Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 15

Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 15 Ný hafn- arvogá Húsavík Húsavík >■ Ný hafnarvog hefur verið tekin í notkun á Húsavík og leysir hún af hólmi um 40 ára gamla vog sem reynst hefur vel en var orðin of lítil. Nýja vogin á að geta vegið allt að 100 tonnum en er löggild fýrir 60 tonn með aðeins 5 kg skekkjumörkum. í tengslum við vogina hefur ver- ið reist nýtt hús þar sem hafnar- verðir hafa jafnframt fengið góða aðstöðu, en þeir sjá um rekstur vogarinnar. Ekki er búið að ganga frá allri þeirri tölvuvæðingu sem voginni fylgir en þegar því er lokið á hver fiskvigtun að koma strax fram hjá Fiskistofu og hægt verður að senda Morgunblaðið/Silli FYRSTI bíllinn, sem veginn var, var á vegum Skipaaf- greiðslu Húsavíkur. hveija vigtun beint til stærstu við- skiptavinanna, t.d. Fiskiðjusam- lagsins. Eigandi vogarinnar er Hafnarsjóður Húsavíkur, sem einnig sér um rekstur hennar. Trésmiðjan Rein reisti húsið og það ásamt sjálfri voginni mun kosta um 12 millj. kr. Slíkt þjón- ustufyrirtæki er nauðsynlegt en mun ekki standa undir kostnaði. Samkeppni um hönnun gatna í miðbæ Isafjarðar Isafirði - Samkeppni um hönnun gatna í miðbæ Isafjarðar er nú í undirbúningi. Að sögn Eyjólfs Bjarnasonar, forstöðumanns tæknideildar ísa- fjarðarkaupstaðar, er um að ræða útlitsbreytingu á Aðalstræti og Hafnarstræti frá höfninni og upp að bensínstöð sem stendur við Skutulsfjarðarbraut. í tengslum við gerð fjárhagsá- ætlunar bæjarins á síðasta ári var tekin ákvörðun um að efna til sam- keppninnar og er gert ráð fyrir um fimm milljónum króna til fram- kvæmda á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir að göturnar verði færðar til heldur eru bæjaryfirvöld að leita eftir snyrtilegra útliti á þær. Samkeppnin verður opin arki- tektum, landslagsarkitektum og hönnuðum og er hún unnin í sam- vinnu við Arkitektafélag íslands. Skipuð hefur verið fimm manna nefnd til að fara yfir tillögurnar pg koma þrír nefndarmanna frá ísafjarðarkaupstað og tveir frá Arkitektafélagi ísiands. Styrkleikinn í fyrstu deild að jafnast SKAK Skákmiöstööin, Faxafcni 12 DEILDAKEPPNI SKÁK- SAMBANDS ÍSLANDS Fyrri hluti, 6.-8. október 1995. BÚAST má við því að keppnin í I. deild verði miklu meira spenn- andi í vetur en í fyrra þegar sveit Taflfélags Reykjavíkur sigraði með miklum yfirburðum. Mestu munar um félagaskipti titilhafa. Jóhann Hjartarson fór úr TR til Garðabæjar og Hannes Hlífar Stefánsson úr TR í Helli. Á móti kom að Þröstur Þórhallsson fór frá Helli aftur til TR. Þrátt fyrir að hafa misst tvo stigaháa stór- meistara er TR samt með stiga- hæstu sveitina í 1. deild á papp- írnum. Keppnin hefst í kvöld kl. 20 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Á morgun hefjast umferðir kl. 10 og 17 og á sunnudaginn kl. 10. Gífurlegur munur er á styrkleika liðanna, þótt dregið hafi saman. Samkvæmt stigunum ætti t.d. A sveit TR að sigra B sveit Skákfé- lags Akureyrar a.m.k. 7-1. Samkvæmt heimildum frá fé- lögunum má búast við því að iið- in stilli þannig upp um helgina. Styrkleikinn er metinn út frá ís- lenska stigalistanum