Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ loksins í Hamborg og reyndist það eina sinnar tegundar í allri Evr- ópu.“ Og Sigurður Sverrir hélt áfram: „Tárið er í þremur hlutum og ger- ist fyrst í Þýskalandi svo á Islandi og svo aftur í Þýskalandi. Slawom- ir hafði tekið útiatriðin í íslenska hlutanum og hann var svo afger- andi að ekki var annað hægt en að fylgja honum eftir. En við ákváðum að hafa léttari gulan lit í fyrri hlutanum i Þýskalandi þegar meiri von ríkir í myndinni og þyngja hann í seinni hlutanum. Það var rosalega erfitt að ganga inní þetta. Ekki bara út af litnum held- ur allri áferðinni í heild. Ég varð að vinna mitt starf út frá hans forsendum. Ég gat ekki gert það sama og Slawomir hafði gert en ég varð að tryggja að áhorfandinn sæi engan mun á mínu verki og því sem Slawomir hafði kvikmynd- að og það kostaði mikil átök fyrir mig. Um leið var það ákveðin frels- un. Ég verð aldrei sami kvik: myndatökumaðurinn eftir þetta. í Landi og sonum var ég ofur natúr- alískur. Ég vann úr frá þeim ljósg- jöfum, sem voru til staðar, bæði inni og úti. í Sódómu Reykjavík var ég farinn að losa mig aðeins frá því en lít nú þannig á, að ég hafi fullkomið frelsi með mína ljós- gjafa." Sá rautt Annað sem Sigurður Sverrir tókst á við í fýrsta skipti í Tárinu var náið samspil tónlistar og kvik- myndatöku eða tónlistar og lýsing- ar öllu heldur. „Þetta er músík- mynd og músík skapar ákveðna liti. Á undirbúningsstigi myndar- innar spilaði Hilmar Oddsson fyrir mig eitt verka Jóns Leifs. Ég vissi ekkert hvaða verk það var og hafði aldrei heyrt það áður og þegar því var lokið opnaði ég augun og sagði við Hilmar: Ég sé bara rautt. Það kom í ljós að verkið hét Hekla. Rauði liturinn sem ég sá varð lykillinn að því hvernig við unnum senuna með þessu verki í mynd- inni. Þar er það leikið af 60 manna hljómsveit og ég lét útbúa 60 ljós úr niðursuðudósum. Ég lét setja Ijósaperur í dósimar og mála dós- imar svartar en hafði tvö göt í þeim og setti fyrir þau ýmist rauð- an eða gulan fílter. Dósimar lét ég festa við nótnastatífin hjá hveij- um og einum í hljómsveitinni og lét lýsa ýmist rautt á andlit tónlist- armannanna og gult á nótumar eða öfugt. Þannig vildi ég ná fram áhrifunum sem ég varð fyrir þegar ég heyrði verkið fýrst. Þegar ég hlustaði á Heklu datt mér ekkert í hug annað en glóandi hraun.“ Myndataka og lýsing er mjög mikilvægur þáttur í Tárinu og áhorfandinn verður mjög var við hvoru tveggja. „Kannski er það vegna þess að þegar fólk fer í bíó á þessar venjulegu myndir er lýs- ingin og myndatakan alltaf eins. Tárið er mjög stílhrein að þessu leyti. Takmarkið var að einfalda myndmálið með lýsingu og mynda- töku til að draga fram meginþátt- inn í hverri mynd. Annað sem hjálpar tökunni mjög mikið er tón- list Jóns Leifs. Hún er svo stórt tilfínningaafl og ýtir stórkostlega undir myndatökuna og færir í ann- að veldi. Hér leggst líka allt á eitt, leikur, leikstjóm, leikmynd, bún- ingar, við að gera Tárið svo rosa- lega heilsteypta mynd." Eitt einkenni myndatökunnar er hreinlega myrkrið, svarti