Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jórunn Guð- mundsdóttír síðast til heimilis á Kleppsvegi 124 í Reykjavík lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. októ- ber síðastliðinn á 91. aldursári. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jóns- son, bóndi í Urriða- koti í Garðahreppi, '* f. 26. janúar 1866, d. 31. desember 1942, og Sigurbjörg Jónsdóttir eigin- kona hans, f. 26. febrúar 1865, d. 12. október. 1951. Þau bjuggu öll sín búskaparár I Urriðakoti, fyrst í tvíbýli við föður Guð- mundar, Jón Þorvarðsson frá Vötnum í Olfusi, f. 1. september 1817 og Jórunni Magnúsdóttur frá Litlalandi í Ölfusi. Þau hófu búskap í Urriðakoti 1846. Guð- mundur og Sigurbjörg eignuð- ust tólf börn, en tvö dóu í frum- bernsku. Þau sem náðu fullorð- insaldri voru: Bjargmundur, f. - > 16. apríl 1890, rafstöðvarstjóri í Hafnarfirði, Jónina, f. 2. nóv- ember 1892, fyrrum húsfreyja í Hafnarfirði, Vilborg, f. 24. apríl 1894, fyrrum húsfreyja á Vífilstöðum og Reykholti við Hafnarfjörð, Guðmundur S., f. 31. október 1896, fyrrum vöru- bílstjóri í Reykjavík, Guðlaug- ur, f. 1. mars 1899 bryti og síð- ar veitingamaður í Reykjavík, Katrín, f. 19. nóvember 1900, fyrrum húsfreyja í Viðey og _ Minna-Mosfelli í Mosfellssveit, Guðrún, f. 28. nóvember 1902, húsfreyja í Reylgavík, Jórunn, JÓRUNN Guðmundsdóttir frá Urr- iðakoti, móðursystir mín, var náinn vinur minn frá því ég fæddist á heimili foreldra hennar í Urriðakoti árið 1917 allt til hinstu stundar. Þótt við byggjum um árabil hvor á sínu landshorni rofnaði vináttan ekki, fremur að hún styrktist við fjarlægðina enda segir gamalt mál- tæki að vík skuli vera á milli vina. Jórunn ólst upp á fjölmennu, sæmilega bjargálna heimili. Hún var sjöunda barn Urriðakotshjónanna af tíu, sem komust upp. Guðmundur faðir Jórunnar hóf búskap í Urriða- " koti árið 1887 á móti föður sínum, Jóni Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörðinni frá 1846. Guðmundur lét af búskap árið 1942 og skorti því ekki nema fjögur ár í heila öld að jörðin væri setin af þeim feðgum. Jórunni sárnaði það mjög hvernig fór fyrir jörðinni því þar átti hún fyrst og fremst rætur þótt örlögin höguðu því þannig að þar ætti hún ekki fast heimilisfang nema fram undir tvítugt. Það fer lítið fyrir Urriðakotinu í dag. Þegar farið er um svokallaðan Flóttamannaveg sjást aðeins vall- grónar rústir í túninu þar sem gamli bærinn stóð í holtinu norðan Urriða- kotsvatns. Þeir, sem ekkert þekkja til, munu eiga bágt með að ímynda sér að á þessari öld hafí stór fjöl- skylda orðið að framfleyta sér og skilað til framtíðarinnar stórum hópi nýtra borgara, sem allur hlaut góð- ar gáfur í vöggugjöf, komst vel til manns og varð dugandi og vel metn- ir borgarar. Urriðakotið taldist ekki til stóijarða. Afkomendur Urriða- kotshjóna eru þegar komnir yfir tvöhundruð. Faðir Jóns Þorvarðssonar, föður- afa Jórunnar, var Þorvarður Jóns- son, bóndi að Vötnum í Öifusi, en kona hans var Guðbjörg Eyjólfsdótt- ir, bónda og hreppstjóra á Krögg- ólfsstöðum. Þorvarður var sonur Jóns Sigurðssonar á Bíldsfelli í Grafningi, sem var fæddur 1746 að Nýjabæ í Ölfusi. Föðuramma Jór- unnar var Jórunn Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, Beinteinssonar útvegsbónda í Þor- lákshöfn, en móðir Jórunnar Magn- f. 13. nóvember 1904, fyrrum hús- freyja á Akureyri og Reykjavík, Guð- björg, f. 25. október 1906, fyrrum hús- freyja á Minni-Völl- um, Landsveit og Hafnarfirði. Yngst- ur af