Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Spánverj- aráút- hafskarfa SPÆNSKU skipin Puente Sa- baris o g Puente Pereiras Curtro komu í Reykjavíkur- höfn á miðvikudaginn var, en þeir hafa verið á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg. Síðarnefndi togarinn er að láta laga hlera og taka vistir, en á hinum er verið að gera við troll. Fyrir mánuði síðán keyptu þrjú spænsk skip, Puenta Sa- baris, Esperanza Menduina og Praia De Artaxens troll hjá Hampiðjunni og hlera J. Hinriksson og fóru á úthafs- karfaveiðar á Reykjanes- hrygg. Þau hafa nú verið að veiðum í mánuð, en ekki liggja fyrir afgerandi aflatöl- ur. Þær hafa þó ekki gengið sem skyldi, því rysjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn. SPÆNSKU skipin liggja við festar í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur gengið þokka- lega að taka flottrollin í notk- un,“ segir Guðmundur Gunn- arsson, sölustjóri Hampiðjunn- ar. „Við sendum menn út með þeim til að aðstoða þá við að taka trollin í notkun. Skipin hafa lítið getað veitt vegna veðurs og síðan varð eitt skip- ið fyrir því óhappi að lás brotn- aði við hlerann. Þá misstu þeir trollið á annan endann með tilheyrandi afleiðingum. Hann segir að trollið hafi farið í flækju og slitnað eitt- hvað. Þá hafi það orðið fast inni á tromlunni og erfitt hafi verið að ná því af á miðviku- dag. Hann segist halda að Spánveijarnir ætli ekki að landa strax, enda langt frá því að fylla lestina, heldur reyna að fá meiri afla og landa svo á Spáni. 5ANNUR KARLMAOUR eftir Tankred Dorst Leikendur: Haíldóra Björnsdóttir Ingvar E. Sigurðsson Hilmar Jónsson Rúrik Haraldsson Þýðandi: Bjarni Jónsson Lýsing: Ásmundur Korlsson Donsor: Ástrós Gunnarsdóttir Búningor: Helga Rún Pólsdóttir Leikmynd: Oskar Jónasson Leikstjóri: María Kristjónsdóttir Frumsýning ó Litla sviðinu í kvöld kl. 20.30 UPPSELT Önnur sýning 7.10. Þriðja sýning 12.10. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Búferlaflutningar íslensks fisk- vinnslufólks til Norðurlandanna Hærri tekjur o g vinnutími freista FRAMLEIÐNI í sjávarútvegi er meiri og tekjur fískvinnslufólks hærri í Noregi og Danmörku en hér á landi. Þetta útskýrir meðal annars búferlaflutninga fjölda ís- lendinga til starfa í þessum lönd- um. í Danmörku eru tekjur físk- verkafólks fyrir dagvinnu rúmar 160 þúsund krónur, en á íslandi eru þær 80 þúsund. Eftir skatta eru það 124 þúsund á móti rúmum 70 þúsund krónum. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Birtingi og Framsýn á þriðjudagskvölcf, en þar sátu fyr- ir svörum Björn Grétar Sveinsson og Einar Oddur Kristjánsson. Þarf að huga að samkeppnis- stöðu fjölskyldunnar Bjöm Grétar sagði að það væri greinileg hreyfing á fískverkafólki til Danmerkur, þrátt fyrir að fé- lagsmálaráðherra auglýsti laus störf í fiskvinnslu hér á landi. Or- sakirnar fyrir þessum fólksflutn- ingum mætti rekja til hærri launa, fjölskylduvænna umhverfís og meira starfsöryggis. 160 þúsund á mánuði Hann sagðist hafa eftir íslend- ingum í Hanstholm á Jótlandi að þeir hefðu rúm 160 þúsund í tekj- ur á mánuði og innifalin í því væri aðeins dagvinna. Þá hefði komið fram að ef til hráefnisskorts kæmi bæri vinnuveitendum skylda til að greiða fyrir næstu fjórtán daga á eftir. Að þeim liðnum tækju at- vinnuleysisbætur við, en þær væru um 128 þúsund krónur. Hann sagði að 150 íslendingar hefðu verið staddir í Hanstholm og enginn hefði lent í vandræðum með að fá vinnu, enda íslendingar mikils metið vinnuafl, duglegir og með góða reynslu. Styttri vinnutími Bjöm Grétar sagði tíma til kom- inn að skoða samkeppnisstöðu ís- ^ HSM Pressen GmbH • Öruggir vandaðir pappírstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð j. nsTvniDssoN hf. SKIPHOLII33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580 lensku fjöiskyldunnar. Augljóst væri að íslendingum stæðu til boða mun betri kjör í Noregi og Dan- mörku. Vinnutími væri mun styttri, kaupmáttur hærri og ekki eins mikið basl að koma þaki yfir höfuð sér fyrir ungt fólk. Sjávarútvegur stendur framar í Noregi og Danmörku en hér Einar Oddur Kristjánsson hóf mál sitt á því að tefla fram skýrslu Kjararannsóknarnefndar frá 1985, þar sem kom fram að norskur fisk- vinnsluiðnaður væri mun skilvirk- ari, auk þess sem íslendingar virt- ust nokkrum skrefum á eftir í vöm- þróun og markaðssókn. Hann sagði að auk þess mætti skýra betri afkomu sjávarútvegs í Noregi og Danmörku en sjávarút- vegs hér á landi með háum styrkj- um sem sjávarútvegur í Noregi og ESB fær. Máli sínu til stuðnings vitnaði hann í nýlegt erindi Einars Svanssonar á aðalfundi SF, þar sem fram kom að sjávarútvegur í Noregi fengi 6,2 milljarða í styrki á árinu 1995, sem jafngilti því að stór fyrirtæki á borð við Ú.A. og Granda fengju 100 milljóna styrk á ári. Samkeppnisfærir við England og Fraakkland „ísland er fyllilega samkeppnis- hæft við England og Frakkland, en danskur iðnaður virðist bera af,“ sagði Einar Oddur. „Þeir virð- ast vera fremstir á öllum sviðum matvælaiðnaðar, ekki aðeins í sjávarútvegi, hvað varðar mark- aðssetningu, skipulagningu o.s.frv." Auk þess sagði hann að danskur sjávarútvegur fengi um 18 millj- arða í styrki á áranum 1994-1999, og þá væra ýmsir styrkir, t.d. sveitarfélaga, ekki með í dæminu. Einnig mætti nefna að Danir flyttu afurðir sínar fyrst og fremst á Evrópumarkað og þar nytu þeir staðsetningar. Stærri heimamarkaðir Þá nefndi Einar Oddur að heimamarkaðir í Noregi og Dan- mörku væra mun stærri en hér á landi. Hann sagði að það þótt margt freistaði í Noregi og Dan- mörku eins og fjölskylduvænna umhverfi, hærri laun og styttri vinnutími, virtust sumir samt verða fýrir vonbrigðum þegar út væri komið. Þegar á hólminn væri kom- ið reyndist munurinn oft vera minni en búist hefði verið við og fjölskyldubönd toguðu fólk til baka. FÖSTUDAG KL 12:30 í NÓATÚNl MOSFELLSBÆ SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM UM KVÖLDIÐ Hunl's scand7c LOPTLIIBIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.