liturinn. „Þar geng ég mjög langt,“ sagði Sigurður Sverrir, „en notkunin á svarta litnum er táknræn og í sam- ræmi við þá ógn sem steðjar að þessu aumingja fólki í Þýskalandi og það ræður ekkert við. Samband Jóns Leifs og konu hans brotnar ekki innan frá heldur stíar nasism- inn þeim í sundur og það skynjum við sem myrkur." Benjamín Strax og tökum lauk á Tárinu fór Sigurður Sverrir í að kvik- mynda Benjamín dúfu undir leik- stjórn Gísla Snæs Erlingssonar en BIOMYIMDIR SIGURÐAR SVERRIS EINS OG SKEPNAN DEYR. myndin er byggð á samnefndri verðlaunabók Friðriks Erlingsson- ar og segir af ævintýrum ungra drengja í Reykjavík samtímans. Það var mjög ólík • mynd Tárinu að allri gerð og hann sagði að síð- asti kafli myndarinnar hafi hrein- lega verið kallaður „bláa tímabil- ið“. „Gísli Snær er líka hrifinn af bláu en guli fílterinn er kominn inn og í myndinni takast á gult og blátt. Það er mjög skemmtilegt samspil þvi þessir tveir litir eru algerar andstæður." Þegar Sigurður Sverrir bar sam- an handbragðið við kvikmyndatök- una á myndunum tveimur sagði hann: „Tárið er stíliseruð og föst í forminu en Benjamín dúfa er miklu hraðari og þótt hún sé tekin í mjög klassískum stíl er mikil TÁR ÚR STEINI. SÓDÓMA REYKJAVÍK. YFIRLEITT ER ÞAÐ TÖKUMAÐURINIM SEM HEFUR ORÐIÐ AÐ VÍKJA í SVONA SAMFLOTSMYND- UM. ERLENDIR AÐILAR VILJA HAFA ÞANN LIST- RÆNA ÞÁTT í SÍN- UM HÖNDUM OG VIÐ STÖNDUM ILLA AÐVÍGI. SKÝJAHÖLLIN. BENJAMIN DUFA. hreyfing á vélinni og klippin eru helmingi fleiri. Það er allt annað tempó. Filmuefnið er mismunandi. Við tökum á 8 mm filmu og svart/hvíta auk litfilmunnar. I Benjamín erum við að fást við náttúrulegt umhverfi úr samtíman- um sem smátt og smátt verður að ævintýri og nánast hálfóraunveru- legt. Hún leiðist út í riddaramynd. Myndatakan reynir að draga fram þá þróun. Sagan er mjög góð. Þeg- ar ég fæ handrit í hendur reyni ég að lesa það í einu og fá tilfínn- ingu fyrir því. Fyrstu áhrifin eru mikilvægust og ég reyni alltaf að halda þeim. Ef þú glutrar þeim niður er erfitt að fóta sig aftur. Ég las handritið að Benjamín dúfu og það stóð eitt atriði uppúr sem hafði þau áhrif á mig að ég skynj- aði alla myndhugsunina." Stopul vinna Sigurður Sverrir sagði að það sem hefði einkennt íslenska kvik- myndagerð og ekki síst kvik- myndatöku væri sú nauðsyn vegna lítils fjárstreymis til íslenskra bíó- mynda að nota höfuðið í staðinn fyrir peninga og finna sífellt ódýr- ar Iausnir á jafnvel mjög flóknum vandamálum. Og honum finnst áralöng reynsla kvikmyndatöku- manna almennt frá því kvikmynda- vorið hófst vera að skila sér í betri vinnubrögðum. „Við vorum allir ungir menn og vorum ungir í fag- inu en sú reynsla sem menn hafa aflað sér á þessu tímabili er að skila sér í dag. Fólk þarf ekki ann- að en bera myndimar saman til að sjá muninn. Gallinn er bara sá að við getum auðveldlega dottið úr æfingu. Píanisti heldur tónleika og æfir sig á milli. Við þurfum að vera í vinnu til að geta þróað okk- ur. En biðin á milli mynda getur verið löng og æfingin dettur niður. Maður verður að geta haldið áfram, annars staðnar maður eða fer afturábak.