Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 1
100 SÍÐUR B/C/D 227. TBL. 83. ÁEG. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fallist á vopnahlé o g við- ræður um frið í Bosníu Hefst nk. þriðjudag o g friðarviðræðurnar verða í Washington og París N óbelsverðlaun í bókmenntum Þriðja írska skáldið Stokkhólmi. Reuter. ÍRSKA ljóðskáldið Seamús Heaney hlaut í gær bók- menntaverðlaun Nóbels. Til- kynnt var um þetta í Stokkhólmi í gær en að sögn útgef- anda Hean- eys veit hann líklega ekki af hinum ný- fengna heiðri þar sem hann er á ferðalagi einhvers staðar í Grikklandi. Heany hlaut verðlaunin, eina milljón dala, fyrir „verk ljóð- rænnar fegurðar og fagur- fræðilegrar dýptar, sem upp- heija hversdagsleg kraftaverk og hina lifandi fortíð“. Heaney er þriðji Irinn sem hlýtur nóbelsverðlaunin, Will- am Butler Yeats hlaut þau 1923 og Samuel Beckett árið 1969. Dáður af löndum sínum Heaney er prófessor í ljóðlist við háskólann í Oxford og hef- ur flutt fyrirlestra í Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda og almenn- ings fyrir verk sín og nýtur vinsælda í landi sínu. ■ Ljóðið, sagan/26 Washington. Reuter. DEILUAÐILAR í Bosníu hafa fallist á vopnahlé í Bosníu fyrir milligöngu Bandaríkjastjórnar og á það að taka gildi nk. þriðjudag, 10. október. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, til- kynnti þetta í gær og sagði, að stjórnvöld í Bosníu, Serbíu og Kró- atíu hefðu einnig samþykkt að hefja viðræður um friðarsamning í Banda- ríkjunum 25. þessa mánaðar. „Fulltrúar allra deiluaðila hafa fall- ist á vopnahlé í allri Bosníu- Herzegovínu frá 10. október nk. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum," sagði Clinton á fréttamannafundi, sem boðað var til sérstaklega í Hvíta húsinu. Sagði hann, að friðarviðræð- urnar myndu fara fram skammt frá Washington og síðan fram haldið „á alþjóðlegri friðarráðstefnu í París“. Nokkur skilyrði Vopnahléið á að standa í tvo mánuði eða þar til friðarviðræðum lýkur. Sandy Vershbow, sem sæti á í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, sagði, að það hæfist eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt 10. októ- ber, að því tilskildu, að opnað yrði fyrir gas og rafmagn til Sarajevo og fyrir flutninga þaðan til Gorazde. Drægist það myndi vopnahléið drag- ast að sama skapi. Clinton sagði, að um væri að ræða mikilvægan atburð í „þján- ingarfullri sögu Bosníu" en lagði áherslu á, að það, sem máii skipti, væri hvað menn gerðu, ekki hvað þeir segðu. „Við erum á réttri leið en erum ekki komnir í áfanga- stað.“ Þessi árangur, sem þegar hefur náðst í átt til friðar í Bosníu, er fyrst og fremst þakkaður Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráð- herra og sérlegum sendimanni Bandaríkjastjórnar í Júgóslavíu fyrrverandi. Er hann einstakur samningamaður, opinskár og ákveðinn, og virðist ætla að takast það, sem sáttasemjarar Evrópusam- bandsins gáfust upp við. „Hann hefur það umfram þá, að hann er Bandaríkjamaður, hefur Bandaríkjastjórn að baki sér og hef- ur raunverulegt umboð til að sernja," er haft eftir fréttaskýrendum. Ágreiningur um stuðning við Bosníuher Varnarmálaráðherrar NATO-ríkj- anna komu saman í Williamsburg í Virginíu í gær til að ræða um vænt- anlegt friðargæslulið bandalagsins, tugi þúsunda manna, í Bosníu og einnig þá tillögu Bandaríkjastjórnar, að jafnframt verði tekinn upp beinn stuðningur við bosníska stjórnarher- inn hvað varðar