Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Málverka- uppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur málver- kauppboð á Hótel Sögu sunnu- dagskvöldið 8. október kl. 20.30. Boðin verða um 90 verk, flest eftir gömlu meistarana. T.d. verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Mugg, Jó- hann Briem, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Sverri Haralds- son, Kristínu Jónsdóttur, Erró, Guðmund Andrésdóttur, Karl Kvaran, Sigurð Sigurðsson og Gunnlaug Scheving. Uppboðsverkin verða sýnd í Galleríi Borg í dag, á morgun og á sunnudag kl. 12-18. Haukur Þorstcinn Tónlistarverðlaun N or ðurlandaráðs Verk Hauks og Þorsteins tilnefnd VERKIN Spírall (1992) eftir Hauk Tómasson og Bells of Earth (1994) eftir Þorstein Hauksson hafa verið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norður- landaráðs 1996. Tiinefnd eru tvö verk frá hverju Norðurlandanna. Ákvörðun um hvert þeirra hlýt- ur verðlaunin verður tekin á fundi NOMUS, Norrænu tón- listamefndarinnar, í næsta mánuði. Verðlaunaupphæðin er 350.000 danskar krónur. Verð- launin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 4. mars á næsta ári. Fyrir íslands hönd situr Guð- mundur Óli Gunnarsson stjórn- andi og skólastjóri í dómnefnd- inni. Tveir íslendingar hafa hlotið Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs, Atli Heimir Sveins- son, 1976, og Hafliði Hall- grímsson, 1986. Sex Við Hamarinn SAMSÝNING sex myndlistar- manna, Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur, Dagnýjar Sifjar Einars- dóttur, Jóns Laxdal, Laufeyjar M. Pálsdóttur, Ólafar Sigurðar- dóttur og Sigurdísar Anrar- dóttur, verður opnuð í sýning- arsalnum Við Hamarinn í Hafnarfirði laugardaginn 7. október kl. 16. Þau hafa öll tekið þátt í myndlistarlífinu á Akureyri á undanförnum árum og haldið sýningar bæði þar og annars staðar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Svanur í Stykkishólmi LÚÐRASVEITIN Svanur held- ur tónleika í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 7. október kí. 17. Þetta eru fyrstu tónleik- ar vetrarins með efnisskrá í léttum dúr. Stjórnandi er Haraldur Á. Haraldsson. Nóbelsverðlaunaskáldið Seamus Heaney Ljóðið, sagan og náttúran í verkum Seamus Heaneys leikur ljóðið sjálft og skáld- skapurinn aðalhlutverk, skrifar Jóhann Hjálmars- son, sem fagnar því að eitt helsta skáld samtímans hefur bæst í hóp Nóbelsskálda. MEÐ því að veita írska skáldinu Seamus Heaney Bókmenntaverðlaun Nóbels í ár er það sérstaklega ljóðlistin sem fær verðlaun. Heaney er eitt af helstu skáldum samtímans og hefur lengi verið. í verkum hans leikur ljóðið sjálft og skáldskapurinn aðalhlut- verk og síðan koma sagan og náttúran. En ljóðlist Seamus Heaneys rúmar margt, er fjöl- breytt þótt kennimerki hennar séu augljós, rödd skálds sem á sinn eigin tón. írsk saga írsk saga er mjög lifandi yrkisefni hjá Hean- ey, ekki síst átökin á Norður-írlandi, en þaðan er hann ættaður, fæddur og uppalin í Derry- sýslu og stundaði háskólanám í Belfast. Heán- ey er kaþólskur. Hann hefur fært hráan írskan veruleika samtímans inn í ljóð sín og líka dul- an galdur fyrri tíma þar sem írsk þjóðsagna- minni hafa búið um sig. Ljóð hans eru sjaldan hversdagsleg og einföld. Yfirleitt eru þau flók- in og kröfuhörð þótt dæmi séu um létt og beinskeytt ljóð hjá honum. Lagt upp úr hljómi Form í skáldskap telst varla meginatriði, en frá upphafi hefur Seamus Heaney verið skáld formsins að því leyti að form er honum hugleik- ið. Hann nálgast stundum gamla bragarhætti á nýjan hátt og leggur yfirleitt mikið upp úr hljómi. Það vakti heimsathygli þegar hann birti ljóðaflokk sinn um Tollund-manninn danska sem var grafinn upp úr mosanum furðu heilleg- ur með