yfirgaf hópinn og Serbinn Dejan Stojic kom í staðinn. Þegar langt var liðið á Islands- mótið kom góður liðsauki, bræð- urnir Arnar og Bjarki og styrktu þeir liðið mikið. Titillinn var í höfn þegar fjór- um umferðum. Tólf stig skilja að ÍA og lið KR sem er í öðru sæti. Enn eru breytingar í vænd- um. Logi Ólafsson þjálfari mun taka við íslenska landsliðinu og því mun Akranesliðið fá fjórða þjálfarann á jafnmörgum árum til starfa. Þrír þjálfarar hafa stýrt liðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.