Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Bjerregaard boðið til Mururoa París. Reuter. FRAKKAR hafa boðið Ritt Bjer- regaard, sem fer með umhverfis- mál í framkvæmdastjórninni, að heimsækja kjarnorkutilraunastöð sína í Suður-Kyrrahafi. Bjerrega- ard hefur sakað Frakka um að leyna eftirlitsmenn Evrópusam- bandsins upplýsingum. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði Michel Barni- er, Evrópuráðherra Frakka, hafa komið þessu boði áleiðis til Bjer- regaard. Hann tók þó ekki fram hvort Bjerregaard fengi að heimsækja þau tilraunasvæði er eftirlits- mönnum ESB var meinað að heim- sækja í síðustu viku. Þeir fengu að heimsækja tilraunastöðuna í Mururoa en ekki þá við hliðina, í Fangataufa, þar sem Frakkar framkvæma stærstu sprengingar sínar. Þegar Bjerregaard kvartaði yfir því á sínum tíma svöruðu Frakkar að boðið til eftirlitsmannanna hefði aldrei náð til Fangataufa, þar sem viðkvæm hernaðarmannvirki væru staðsett. í bréfi sem hún ritaði til frönsku stjómarinnar þann 29. september sagðist Bjerregaard vera óánægð með þær upplýsingar sem hún hefði fengið um ástand Mumroa. Fór hún þess á leit við Frakka að frekari tilraunasprengingum yrði frestað. Jacques Rummelhardt, talsmað- ur franska utanríkisráðuneytisins, vísaði ásökunum hennar á bug. Framkvæmdastjórnin hefði fengið allar þær upplýsingar sem hún þyrfti á að halda. • • •..........• ................................... : " "ii'iiBB Reuter HAFFLÖTURINN hvítnaði er Frakkar sprengdu aðra kjarn- orkusprengju sína neðanjarðar við Fangataufa á mánudag. Kennara- þjálfun gegnkyn- þáttahatri FÉLAGSMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins sam- þykktu í gær að hvetja að- ildarríkin til að berjast gegn kynþáttahatri og útlendinga- hræðslu, meðal annars með þjálfun kennara og annarra opinberra starfsmanna og með stuðningi við lýðræðisleg borgarasamtök. Ráðherrarnir sögðu í sam- þykkt sinni að þjálfunin ætti að leggja áherzlu á virðingu fyrir fjölbreytni kynþáttanna og „anda umburðarlyndis“. Þá hvöttu félagsmálaráð- herrarnir þau aðildarriki, sem ekki hefðu staðfest alþjóðlega sáttmála gegn kynþáttahatri, ættu að vinda bráðan bug að slíku. Nýtt vikublað um Evrópumál Brussel. Reuter. THE ECONOMIST Group í Bret- landi hleypti í gær af stokkunum nýju fréttablaði um Evrópumál, European Voice. Blaðið verður til sölu í öllum höfuðborgum aðildar- ríkja Evrópusambandsins í dag. Markmið The Economist Gro- up með útgáfunni er að gefa út blað fyrir þá, sem starfa í stofn- unum Evrópusambandsins og þá, sem þurfa að hafa mikil sam- skipti við þær, til dæmis kaup- sýslumenn, blaðamenn, sljórn- málamenn, embættismenn og talsmenn hagsmunasamtaka. European Voice verður viku- blað og er sniðið lauslega eftir blaði The Economist Group, Roll Call, sem gefið er út í Bandaríkj- unum á tveggja vikna fresti. Blaðið hyggst bjóða upp á ítar- legar fréttaskýringar og bak- grunnsefni, sem ristjórn þess tel- ur að ekki sé að finna annars staðar. Samkeppni við Bildt CARL Bildt, sáttasemjari Evrópu- sambandsins í fyrrum Júgóslavíu, sækist eftir því að verða yfirmaður þess verkefnis að endurreisa lýð- veldi þau er illa hafa orðið úti í stríðinu. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins ræddu í vikunni hvernig standa ætti að endurreisninni og eru menn þegar farnir að velta því fyrir sér hver muni leiða það starf. Svenska Dagbladet segir í gær að franskir embættismenn hjá ESB leggi mikla áherslu á að það verði Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseti, en Bildt er þó samkvæmt heimildum blaðs- ins enn þá talinn líklegastur til að hreppa hnossið. Verið velkomin á Ostadaga um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í ostagerð. Boðið verður upp á osta og góðgœti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk þess sem gestum gefst tœkifœri til að kaupa íslenska gœðaosta á sérstöku kynningarverði. Birtar verða niðurstöður íslenska gœðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. mm 9HP ■»S11M1WARI ISLANC Um helgina verður Ostameistari Islands útnefndur. u:>T* Ostameistaramir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. OSTARÁ KYNNINGARVERÐl Gríptu tœkifærið og kauptu þér íslenska afbragðsosta! að Bitruhálsi, laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. okt., milli kl. 13 og 18. OSTA OG SMJÖRSALAN SE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.