frá því í ágúst, en íslensku stigin eru nokkuð frábrugðin þeim alþjóð- legu: Taflfélag Reykjavíkur, A sveit: Meðalstig: 2.374 Jón L. Árnason 2.520, Karl Þorsteins 2.530, Helgi Áss Grétarsson 2.445, Þröstur Þórhallsson 2.435, Jón Viktor Gunnarsson 2.255, Magnús Örn Úlf- arsson 2.235, Sigurður Daði Sigfússon 2.295 og Björn Þorsteinsson 2.280 Taflfélag Garðabæjar: Meðalstig: 2.341 Jóhann Hjartarson 2.590, Guðmundur Sigutjónsson 2.435, Björgvin Jónsson 2.395, Elvar Guðmundsson 2.385, Sævar Bjamason 2.335, Júlíus Frið- jónsson 2.220, Ásgeir Þór Árnason 2.210 og Kristján Guðmundsson 2.160 Taflfélagið Hellir: Meðalstig: 2.283 Hannes Hlífar Stefánsson 2.565, Hall- dór Grétar Einarsson 2.310, Andri Áss Grétarsson 2.290, Bragi Halldórs- son 2.265, Davíð Oiafsson 2.240, Snorri Guðjón Bergsson 2.215, Magn- ús Pálmi Örnólfsson 2.210 og Þráinn Vigfússon 2.170. Skákfélag Akureyrar, A sveit: Meðalstig 2.198 Margeir Pétursson 2.590, Gylfi Þór- hallsson 2.235, Áskeil Öm Kárason 2.225, Rúnar Sigurpálsson 2.190, Amar Þorsteinsson 2.185, Bogi Páls- son 2.070, Þórleifur Karlsson 2.065 og Jón Árni Jónsson 2.020 Taflfélag Kópavogs: Meðalstig: 2.141 Helgi Ólafsson 2.550, Jón Garðar Við- arsson 2.335, Tómas Björnsson 2.225, Björgvin Víglundsson 2.195, Jón Þor- valdsson 2.025, Hrannar Baldursson 1.960, Haraldur Baldursson 1.920 og Hlíðar Þór Hreinsson 1.915 Taflfélag Reykjavíkur, B sveit: Meðalstig 2.127 Arnar E. Gunnarsson 2.145, Lárus Jóhannesson 2.210, Árni Á. Árnason 2.155, Jóhann Örn Siguijónsson 2.120, Kristján Eðvarðsson 2.110, Ólafur B. Þórsson 2.105, Páll A. Þór- arinsson 2.095 og Torfí Leósson 2.075 Skákfélag Hafnarfjarðar: Meðalstig 2.101 Ágúst S. Karlsson 2.350, Guðmundur Halldórsson 2.310, Björn Freyr Björnsson 2.220, Sigurbjörn Björns- son 2.115, Heimir Asgeirsson 2.000, Sverrir Örn Björnsson 1.990, Einar K. Einarsson 1.945 og Þorvarður F. Ólafsson 1.875. Skákfélag Akureyrar, B sveit: Meðalstig 1.933 Magnús Teitsson 1.995, Þór Valtýsson 2.020, Reimar Pétursson 1.975, Sig- uijón Sigurbjörnsson 1.960, Örn Ragnarsson 1.960, Smári Ólafsson 1.850, Jakob Þ. Kristjánsson 1.840, og Árngrímur Gunnhallsson 1.860. í kvöld mætast í 1. deild: TK og TG, SA, A sveit og SA B sveit, TR, B sveit og TR, A sveit, Hellir og SH. í annarri deild tefla: UMSE, A sveit og Akranes, A sveit, TR, C sveit og TR , D sveit, Vestmanna- eyjar, A sveit og TK, B sveit, SA, C sveit og Vestfirðir, A sveit. í þriðju deild tefla saman TR, E sveit og TR, F sveit, Austurland og Keflavík, A sveit, Selfoss og nágrenni gegn USAH, Hellir, B sveit og Hólmavík. Ekki er búið að draga í 4. deild. Keppt er í þremur riðlum, þar af fer einn fram á Akureyri. Margeir Pétursson Opið í Kringlunni 13 17 sunnudaga. Einlilar bómullai skyrtur kr. 2200,- Kö(lóllar skjrtur kr. L900, Þíkkar riillukfaoapeysur kr.4.500,- Laugavegi 91.S.5111717 Kringlan s. 568 9017 10% afsláttur aföllum náttfatnaði Laugavegi 4, sími 551 4473. HAUSTVÖRDR - VETRARVÖRDR FRÁBÆR TILBOÐ KÖRFUBOLTI-SKOTKEPPNI VÖRDKYNNINGAR EITTHVAÐ FYRIR ALLA Á LADGAVEGIOG NÁGRENNI )onr:i Póslsendum samdægurs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.