Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
Spánverj-
aráút-
hafskarfa
SPÆNSKU skipin Puente Sa-
baris o g Puente Pereiras
Curtro komu í Reykjavíkur-
höfn á miðvikudaginn var, en
þeir hafa verið á úthafskarfa-
veiðum á Reykjaneshrygg.
Síðarnefndi togarinn er að
láta laga hlera og taka vistir,
en á hinum er verið að gera
við troll.
Fyrir mánuði síðán keyptu
þrjú spænsk skip, Puenta Sa-
baris, Esperanza Menduina
og Praia De Artaxens troll
hjá Hampiðjunni og hlera J.
Hinriksson og fóru á úthafs-
karfaveiðar á Reykjanes-
hrygg. Þau hafa nú verið að
veiðum í mánuð, en ekki
liggja fyrir afgerandi aflatöl-
ur. Þær hafa þó ekki gengið
sem skyldi, því rysjótt
veðurfar hefur sett strik í
reikninginn.
SPÆNSKU skipin liggja við festar í Reykjavíkurhöfn.
„Það hefur gengið þokka-
lega að taka flottrollin í notk-
un,“ segir Guðmundur Gunn-
arsson, sölustjóri Hampiðjunn-
ar. „Við sendum menn út með
þeim til að aðstoða þá við að
taka trollin í notkun. Skipin
hafa lítið getað veitt vegna
veðurs og síðan varð eitt skip-
ið fyrir því óhappi að lás brotn-
aði við hlerann. Þá misstu þeir
trollið á annan endann með
tilheyrandi afleiðingum.
Hann segir að trollið hafi
farið í flækju og slitnað eitt-
hvað. Þá hafi það orðið fast
inni á tromlunni og erfitt hafi
verið að ná því af á miðviku-
dag. Hann segist halda að
Spánveijarnir ætli ekki að
landa strax, enda langt frá því
að fylla lestina, heldur reyna
að fá meiri afla og landa svo
á Spáni.
5ANNUR
KARLMAOUR
eftir Tankred Dorst
Leikendur:
Haíldóra Björnsdóttir
Ingvar E. Sigurðsson
Hilmar Jónsson
Rúrik Haraldsson
Þýðandi: Bjarni Jónsson
Lýsing: Ásmundur Korlsson
Donsor: Ástrós Gunnarsdóttir
Búningor: Helga Rún Pólsdóttir
Leikmynd: Oskar Jónasson
Leikstjóri: María Kristjónsdóttir
Frumsýning ó Litla sviðinu
í kvöld kl. 20.30 UPPSELT
Önnur sýning 7.10. Þriðja sýning 12.10.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200
Búferlaflutningar íslensks fisk-
vinnslufólks til Norðurlandanna
Hærri tekjur o g
vinnutími freista
FRAMLEIÐNI í sjávarútvegi er
meiri og tekjur fískvinnslufólks
hærri í Noregi og Danmörku en
hér á landi. Þetta útskýrir meðal
annars búferlaflutninga fjölda ís-
lendinga til starfa í þessum lönd-
um. í Danmörku eru tekjur físk-
verkafólks fyrir dagvinnu rúmar
160 þúsund krónur, en á íslandi
eru þær 80 þúsund. Eftir skatta
eru það 124 þúsund á móti rúmum
70 þúsund krónum.
Þetta kom fram á fundi sem
haldinn var af Birtingi og Framsýn
á þriðjudagskvölcf, en þar sátu fyr-
ir svörum Björn Grétar Sveinsson
og Einar Oddur Kristjánsson.
Þarf að huga að samkeppnis-
stöðu fjölskyldunnar
Bjöm Grétar sagði að það væri
greinileg hreyfing á fískverkafólki
til Danmerkur, þrátt fyrir að fé-
lagsmálaráðherra auglýsti laus
störf í fiskvinnslu hér á landi. Or-
sakirnar fyrir þessum fólksflutn-
ingum mætti rekja til hærri launa,
fjölskylduvænna umhverfís og
meira starfsöryggis.
