Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLUIM
Minni hlutur fjöl-
skyldu Murdochs
í News Corp
Á nú 30,89% í fyrirtækinu
Sydney. Reuter.
HLUTUR fjölskyldu Ruperts
Murdoehs í Qölmiðlafyrirtækjnu
News Corp hefur minnkað á sama
tíma og reynt hefur verið að bæta
eiginfjárstöðu fyrirtækisins og hefur
aldrei verið minni en nú.
Hlutur Murdochs í News Corp
hefur minnkað í
30,89% úr 32,63% sam-
kvæmt tilkynningu til
áströlsku káuphallar-
innar frá eignarhalds-
fyrirtæki Murdochs,
Kayarem Pty Ltd.
Síðan 1989 hefur
hlutur fjölskyldunnar í
News Corp minnkað úr
45,9%, en Murdoch
hefur haldið völdum
sínum í fyrirtækinu,
sem hann erfði eftir
föður sinn, Sir Keith,
1952.
Sérfræðingar segja
dvínandi hlut
Murdochs stafa af ört
vaxandi umsvifum News Corp og
bættri eiginfjárstöðu síðan 1991
þegar fyrirtækið var að sligast und-
an skuldum að upphæð 10 milljarð-
ar Ástralíudalar.
Síðan News Corp kom á tengslum
við bandaríska símafélagið MCI
Communications Corp í mai til að
auka umsvif á sviði margmiðlunar
hefur dregið úr vægi hlutabréfa í
News Corp að sÖgn sérfræðinga.
Murdoch virðist hins vegar ráðinn
í að halda stórum hlut í News Corp,
sem er metið á 23 milljarða Ástral-
íudala, og arfleiða börn sín að eign-
um sínum.
Samkvæmt kauphallartilkynn-
ingunni minnkaði hlutur Murdoch-
fjölskyldunnar um 1,74% frá apríl
1994 til apríl 1995. Samkvæmt síð-
ustu tilkynningu
Murdochs til kauphall-
arinnar í nóvember
1993 hafði hlutur fjöl-
skyldunnar minnkað í
32,63% úr 34,1%.
Seldi fyrir 61
millj. dala
Fjölskyldufyrirtæki
Murdochs, Crúden In-
vestments Pty Ltd,
seldi hlutabréf í News
Corp að verðmæti 61.7
milljónir Ástralíudalar
frá apríl 1994 til apríl
1995. Á móti komu
kaup á hlutabréfum í
News Corp að verð-
mæti 26.8 milljónir Ástralíudaiar.
MCI hagnast mest ef Cruden sel-
ur fleiri hlutabréf í News Corp
vegna forkaupsréttar að hlutabréf-
um, sem fjölskyldufyrirtæki
Murdochs selur.
News Corp á STAR TV í Asíu
og BSkyB í Bretlandi, kvikmynda-
verið 20th Century Fox og Fox TV
Network í Bandaríkjunum auk tuga
dagblaða víða úm heim, meðal ann-
ars í Bretlandi, Ástralíu og Banda-
ríkjunum.
Ruperts Murdochs
\
Sprangað um vefinn
Alnetið, eða intemetið, hlaut
strax góðar viðtökur vestur í
Kalifomíu. í febrúar síðastliðnum
var því haldið fram að tíunda
hluta allra nettengdra væri að
finna í einu svæðisnúmeri í San
Fransisco. Það er því ekki ólík-
legt að Kaliforníumenn hafi fund-
ið upp á því að kalla flakk um
vefinn „surfing". Það er sama orð
og notað er um brimbrettareið
sem mikið er stunduð þar vestra.
Ef til vill nær fyrir okkur ís-
iendinga að tala um að skíða,
skauta eða spranga um vefinn.
Þegar rápað er um netheima
rekast menn á ótrúlegustu hluti.
Ailar ábendingar um áhugaverð-
ar vefsíður em vel þegnar og
má senda þær til gudni@m bl.is.
í haust var opnað frægðarset-
ur rokks og róls, Rock and Roll
Hall of Fame, vestur í Cleveland
í Ameríku. Jafnframt var sett
upp skrautleg heimasíða sem
hlotið hefur mikið lof. Slóðin
þangað er (http://www.rock-
hall.com/).
Annað áhugavert safn á vefn-
um er sjónvarps- og útvarpssafn-
ið í New York. Það safnar dag-
skrám útvarps- og sjónvarps-
stöðva. Heimasíða safnsins er:
(http://www.mtr.org/).
Hámenningarsinnuðu fólki má
benda á heildarverk Williams
Shakespeare, bæði ljóðmæli og
leikrit, á slóðinni (http://the-tec-
h.mit.edu/Shakespeare-
/works.html).
Nú er páfinn á ferð um Banda-
ríkin og þeir sem viija fræðast
um ferðir hans heilagleika geta
flett upp á sérstakri heimasíðu
New York Times um páfaheim-
sóknina. (http://www.nyti-
mes.com/pope/). Þá erkomin
sænsk heimasíða sem veitirýms-
ar upplýsingar um Nóbelsverð-
launin. Slóðin þangað er:
(http://www.algonet.se/
nikos.swedish.html)
Útsendingar Stöðvar 3 eiga að hefjast í nóvember
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÓRARINN Ágústsson, tæknisljóri Stöðvar 3, við útsendingarstjórnborð stöðvarinnar.
