Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Bjerregaard boðið til Mururoa París. Reuter. FRAKKAR hafa boðið Ritt Bjer- regaard, sem fer með umhverfis- mál í framkvæmdastjórninni, að heimsækja kjarnorkutilraunastöð sína í Suður-Kyrrahafi. Bjerrega- ard hefur sakað Frakka um að leyna eftirlitsmenn Evrópusam- bandsins upplýsingum. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði Michel Barni- er, Evrópuráðherra Frakka, hafa komið þessu boði áleiðis til Bjer- regaard. Hann tók þó ekki fram hvort Bjerregaard fengi að heimsækja þau tilraunasvæði er eftirlits- mönnum ESB var meinað að heim- sækja í síðustu viku. Þeir fengu að heimsækja tilraunastöðuna í Mururoa en ekki þá við hliðina, í Fangataufa, þar sem Frakkar framkvæma stærstu sprengingar sínar. Þegar Bjerregaard kvartaði yfir því á sínum tíma svöruðu Frakkar að boðið til eftirlitsmannanna hefði aldrei náð til Fangataufa, þar sem viðkvæm hernaðarmannvirki væru staðsett. í bréfi sem hún ritaði til frönsku stjómarinnar þann 29. september sagðist Bjerregaard vera óánægð með þær upplýsingar sem hún hefði fengið um ástand Mumroa. Fór hún þess á leit við Frakka að frekari tilraunasprengingum yrði frestað. Jacques Rummelhardt, talsmað- ur franska utanríkisráðuneytisins, vísaði ásökunum hennar á bug. Framkvæmdastjórnin hefði fengið allar þær upplýsingar sem hún þyrfti á að halda. • • •..........• ................................... : " "ii'iiBB Reuter HAFFLÖTURINN hvítnaði er Frakkar sprengdu aðra kjarn- orkusprengju sína neðanjarðar við Fangataufa á mánudag. Kennara- þjálfun gegnkyn- þáttahatri FÉLAGSMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins sam- þykktu í gær að hvetja að- ildarríkin til að berjast gegn kynþáttahatri og útlendinga- hræðslu, meðal annars með þjálfun kennara og annarra opinberra starfsmanna og með stuðningi við lýðræðisleg borgarasamtök. Ráðherrarnir sögðu í sam- þykkt sinni að þjálfunin ætti að leggja áherzlu á virðingu fyrir fjölbreytni kynþáttanna og „anda umburðarlyndis“. Þá hvöttu félagsmálaráð- herrarnir þau aðildarriki, sem ekki hefðu staðfest alþjóðlega sáttmála gegn kynþáttahatri, ættu að vinda bráðan bug að slíku. Nýtt vikublað um Evrópumál Brussel. Reuter. THE ECONOMIST Group í Bret- landi hleypti í gær af stokkunum nýju fréttablaði um Evrópumál, European Voice. Blaðið verður til sölu í öllum höfuðborgum aðildar- ríkja Evrópusambandsins í dag. Markmið The Economist Gro- up með útgáfunni er að gefa út blað fyrir þá, sem starfa í stofn- unum Evrópusambandsins og þá, sem þurfa að hafa mikil sam- skipti við þær, til dæmis kaup- sýslumenn, blaðamenn, sljórn- málamenn, embættismenn og talsmenn hagsmunasamtaka. European Voice verður viku- blað og er sniðið lauslega eftir blaði The Economist Group, Roll Call, sem gefið er út í Bandaríkj- unum á tveggja vikna fresti. Blaðið hyggst bjóða upp á ítar- legar fréttaskýringar og bak- grunnsefni, sem ristjórn þess tel- ur að ekki sé að finna annars staðar. Samkeppni við Bildt CARL Bildt, sáttasemjari Evrópu- sambandsins í fyrrum Júgóslavíu, sækist eftir því að verða yfirmaður þess verkefnis að endurreisa lýð- veldi þau er illa hafa orðið úti í stríðinu. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins ræddu í vikunni hvernig standa ætti að endurreisninni og eru menn þegar farnir að velta því fyrir sér hver muni leiða það starf. Svenska Dagbladet segir í gær að franskir embættismenn hjá ESB leggi mikla áherslu á að það verði Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseti, en Bildt er þó samkvæmt heimildum blaðs- ins enn þá talinn líklegastur til að hreppa hnossið. Verið velkomin á Ostadaga um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í ostagerð. Boðið verður upp á osta og góðgœti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk þess sem gestum gefst tœkifœri til að kaupa íslenska gœðaosta á sérstöku kynningarverði. Birtar verða niðurstöður íslenska gœðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. mm 9HP ■»S11M1WARI ISLANC Um helgina verður Ostameistari Islands útnefndur. u:>T* Ostameistaramir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. OSTARÁ KYNNINGARVERÐl Gríptu tœkifærið og kauptu þér íslenska afbragðsosta! að Bitruhálsi, laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. okt., milli kl. 13 og 18. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.