160 þúsund á mánuði
Hann sagðist hafa eftir íslend-
ingum í Hanstholm á Jótlandi að
þeir hefðu rúm 160 þúsund í tekj-
ur á mánuði og innifalin í því væri
aðeins dagvinna. Þá hefði komið
fram að ef til hráefnisskorts kæmi
bæri vinnuveitendum skylda til að
greiða fyrir næstu fjórtán daga á
eftir. Að þeim liðnum tækju at-
vinnuleysisbætur við, en þær væru
um 128 þúsund krónur. Hann sagði
að 150 íslendingar hefðu verið
staddir í Hanstholm og enginn
hefði lent í vandræðum með að fá
vinnu, enda íslendingar mikils
metið vinnuafl, duglegir og með
góða reynslu.
Styttri vinnutími
Bjöm Grétar sagði tíma til kom-
inn að skoða samkeppnisstöðu ís-
^ HSM Pressen GmbH
• Öruggir vandaðir pappírstætarar
• Margar stærðir - þýsk tækni
• Vönduð vara - gott verð
j. nsTvniDssoN hf.
SKIPHOLII33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580
lensku fjöiskyldunnar. Augljóst
væri að íslendingum stæðu til boða
mun betri kjör í Noregi og Dan-
mörku. Vinnutími væri mun
styttri, kaupmáttur hærri og ekki
eins mikið basl að koma þaki yfir
höfuð sér fyrir ungt fólk.
Sjávarútvegur stendur framar
í Noregi og Danmörku en hér
Einar Oddur Kristjánsson hóf mál
sitt á því að tefla fram skýrslu
Kjararannsóknarnefndar frá 1985,
þar sem kom fram að norskur fisk-
vinnsluiðnaður væri mun skilvirk-
ari, auk þess sem íslendingar virt-
ust nokkrum skrefum á eftir í vöm-
þróun og markaðssókn.
Hann sagði að auk þess mætti
skýra betri afkomu sjávarútvegs í
Noregi og Danmörku en sjávarút-
vegs hér á landi með háum styrkj-
um sem sjávarútvegur í Noregi og
ESB fær. Máli sínu til stuðnings
vitnaði hann í nýlegt erindi Einars
Svanssonar á aðalfundi SF, þar
sem fram kom að sjávarútvegur í
Noregi fengi 6,2 milljarða í styrki
á árinu 1995, sem jafngilti því að
stór fyrirtæki á borð við Ú.A. og
Granda fengju 100 milljóna styrk
á ári.
Samkeppnisfærir við
England og Fraakkland
„ísland er fyllilega samkeppnis-
hæft við England og Frakkland,
en danskur iðnaður virðist bera
af,“ sagði Einar Oddur. „Þeir virð-
ast vera fremstir á öllum sviðum
matvælaiðnaðar, ekki aðeins í
sjávarútvegi, hvað varðar mark-
aðssetningu, skipulagningu
o.s.frv."
Auk þess sagði hann að danskur
sjávarútvegur fengi um 18 millj-
arða í styrki á áranum 1994-1999,
og þá væra ýmsir styrkir, t.d.
sveitarfélaga, ekki með í dæminu.
Einnig mætti nefna að Danir flyttu
afurðir sínar fyrst og fremst á
Evrópumarkað og þar nytu þeir
staðsetningar.
Stærri heimamarkaðir
Þá nefndi Einar Oddur að
heimamarkaðir í Noregi og Dan-
mörku væra mun stærri en hér á
landi. Hann sagði að það þótt
margt freistaði í Noregi og Dan-
mörku eins og fjölskylduvænna
umhverfi, hærri laun og styttri
vinnutími, virtust sumir samt verða
fýrir vonbrigðum þegar út væri
komið. Þegar á hólminn væri kom-
ið reyndist munurinn oft vera
minni en búist hefði verið við og
fjölskyldubönd toguðu fólk til
baka.
FÖSTUDAG KL 12:30
í NÓATÚNl MOSFELLSBÆ
SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM UM KVÖLDIÐ
Hunl's scand7c
LOPTLIIBIR