Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Helgarsýning á kirkjulist í Strandbergi UM HELGINA mun kirkjulista- konan Sigrún Jónsdóttir sýna nokk- ur verka sinna í Strandbergi, safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu í Hafnarfirði, en hún er á leið til Seattle í Bandaríkjunum til að setja upp víðamikla sýningu á verkum sínum í Norræna listasafn- inu þar og verða nokkur þeirra á sýningunni í Strandbergi. Sigrún er ein þekktasta kirkju- listakona landsins, kunn fyrir trúar- leg verk sín sem hún vefur, saumar og vinnur í batik. Margir fegurstu messuskrúðar og altarisklæði hér á landi eru unnin af henni, auk annars konar verka sem skírskota þó jafnan til trúarlegra kennileita og tákna. Sýningin verður formlega opnuð í kvöld kl. 18 og verður opin fram á mánudag frá kl. 14-19. Aðgangur er ókeypis og er sýningin öllum opin. ORKA 2x120. Glermynd á Nesjavöllum eftir Sigrúnu. MEÐAL bóka sem koma út fyrir jólin er íslenskar þjóðsögur: Álfar og tröll eftir Ólínu Þorvarðardóttur þjóð- fræðing. Ólína stundar nú doktorsnám í ís- lensku og þjóðfræðum við Háskóla íslands. Bókin verður _ prýdd myndum eftir Ólaf M. Jóhannesson. Bóka- og blaðaútgáfan gefur út. Hér er um að ræða úrval þjóðsagna frá ýnsum tímum. Að sögn útgefanda er bókin „skrifuð til að kynna fyrir ungu fólki þá menningararfleifð sem þjóðsög- umar eru, og um leið að endurvekja kynni þeirra sem eldri eru af rökkur- sögum bernsku sinnar“._ íslenskar þjóðsögur. Álfar og tröll er önnur bók Ólínu Þorvarðardóttur. Hin er Bryndís — lífssaga Bryndísar Schram sem kom út 1989. Ólína var spurð að því hvort hún ætlaði að snúa sér að ritstörf- um í vaxandi mæli. „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af að fást við skriftir og kljást við orð,“ sagði Ölína. „Ég er hugfangin af þessum þjóðsagnaheimi og vætta, en hvað ástar- samband milli mín og vættanna varir lengi veit ég ekki. Þjóðsögur era þjóðarspegill, í þeim kemst maður að því hvemig fólk hugsar og kynnist rétt- lætiskennd þess. Þetta er Mennt með stóram staf.“ —Er bókin hluti stærra ritverks? „Mig langar að halda áfram að gefa út þjóðsögur, en það ræðst af viðtökum. Þetta hefur þróast upp úr rannsóknum mínum og námi.“ Spegill þjóðar Ólína Þorvarðardóttir FINNSKI rithöfundurinn Antti Tuuri er um það bil að ljúka við að þýða Njáls sögu á finnsku en hann hefur áður þýtt Egils sögu. Njáls saga kemur að öllum líkindum út í mars næstkomandi, sagði Tuuri í viðtali við blaðamann, en hann hefur ekki fullklárað þýðinguna enn. „Sagan var erfiðari í þýðingu en ég bjóst við. Það hefur til dæmis verið mjög erfitt að koma til skila öllum lagaflækj- unum í sögunni og lagahugtökunum sem við þekkjum auðvitað ekki.“ Tuuri sagðist hafa byijað að Iæra íslensku í upphafi níunda áratugarins í háskólanum í Helsinki. „Ég get lítið talað hana en ég get lesið hana mér til gagns. í þýðingar- starfi mínu hef ég haft sænskar og enskar þýðingar á Eglu og Njálu til hliðsjónar þótt frumtextinn hafi vitanlega alltaf legið til grundvallar. Svíarnir hafa breytt textanum aðeins og Englendingar líka; í þýðingu sinni á Njálu hafa Englendingar til dæmis sleppt öllum ættartölunum. Ég vildi auðvitað hafa þær með því sagan verður óskiljanleg án þeirra." Tuuri sagði að eftir glímu sína við Njáls sögu geti hann ekki annað en tekið undir það sem svo margir hafa sagt í gegnum tíð- ina að hún sé ein mesta og merkasta bók bókmenntasögunnar. „Það er svo margt sem gerir þetta verk að svo mikilli bók. Hún er sérstaklega vel byggð. Hún er í raun heild- stæð skáldsaga og það er mikil upplifun fyr- ir rithöfund eins og mig að kynnast henni náið. Söguþráðurinn er svo þéttofinn að allir atburðir sögunnar, stórir sem smáir, hafa einhverja þýðingu fyrir heildarmyndina. Það hefur verið mikill skáldsagnahöfundur sem skrifaði hana.