Urriðakots- systkinunum var Dagbjartur, sem var lengi verkstjóri hjá Rafveitu Hafn- arfjarðar, f. 6. nóv- ember 1910. Af þessum systkina- hópi eru á lífi Guðrún, nær 93 ára að aldri, og Guðbjörg, tæpra 89 ára. Hinn 8. febrúar 1930 giftist Jórunn Júlíusi Ingimarssyni (f. 10. janúar 1903, d. 30. apríl 1978) bifreiðarstjóra, Hall- grímssonar bónda á Litla-Hóli í Eyjafirði. Sonur þeirra er Ragnar Júlíusson, fyrrverandi skólastjóri við Alftamýrarskól- ann í Reykjavík. Fyrri kona Ragnars var Jóna Guðmunds- dóttir frá Ólafsfirði, nú for- stöðumaður í Reykjavík. Þau skildu. Börn þeirra eru: Guð- mundur, rafeindavirki í Reykja- vík, Jórunn, arkitekt í Stuttgart í Þýskalandi, Magnús, leikari í Reykjavík, Steinunn, les sálar- fræði við Háskóla íslands og Ragna Jóna. Síðari kona Ragn- ars var Svanhildur Björgvins- dóttir frá Dalvík, kennari í Reykjavík. Barnabarnabörnin eru sjö. Útför Jórunnar fer fram frá Askirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. úsdóttur var Herdís Þorgeirsdóttir bónda á Litlalandi. Móðurforeldrar Jórunnar Guðmundsdóttur voru Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi í Garðahreppi, sem er næsti bær við Urriðakot og kona hans Vilborg Jónsdóttir, sem ættuð var frá Ein- holti í Biskupstungum. Jón á Set- bergi var sonur Guðmundar Eiríks- sonar, sem nefndur var „hinn ríki eða sauðglöggi“ og löngum hefur verið kenndur við Haukadal í Bisk- upstungum en bjó síðast í Miðdal í Mosfellssveit. Kona hans var Guð- björg Jónsdóttir frá Ósabakka af Hörgshólsætt. Jón á Setbergi átti 18 börn með tveimur konum. Er hann ættfaðir Setbergsættarinnar og er margt kjamafólk komið af þeirri ætt eins og af Bíldfellsættinni. Af framansögðu sést að Jórunn var af góðum stofni í báðar ættir og erfði í ríkum mæli margt það besta frá báðum ættum s.s. dugnað, farsælar gáfur, áræði og æðruleysi. Skólaganga Jórunnar var ekki löng. Fyrst sótti hún bamaskólann á Garðaholti. Þurfti hún fyrst að ganga niður i Hafnarfjörð, sem er rösklega hálfrar klukkustundar gangur, og síðan vestur á Garða- holt, sem er svipuð vegalengd. Jór- unn lét vegalengdina ekki á sig fá og fór í skólann hvernig sem viðr- aði. Seinna á barnaskólagöngu Jór- unnar fékk hún undanþágu ásamt elstu dótturinni á Setbergi að sækja barnaskólann í Hafnarfirði. Að fermingu lokinni var ekki um lengra skólanám að ræða. Ung hleypti Jórunn heimdragan- um enda var búið ekki stærra en það að bömin þurftu að vinna fyrir sér utan heimilis eins fljótt og unnt var. Vorið sem Jórann fermist, árið 1919, ræðst hún í vist að Lögbergi, sem var gisti- og áningarstaður á leiðinni austur fyrir fjall. Á unglings- áranum skipti hún oft um vinnustað. Alllengi vann hún við landbúnaðar- störf á Vífilstöðum, en ráðsmaður þar var Þorleifur Guðmundsson, eig- inmaður Vilborgar systur hennar. Eftir andlát hans vorið 1925 fluttist hún alfarið þaðan. Fór hún þá í kaupavinnu á sumrin, m.a. að Gröf í Laugardal og tvö sumur var hún á Úlfsstöðum í Borgarfirði. Síðara sumarið keypti hún afsláttarhross fyrir sumarhýrana og reið ein suður Kaldadal. Sýnir þetta hugrekki Jór- unnar og viljaþrek. Þegar hún var í kaupavinnu sendi hún mér, krakkan- um, alltaf bréf, sem ég var hreykinn af, og sagði frá sínum högum. Af veikum mætti, varla skrifandi, sendi ég jienni svarbréf. Á vetram var Jórann eftirsótt í vist, sem kallað var, „hjá betri heim- ilum“ í Hafnarfirði. Mun það hafa orðið henni góður skóli síðar í lífinu. Á vorin var Jórann hjá foreldram sínum í