Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 1
I I 64 SÍÐUR B 230. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosníustjórn kennir Rússum um frestun vopnahlés Gasi ekki komið á í Sarajevo í tíma Sangevo. Reuter. FYRIRHUGUÐU vopnahléi, sem hefjast átti í Bosníu kl. 23 í gær- kvöldi að ísl. tíma, var frestað í gærkvöldi. Er ástæðan sú að skil- yrði sem Bosníumenn settu fyrir vopnahléinu, um að rafmagni og gasi yrði komið á að nýju í borg- inni, voru ekki uppfyllt. Atlantshafsbandalagið, NATO, hóf að nýju loftárásir á stöðvar Serba í gær í hefndarskyni fyrir tvær sprengjuárásir þeirra á óbreytta borgara í norðurhluta Bos- níu á sunnudag sem kostuðu fimmt- án manns lífið. Harðir bardagar geisuðu í Bosníu í gær og lét norsk- ur friðargæsluliði lífið er Serbar vörpuðu sprengju nærri stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Tuzla. Það var yfirmaður starfs Samein- uðu þjóðanna í Bosníu, Antonio Pedauye, sem tilkynnti að vopna- hléinu hefði verið frestað. Hvatti NATO gerði sprengjuárásir á stöðvar Serba hann stríðsaðila til að draga úr bardögum. Bosníu-Serbar rufu gas- og raf- magnsleiðslur til Sarajevo í apríl sl. Gas fá Bosníumenn frá Rússum. Liggur gasleiðslan um Ungverja- land og er teppt þar sökum deilu Rússa, Bosníumanna og Serba, að sögn Ungveija. Ráðherra í Bosníustjórn, Hasan Muratovic, kenndi hins vegar Rúss- um um frestunina á vopnahléinu þar sem þeir hefðu ekki staðið við það að opna fyrir gasleiðslurnar í tæka tíð, eins og samið hefði verið um í síðustu viku. Rússar kváðust í gærkvöldi hafa skrúfað frá gasleiðslunum og að gasið myndi berast til Sarajevo ein- hvern tíma í nótt. Þá hefur raf- magni verið komið á í borginni. Sögðu bandarískir embættismenn að stríðsaðilar hefðu fallist á að eiga fund í Sarajevo í kvöld. Loftárásir NATO NATO tilkynnti í gær að gerðar hefðu verið loftárásir á neðanjarð- arbyrgi Bosníu-Serba nærri Tuzla og það eyðilagt. Þá stóðu harðir bardagar í gær í norðvesturhluta Bosníu á milli bosníska stjórnar- hersins og Serba. Var talið að stjórnarherinn hefði náð bænum Mrkonjic Grad af Bosníu-Serbum. Hann liggur við mikilvæga flutn- ingaleið skammt frá vígi Serba í Banja Luka. ■ Bosníu-Serbar/18 Reuter KONUR í Sarajevo sópa sporvagnateinana á „Leyniskyttutröð" sem svo hefur verið nefnd í borg- inni. Verja franskir friðargæsluliðar íbúa borgarinnar fyrir leyniskyttum. Köttur á faraldsfæti KÖTTURINN Rastus hefur ferðast yfir 250 þúsund kíló- metra ásamt velunnara sínum, Max Corkill, á Deluxe Sunbeam- þjóli þess síðarnefnda. Stendur Rastus jafnan á stýri hjólsins og starir óhræddur fram á við, prýddur hjálmi og hlífðargler- augum er félagarnir ferðast um sveitir Nýja-Sjálands. Corkill tók Rastus að sér fyrir átta árum en kötturinn hafði þá flækst inn á samkomu mótor- hjólamanna. Einn fórst í lestarslysi í Arizona Grunur leikur á um hryðjuverk Tí li A/\m v Rmilnt* EINN farþegi beið bana og 100 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í eyðimörk í Arizona í gær. Alríkislögreglan FBI sagðist í gær hafa sannanir fyrir því að ekki hefði verið um óhapp að ræða og að ýmislegt bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Að sögn yfirvalda fannst raf- magnssnúra sem vafíð hafði verið um teinana þar sem lestin fór út af, auk þess sem tveir bréfmiðar fundust nærri slysstað. Að sögn lögreglustjórans á staðnum stóð á þeim að skemmdarverkið væri „hefnd fyrir Waco og Ruby Ridge“ en í báðum tilfellum var um umsát- ur FBI að ræða. Líta margir hægrimenn á þau sem dæmi um það