“ Egils saga á metsölulista Áhugi Finna á íslendingasögum er ekki verulegur að sögn Tuuri. „Það urðu samt þó nokkrar umræður í fjölmiðlum um Egils sögu þegar hún kom út. Hún komst reyndar á metsölulista hér.“ Eins og áður sagði á Tuuri enn eftir að hnýta nokkra lausa enda í þýðingu sinni á Njálu, hann segist þurfa að bera nokkra hluti undir íslendinga áður en hann gengur endan- lega frá henni. En hvað var það sem ýtti honum út í að læra íslensku? „Ég er menntað- ur verkfræðingur sem er vitanlega afskap- lega hagnýtt. Mig langaði hins vegar til að læra eitthvað sem myndi ekki hafa neitt hagnýtt gildi, ég lærði því íslensku. Það er lítið gagn að því að kunna hana.“ Njála þýdd á finnsku Antti Tuuri Minningartónleik- ar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar MINNINGARTÓNLEIKAR verða haldnir á ísafírði, sunnu-' daginn 8. október næstkom- andi, um hjónin Sigríði Jóns- dóttur og Ragnar H. Ragnar. Þar koma fram tónlistarmenn- irnir Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona, Martial Nardeau flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari. Tónleikarnir verða i sal Grunnskóla ísafjarðar og hefj- ast kl. 20.30. Ragnar H. Ragnar stjórnaði Tónlistarskóla ísafjarðar frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1984 og naut til þess dyggrar aðstoðar Sigríðar, konu sinnar. Kraftmikil stjórn í kynningu segir: „Undir þeirra stjóm varð tónlistarskól- inn öflug stofnun, landsþekktur fyrir góða kennslu og kraftm- ikla stjórn við erfiðar aðstæður. Þau hjón voru einnig áberandi í bæjarlifínu á mörgum öðrum sviðum. Ragnar var m.a. organ- isti og stjórnaði Sunnukórnum og Karlakór ísafjarðar um ára- tuga skeið. Sigríður kenndi við tónlistarskólann, en var jafn- framt einn ástsælasti kennari grunnskólans, auk þess sem hún var mjög virk í félagslífi á ýms- um sviðum. Ragnar lést árið 1987, en Sigríður féll frá í mars 1993. Vart þarf að fjölyrða um ágæti listafólksins, sem fram kemur á tónleikunum á sunnu- daginn. Sigrún Hjálmtýsdóttir er ein ástsælasta söngkona á landinu, og hefur hlotið margar viðurkenningar hér heima og erlendis og þau Martial Nardeau og Anna Guðný eru í framvarð- arsveit íslenskra hljóðfæraleik- ara_, hvort á sínu sviði.“ Á efnisskránni eru sönglög eftir Richard Strauss, Rossini, Rachmaninoff og Charles Go- unod en einnig íslensk lög, m.a. eftir ísfirsku höfundana Jónas Tómasson, Hjálmar Helga Ragnarsson og Ragnar H. Ragnar. Martial og Anna Guðný leika saman sónötu eftir Francis Poulenc, en tónleikunum lýkur með Ljóði fyrir sópran, flautu og þíanó eftir A. Adam - „Brav- úr“-tilbrigðum við stefíð A-B- C-D. Tónleikarnir á sunnudags- kvöldið njóta stuðnings og styrkja fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja. Þessir minningartónleikar hafa ævinlega verið mjög fjöl- sóttir og hafa tónlistarunnendur þannig átt þess kost að heiðra minningu Ragnars og Sigríðar. Ath. Forsala aðgöngumiða verður f Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísafirði, föstu- daginn 6. okt. og fyrir hádegi á laugardag 7. okt. Miðasala við innganginn frá kl. 20. Nýjar bækur Litabók Þorsteins J. LITABÓK er heiti ljóðabókar Þorsteins J. sem kemur út í dag. Hún er gefin út í 100 tölusettum eintökum, sem öll eru handskrif- uð af höfundinum. „Þetta eru um margt mjög persónu- leg ljóð, og mig lang- aði einfaldlega til að handskrifa þau,“ segir Þorsteinn. „Textinn sjálfur er á svolítilli hreyfingu; ljóðin hafa sum hver verið að breytast, ég felli út Þorsteinn J, orð, bæti öðrum við og þar af leiðandi er ekkert eintak alveg eins.