Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 15 Ný hafn- arvogá Húsavík Húsavík >■ Ný hafnarvog hefur verið tekin í notkun á Húsavík og leysir hún af hólmi um 40 ára gamla vog sem reynst hefur vel en var orðin of lítil. Nýja vogin á að geta vegið allt að 100 tonnum en er löggild fýrir 60 tonn með aðeins 5 kg skekkjumörkum. í tengslum við vogina hefur ver- ið reist nýtt hús þar sem hafnar- verðir hafa jafnframt fengið góða aðstöðu, en þeir sjá um rekstur vogarinnar. Ekki er búið að ganga frá allri þeirri tölvuvæðingu sem voginni fylgir en þegar því er lokið á hver fiskvigtun að koma strax fram hjá Fiskistofu og hægt verður að senda Morgunblaðið/Silli FYRSTI bíllinn, sem veginn var, var á vegum Skipaaf- greiðslu Húsavíkur. hveija vigtun beint til stærstu við- skiptavinanna, t.d. Fiskiðjusam- lagsins. Eigandi vogarinnar er Hafnarsjóður Húsavíkur, sem einnig sér um rekstur hennar. Trésmiðjan Rein reisti húsið og það ásamt sjálfri voginni mun kosta um 12 millj. kr. Slíkt þjón- ustufyrirtæki er nauðsynlegt en mun ekki standa undir kostnaði. Samkeppni um hönnun gatna í miðbæ Isafjarðar Isafirði - Samkeppni um hönnun gatna í miðbæ Isafjarðar er nú í undirbúningi. Að sögn Eyjólfs Bjarnasonar, forstöðumanns tæknideildar ísa- fjarðarkaupstaðar, er um að ræða útlitsbreytingu á Aðalstræti og Hafnarstræti frá höfninni og upp að bensínstöð sem stendur við Skutulsfjarðarbraut. í tengslum við gerð fjárhagsá- ætlunar bæjarins á síðasta ári var tekin ákvörðun um að efna til sam- keppninnar og er gert ráð fyrir um fimm milljónum króna til fram- kvæmda á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir að göturnar verði færðar til heldur eru bæjaryfirvöld að leita eftir snyrtilegra útliti á þær. Samkeppnin verður opin arki- tektum, landslagsarkitektum og hönnuðum og er hún unnin í sam- vinnu við Arkitektafélag íslands. Skipuð hefur verið fimm manna nefnd til að fara yfir tillögurnar pg koma þrír nefndarmanna frá ísafjarðarkaupstað og tveir frá Arkitektafélagi ísiands. Styrkleikinn í fyrstu deild að jafnast SKAK Skákmiöstööin, Faxafcni 12 DEILDAKEPPNI SKÁK- SAMBANDS ÍSLANDS Fyrri hluti, 6.-8. október 1995. BÚAST má við því að keppnin í I. deild verði miklu meira spenn- andi í vetur en í fyrra þegar sveit Taflfélags Reykjavíkur sigraði með miklum yfirburðum. Mestu munar um félagaskipti titilhafa. Jóhann Hjartarson fór úr TR til Garðabæjar og Hannes Hlífar Stefánsson úr TR í Helli. Á móti kom að Þröstur Þórhallsson fór frá Helli aftur til TR. Þrátt fyrir að hafa misst tvo stigaháa stór- meistara er TR samt með stiga- hæstu sveitina í 1. deild á papp- írnum. Keppnin hefst í kvöld kl. 20 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Á morgun hefjast umferðir kl. 10 og 17 og á sunnudaginn kl. 10. Gífurlegur munur er á styrkleika liðanna, þótt dregið hafi saman. Samkvæmt stigunum ætti t.d. A sveit TR að sigra B sveit Skákfé- lags Akureyrar a.m.k. 7-1. Samkvæmt heimildum frá fé- lögunum má búast við því að iið- in stilli þannig upp um helgina. Styrkleikinn er metinn út frá ís- lenska stigalistanum frá því í ágúst, en íslensku