Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 49
Sérstaða málsins
Hægt er að finna mörg dæmi
um ríkisreknar stofnanir sem ein-
AIR Titanium er ótrúlega sveigjanleg og
sterk í einfaldleika sínum. Ólíkt venjulegum
gleraugnaumgjörSum er hún búin til meS (oví
einungis aS snúa og beygja titanium vír.
AIR Titanium er handunninog sérsniSin fyrir not-
andann úr óendanlegu safni forma, lita og stærSa
Glcraugnovcrslunin í Mjódd
fílfobokka 14. Sími 587 2123
AIR Titanium hefur unniS til fjölmargra virtra, alþjóS-
legra verSlauna fyrir einstaka óg glæsilega hönnun.
Þar ó meSal má nefna Japönsku hönnunarverðlaunin,
verðlaun hins alþjóðlega „iF"-dómstóls og Gullna
bikarinn á SILMO-gleraugnahátíSinni í París 1994.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrnpflugvelli
og Rábhústorginu
fltorgimMöíiifr
-kjarni málsins!
BREF TIL BLAÐSINS
Um nauðsyn þess að
aðskilja ríki og kirkju
Gnmur
Hakonarson
þjóðkirkjunnar
Frá Grími Hákonarsyni:
SÚ UMRÆÐA er hvað mest hitar
upp í landsmönnum um þessar
mundir er hvort aðskilja eigi ríki
og kirkju. Allar skoðanakannanir
að undanförnu hafa sýnt að meiri-
hluti þjóðarinnar
er hlynntur að-
skilnaði og nú
hafa tvær af
frændþjóðunum,
Svíar og Danir,
sagt skilið við
storknað trúar-
fyrirkomulag.
Það er grátlegt
að sjá hve ráða-
menn íslensku
betjast ötullega
gegn almannaviljanum með því að
setja sig í heilagar trúboðsstellingar
og segja hálfa sögu langa. En varla
fer skattsvikarinn að styðja aðgerð-
ir gegn skattsvikum.
Niðurkæfðar himnasendingar
Helsta yfirhylmingin hefur verið
í þeim málum er varða fjármál þjóð-
kirkjunnar, en á þeim lið byggja
aðskilnaðarsinnar einna helst til-
verurétt sinn. í ijölmiðlum hefur
biskupsritari, Þorbjörn Hlynur
Árnason, lagt ijárhagslegt sjálf-
stæði kirkjunnar að jöfnu við önnur
minni trúfélög, ríkið sjái um alla
innheimtu sóknargjalda og dreifi
þeim síðan með tilliti til höfðatölu
hvers trúfélags. „í þessu fyrirkomu-
lagi má segja, að felist vernd og
stuðningur við þjóðkirkjuna og
reyndar öll viðurkennd trúfélög"
segir biskupsritari (Mbl. 16.12.94).
Einhver trúfélög hljóta þó að vera
viðurkenndari en önnur og tala ég
þá um hálfs milljarðs króna himna-
sendinguna sem þjóðkirkjan fær á
hveiju ári (nokkuð sem prestar
hafa sem minnst vilja ræða). Fjár-
hæð þessi er beinn ríkisstyrkur
notaður meðal annars til að greiða
prestum laun og er 2500 króna
skellur á hvert mannsbarn yfir 16
ára aldri, óháður trúarsannfæringu
hvers og eins. Þetta er bæði brot á
8. boðorðinu (beint til Þorbjörns)
og 64. grein stjórnarskrár hins ís-
lenska lýðveldis. Þar stendur skrif-
að að enginn sé skyldur til að inna
áf hendi persónuleg gjöld til neinn-
ar annarrar guðsdýrkunar en þeirr-
ar, er hann sjálfur aðhyllist. Grein
þessari þyrfti raunar ekkert að
breyta ef ríki og kirkja yrðu aðskil-
in. Hún samrýmist alveg reglum
trúfijáls þjóðfélags og mætti því
segja að hún hafi verið á undan
sinni samtíð allt frá árinu 1874 er
hún var samin.