“ Samhliða útkomu bókarinnar, opnar Þorsteinn sýningu á síðum úr henni í Gall- erí Úmbru, í Bern- höftstorfunni í Reykjavík. Þar verður jafnframt hægt að hlusta á hljóðmyndir af ljóðunum í hátölur- um. Litabók er fyrsta Ijóðabók Þorsteins. Minningarsióður Páls Isólfssonar stofnaður Orgeltónleikar í Hall- grímskirkju ORGELTÓNLEIKAR verða haldnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík sunnu- daginn 8. október kl. 17. Tilefnið er að Félag íslenskra organleikara er að stofna Minningarsjóð Páls ísólfs- sonar og era þetta stofntónleikar sjóðsins. Markmið sjóðsins verður að styrkja efnilega orgelnemendur til náms. Á' tónleikunum koma fram organistamir Bjöm Steinar Sól- bergsson, Hörður Áskelsson og Mar- teinn H. Friðriksson og gefa þeir allir vinnu sína. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Pál ísólfsson og Johann Sebast- ian Bach, en Páll var mikill aðdáandi Bachs og lék tónlist hans mikið. Eft- ir Pál leikur Björn Steinar Ostinato og fúgettu og tvær umritanir fyrir orgel, Máríuvers og Burlescu. Hörður leikur Passacaglíu í c-moll BWV 582 og Marteinn leikur Caconne eftir Pál. Þegar 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Páls Isólfssonar ákvað Félag íslenskra organleikara að standa fyr- ir stofnun Minningarsjóðs Páls ísólfs- sonar sem nýttur skyldi til_ að styrkja orgelnemendur til náms. Á stofntón- leikunum geta tónleikagestir gerst félagar í styrktarfélagi minningar- sjóðsins auk þess sem allar tekjur af tónleikunum renna beint til sjóðs- ins. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Norskir listamenn flytja gerning í Nýlistasafninu í dag Gerningur í Nýlista- safninu JÖRGEN Knudsen og Kurt Jo- hannessen munu flytja gerning í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, föstudaginn 6. október kl. 20.30. Jörgen og Kurt, sem era búsettir í Bergen, era hér í boði Fjöltæknideildar Myndlista- og handíðaskóla Islands. Þeir hafa unnið saman að gerningum frá 1988 og framið gerninga víða fyrir utan sitt heimaland. Jörgen er tónsmiður og vinn- ur við að semja tónlist fyrir kvikmyndir, leikrit og dansa. Kurt er myndlistarmaður og vinnur hann í ýmis efni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Norsk brúðu- mynd í Nor- ræna húsinu NORSKA brúðumyndin „Den hvite selen“, gerð eftir upp- færslu „Oslo Nye Dukketeater" eftir sögu Kjersti Germeten, er næsta kvikmynd sem Nörræna húsið býður upp á, fyrir bþrn og unglinga, á morgun sunnu- dag kl. 14. Sagan segir fra selnum Kotic sem er fæddur og uppalinn í Barentshafi. Þar lifir hann í sátt og samlyndi við önnur dýr. En skyndilega raskast allur frið- urinn á ströndinni því hópur veiðimanna birtist og þeir era á höttunum eftir selskinni. Síðasta sýn- ingarhelgi Kristínar NÚ STENDUR yfir málverka- sýning Kristínar Geirsdóttur í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni. Á sýn- ingunni, sem ber heitið „Blábakki", sýnir Kristín 13 óhlutbund- in olíumál- verk. Hún sækir áhrifin í náttúrana, til skammvinnra fyrirbæra tilverunnar eins og ljósaskipta, segir í kynningu. Kristín stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1986-1989 og Myndlista- skólanum í Reykjavík. Sýn- ingin er opin frá kl. 12-18 og lýkur á sunnudag. Frankog Margrétí Galleríi Birgir FRANK Reitenspiefi og Mar- grét Magnúsdóttir opna sýn- ingu í Galleríi Birgir Andrés- son, Vesturgötu 20, á morgun, laugardag, kl. 16 og stendur hún í eina viku, til 15. október. Fyrir opnunina mun Frank fremja gjörning sem hann kall- ar „að aka til baka“ og byijar hann fyrir framan Stjörnubíó kl. 15.45 og endar í Galleríi Birgir Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.