Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir karlar farast í bílslysum við Reykjavík og á Skeiðavegi Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ slysstað á Skeiðavegl í gær. Banaslys á Skeiðavegi Selfossi. ÖKUMAÐUR lítillar Renault sendi- bifreiðar beið bana í hörðum árekstri við stóran vikurflutningabfl á Skeiðavegi, í svonefndri Merkur- laut, um klukkan 15.00 í gær. Vik- urbfllinn, sem var með aftanívagn og fullur af vikri, valt við árekstur- inn en ökumann hans sakaði ekki. Ökumaður Renault bflsins er talinn hafa látist samstundis. Ekki er unnt að birta nafn hans nú. Renault sendibifreiðin var á leið upp Skeiðaveginn. Ökumaður hennar missti stjórn á henni í möl- inni utan bundna slitlagsins og fór þvert inn á öfugan vegarhelming þar sem hún skall framan á horn vikurflutningabílsins. Ökumaður vikurbílsins sá hvað verða vildi og sveigði undan sendibílnum ,en fór þá út af veginum. Við það valt vik- urbíllinn og aftanívagninn með. Renault sendibíllinn gjöreyðilagðist í árekstrinum og nota þurfti klippur slökkviliðsins við að ná ökumannin- um úr bílnum. Lést í hörðum árekstri FRÁ slysstað á Suðurlandsvegi. 59 ÁRA gamall mað- ur, Ósvald Gunnars- son, beið bana í hörð- um árekstri á Suður- landsvegi við Gunn- arshólma, skammt ofan borgarinnar, um klukkan 11 á sunnu- dagsmorgun. Áreksturinn varð með þeim hætti að bfl Ósvalds, sem var á leið til Reykjavíkur, var sveigt yfir á öfug- an vegarhelming í veg fyrir Peugeot-fólksbíl á austurleið. Talið er að Ósvald hafi beðið bana sam- stundis. í hinum bílnum voru hjón um þrítugt og slösuðust bæði tals- vert. Þau liggja á sjúkrahúsi, þar sem maðurinn hefur gengist undir aðgerð vegna fótbrots en meiðsli konunnar voru ekki að fullu könnuð í gær, að sögn lögreglu. Vegna vinnu lög- reglu, sjúkraliðs og tækjabíls slökkviliðs- ins á slysstaðnum var Suðurlandsvegi lokað fyrir umferð í um 2 klukkustundir og var umferð þá annars veg- ar beint um Nesja- vallaveg og hins vegar um_ Bláfjallaveg. Ósvald Gunnarsson, Fannafold 46, Reykja- vík, starfaði sem verk- stjóri á Keflavíkurflugvelli. Hann var fæddur 7. júní 1936 og lætur eftir sig eiginkonu, fjögur uppkom- in börn og aldraða móður. Ósvald Gunnarsson Kosyrev ekki á fundinum Ósló. Morgunblaðið. Í GÆR varð ljóst að Andrej Kós- yrev, utanríkisráðherra Rússlands, myndi ekki koma til fundar við Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Nor- egs, og Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra fslands, í Rovaniemi í dag þótt hann sé þar staddur og gæti það því enn dregist um sinn að lausn finnist á Smugudeilunni. Bjöm Tore Godal heldur því fram að það sé óraunsætt af íslendingum að gera ráð fyrir 30 þúsund tonna þorskkvóta í Barentshafi, en fréttin um að íslendingar gerðu ráð fyrir því að fá 30 þúsund tonna þorsk- kvóta í Barentshafí var efst á baugi í morgunfréttum norska útvarpsins, NRK, og hefur vakið undrun. Godal dregur ekki dul á það að kvótamálið sé grundvallaratriði Smugumálsins, en vill ekki láta upp hve mikið Norðmenn séu reiðubúnir til að bjóða og íslendingar krefjist. Undanfarið hafa verið ýmsar hræringar og fundir um Smugumálið og fyrir hálfum mánuði sagði Halldór Ásgrímsson að lausn væri í sjónmáli innan „nokkurra vikna“. Hafði hann þá átt fund með Godal í New York. Norska fréttastofan NTB kveður hins vegar fátt benda til þess að lausn veiðideilunnar sé í nánd. -----♦ ♦ ♦----- Reglugerð um eignaskipta- yfirlýsingar FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglugerð um eignaskipta- yfirlýsingar, útreikning hlutfalls- talna o.fl. í fjöleignarhúsum. Sérstakt ákvæði er í lögum frá 1994 um fjöleignarhús um að óheimilt sé að þinglýsa eignayfir- færslu nema eignaskiptayfirlýsing i liggi fyrir og eignayfirfærsla sé í samræmi við hana. Þingsályktunartillaga lögð fram í danska þinginu Dönskukennsla á ís- landi verði studd LÖGÐ hefur verið fram þingsálykt- unartillaga á danska þinginu þar sem dönsku stjórninni