Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR I forsetakosningum 1980 var kosið milli fjögurra þjóðþekktra frambjóðenda ARIÐ 1980 tókust fjórir frambjóðend- ur á um embætti forseta Islands. Úrslit hinna tvísýnu kosninga urðu ekki ljós fyrr en á sjötta tímanum að morgni 30. júní þegar atkvæðatölur bárust úr Austurlandskjördæmi. 90,5% atkvæðis- bærra manna tóku þátt í kosningunum og þegar upp var staðið skildu aðeins 1.900 at- kvæði að Vigdísi Finnbogadóttur og Guðlaug Þorvaldsson, ríkissáttasemjara. í febrúar árið 1980 var orðið ljóst milli hverra baráttan um forsetaembættið ætti eft- ir að standa. Kristján Eldjárn, sem verið hafði forseti frá 1968, hafði í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar staðfest orðróm sem verið hafði á kreiki um að hann hygðist ekki leita eftir endurkjöri. Albert bauð sig fram í ágúst Áður var þó orðið ljóst að kosið yrði um embættið því í ágúst 1979 hafði Albert Guð- mundsson alþingismaður, borgarfulltrúi, kaupsýslumaður og einn kunnasti íþróttamað- ur þjóðarinnar, lýst yfir framboði. Álbert hafði, að sögn Indriða G. Þorsteins- sonar, sem var kosningastjóri Alberts, ákveðið að sækjast eftir embættinu án tillits til þess hvort Kristján yrði í endurkjöri. Indriði kvaðst telja að Albert hefði tekið þessa ákvörðun ótilkvaddur, án þess að honum hefðu borist áskoranir. Albert Guðmundsson var eins og unnugt er þjóðkunnur stjórnmálamaður sem notið hafði mikillar velgengni í prófkjörum sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hann átti öfluga fylgismenn sem höfðu sterk ítök víða í þjóðfé- laginu og beittu sér fyrir hann í kosningabar- áttunni. Þar má nefna verkalýðsleiðtogana Guð- mund J. Guðmundsson og Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur, félaga hans úr íþróttahreyfing- unni og knattspymufélaginu Val, einnig kaup- sýslumenn á borð við Magnús Helgason for- stjóra Hörpu og flesta í þeim hópi þekktra Reykvíkinga, sem hittust reglulega til skrafs og ráðagerða í félagsskap sem kenndur var við hringborðið á Hótel Borg. í þann hóp sótti Albert meðal annars kosn- ingastjórann sinn, Indriða G. Þorsteinsson. Auk þess voru börn Alberts, einkum dóttir hans, Helena, og Jóhann, sonur hans, í lykil- hlutverki í kosningabaráttunni og sagt er að með starfí Helenu að framboðsmálum föður síns í forsetakosningum hafi verið liður í að efla þann „hulduher", sem mikið var rætt um eftir að Albert Guðmundsson sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum 1988 og stofnaði Borg- araflokkinn. Á þessum tíma sat við völd í landinu ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsens, sem Albert varði vantrausti í trássi við meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna. Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra og fyrrum forsetaframbjóð- andi, var meðal yfirlýstra stuðningsmanna Alberts og hélt m.a. ávarp á tun 15.000 manna útifundi stuðningsmanna Alberts á Lækjar- torgi. Við sama tækifæri lýsti Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, yfir stuðningi við framboð Al- berts og einnig Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður. Af öðrum áberandi stuðningsmönn- um Alberts má nefna Boga Ingimarsson lög- fræðing og Ásgeir Hannes Eiríksson fram- kvæmdastjóra. Þrátt fyrir að hafa snemma ákveðið að bjóða sig fram gegn Kristjáni Eldjárn segir Indriði G. Þorsteinsson að Albert Guðmundsson hafi ekki sótt fast að hljóta kosningu. Hann hafí umfram allt lagt áherslu á að kosningabarátt- an væri heiðarleg og sæmandi og það hafi gengið eftir, jafnt í herbúðum hans og hinna frambjóðendanna. Nokkuð hafi þó hitnað í kolunum síðustu daga baráttunnar, þegar ljóst þótti að barátt- an stæði fyrst og fremst milli Vigdísar Finn- bogadóttur og Guðlaugs Þorvaldssonar, en að mati Indriða var það vegna þess að stuðnings- mönnunum en ekki frambjóðendun- um sjálfum var orðið svo heitt í hamsi. í bók Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings, Forsetakjör 1980, kemur fram að 14. janúar 1980 hafi þeir báðir, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- “ sáttasemjari og fyrrverandi háskólarektor, og Pétur J. Thorsteinsson sendiherra lýst yfir framboði sínu í forsetakosningum. Óskar V. Friðriksson stýrði kosningabaráttu Péturs J. Thorsteinssonar en kom að sögn ekki til skjalanna fyrr en framboði hafði verið lýst yfír. í nánasta kjarna stuðningsmanna Péturs má nefna Gísla Ólafsson, forstjóra Trygging- amiðstöðvarinnar, Ingvar Vilhjálmsson í Is- birninum, Svein Valfells og Pál S. Pálsson hæstaréttarlögmenn. Einnig var Arnór Hannibalsson prófessor framarlega í flokki Drengileg barátta sem var spenn- andí allt til loka Næsta sumar munu íslendingar kjósa fímmta forseta lýðveldisins. Pétur Gunnarsson rífjaði upp kosninga- baráttuna fyrir forsetakosningamar 1980 þar sem Vig- dís Finnbogadóttir fór með sigur af hólmi. Þremur dög- um fyrir kjör- dag voru 29% óákveðin stuðningsmanna Péturs og fjölmargir aðrir íslendingar sem kynnst höfðu Pétri og notið fyrirgreiðslu og haft af honum kynni sem sendiherra íslands í Moskvu. Tryggvi Emilsson rithöfundur er Óskari Friðrikssyni eftirminni- legur í þessum hópi og fleiri sem þekktir voru að róttækum stjórnmálaskoðunum ekki síður en hægrisinnaðir embættis- og menntamenn. Framboð gegn Albert Óskar sagði greiniiegt að það hefði átt þátt í ákvörðun Péturs um framboð að hann hefði viljað vinna gegn því að Albert Guðmundsson hlyti kosningu. „Við gerðum okkur það snemma ijóst að Pétur væri ekki sigurstranglegur," segir Ósk- ar V. Friðriksson. „Hann var búinn að vera lengi erlendis og hafði starfað í utanríkisþjón- ustunni og almenningur þekkti lítið til hans. Það breyttist hins vegar mjög mikið þegar á leið því að Pétur var einstakur maður og þeim fór fjölgandi sem töldu hann hæfasta fram- bjóðandann. Hann hefði hins vegar þurft meiri kynningu meðal almennings." Meðal þeirra sem lýstu opinber- lega yfír stuðningi við framboð hans má nefna Hannibal Valdi- marsson, fyrrverandi ráðherra, Matthías Bjarnason, fyrrverandi '**“ ráðherra, Hákon Bjarnason fyrrver- andi skógræktarstjóra, Davíð Scheving Thor- steinsson framkvæmdastjóra, Baldvin Hall- dórsson leikara, Egil Ólafsson, leikara og söngvara, Guðrúnu Egiison kennara, Björgu Einarsdóttur rithöfund, Hermann Gunnarsson, síðar sjónvarpsmann, og Jón Þórarinsson tón- skáld, að ógleymdum Halldóri Laxness, sem ritaði grein í Morgunbiaðið þar sem hann lýsti stuðningi við framboð Péturs J. Thorsteinsson. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari og fyrrverandi háskólarektor, hafði lengið vei’ið orðaður við embætti forseta Islands. Þórður Sverrisson, sem var í innsta kjarna Ljósmynd/Gunnar Elísson úr bókinni Forsetakjör 1980 stuðningsmanna Guðlaugs, telur að það hafí ráðið úrslitum um framboð Guðlaugs að hann hafði fundið fyrir miklum stuðningi frá al- menningi í landinu og honum höfðu borist fjöl- margar áskoranir víða að um að bjóða sig fram. „Guðlaugur á að baki mjög farsælan feril og að baki framboði hans var mjög breiður hópur manna úr öllum stéttum og öllum flokk- um. Hann var fyrrum háskólarektor og ríkis- sáttasemjari en í það starf hafði hann verið valinn sem maður sátta og sameiningar." Landsbyggðarmaður Þórður segir að framboð Guðlaugs hafi átt mikinn hljómgrunn meðal almenns launafólks í landinu, ekki síst fólks úti á landsbyggðinni en á Guðlaugur rætur í Grindavík þar sem fjölskylda hans er nátengd sjávarútvegi. „Guð- laugur þekkti vel til starfa almennings í land- inu þótt hans störf hefðu verið á sviði opinberr- ar þjónustu þar sem honum var trúað fyrir mörgum þýðingarmiklum embættum. Auk þess átti hann vísan stuðning sinna samstarfsmanna.“ Meðal annarra í innsta kjarna stuðningsmanna Guðlaugs voru Ól- afur Ragnarsson, bókaútgefandi og þáverandi ritstjóri Vísis, (sem síðar varð umboðsmaður Vigdísar Finn- , bogadóttur í forsetakosningunum 1988), Gunnar G. Schram prófessor, Steinar Berg Björnsson iðnrekandi, Óskar Magnússon, nú- verandi forstjóri Hagkaups og Örn Marínósson hjá Landsvirkjun. Að sögn Þórðar Sverrissonar var straumur fólks sem kom utan af götu og gaf sig fram til að vinna fyrir Guðlaug jafnt hér í Reykja- vík og á landsbyggðinni. „Framboð Guðlaugs var framboð fólksins eins og framboð Vigdís- ar.“ Meðal þeirra sem opinberlega studdu Guð- laug Þorvaldsson má nefna Eystein Jónsson, Grasrótar- hreyfing hreif með sér fram- bjóðandann fyrrverandi ráðherra, sem mun hafa hvatt Guðlaug til framboðs, Gísla Jónsson fyrrver- andi menntaskólakennara, Jón Þorsteinsson lögfræðing, Sigurð Líndal prófessor, Pál Skúlason prófessor, Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra, séra Heimi Steinsson, séra Ólaf Skúlason, Árna Tryggvason leikara, Gunnar Eyjólfsson leikara, Guðmund G. Haga- lín rithöfund og Rúnar Guðjónsson sýslumann. Rögnvaldur Pálsson málarameistari í Kópa- vogi lýsti í febrúar 1980 yfír framboði sínu. Honum tókst hins vegar ekki að afla tilskilins íjölda meðmælenda áður en framboðsfrestur rann út. Vigdís síðust í slaginn Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri Leik- félags Reykjavíkur, tilkynnti ákvörðun sína um að bjóða sig fram til forseta síðust fram- bjóðendanna, 1. febrúar 1980. Að sögn náinna samstarfsmanna hen,nar hafði nafn hennar þó um skeið verið ofarlega í umræðunni og henni höfðu borist fjölmargar áskoranir um að gefa kost á sér frá fólki víða að á landinu. Opinberlega var nafn Vigdísar fyrst tengt forsetaembættinu í lesendabréfí frá Laufeyju Jakobsdóttur, sem birtist í Dagblaðinu 15. janúar. Þegar Vigdís kynnti ákvörðun sína