“ Þess vegna hefur Sigurður Sverrir áhuga á að leita fyrir sér um vinnu erlendis einnig. Vinnan hér er of stopul því þótt hann hafí kvikmyndað tvær bíómyndir í fyrra vinnur hann ekki við neina bíó- mynd á þessu ári. Og svona hefur þetta alltaf gengið upp og niður. „Maður er alltaf að leita sér að vinnu og ef það gengur eitthvað að komast í vinnu erlendis er það hið besta mál. En samkeppnin er mikil. Staða íslenskra kvikmynda- tökumanna er ekkert mjög góð þegar kemur að þessum samvinnu- verkefnum íslendinga og erlendra framleiðenda eins og sést mjög vel á því hvernig það kom til að ég gerðist kvikmyndatökumaður Társins. Hilmar Oddsson talaði við mig um að koma inn í myndina ef Slawomir fengi Hollywoodsamn- inginn. Við Hilmar byrjum undir- búningsvinnu þótt óljóst væri hvort ég yrði yfirleitt tökumaður mynd- arinnar. Þegar Slawomir fékk samninginn kröfðust þýsku fram- leiðendurnir, en Slawomir hafði verið á þeirra vegum, þess að fá að ráða nýjan kvikmyndatöku- mann til þess að geta sýnt listrænt vægi Þjóðveija í myndinni og þar með var ég aftur orðinn atvinnu- laus. Tveir þýskir tökumenn voru kynntir fyrir Hilmari en hann og Jóna Finnsdóttir, framleiðandi Társins, heimtuðu að ég yrði ráð- inn tökumaður. Það kostaði mikla baráttu við þýsku framleiðenduma en málið leystist með því að taka tvo Þjóðveija inn á kreditlistann sem störfuðu við leikmynd og bún- inga. Og þar með var ég aftur kominn með vinnu. Yfirleitt er það tökumaðurinn sem hefur orðið að víkja í svona samflotsmyndum. Erlendir aðilar vilja hafa þann listræna þátt í sín- um höndum og við stöndum illa að vígi. Þetta er breytt staða frá því við vomm að gera Land og syni. Þá rakum við þama norður nokkrir saman og gerðum bíómynd.“ Tíunda myndin? Sigurður Sverrir hefur unnið jöfnum höndum við gerð heimildar- mynda og leikinna mynda og er skemmst að minnast stórvirkisins Verstöðin ísland, heimildar- myndarinnar sem hann gerði ásamt Erlendi Sveinssyni og Þór- arni Guðnasyni í Lifandi myndum. Sigurður Sverrir vinnur þessa dag- ana við nýja heimildarmynd sem hann kallar Á sjó og segir af leik- ara, sem Valdimar Om Flygenring leikur, er fær það hlutverk að leika sjómann í bíómynd. Til að kynnast sjómannslífínu og undirbúa sig fyrir hlutverkið ræður hann sig á togara og fer einn túr. Sigurður Sverrir sagðist aldrei hafa hugsað útí það í alvöru að snúa sér að leikstjóm bíómynda. Það hafi að- eins kitlað hann í gegnum tíðina en er algerlega afskrifað í bili. Ef hann mætti ráða hvað mundi hann 'sjálfur kvikmynda? Það stóð ekki á svari: „Grandaveg 7.“ Hann hef- ur ekki grænan grun um hver tí- unda bíómyndin hans verður. „Vin- ur minn sagði að tónskáldin hefðu aldrei komist lengra en í níundu sinfóníu en ég vona að það nái ekki til mín.“ Við stóðum upp og áður en við kvöddumst langaði mig að vita hvort hann hafí aldrei dreymt um að kvikmynda sjálfur svona lestar- atriði, sem hræddi næstum úr hon- um líftóruna ungum. „Ég yrði ekki í vandræðum með það,“ sagði hann og meinti það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.