Urriðakoti og þegar tími gafst frá öðram störfum. Gekk hún þá í karlmannsverk s.s. að moka úr haughúsinu og vegalagningu heim að bænum. Tók hún ekkert fyrir þá vinnu, sem hún vann Urriðakots- heimilinu. Árið 1928 verða þáttaskil í lífi Jórannar. Hún ræður sig í kaupavinnu norður í Eyjafjörð að Litla-Hóli í Eyjafirði. Þar kynnist hún syni bóndans, Júlíusi Ingimarssyni, en þau giftust 8. febrúar 1930. Bjuggu þau fyrst á Grand í Eyja- firði en síðar á Akureyri þar sem Júlíus stundaði leigubílaakstur. Júl- íus var mikið valmenni og margt til lista lagt, m.a var hann um tíma organisti við Grandarkirkju og stundaði sundkennslu. Stundaði nám á búnaðarskólanum á Hvanneyri. Jórann og Júlíus tóku í fóstur Hildi Jónsdóttur þegar hún var sjö ára en faðir hennar dó frá stóram bama- hópi. Jórann og Júlíus skildu árið 1954. Fékk Jórann þá vinnu á skrifstofu hjá Tryggingarstofnuninni hjá bæj- arfógetaembættinu á Akureyri og vann þar til sjötugs. Hún hafði fal- lega rithönd og gat gengið í störf, sem að jafnaði era unnin af skóla- gengnu fólki. Jórann flutti til Reykja- víkur 1978 og þrátt fyrir erilsama vinnuævi féll henni aldrei verk úr hendi, vann ýmist við hjálparstörf eða handavinnu, en hún var sérstak- lega handlagin. Jórunn var með fyrstu konum hérlendis, sem tóku bílpróf (1929) og ók hún sínum einkabíl fram á síðustu ár. Jórann hafði yndi af ferðalögum og með vinum sínum ferðaðist hún um landið vítt og breitt. Jórann hafði mjög góða heilsu um ævina. Hinn 19. júlí kom stóra áfallið. Hún fékk slag og lamaðist. Daginn áður hafði hún verið á ferða- lagi í Borgarfirði. Það sem fyrst og fremst einkenndi Jóranni var hug- rekki, stórhugur, dugnaður og hjálpsemi Guðm. Björnsson. Sunnudagurinn 1. október sl. verður mér hér eftir minnisstæður sem dánardagur ömmu Jórunnar. Jóranni hitti ég í fyrsta sinn á Akureyri 14. júní 1974 þegar ég kom þangað í boði Guðmundar, elsta barnabams hennar, í Oddeyrargötu 26. Þessi ferð er um margt minnis- stæð fyrir það að þetta var fyrsta heimsókn mín til Akureyrar. Við Guðmundur urðum 18 ára og amma mín lést, þannig að ferðin varð „snubbóttari" en til stóð. Við þessi fyrstu kynni mín af Jórunni var mér ljóst að þama fór höfðingi og mikil búkona. Hún hafði búið um okkur á gólfinu í innri stofunni og að morgni mættu okkur stifpóleraðir skórnir okkar í forstofunni. Viðmót- ið og viðurgjörningurinn allur gaf tóninn fyrir öll okkar samskipti næstu 20 árin. Við bundumst trygg- um vináttuböndum enda um margt líkar, skapstórar og orðhvatar. Amma Jórunn hefur verið fasti punkturinn í ijölskyidunni. Hún lað- aði til sín unga sem aldna. Fjölskyld- an var henni allt, einkum barna- börnin tíu og langömmubörnin sautján en það átjánda er vænt- aniegt eftir fáar vikur. Kári sonur okkar er elsta langömmubarnið en þau voru sérstakir mátar og dreng- urinn vandi komur sínar til hennar ótilkvaddur enda eldaði amma langa besta gtjónagrautinn, átti reglulega ábrestur og greip í spil með pilti hvenær sem tækifæri gafst. Ellin og æskan sameinuðust í eitt í ölium samskiptum þeirra. Fyrir það að auðga líf Kára og miðla honum af reynslu sinni hafi hún þakkir. Jórunn var mikill ferðagarpur og var alltaf til í að leggja land undir fót. Hún var félagi í Ferðafélagi íslands frá upphafi og hafði ávallt mikla ánægju af lestri árbóka fé- lagsins. Það má með sanni segja að það er varla staður á okkar fagra landi sem hún hafði ekki heimsótt. Við smituðumst fljótt af ferðabakt- eríunni enda var það