hálfum mánuði síðar sagði hún að sér hefðu borist fjölmargar áskoranir frá fólki sem hún ýmist þekkti eða þekkti ekki, körlum sem konum, víðsvegar að af landinu. Hún sagði meðal annars að skeyti frá skipverjum á togaranum Guðbjarti frá ísafirði hefði haft djúp áhrif á sig. Náinn samstarfsmaður Vigdísar í kosninga- baráttunni, sem ekki vill iáta vitna til nafns síns, sagði að hreyfingin um framboð hennar hefði frá fyrsta degi verið grasrótarhreyfíng sem fyrst hefði hrifíð með sér frambjóðandann og síðan þjóðina. Ljóst var að Vigdís Finnbogadóttir átti mikinn stuðning meðal ýmissa menntamanna og listamanna en einnig meðal bænda, sjó- manna og fiskvinnslufólks. Fyrrnefndur sam- starfsmaður segir að sér hafi virst að hún sækti einkum stuðning til yngstu og elstu kjósendanna en síður jafnaldra sinna, sem margir virtust hafa viljað að hjón settust að á Bessastöðum. Nánasta samstarfsfólk Vigdísar í kosninga- baráttunni kom annars vegar einkum úr hópi fólks sem lítið þekkti hana fyrir en hafði átt þátt í að skora á hana til framboðs. I þann hóp sótti hún m.a. kosningastjóra sinn, Svan- hildi Halldórsdóttur. Á hinn bóginn voru sam- starfsmenn hennar og vinir úr menningargeir- anum áberandi, þ.á m. Tómas Zoéga, fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, sem var fjármálastjóri kosningabaráttunnar. Af öðrum nánum samstarfsmönnum má nefna Svölu Thorlacius, hæstaréttarlögmann, Björn- Þorsteinsson, sagnfræðing, Ólaf Ás- geirsson þjóðskjalavörð, Jónas Jónasson bún- aðai-málastjóra, Þór Magnússon, þjóðminja- vörð og Sigríði Erlendsdóttur sagnfræðing. Meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við Vigdísi voru Hringur Jóhannesson listmálari og Hafsteinn Austmann listmálari, sem gáfu verk í fjáröflunarhappdrætti hennar, Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, Adda Bára Sigfúsdóttir, borgar- fulltrúi, Kristján Thorlacius, formaður BSRB, Svavar Gestsson, þáverandi ráðherra, Guðrún Erlendsdóttir, nú hæstaréttardómari, Sigríður Hagalín leikkona og Páll Pétursson, núverandi félagsmálaráðherra. Skoðanakannanir Fylgi við frambjóðendur var óspart mælt í skoðanakönnunum Dagblaðsins og Vísis, sem allt frá því um miðjan maí gáfu til kynna að baráttan mundi standa á milli Guðlaugs og Vigdísar. Þremur dögum fyrir kjördag voru 29% kjósenda enn óákveðnir eða neituðu að svara. 24,2% hugðust kjósa Vigdísi, 34% Guð- laug, 14,3% Albert og 9,5% Pétur J. Thor- steinsson. Þegar fyrstu tölur bárust frá Reykjavík að kvöldi kjördagsins 29. júní, höfðu Vigdís og Guðlaugur jafna atkvæðatölu og sú staða var alieinkennandi framan af kosninga- nóttinni. Þegar langt var liðið á taln- ingu munaði aðeins á þeim 94 atkvæðum, Vigdísi í vil. Úrslit réðust svo á sjötta tímanum um morguninn þegar tölur úr Austurlandskjör- dæmi bárust. Þar hlaut Vigdís um 900 atkvæði umfram Guðlaug og jafnframt varð Ijóst að hún var réttkjörin forseti íslands til næstu fjögurra ára. Vigdís Finnbogadóttir'hlaut alls 43.611 atkvæði, 33,8%, Guðlaugur Þorvaldsson 41.700 atkvæði, 32,3%, Albert Guðmundsson 25.599 atkvæði, 19,8%, ogPétur J. Thorsteins- son 18.139 atkvæði, 14,1%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.