Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 B 15
HUÓMSVEIT Hauks Mortens, með Jóni Möller á píanó, Erni Armanns-
syni á gítar, Hauki heitnum og Sigurbirni Ingþórssyni á bassa.
GO-kvartettinum í Gúttó í Hafna-
fírði. Sveiflan byijar í Gúttó með
Ormslev," sagði Guðmundur þegar
við hittumst og ræddum um upphaf-
ið á ferlinum. Hann var fremur hóg-
vær og vildi ekki að verið væri að
gera of mikið úr hans hlut en féllst
þó á að segja frá litríkum ferli. Og
sem fyrr er frásagnargleðin ríkjandi
hjá Guðmundi: „GO-kvintettinn lék
síðan fyrir dansi í gömlu Mjólkurstöð-
inni veturinn 1946-47, skipaður fimm
ungum og efnilegum piltum,
Ormslev, Guðmundi, Eyþór, Óla
Gauk og Steina Steingríms. Þama
voru aðalböllin í bænum og mikið
stuð á mannskapnum. Og jazzinn
auðvitað á dagskrá, sveiflan fylgdi
Ormslev. Fyrst heyrði ég leikinn jazz
þegar bandarískt herlið kom hingað
til landsins. Það var líklega í kringum
1942-43. Hermennirnir voru með
svokallaðar V-disc plötur í farangrin-
um. Þær voru gefnar út fyrir her-
mennina og spilaðar í herstöðvum
ameríska hersins um allan heim. Þú
spyrð um áhrifavalda. Það var Glenn
Miller-hljómsveitin, Benny Godmann
og Tommy Dorsey. Hermennirnir
voru með plötur stórhljómsveitanna.
Nú og svo auðvitað Louis Amstrong,
Buddy Riche og Ella.“
Árin með KK
Á árunum upp úr 1950 er Guð-
mundur Steingrímsson með í stóru
ævintýri þegar hann er ráðinn
trommuleikari í KK-sextettinum sem
kenndur er við Kristján Kristjánsson.
Kristján hélt til Bandaríkjanna ásamt
Svavari Gests, í hljómlistarnám á
árunum eftir lok síðari heimsstyrjald-
arinnar og er þeir koma heim að
loknu tveggja ára námi og með jazz-
mússíkina suðandi í eyrunum, heill-
aðir af snillingum eins og Charlie
Parker, Dizzy, og bibop-kynslóðinni
svokölluðu þá er jazzinn meira eða
minna á dagskrá hjá KK-sextettin-
um, ásamt vinsælustu dægurlögun-
um. KK-sextettinn var sannarlega í
sviðsljósinu enda valinn maður í
hverri stöðu. KK lék fyrir dansi í
helstu samkomuhúsum landsins allan
sjötta áratuginn. Hljómsveitin lék
einnig oft á Keflavíkurflugvelli fyrir
bandarísku hermennina sem þar
dvöldu og það er í framhaldi af því
að hún fær tækifæri til að leika er-
lendis. Þegar Guðmundur Stein-
grímsson minnist þeirra tíma er hann
allur á iði og segir frá líkt og sögu-
kennari með fullan bekk áhugasamra
nemanda: „Ég fór með KK til Noregs
1954, til Oslóar þar sem við spiluðum
um tíma. Þaðan héldum við yfír til
Kaupmannahafnar þar sem við kom-
um fram í konsertsal danska útvarps-
ins ásamt hópi frægustu leikara
Dana t.d. leikarahjónunum Paul Reu-
mert og Önnu Borg. Hljómsveitin
vakti athygli og þar komumst við í
sambönd og fórum til Þýskalands
árið eftir og spiluðum þar fyrir
bandaríska hermenn í herstöðvum."
Þegar Guðmundur hættir í KK-
sextettinum 1962 byijar hann að
starfa með Hauki Morthens í hljóm-
sveit hans Hann lék síðan í hljþm-
sveit Hauks um árabil og enn síðar
með hljómsveit Ragnars Bjarnason-
ar, t.d. á Hótel Sögu og víðar.