snöru um hálsinn eftir að hafa legið þar um aldir. Ljóðið virtist furðu staðbundið við fyrstu kynni, en í ljós kom að Heaney var að tjá ástandið í heimalandi sínu, nánar tiltek- Seamus Heaney. Skáldið Synge á Araneyjum Saltið af hafi hvetur eggjar fjögurra vinda. Þeir flysja spildur lokinhamra; flettist hörund jarðar; hreggnasir meitlast í berg. Eyjamenn einnig efni að móta. Sjáið hvassa brána, munninn, högpa ankersarma og kollinn skyggðan, fullan af sjódauða. Þá birtist hann. Penninn hvassi ristir í huga hans; oddi sorfnum söltum vindi dýft í harmljóða haf. KARL GUÐMUNDSSON ÍSLENSKAÐI. ið Norður-írlandi, með því að leita á vit hins liðna. Þetta gerir hann oft og iðulega. Ljóð staðanna Ljóð staðanna, The Poetry of Place, eru ljóð kölluð sem fjalla um staði, svæði eða eru á einhvern hátt staðbundin, stundum átthaga- ljóð. Heaney hefur oft verið flokkaður með þessum skáldum og er ekki í vondum félags- skap. Nefna má Derek Walcott, Iain Chrighton Smith og Paul Muldoon. Ljóðabók Heaneys, Wintering Out (1972), er í þessum anda, einnig North (1975). 1977 hélt Heaney frægan fyrirlestur í The Ulster museum: The Sense of Place. í honum skýrði hann viðleitni skáldanna og hvað þau eiga sameiginlegt. Ferðaljóð eru í nánum tengslum við staða- ljóðin, enda hefur Heaney ort mörg slík, með- al annars frá ferð sinni til íslands þegar hann var gestur Bókmenntahátíðar. Sameiginlegt þeim flestum er að einhver staður verður yrkis- efni, oft birtist hann í heiti ljóðsins, en ljóðið getur síðan fjallað um allt annað en staðina, enda snúast flest ljóð um skáldið sjálft. Snorri og heitir hverir Á íslandi orti Heaney ljóð sem mótast af kynnum hans af heitum hverum og líka verður honum hugsað til annars skálds og meistara máls, Snorra í Reykholti. Þesi ljóð birtust í The Haw Lantern (1987) ef ég man rétt. Það skiptir vitanlega ekki máli hvort Heaney er kallaður módernisti í skáldskap, raunsæis- maður, rómantískur eða klassískur. Hann er vitanlega ailt þetta sem vera ber þegar mikils háttar skáld á í hlut. Ljóða hans er jafnan beðið með eftirvæntingu því að í þeim talar skáld sem á erindi við lesendur. Meðal margra ágætra þýðinga Karls Guð- mundssonar á ljóðum Heaneys (sjá m.a. Les- bók Morgunblaðsins, Ljóðaárbók 1988 og Jón á Bægisá 1994) er ljóðið Skáldið Synge á Araneyjum sem er endurbirt hér. Ljóðið snýst um John Millington Synge sem bjó um skeið á Araneyjum, norðvestur af írlandi. Synge sótti efnivið í leikrit sín til fólksins á þessum eyjum, en kunnasta verk hans er The Playboy of the Westem World. Náttúra Irlands, í þessu tilviki haf og eyjar, persónugerast í ljóðinu. Við finnum saltbragð vindsins og penninn hvassi, vopn skáldsins, kemur með myndir til að skoða og ráða. Spennandi undanúrslit í Nord-Sol keppninni TONLIST Iláskólabíó TÓNLISTARKEPPNI Sinfóníuhljómsveit íslands. Sljóm- andi Osmo Víinskii. Cliristina Bjorkoe, Katrine Buvarp, Markus Leoson og Guðrún María Finnboga- dóttir. Fimmtudagur 5. október 1995. ALLRI keppni f • \ fylgir spenning- ----m----------- ur og af því sem á undan hefur gengið í Nord-Sol keppninni koma upp í hugann margir möguleikar, því hver keppandi hefur eitthvað sérstakt fram að leggja sem skort- ir hjá öðrum og ræður þar menntun miklu en einnig einstaklingsbundið framlag og túlkun. Þá er ekki vitað á hvað dómendur leggja mesta áherslu, t.d. leikni, listræna túlkun, fjölhæfni og tilfinningu fyrir stíl tónverkanna og að fiytjandi hafi á vald sínu að flytja tónlist frá ólíkum tímabilum. Aðeins tveir keppenda fluttu verk eftir barokktónskáld og eina klassíska verkið var hluti úr tónverki eftir Mozart. Flest verkin voru rómantísk og eftir þá nútíma- höfunda sem gerðu verk sín á skil- um síðrómantíkur og