ljúf skylda að hringja i ömmu til að segja henni hvar við vorum stödd. Ekki hef ég tölu á þeim ferðum sem við fórum milli Reykjavíkur og Akureyrar, þær era eflaust óteljandi eins og hólarn- ir í Vatnsdalnum. Jórann tók ung bílpróf og var ávallt vel akandi og þótt hún sé löngu hætt að keyra þá er „follinn“ hennar enn í fullu fjöri og fylgir eiganda sínum hinstu ökuferðina í dag. Dag- inn sem Jórann fékk áfallið þá átti „follinn" að fara í bifreiðaskoðun en hann fór ekki í gang og þurfti inn á verkstæði - undarleg tilviljun. Jórann átti þéttan frændgarð og það kom glögglega í ljós á þeim rúmu tíu vikum sem hún glímdi við veikindin. Það leið ekki dagur að einhver vinur eða kunningi liti ekki til hennar. 13. nóvember 1994 héldu bamabömin upp á 90 ára afmæli ömmu. Þar var glatt á hjalla og öllum viðstöddum ógleymanleg stund. Um leið og Jórunni Guðmunds- dóttur er þökkuð samfylgdin vil ég færa starfsfólki St. Jósepsspítala í Hafnarfíði þakkir fyrir frábæra umönnun og einstakt viðmót. Elsku amma, þín er sárt saknað en ljúfar minningar og elska þín umvefja okkur um ókomna daga. Jónína Guðrún. Hún amma Jórunn er dáin. Ekki datt mér í hug, þegar ég ók henni til Hafnarfjarðar 14. júlí sl. að það yrði síðasta ökuferðin okkar. Hún ætlaði að dvelja hjá Guðbjörgu systur sinni í eina viku, meðan sonur hennar og tengdadótt- ir færu burtu í frí. Að morgni 19. júlí veiktist amma og var flutt á St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði þar sem hún lá þar til hún lést sl. sunnu- dag, 1. október. Amma hafði mikla ánægju af að ferðast og skoða landið okkar, var minnug á nöfn og hafsjór af fróð- leik sem hún miðlaði til okkar yngri kynslóðarinnar. Árbækur Ferðafé- lags íslands vora henni fjársjóður og á efri árum lærði hún bókband, m.a. til að geta bundið þær allar inn. Hún var mikil hannyrðakona, sérstaklega hafði hún gaman af að hekla og þau era ærið mörg eldhús- gluggatjöldin og rúmteppin sem hún vann auk allra milliverkanna og svæfilshornanna sem hún síðan saumaði í rúmatnað og gaf barna- bömunum í tækifæris- og jólagjafír. Fyrir nokkrum árum fór hún að sækja teiknikennslu í félagsstarfí aldraðra og kom þá vel í Ijós list- fengi hennar og þær eru ófáar myndirnar sem hún gaf ættingjum og vinum og minna nú á hana. Amma var mjög barngóð og þótti afar vænt um barnabörnin, sérstak- lega naut Erna Jóna, dóttir mín, sem nú er fimm ára, ástar hennar og umhyggju frá fæðingu. Þær voru miklar vinkonur og nutu samvist- anna. Ég vil þakka ömmu fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar og atla velvild í garð okkar mæðgna. Hún var sem betur fer heimagangur hjá okkur og það leið ekki sá dagur að við hittumst ekki eða töluðum saman. Það er mikið tómarúm nú þegar hún er dáin. Guð blessi hana og minningu hennar. Ragna Jóna Ragnarsdóttir. í dag verður til grafar borin mik- il merkiskona, gömul vinkona mín, Jórann Guðmundsdóttir. Jórunn var fædd og uppalin í stór- um systkinahópi í Urriðakoti við Hafnarfjörð, en foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi þar, og kona hans Sigurbjörg Jóns- dóttir. Að Jórunni standa þekktar ættir sem ég mun ekki rekja hér. Ung að árum réðst Jórunn í kaupavinnu norður i Eyjaijörð þar JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR sem hún kynntist manni sínum, Júlíusi Ingimarssyni frá Litia Hóli. Ég kynntist Jórunni á mennta- skólaáram mínum á Akureyri 1948-1952. Þá bjuggu þau Jórunn og Júlíus að Eyrarlandsvegi 26. Við Ragnar sonur