Með Guðmundi Ingólfssyni
Það er svo haustið 1977 þegar
Guðmundur heitinn Ingólfsson kemur
alkominn heim til Islands eftir að
hafa dvalið í Noregi í nokkur ár að
hann tekur að leika með nafna sínum
Steingrímssyni á jazzkvöldum í Stúd-
entakjallaranum, Djúpinu og Á næstu
grösum. Og enn er Guðmundur Stein-
grímsson allur á iði og setur sig í
stellingar sögukennara þegar þau ár
eru rifjuð upp: „Þegar vinurinn kem-
ur heim frá Noregi upphefst sam-
starf okkar nafnanna og við kölluðum
okkur stundum, ,jazzgrallarana“.
Auðvitað vorum við með jazzinn í
blóðinu. Jakob Magnússon veitinga-
maður átti eiginlega upptökin að því
að við byijuðum að spila í Djúpinu.
Skúli Thoroddsen, sem í þá daga var
framkvæmdastjóri Stúdentakjallar-
ans, hvatti okkur til að hafa regluleg
jazzkvöld fyrir stúdenta og gesti
þeirra og þetta voru góð ár.“ Framan
af lék með þeim Ingólfssyni og Stein-
grímssyni, Pálmi Gunnarsson á
bassa, síðan tóku við af honum Gunn-
ar Hrafnsson, Tómas R. Einarsson,
Skúli Sverrisson og Þórður Högna-
son. Slíkar voru vinsældir tríós Guð-
mundar Ingólfssonar að oftast var
troðfullt á þessum stöðum þegar það
spilaði.
Stofnun jazzvakningar
Fræjunum hafði verið sáð í jazz-
akurinn áður en tríó Guðmundar Ing-
ólfssonar hóf að koma fram og spila
meira eða minna fyrir fullu húsi.
Guðmundur Steingrímsson hefur
orðið. Hann er aftur kominn í stelling-
ar sögukennara: „Ég held að það sé
á engan hallað þótt ég telji að ég
hafi verið helsti hvatamaðurinn að
stofnun Jazzvakningar. Starfsemin
byijaði í Skiphóli í Hafnarfirði 19t5.
Þar voru fyrstu fundimir haldnir og
með mér að stofnun jazzvakningar
komu Jónatan Garðarsson og Her-
mann Þórðarson flugumferðarstjóri.
Síðan voru höfuðstöðvamar fluttar
yfír til Reykjavíkur. Við ræddum
málin við Birgi ísleif Gunnarsson,
sem þá var borgarstjóri í Reykjavík,
og eins og kunnugt er, er mikill jazzá-
hugamaður. Hann veitti okkur leyfi
til að vera með aðstöðu í kjallaranum
að Fríkirkjuvegi 11. Nú svo kemur
þetta allt hvað af öðru. Jazzvakning
fer að flytja inn erlenda jazzleikara.
Horace Parlan kemur 1977 og ég
spilaði með honum og það er ógleym-
anlegt. Síðan þekkja jazzgeggjarar
söguna. Það þarf auðvitað ekki að
minna á að á vegum Jazzvakningar
hafa komið hingað til lands t.d. Art
Blakey, Lionel Hampton, Duke Jord-
an, Dizzy Gillespie, Niels Henning
og ýmsir fleiri. Mesta gróskan í starfí
jazzvakningar var að mínu áliti á
áranum 1977-1985,“ segir Guð-
mundur og leggur áherslu á orð sín.
Eins og getið er hér að framan
þá kom Guðmundur fram með KK í
Noregi, Danmörku og Þýskalandi.
Þá hefur hann einnig víða annars
staðar spilað á erlendri grundu. Hann
var með hljómsveit Hauks Morthens
í Finnlandi á Heimsmóti æskunnar
1962 og í Rússlandi sama ár þar sem
hljómsveitin lék t.d. í sjónvarpi í Len-
ingrad. Þá fór hljómsveit Hauks
nokkram sinum til Færeyja og lék
þar t.d. á fyrstu jazzhátíð Færey-
inga. Árið 1984 var hljómsveit Hauks
Morthens boðið til Kanada og árið
1987 til Rostock í Þýskalandi. Guð-
mundur hefur einnig komið fram á
ragtime-festivali í Bandaríkjunum
1992 og er senn á föram til Banda-
ríkjanna ásamt Áma Elfari hljómlist-
armanni þar sem þeim hefur verið
boðið að leika á ragtime-festivali í
Savannah í Georgiu og með í för ung
íslensk söngkona og efnileg, Bryndís
Ásmundsdóttir. Og skyndilega grípur
Guðmundur tfmarit á borði fyrir
framan sig vöðlar því saman og lem-
ur á borðbrúnina og eftirvæntingin
leynir sér ekki þegar minnst er á
fyrirhugaða ferð. „Ég spila þar með
Ragtime-Bob,“ segir hann og brosir.