stigin eru nokkuð frábrugðin þeim alþjóð- legu: Taflfélag Reykjavíkur, A sveit: Meðalstig: 2.374 Jón L. Árnason 2.520, Karl Þorsteins 2.530, Helgi Áss Grétarsson 2.445, Þröstur Þórhallsson 2.435, Jón Viktor Gunnarsson 2.255, Magnús Örn Úlf- arsson 2.235, Sigurður Daði Sigfússon 2.295 og Björn Þorsteinsson 2.280 Taflfélag Garðabæjar: Meðalstig: 2.341 Jóhann Hjartarson 2.590, Guðmundur Sigutjónsson 2.435, Björgvin Jónsson 2.395, Elvar Guðmundsson 2.385, Sævar Bjamason 2.335, Júlíus Frið- jónsson 2.220, Ásgeir Þór Árnason 2.210 og Kristján Guðmundsson 2.160 Taflfélagið Hellir: Meðalstig: 2.283 Hannes Hlífar Stefánsson 2.565, Hall- dór Grétar Einarsson 2.310, Andri Áss Grétarsson 2.290, Bragi Halldórs- son 2.265, Davíð Oiafsson 2.240, Snorri Guðjón Bergsson 2.215, Magn- ús Pálmi Örnólfsson 2.210 og Þráinn Vigfússon 2.170. Skákfélag Akureyrar, A sveit: Meðalstig 2.198 Margeir Pétursson 2.590, Gylfi Þór- hallsson 2.235, Áskeil Öm Kárason 2.225, Rúnar Sigurpálsson 2.190, Amar Þorsteinsson 2.185, Bogi Páls- son 2.070, Þórleifur Karlsson 2.065 og Jón Árni Jónsson 2.020 Taflfélag Kópavogs: Meðalstig: 2.141 Helgi Ólafsson 2.550, Jón Garðar Við- arsson 2.335, Tómas Björnsson 2.225, Björgvin Víglundsson 2.195, Jón Þor- valdsson 2.025, Hrannar Baldursson 1.960, Haraldur Baldursson 1.920 og Hlíðar Þór Hreinsson 1.915 Taflfélag Reykjavíkur, B sveit: Meðalstig 2.127 Arnar E. Gunnarsson 2.145, Lárus Jóhannesson 2.210, Árni Á. Árnason 2.155, Jóhann Örn Siguijónsson 2.120, Kristján Eðvarðsson 2.110, Ólafur B. Þórsson 2.105, Páll A. Þór- arinsson 2.095 og Torfí Leósson 2.075 Skákfélag Hafnarfjarðar: Meðalstig 2.101 Ágúst S. Karlsson 2.350, Guðmundur Halldórsson 2.310, Björn Freyr Björnsson 2.220, Sigurbjörn Björns- son 2.115, Heimir Asgeirsson 2.000, Sverrir Örn Björnsson 1.990, Einar K. Einarsson 1.945 og Þorvarður F. Ólafsson 1.875. Skákfélag Akureyrar, B sveit: Meðalstig 1.933 Magnús Teitsson 1.995, Þór Valtýsson 2.020, Reimar Pétursson 1.975, Sig- uijón Sigurbjörnsson 1.960, Örn Ragnarsson 1.960, Smári Ólafsson 1.850, Jakob Þ. Kristjánsson 1.840, og Árngrímur Gunnhallsson 1.860. í kvöld mætast í 1. deild: TK og TG, SA, A sveit og SA B sveit, TR, B sveit og TR, A sveit, Hellir og SH. í annarri deild tefla: UMSE, A sveit og Akranes, A sveit, TR, C sveit og TR , D sveit, Vestmanna- eyjar, A sveit og TK, B sveit, SA, C sveit og Vestfirðir, A sveit. í þriðju deild tefla saman TR, E sveit og TR, F sveit, Austurland og Keflavík, A sveit, Selfoss og nágrenni gegn USAH, Hellir, B sveit og Hólmavík. Ekki er búið að draga í 4. deild. Keppt er í þremur riðlum, þar af fer einn fram á Akureyri. Margeir Pétursson Opið í Kringlunni 13 17 sunnudaga. Einlilar bómullai skyrtur kr. 2200,- Kö(lóllar skjrtur kr. L900, Þíkkar riillukfaoapeysur kr.4.500,- Laugavegi 91.S.5111717 Kringlan s. 568 9017 10% afsláttur aföllum náttfatnaði Laugavegi 4, sími 551 4473. HAUSTVÖRDR - VETRARVÖRDR FRÁBÆR TILBOÐ KÖRFUBOLTI-SKOTKEPPNI VÖRDKYNNINGAR EITTHVAÐ FYRIR ALLA Á LADGAVEGIOG NÁGRENNI )onr:i Póslsendum samdægurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.