En ekki er öll sagan sögð því
þegar undir koddann er komið gef-
ur að líta kostnað af hlunnindum
presta sem hvergi er getið í fjárlög-
um ríkisins og er því órannsakan-
legur að vissu marki. Vitað er að
prestar fá greidda fatapeninga og
endurgreiddan akstur, símakostn-
að, skrifstofukostnað, póstkostnað,
kyndingarkostnað og húsaleigu.
staklingurinn þarf að borga undir
og margir telja sig hafa engin not
fyrir. Notast er þá við staðgreiðslu-
hugmyndina og fijálshyggjudæmi-
sagan um manninn, sem er refsað
fyrir að nenna að vinna, viðruð. En
þetta málefni er allt annars eðlis
og snýst ekki um peningarefsingar
heldur tröðkun á lífsskoðunum og
sjálfsákvörðunarrétti manna. Mað-
ur sem hefur alið með sér andúð á
tilteknum hlut er um leið að efla
óvininn óbeint, með því að vera til.
Þær stofnanir er bjóða upp á óhlut-
læga söluvöru sem tekur mið af
andlegum löngunum mannsins geta
því ekki verið ríkisreknar.
Trúmál og sto'órnmál
í rauninni eru trúflokkar við
sama borð og stjórnmálaflokkar
hvað varðar hlutverk og þýðingu í
samfélaginu. Stjórnmálaflokkur að-
hyllist það að ákveðin hugmynda-
fræði eða stefna eigi að skapa
manninum lífsreglurnar þannig að
honum farnist sem best, rétt eins
og trúflokkur boðar sína hug-
myndafræði. Maðurinn hefur svo
valrúm til þess að stilla sér upp hjá
þeim hóp er hann telur við sig eiga
og auðvitað verða til andstæður.
Því getur inneign í formi kopar-
platna á þaki Hallgrímskirkju verið
djöfladýrkanda alveg jafn andlega
skaðleg og kommúnista sem þyrfti
að borga flokksgjald til Sjálfstæðis-
flokksins ár eftir ár. Slíkt stjórnar-
fyrirkomulag, þar sem þegnarnir
væru knúnir til að borga til eins
flokks sem væri allsráðandi, minnir
á hugmyndir fallinna kommúnista-
ríkja um eins flokks lýðræði. Þar
var einnig traðkað á sjálfsákvörð-
unarréttinum með skipulagðri inn-
leiðingu í þágu flokksins í grunn-
skólum, rétt eins og hér er gert
með innleiðingu kristinnar trúar.
Af þessu mætti ætla að hér á ís-
landi væri einnar trúar trúfrelsi.
GRÍMUR HÁKONARSON,
nemi í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
MALVERKAUPPBOÐ
á Hótel Sögu sunnudaginn 8.10. kl. 20.30.
Verkin sýnd í Gallerí Borg fóstudaginn 6., laugardaginn
7. og sunnudaginn 8. október kl. 12.00-18.00.
ANTIK
Nýjar vörur væntanlegar.
Nú er rétti tíminn til að koma og prútta um verð
á þeim antikvörum, sem eru í versluninni, því við
þurfum að rýma fyrir nýjum vörum.
Opið laugardag kl. 12.00-16.00.
TEPPAUPPBOÐ
á Hótel Sögu sunnudaginn 15.10. kl. 20.30.
Af sérstökum ástæðum getum við nú boðið ekta, handunnin
persknesk teppi á verði, sem ekki hefur þekkst hér áður.
Teppin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll
föstudaginn 13., laugardaginn 14. og
sunnudaginn 15. október kl. 12-18.
BOEG
við AUSTURVOLL
SÍMI 552 4211
BORG
dntik
FAXAFENI 5,
SÍMI 581 4400
- kjarni málsins!
AIR Titanium
SÚ LÉTTASTA í HEIMI 2,8 GR
í dag, föstudaginn 6. okt. veitir
Anna og útlitið ráðgjöf við val á
umgjörðum í verlsun okkar
frá kl. 13-18.