Fimmtíu ár eru að baki við trommu-
settið. Svei mér þá. Ég held að hann
sé rétt að byija sinn feril, lífsgleðin,
ákafínn og þrótturinn er slíkur að
ekki kæmi á óvart að hann væri enn
í fullu fjöri við trommumar, áttræð-
ur. Jónatan Garðarsson segir um
kynni sín af Guðmundi Steingn'ms-
syni: „Ég kynnist Guðmundi þegar
ég er á bamsaldri þar sem fjölskylda
mín bjó í nágrenni við hann í Kinna-
hverfinu í Hafnarfírði. Guðmundur
var þekktur tónlistarmaður sem við
strákarnir litum upp til, en gerðum
líka stundum grín að, því okkur þótti
skondið að sjá þennan mann tromma
daginn út og inn á
búðarborðið í Kaupfé-
lagsbílnum sem hann
rak á þessum tíma.
Þegar fram liðu stund-
ir átti Guðmundur sinn
þátt í að ég fór að
meta jazztónlist til
jafns við tónlist Roll-
ing Stones og Frank
Zappa.
Einn besti kostur
Guðmundar er hvernig
hann drífur fólk áfram
í kringum sig og fer
aldrei í manngreinará-
lit. Hann metur fólk að verðleikum
og hefur einstakt lag á að virkja
krafta yngri tónlistarmanna og
jazzáhugafólks jazzlífínu til fram-
dráttar. Það er engin furða að Ómar
Valdimarsson hafí gefíð honum við-
urnefnið „Papa Jazz“. Það á vel við
hann. Þegar nokkrir hafnfírskir
jazzáhugamenn færðu það í tal við
Guðmund haustið 1975 að stofna
félagsskap til endurreisnar jazzlífínu
á íslandi tók hann strax vel í málið.
Hann var fremstur í flokki jafningja
sem stofnuðu Jazzvakningu og síðan
hefur hann verið ötull boðberi jazz-
ins. Hann hefur unnið mikið og óeig-
ingjamt starf, stundum við mjög erf-
iðar aðstæður og oftar en ekki þurft
að greiða með sér.“ Vemharður Lin-
net segjr um Guðmund: „Guðmundur
Steingrímsson er einn mesti eldhugi
sem íslensk jazzsaga greinir frá. -
Sem betur fer heyrir hann ekki sög-
unni til heldur á eftir að gleðja okk-
ur með trommuleik sínum lengi enn.“
Siguijón Jónasson sem lengi hefur
verið mikill jazzáhugamaður og
þekkt Guðmund í áratugi er í engum
vafa um þau áhrif sem Guðmundur
hefur haft á íslenskt jazzlíf og metur
hann mikils sem einn helsta trommu-
leikra sem fram hefur komið: „Ég
fékk snemma áhuga á jazzi og hlust-
aði þá mikið á Gene Krapa og Buddy
Riche. Svo þegar ég byijaði að hlusta
á íslenskar hijómsveitir sem ungling-
ur úti í Vestmannaeyjum þá var mér
ljóst að KK-sextettinn var engin
venjuleg danshljómsveit, hún lék
einnigjazz og trommuleikarinn, Guð-
mundur Steingrímsson, var að mér
fannst bara hreint ekkert síðri en
Krapa og Buddy Riche og enn er
hann í hópi þeirra allra bestu.“
TÖLVUBÓKHALD
Nám hjá viðurkenndum aðila
Hentugt nám fyrir alla sem vilja afla sér hagnýtrar kunnáttu í
tölvubókhaldi. Upplagt fyrir aðila með sjálfstæðan rekstur.
Námskeiðið byggist á því að þátttakendur vinna verkefni sem
endurspegla alla algengustu þætti daglegrar bókhaldsvinnu
fyrirtækja.
Námskeiðið hefst 30. október.
Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19.30-22.00.
Námskeiðinu lýkur 13. desember.
Leiðbeinandi er Bjami S. Guðmundsson, rekstrarfræðingur.
T O L V U
STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS
OG NÝHERJA
Símar 569-7640 og 569-7645.
+-