DAGSKRÁIN SKÝRIST
A NÆSTU DOGUM
NÝRÁÐINN _ sjónvarpsstjóri
Stöðvar 3, Úlfar Steindórsson,
segir að sem fyrr sé áætlað að
hefja útsendingar nú í nóvember.
Hann vísar því jafnframt alfarið
á bug að stöðin eigi í einhveijum
vandræðum með að útvega dag-
skrárefni. Framkvæmdir í hús-
næði stöðvarinnar í Húsi verslun-
arinnar standa nú yfir og er þessa
dagana verið að ganga frá tækjabúnaði í útsendingar-
stjórn stöðvarinnar.
Mikill slagur um dagskrárefni
Eins og fram hefur komið hyggst íslenska sjónvarp-
ið endurvarpa a.m.k. þremur erlendum gervihnatta-
stöðvum um útsendingarkerfi sitt auk þess að senda
út eigin dagskrá á Stöð 3. Úlfar ségir það ekki tíma-
bært að greina frá því um hvaða stöðvar þar verði
að ræða né heldur hvaða efni verði á dagskrá Stöðv-
ar 3. Það muni hins vegar skýrast á næstu dögum
þegar allir samningar þess efnis verði í höfn. „í öllum
þessum slag sem er farinn af stað, og það liggur al-
veg ijóst fyrir að það er komin hörkubarátta inn á
þennan markað, þá hef ég það á tilfinningunni að
menn séu bara að skaða sjálfa sig með yfirboðum,"
segir Úlfar.
Eins og Morgunblaðið greindi frá náði Stöð 2 fyrir
skömmu samningum um endurdreifingu á gervi-
hnattastöðinni NBC Super Channel. Úlf-
ar neitar því ekki að íslenska sjónvarpið
hafi rennt hýru auga til þessarar stöðv-
ar en segir þó að nægir möguleikar séu
enn opnir hvað gervihnattastöðvar varði,
þ.m.t. flestar aðrar stöðvar sem Fjöl-
varpið endurvarpi nú.
„Þessar stöðvar taka ákveðið gjald
fyrir hvem notanda og því fleíri aðilar
sem dreifa fyrir þá, þeim mun meiri
tekjur auk þess sem þeir kunna að tvö-
falda tekjur af einhveijum notendum ef
þeir em áskrifendur að hvomtveggja.
Því eru þeir ekki að binda sig við aðeins
einn aðila. Það er hins vegar mikill mis-
skilningur hjá Stöðvar 2-mönnum ef
þeir halda að stríðið muni vinnast á
þessum vettvangi. Það sem málið snýst
fyrst og fremst um er sú dagskrá sem
við munum bjóða upp á hjá Stöð
,3,“ segir Úlfar.
Engar innlendar fréttir
Mikil áhersla var lögð á starf-
rækslu fréttastofu þegar Stöð 2 fór
í loftið haustið 1986 og var hún
talin vera lykilatriði í möguleikum
stöðvarinnar til að ná árangri. Úlf-
ar segir aðstæður hins vegar vera
allt aðrar nú. „Það sem hefur gerst síðan Stöð 2 hóf
útsendingar sínar er að það eru fréttir á öllum útvarps-
stöðvum allan daginn og á kvöldin taka við fréttir á
Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu. Við teljum að við værum
að hrúga inn meiru af sama hlutnum með því að
vera líka með fréttir. Ég held að það sé ekki það sem
væntanlegir áhorfendur okkar vilji kaupa.“
Úlfar segir að markmiðið sé að Stöð 3 verði fyrst
og fremst afþreyingarsjónvarp. Ekki sé áformað að
vera þar með neinar innlendar fréttir en áherslan sé
þess í stað lögð á framhaldsþætti af ýmsu tagi, barna-
efni, íþróttir og bíómyndir. Hann segir að allt efni
verði textað og barnaefnið verði talsett. Þá sé einnig
stefnt að því að bjóða upp á innlent dagskrárefni.
íslenska sjónvarpið muni hins vegar ekki standa í
neinni dagskrárgerð heldur verði hún falin verktökum.
Dreifikerfið verður stækkað
Að sögn Úlfars er það stefna íslenska sjónvarpsins
að útsendingar þess muni með timanum
ná hringinn í kringum landið. „í upphafi
mun dreifingarsvæði okkar ná frá Ákra-
nesi til Keflavíkur. Þar verða að vísu
ákveðin skuggasvæði en við munum hins
vegar ná til u.þ.b. 70% íbúa á þessu svæði
á fyrsta degi.“ Hann segir það hins veg-
ar ekki tímabært að nefna neinar dag-
setningar hvað varðar frekari stækkun
drejfikerfisins.
Áskrifendur Stöðvar 3 munu fá aðgang
að loftneti og afruglara sér að kostnaðar-
lausu þegar þeir he§a áskrift að stöðinni.
Aðspurður hvort ætlunin sé að undirbjóða
Stöð 2 í verði áskriftar, segir Úlfar að
ekki hafi verið ákveðið endanlega hvert
áskriftargjald Stöðvar 3 verði, en það sé
hins vegar ljóst að þar ætli menn sér að
vera samkeppnishæfir.
Úlfar Steindórsson
Hva5 er klukkan?
1. október 1995 - þrlggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma
tekin í notkun tll samræmis við önnur lönd Evrópu. 04 breytist í 155.
POSTUR OG S!MI