þeirra voru bekkjar- bræður og með okkur hafði tekist mikil og góð vinátta og varð ég fljótt heimagangur á heimili þeirra og í fæði hjá Jóranni síðustu þijú árin mín í skólanum. Á þessum árum leigðu nokkrir nemendur hjá þeim hjónum. Eins og gefur að skilja var oft þröngt setið í eldhúsinu hjá Jóranni og glatt á hjalla, kom þá skapfesta og góð lund Jórunnar sér vel, en ég held að hún hafí litið á okkur öll eins og við værum börnin hennar. Jórunn var að mörgu leyti óvenju- leg kona, auk þess að vera greind og skemmtileg var hún forkur dug- legur og framtakssöm. Sem dæmi um það lærði Jórunn mjög ung að aka vörubifreið og var með fyrstu konum til að taka bílpróf a.m.k. í Eyjafirði. Á þessum áram vora ekki margar konur sem óku vörabifreið- um til jafns við karla. Jórann eign- aðist ijölmarga vini í Eyjafirði og var hugur hennar jafnan þar. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég-fór með henni inn að Grund og víðar á gamla Fordinum hennar til að hitta vini og kunningja. Þá var Jórann óspör á að fræða mig um dali Eyjafjarð- ar, ömefni, bændur og margt fleira.' Þessar ferðir með Jórunni inn í Eyjafjörð eru mér ógleymanlegar. Jórunn og Júlíus skildu 1954, en eftir það vann Jórunn við skrifstofu- störf á Akureyri. Þá var Jórann um tíma matráðskona í veiðihúsum við Laxá í Aðaldal en hún var listakokk- ur. Efir að Jórunn flutti til Reykjavík- ur bjó hún ein alla tíð þótt aldurinn yrði hár. I tómstundum sínum fór hún að fást við myndlist og prýðir ein mynda hennar skrifstofu mína. Auk Ragnars ólu þau Jórann og Júlíus upp eina dóttur, Hildi Jóns- dóttur. Þau Ragnar og Hildur eiga fjölda barna og barnabarna sem vora Jórunni mikil gleði í ellinni. Nú þegar Jórunn er kvödd rifjast upp margar gleðistundir sem ég þakka fyrir. Þá er efst í huga minn- ingin um góða konu sem ávann sér vináttu, virðingu og traust allra sem hún kynntist á langri ævi. Við Þórdís sendum ættingjum og ástvinum Jórannar samúðarkveðjur. Jóhann H. Níelsson. ...Gömlu ferðafótin mín fara að verða slitin. Jórunn mín. Þá hefur þú tekið þinn ferðapoka og ert farin í þessa einu ferð sem okkur jarðlífsbörnum er öllum ásköpuð - ferðina heim í ríki ljóssins. Mér fannst þó vera svo mikið eft- ir af „ferðafötunum" þínum. Svo mikil er eigingirni okkar mannanna að mig langaði til að hafa þig lengur meðal okkar. Svo að við gætum fer- ið í fleiri ferðir saman og gert eitt- hvað af öllu því sem við höfðum ráðgert. Þó sá ég hvílík áþján lífið var orðið þér þessar síðustu vikur. Sá að þú vildir losna úr viðjum lúins líkama. Skildi að þér fannst þetta líf einskis vert. Samt sakna ég þín. Ég sakna alls þess, sem við áttum ógert og ófarið. Vorum það ekki við sem ætluðum einhvern tíma að vera þijá sólarhringa á leiðinni norður til Ak- ureyrar? Ætluðum að fara alla útúr- króka sem við mögulega fyndum og gista í bændagistingu. Sú ferð verð- ur ekki farin - því miður. Ekki föram við heldur fyrir Heggstaðanes eins og við vorum þó ákveðnar í að gera í næstu ferð norður. ...lít nú aðeins eina leið leiðina heim og norður. Ég fór með þetta stökubrot í vor í síðustu ferðinni okkar norður þeg- ar við komum á Moldhaugnaháisinn og blessaður Eyjafjörðurinn breiddi faðminn móti okkur. Kaldbakur gamli kinkaði kolli til okkar og það sló fjólurauðum bjarma á hvíta snæ- hettuna. „Já, þetta finnst mér líka,“ sagðir þú þá, „mér finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég er komin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.