er falið, í samráði við íslensk stjórnvöld, að efla dönskukunnáttu á íslandi með því að styrkja dönskukennslu og menningarsamskipti þjóðanna. Til- lagan gerir ráð fyrir að tveimur milljónum danskra króna verði veitt til verkefnisins árið 1996 og fjögur næstu ár þar á eftir. Þetta eru samtals tæplega 120 milljónir ís- lenskra króna. Tillagan er flutt af þremur þing- mönnum danska íhaldsflokksins, en fyrsti flutningsmaður er Hans Engell, formaður flokksins. I greinargerð með tillögunni seg- ir að ísland sé eina landið í heimin- um þar sem danska sé kennd sem fyrsta erlenda tungumálið. Talsvert fast sé þrýst á að breyta þessu og færa enskuna fram fyrir dönskuna. Þessi stefna hafi m.a. komið fram í skýrslu um menntastefnu sem lögð hafí verið fyrir Alþingi á síð- asta ári. Talsmenn þessarar ste'fnu haldi því fram að unga fólkið á Islandi hafi meiri not fyrir ensku en dönsku. Margir hafi hins vegar lýst yfir andstöðu við þessa breyt- ingu og óskað eftir að dönsku- kennslan yrði efld og hún gerð 120 milljónir króna á fimm árum skemmtilegri. Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, sé í þeim hópi. Danskan að láta undan fyrir enskunni Bent er.á að mikið fylgi sé með- al íslensku þjóðarinnar við þá til- lögu að gera ensku að fyrsta er- lenda tungumálinu sem kennt er í skólum landsins. í skoðanakönnun sem gerð var fyrir rúmlega einu ári hafí um 70% svarenda lýst yfír stuðningi við tillöguna. í greinargerðinni er bent á að danskan auðveldi íslendingum að skilja og tjá sig á öðrum norrænum tungumálum. Staða dönskunnar á íslandi í dag hafi því mikla þýðingu fyrir norrænt samstarf. Stór hluti þjóðarinnar geti lesið dönsku og skilið danskt mál, en mörgum reyn- ist sífellt erfiðara að tjá sig á danska tungu. Ástæðan sé kannski ekki síst sú að danska heyrist æ sjaldnar. Það sé því brýnt að láta danskt mál heyrast víðar, sérstak- lega sé mikilvægt að gefa dönsku- kennurum tækifæri til að heyra og tala dönsku til að þeir geti viðhald- ið og bætt þekkingu sina á faginu. í greinargerðinni eru nefndar nokkrar leiðir til að styrkja dönsk- una, m.a. með ferðum nemenda til Danmerkur, sýningu danskra kvik- mynda við kennslu og sérstaks dönskudags. Danir geta aðstoðað Klaus Otto Kappel, sendiherra Dana á íslandi, sagði að margir teldu nauðsynlegt að af hálfu Dana yrði eitthvað gert til aðefla dönsku- kennslu á íslandi. Hann sagðist vera sannfærður um að Danir gætu ýmislegt gert til að styrkja dönsku- kunnáttu íslendinga og sagðist vona að dönsk og íslensk stjórvöld myndu í sameiningu finna leiðir til að bæta dönskukennslu í íslenskum skólum. Kappel sagðist ekki vitað hvaða viðtökur þingsályktunartillagan fengi á danska þinginu, en von sín væri að stjórnvöld í báðum löndun- um tækju höndum saman í þessu máli. Það væri afar mikilvægt fyrir norræna samvinnu að áfram yrði lögð góð rækt við dönskukennslu á Islandi. Hvalreki við Rauðanúp HVAL rak á land við bæinn Núpskötlu austan Rauðanúps í N-Þingeyjarsýslu um helgina, en Haraldur Sigurðsson bóndi á Núpskötlu fann hvalinn seint í fyrrakvöld. í ljós kom í gær að annan hval hafði rekið nokkuð austar á svokölluðu Skálanesi. Ilaraldur segist aldrei hafa séð slíkar skepnur á þessum slóðum áður utan einu sinni er hvalur elti sel upp í landsteina við Núpskötlu. Hverfafundur borgarstjóra Grafarvognr reynsluhverfi Á HVERFAFUNDI Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með íbúum í Árbæ, Selási og Ártúnsholti í gær- kvöldi kom fram að Grafarvogur yrði líklega reynsluhverfi frá árinu 1997 og það yrði samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, ríkisins og fé- lagasamtaka hverfisins. Skólamál og leikskólar voru til umræðu á fundinum. Stefnt er að því að Ártúnsskóli verði einsetinn og verða 12 milljónir lagðar í við- gerðir á honum í fyrsta áfanga. Á næsta ári er ráðgert að 30 milljónir fari í byggingaframkvæmdir við leikskólann Árborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.