nútímatón- listar. Nýtískulegustu verkin voru fyrir slagverk, enda er nær ekkert annað til fyrir einleik á slagverk nema eftir tónskáld fædd rétt fyrir og um miðja þessa öld. Tónleikarnir hófust með leik norska fiðluleikarans Katrine Bu- varp í fyrsta þætti fiðlukonserts í D-dúr eftir Brahms, sem er ægifög- ur, tignarleg og margslungin tón- smíð. Buvarp er skapríkur fiðlari en vantar enn nokkurn kraft. Leik- ur hennar var þ_ó litríkur og músík- alst útfærður. í kadensunni komu þessi einkenni hvað sterkast í ljós og lá nærri að leikur hennar væri hrífandi undir lokin í eftirmála kon- sertsins sem er einkar fallegur. Næsti flytjandi var Guðrún Mar- ía Finnbogadóttir og söng hún fyrst aríuna Salce úr Ótelló eftir Verdi. Guðrún María er efnileg söngkona og söng aríuna af þokka. Næst söng hún aríuna Deh vieni non tardar úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozarl. Þar var söngur hennar helst til litlaus. Síðasta lag Guðrún- ar Maríu var hið fjöruga lag Je veux vivre úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod. Guðrún María sýndi í þessu skemmtilega lagi að hún er efnileg og verður fróðlegt að heyra hana syngja að loknu framhalds- námi erlendis, sem hún stefnir að á næstu árum. Finnski píanóleikarinn Henri Sigfridsson flutti fyrsta þáttinn í þriðja píanókonsertinum eftir Pro- kofiev. Sigfridsson hefur góða tækni og lék konsertinn af glæsi- brag, enda er kaflinn hrynfastur, merktur sterkum andstæðum í hraða og styrkleika. Christina Bjorkoe píanóleikari frá Danmörku Iék fyrsta þáttinn í píanókonsert nr. 2 eftir Rakhman- inov. Að leika þennan konsert er aðeins á færi kraftmikilla píanóleik- ara og réði Bjorkoe ekki fyllilega við að halda í við hljómsveitina. Síðasti flytjandinn var sænski slagverksleikarinn Markus Leoson, en hann flutti fyrsta og þriðja þátt úr konsert fyrir marimbu, víbrafón og hljómsveit eftir Milhaud. Verkið er op. 278 og samið 1947 og var það afburðavel flutt af Markúsi Leóssyni. Sinfóníuhljómsveit íslands undir lifandi stjórn Osmo Vánská lék mjög vel og var samspil hennar við flytjendur sérlega gott. Áð loknum tónleikum valdi dóm- nefndin, en hana skipa Tutter Givskov, Eggert Pálsson, Svein Bjorkoy og Hans Palsson, Markus Leoson og Henri Sigfridsson til að keppa til úrslita. Báðir eru þeir vel að þessum sigri komnir. Jón Ásgeirsson Aida fær slakan dóm FYRIR stuttu kom út frá Naxos út- gáfunni, sem er ein stærsta útgáfa heims, Áida Verdis, þar sem Kristján Jóhannsson syngur eitt aðalhlut- verka. Útgáfan hefur fengið misjafna dóma. í nýjasta hefti Gramophone er dómur um hana. Gagnrýnandi Gramophone, John B. Steane, sem er einn virtasti óperu- gagnrýnandi Breta, hefur dóminn á því að segja að þar sem Naxos útgáf- urnar séu seldar við Iágu verði tiætti mönnum til að stimpla þær sem góð kaup og láta lesendum eftir að meta hvort sá stimpill sé jákvæður eða neikvæður. Hann segist frekar vilja benda áhugasömum á að safna sér fyrir betri útgáfu og dýrari, því ekki væri gott ef þessi Aidu-útgáfa yrði sú eina sem viðkomandi eignaðist. Steane segir upphaf óperunnar lofa góðu, fiðluhljómur sé fágaður og fyrsta röddin sem heyrist, rödd Francesco Ellero d’Artegna, sem syngur hlutverk Æðstaprestsins, bendi til þess að búast megi við vönd- uðum söng, en framlag Kristjáns Jóhannssonar varpi skugga á þær væntingar, „hann syngur frekar óaðlaðandi Celeste Aida“. Aðrir söngvara fá betri dóm, til að mynda Barbara Dever sem syngur Amneris og Steane segir hafa góða rödd, frekar kontralto en mezzo, en nokkuð skorti á dramatík. Maria Dragoni, sem syngur Aidu, fær einn- ig prýðilega dóma, þó Steane þyki upptakan á rödd hennar ekki hafa heppnast vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.