þjálfun og herbún- að. Eru Bretar og Frakkar mjög andvígir því. Stjórnvöld í Bretlandi og Frakk- landi fögnuðu í gær vopnahléstil- kynningunni og jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar í Banja Luka, einu höfuðvígi Serba í Bosníu, lýstu yfir mikilli ánægju með tíðindin. „Guði sé lof. Allir hermennirnir á vígvellin- um hafa beðið lengi eftir þessu,“ sagði ungur hermaður. Reuter • RICHARD Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra og samningamaður Bandaríkjastjórnar, skýrði frá vopnahléssamkomulaginu í bandaríska sendiráðinu í Zagreb í Króatíu skömmu eftir að Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, hafði tilkynnt um það í Washington. Reuter Samningum mótmælt Makedóníumenn leita sátta við Grikki Þingið samþykk- ir nýjan þjóðfána Skopje. Reuter. NATO Stækkun frestað? WiIIiamsburg, Brussel. Reuter. HEIMILDARMENN hjá Atlantshafs- bandalaginu, NATO, telja að varnar- málaráðherrar bandalagsins muni á tveggja daga fundi sínum í Bandaríkj- unum, sem hófst í gær, samþykkja að fresta í tvö ár öllum áætlunum um að veita nýjum ríkjum aðild. Verði reynt að nota tímann til að draga úr andstöðu Rússa við stækkun banda- lagsins. Heimildarmenn segja að boðað verði til leiðtogafundar NATO 1997 og þar verði einnig fulltrúar þeirra ríkja sem talin verða fullnægja settum skilyrðum fyrir aðild. Rússnesk stjómvöld fullyrða að stækkun bandalagsins geti ógnað friði en nýfrjálsu þjóðimar í A-Evrópu vilja tryggja öryggi sitt með aðild og vísa til þess að ástand sé ótryggt í Rúss- landi. Þar hvetja æstir þjóðemissinnar til innlimunar Eystrasaltsríkjanna. ■ Sefa Rússa með frestun?/23 ANDSTÆÐINGAR friðarsamn- inga ísraela og PLO, Frelsis- samtaka Palestínumanna, efndu til mikilla mótmæla í Jerúsalem í gær en þá stóðu yfir umræður á þingi um samn- ingana. Var búist við atkvæða- greiðslu um þá í nótt en Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísraels, lítur á hana sem traustsyfirlýsingu þótt stjórnin þurfi í raun ekki að leita sam- þykkis þingsins við samningun- um. Talið var, að mjótt gæti orðið á mununum og niðurstað- an oltið á einu atkvæði. ÞING Makedóníu samþykkti í gær að verða við kröfu grísku stjórnar- innar um að taka upp nýjan þjóð- fána og greiddi þannig fyrir afnámi 18 mánaða viðskiptabanns Grikkja. Albanski minnihlutinn í Makedóníu, sem er um 21% lands- manna, gagnrýndi nýja fánann, sól á rauðum bakgrunni, en aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn honum. Grikkir settu viðskiptabannið fyrir 18 mánuðum þar sem þeir telja að í nafni, fána og stjórnar- skrá Makedóníu felist tilkall til Makedóníu-héraðs í norðurhluta Grikklands. Gamli fáninn var með Vergínu-stjörnu, sem er fornt grískt tákn, og stjórn Makedóníu féllst á það í samningaviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna í New York í síð- asta mánuði að taka upp nýjan þjóðfána. Grikkir samþykktu hins vegar að aflétta viðskiptabanninu. Sættir í sjónmáli Constantine Bikas, talsmaður gríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að samkomulag væri í sjónmáli í viðræðum um að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf. Fyrri lotu viðræðnanna lauk í Aþenu í fyrrakvöld og sú seinni hefst í Skopje á þriðjudag. Ríkin hafa samþykkt að efna síðar til viðræðna á vegum Samein- uðu þjóðanna um helsta deilumál sitt, nafn Makedóníu. ■ Vonast eftir efnahagsbata/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.