Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skundum á Þingvöll og höldum vor teit.
Stjórn Landssam-
bands kúabænda
Mótmæla
búvöru-
samningi
STJÓRN Landssambands kúa-
bænda hefur sent frá sér ályktun
þar sem mótmælt er harðlega því
ákvæði nýs búvörusamnings sem
lýtur að endurúthlutun greiðslu-
marks. Stjórnin segir að þetta
ákvæði skerði möguleika ákveðins
hóps mjólkurframleiðenda, sem
einnig stunda sauðfjárrækt, til að
njóta endurúthlutunar. í þessu felist
óþolandi mismunun.
Stjóm LK varar einnig sterklega
við því að mikið magn af kinda-
kjöti verði sett á innlendan markað
á mjög niðursettu verði. Telja megi
víst að slíkt hefði truflandi áhrifa
á kjötmarkaðinn og niðurstaðan
yrði trúlega afar neikvæð fyrir allar
kjötgreinar.
Þá tekur stjórnin fram að búvöru-
samningurinn í sauðfjárrækt sé
þess eðlis að hann geti ekki með
neinum hætti orðið fyrirmynd að
nýjum samningi um mjólkurfram-
ieiðslu.
-----♦ ♦ ♦--
Fjórir sækja
um Hruna
NÝLEGA rann út umsóknarfrestur
um embætti sóknarprests í Hruna,
en séra Halldór Reynisson hefur
eins og kunnugt er verið ráðinn
prestur að Neskirkju.
Umsækjendur um Hruna voru
fjórir: Sr. Eiríkur Jóhannsson, sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson, sr.
Jón Hagbarður Knútsson og sr.
Þórey Guðmundsdóttir.
Þá sóttu þrír um stöðu aðstoðar-
prests í Seljaprestakalli, en sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir lét af því starfi
að eigin ósk. Umsækjendur voru
sr. Agúst Einarsson, sr. Guðmundur
Guðmundsson og sr. Gylfí Jónsson.
Morgunblaðið/Golli
FYRIR utan tónleikatjaldið seldu óprúttnir falsaða boli
og veggspjöld af miklum móð.
Björk vel fagnað
Gautaborg. Morgunblaðið.
BJORK Guðmundsdóttir er nú á
tónleikaferð um Evrópu og hélt
þrenna tónleika um helgina, í Ósló^
Gautaborg og Kaupmannahöfn. I
Gautaborg söng Björk á laugardag,
en við lá að tónleikum hennar þar
yrði aflýst því borgarstarfsmenn í
Gautaborg eru í verkfalli og umsjón
með Skandinavium-íþróttahöllinni,
þar sem tónleikarnir áttu að vera,
í þeirra höndum. Að sögn tónleika-
haldara virtist sem unnt yrði að
halda tónleikana þar, en þegar á
reyndi neituðu þeir að gefa eftir.
Þegar það kom upp var búið að
selja tæplega 5.000 miða og enginn
staður í augsýn sem hægt væri að
halda tónleikana. Á endanum var
ákveðið að flytja tónleikana í tjald
sem leigt var til þess. Það þótti hið
besta ráðslag þegar á reyndi og
áhorfendur virtust kunna breyting-
unni vel, þó svalt væri í veðri.
Dómar birtust um tónleikana í
sænskum dagblöðum á mánudag
og þeir allir lofsamlegir. í Göte-
borgs Tidning segir að Björk hafí
blómstrað á sviðinu og haft fulla
stjórn á öllu sem fram fór, á sviðinu
og utan þess, „100% stjórn, 100%
upplifun", segir gagnrýnandinn og
bætir við að kvöldið hafí verið sem
hátíð. Gagnrýnandi Aftonbladet
kallar tónleikatjaldið „verkfalls-
tjaldið", en bætir við að það hafí
ekkert verkfall verið á sviðinu,
„frekar bylting". „Björk heldur sig
við hið hefðbundna á plötum, en á
sviðinu er hún einfaldlega bylting-
armaður. Ekkert hljómaði eins og
áheyrendur höfðu vænst.“ í Göte-
borgs Posten segir gagnrýnandinn,
Gabriel Byström, að tónleikar
Bjarkar hafi verið sem töfrar.
„Björk Guðmundsdóttir verður seint
sökuð um að vera tækisfærissinni;
hún gerir aðeins það sem hana lang-
ar... hún er einstaklega sönn.“
Fjórða ráðstefna ræðismanna Islands
Fóru héðan
himinlifandi
UM 200 manns, 115
ræðismenn, makar
ræðismannanna,
átta sendiherrar og makar
sendiherranna, sóttu ráð-
stefnu ræðismanna á Hótel
Loftleiðum dagana 2.-6.
október. Sérstök áhersla
var lögð á viðskipti á ráð-
stefnunni og var efnt til
sýningar á íslenskum vör-
um og þjónustu í tengslum
við hana. Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Útflutn-
ingsráðs, segir að tilgang-
urinn með því að bjóða
ræðismönnunum hingað til
lands sé að treysta tengsl
ræðismannanna við land og
þjóð.
„Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra opnaði ráð-
stefnuna og gerði ræðis-
mönnunum grein fyrir
stjómmálalegri stöðu _ landsins í
alþjóðlegu samhengi. Á eftir hon-
um talaði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, og ég
setti svo gestina inn í dagskrána.
Eftir kynninguna töluðu Bjarni
Sigtryggsson og Helgi Ágústsson
fýrir hönd utanríkisþjónustunn-
ar,“ segir Jón.