hvernig hið opin- bera kúgi almenna borgara og svipti þá stjómarskrárbundnum réttindum sínum, t.d. hvað varðar byssueign. Bendir allt til þess að lítt þekktur öfgahópur sem nefnir sig „Syni Gestapó“ hafí staðið að baki skemmdarverkinu. Teinarnir vom losaðir á sex til níu metra kafla og hafði raf- magnssnúran verið notuð til að gera viðvörunarkerfi óvirkt. Tólf farþegavagnar voru í lest- inni, sem var á leið frá Miami til Los Angeles. Slysið varð kl. 1.30 að nóttu til að staðartíma og lentu þrír vagnar, veitingavagn og tveir svefnvagnar ofan í gljúfri. 248 far- þegar voru í lestinni og slösuðust 100 manns, þar af 30 alvarlega. Einn starfsmaður um borð fórst. Yfirmaður herliðs Rússa í Tsjetsjníju enn í lífshættu eftir banatilræði í Grosní Rússar fresta fr iðaraðger ðum Douglas- Home látinn London. Reuter. ALEC Douglas-Home, sem var forsætisráðherra Bretlands 1963-1964, lést á sveitasetri sínu í Skotlandi í gær, 92 ára að aldri. Douglas-Home var af gamalli aðalsætt en afsalaði sér lávarðstitlinum til að geta tekið við af Harold Macmillan forsæt- isráðherra 1963. Douglas-Home var utanríkis- ráðherra 1960-1963. Hann tók við stjómarforystunni í eitt ár en íhaldsmenn töpuðu síðan fyrir Verkamannaflokknum 1964. Douglas-Home varð á ný utanríkisráðherra 1970-1974. S AMNIN GAMENN Rússa í Tsjetsjníju ákváðu í gær að fresta aðgerðum sem hafa að markmiði afvopnun og fækkun herliðs í Kákasushéraðinu en yfirmaður herliðs Rússa á staðnum, Anatolíj Romanov, særðist lífshættulega í sprengjutilræði í Grosní sl. föstu- dag. Að sögn Mer/ax-fréttastof- unnar rússnesku andmæltu fulltrú- ar Tsjetsjena í nefnd, sem á að sjá um framkvæmd friðaraðgerða, þessari ákvörðun og töldu að öll seinkun á aðgerðum gæti gert illt verra. Sandor Meszaros, sem fer fyrir sendinefnd Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, í Grosní harmaði tilræðið gegn Romanov. „Þetta var hryðjuverk gegn manni sem beitti sér ákaft fyrir friðsam- legri lausn á deilunni, manni sem vildi að friðarsamningur yrði undir- ritaður,“ sagði Meszaros. Báðir aðilar kenna ofstækis- mönnum úr röðum hinna um tilræð- ið. Romanov liggur milli heims og helju á sjúkrahúsi í Moskvu þar sem Borís Jeltsín forseti ræðir nú næstu skref í málum Tsjetsjníju við ráð- gjafa sína. Ráðherrar í ríkisstjórn- inni hvöttu hann til þess á föstu- dagskvöld að lýsa yfir neyðarlögum í Tsjetsjníju en samningafulltrúar Tsjetsjena benda á þá erfíðleika sem slíkar aðgerðir myndu valda. Meðal annars yrði þeim sjálfum gert erfitt um vik að mæta á samningafundi. Stríð með nýjum hætti Movladi Udugov, aðalfulltrúi Tsjetsjena, fullyrti í gær að sömu aðilar og reyndu að myrða Rom- anov hefðu ráðist á tvö þorp Tsjetsj- ena um helgina og myrt a.m.k. 30 manns. „Þetta er í fullu samræmi við áætlanir þeirra sem vilja spilla fyrir samningum um málefni heij- anna og stuðla þannig að því að aftur hefjist umfangsmikið stríð,“ sagði hann í samtali við Interfax. „Stríðinu í Tsjetsjníju er ekki lokið ... öðru nær, það er byijað aftur með nýjum hætti.“ Talsmenn Rússa neituðu því að rússneski herinn bæri ábyrgð á umræddum árásum og auk þess hefði Udugov ýkt tölu fallinna. í öðru tilvikinu hefðu Tsjetsjenar átt upptökin, þeir hefðu skotið á bíla- Iest Rússa og fellt einn mann. Inter- fax hafði eftir talsmanni rússneska hersins að í hinu tilvikinu hefðu flugvélar gert árás á þorp en þær hefðu ekki verið rússneskar. Ekki er ljóst. hvaða vélar hefðu annars getað verið að verki á þessum slóð- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.