„Fyrirtækjakynningin hófst
með ávarpi Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráðherra. Eftir að
hann hafði lokið máli sínu kynntu
Teitur Gylfason frá íslenskum
sjávarafurðum og Pétur Einarsson
frá Icecon íslenskan sjávarútveg
og fiskvinnslu og Magnús Odds-
son og Einar Sigurðsson fjölluðu
um ferðamannaþjónustu.
Þriðja daginn töluðu svo Finnur
Ingólfsson, iðnaðarráðherra,
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, Halldór
Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðn-
aðarráðuneytinu, og Geir A.
Gunnlaugsson í Marel um erlendar
ijárfestingar. Að lokum sleit Hall-
dór Ásgrímsson ráðstefnunni.
Ekki má heldur gleyma því að
ræðismennirnir skoðuðu nokkur
íslensk fyrirtæki, t.d. ísal, Marel,
Hampiðjuna, Jón Ásbjömsson hf.,
Vélsmiðju Jósafats Hinrikssonar
og Þróunarsetur íslenskra sjávar-
afurða."
- Samhliða ráðstefminni var
kynning á íslenskum vörum og
þjónustu. Hvað vakti þar mesta
athygli ræðismannanna?
„Eg held að ræðismönnunum
hafi almennt komið mjög á óvart
hvað íslenska fyrirtækjaflóran er
ljölbreytt. Auðvitað höfðu þeir
heyrt talað um stóru íslensku út-
flutningsfyrirtækin í sjávarútvegi.
Þeir höfðu hins vegar greinilega
ekki gert sér grein fyrir ýmiss
konar annarri þjónustu og vörum,
t.d. hvað við erum komnir langt
á sviði hugbúnaðar." --------------------
- Hvers vegna var Ræðismenn-
efnt til sýningarinnar? irnir sinna afar hafa mismunandi mikil
„Tilgangur var í raun mikilvæqri tengsl við ísland. Sum-
tvíþættur. Annars veg- hiónusstu 'r eru úlendingar, af
ar stunda margir ræðis- pjOnUSIU íslensku bergi brotnir,
eða tengdir íslandi á
Jón Ásbergsson
► Jón Ásbergsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutnings-
ráðs, er fæddur 31. maí árið
1950 á ísafirði. Jón var fram-
kvæmdastjóri sútunarverk-
smiðjunnar Loðskinns hf. á
Sauðárkróki frá 1975 til árs-
ins 1985. Hann var fram-
kvæmdasljóri Hagkaups áður
en hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Útflutnings-
ráðs. Eiginkona Jóns er María
Dagsdóttir og eiga þau þijú
börn.
- Áttu von á að stofnað verði
til einhverra viðskiptatengsla í
kjölfar ráðstefnunnar?
„Innan utanríkisþjónustunnar
hefur verið sett á laggimar við-
skiptaskrifstofa utanríkisráðu-
neytisins. Væntanlega fylgir hún
starfinu eftir ásamt okkur. Þó ég
geti staðfest að gerðir hafi verið
samningar eftir sýninguna höfum
við örugglega aðeins séð byijun-
ina. Ég hef trú á því að séu ræðis-
mennirnir rétt nýttir geti þeir ver-
ið íslenskum fyrirtækjum innan
handar um að komast áleiðis inn
á erlenda markaði."
- Hvaða hlutverki sinna ræðis-
menn á erlendri grund?
„Ræðismennimir eru svokallað-
ir heiðursræðismenn og fá ekki
laun fyrir þjónustu sína. Þó er hún
afar mikilvæg og getur oft tekið
mikinn tíma. Sumir eru t.d. með
opnar skrifstofur, jafnvel hálfan
daginn, til að sinna þjónustunni.
Hlutverk ræðismannsins felst
fyrst og fremst í ákveðinni hags-
munaþjónustu fyrir íslensk stjórn-
völd. Nefna má hvers kyns þjón-
ustu við íslendinga í vanda, út-
gáfu vegabréfa og kosningar svo
nefnd séu dæmi.“
- Þekktu ræðismennirnir Is-
land fyrir?
Ræðismennirnir
menn viðskipti og
kynnu að hafa komið auga á ein-
hveija möguleika fyrir sjálfa sig.
Hins vegar er mjög heppilegt að
komast inn I samfélögin gegnum
ræðismennina. Ræðismennirnir
eru í aðstöðu til að mynda við-
skiptasambönd og eiga hægara
með að opna dyr inn í ýmsa heima
í sínum löndum heldur en við hér
heima. Þegar ræðismönnunum er
gerð grein fyrir möguleikunum á
Islandi og framtíðarhorfum fyrir-
tækjanna eiga þeir auðveldara
með að skilja þarfir íslensks at-
hafnalífs."
einn eða annan hátt. Aðrir hafa
komið hingað og enn aðrir höfðu
ekki áður komið til íslands. Ég
get nefnt að ég talaði þarna við
einn af ræðismönnum okkar á
Norðurlöndunum. Hann hafði ver-
ið ræðismaður í 10 ár og aldrei
áður komið til íslands."
- Hvernig leist þeim á land og
þjóð?
„Ræðismennirnir fóru héðan í
sjöunda himni enda var þeim ákaf-
lega vel tekið hér og ekki spillti
að veðrið var alveg yndislegt á
meðan á ráðstefnunni stóð.“
H
B
I
i
j
i
i
A
i
(
i
(
i(
M
<
|<
i